Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 17. september 1994 f l WM J3 ______ ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), ^ZN. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, KRISTÍN UNDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.fíþróttir), |J 1 SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN ¦-' Æ ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUDI • LAUSASÖLUVERD M. VSK. KR. 125 PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN p% \ GRUNNVERD DÁLKSENTIMETRA 765 KR. ÚTUTSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON ¦ 1 1_ RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRl'MANNSSON |l *y ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 ¦M N^ FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRDUR BLÖNDAL ADRIR BLADAMENN: GEIR A. GUDSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Smuguviðræður Nú liggur fyrir að viðræður embættismanna ís- lands, Rússlands og Noregs um lausn á Smugu- deilunni munu hefjast þann 11. næsta mánaðar. Þetta er sannarlega ánægjulegt. Úr því sem kom- ið var var ekkert annað í stöðunni en að setjast niður og reyna að finna lausn á þessu erfiða deilumáli. Málið var komið í óleysanlegan hnút og norskir ráðherrar kepptust við að skjóta föst- um skotum að íslendingum. Slíkt gengur ekki í samskiptum gamalla frændþjóða og það var sannarlega kominn tími til að Godal, norski utan- ríkisráðherrann, áttaði sig á því. Hvorki íslendingar né Norðmenn vilja standa í þeim erjum sem samskipti þjóðanna hafa ein- kennst af á liðnum misserum. Þessar þjóðir eiga svo margt sameiginlegt, hagsmunir þjóðanna fara til dæmis saman þegar kemur að nýtingu á norsk-íslenska síldarstofninum. Þessi stofn hefur smám saman verið að byggjast upp í einn öflug- asta fiskistofn á Norður-Atlantshafi og Norðmenn og íslendingar hafa verið sammála um að með skynsamlegri nýtingu beri að viðhalda öflugum síldarstofni. Það er báðum þjóðum nauðsynlegt. Að sama skapi er það báðum þjóðum nauðsyn- legt að ekki verði gengið of nálægt þorskstofnin- um í Barentshafi. Á þeim grunni hljóta viðræður íslenskra, norskra og rússneskra embættismanna um nýtingu úthafsins í norðri að byggjast. Bætt bíómenning Bíómenning á Akureyri hefur á undanförnum mánuðum tekið miklum breytingum til batnaðar. Borgarbíó er nú farið að sýna nýjustu stórmynd- irnar vestan úr Hollywood um leið og þær eru frumsýndar í Reykjavík. Þetta þýðir að unnendur kvikmynda norðan heiða standa nú loks jafnfætis bíógestum í höfuðborginni. Þessi nýbreytni hefur slegið í gegn og kvikmyndaáhugamenn hafa flykkst á þessar glænýju myndir. Forsvarsmenn Borgarbíós eiga skilið lof fyrir þetta framtak. Ástæða er til að þakka fyrir það sem vel er gert. I UPPAHALDI Langar mest í gott golfeett - segir Hínrik Þórhallsson, þjálfari íslandsmeistara 2. deildar kvenna, ÍBA. Hinrik Þórhallsson er þjátf- ari kvennaliðs ÍBA í knatt- spyrnu. Liðið 'náði mjö'g góðum árangri í sumar og sigraði í 2. deild eftir liarða keppni. Liðið tryggði sér sigur með því að leggja ÍBV aðveUi, 5:2, en þriggja marka sigur þurftí til að hreppa efsta sœtíð. Hinriíc erfœddur í Reykjavík en fluttí i Kópavoginn níu ára gamall. Þar ólst hann upp meira og minna og spilaði knattspyrnu með yngri flokkum Breiðabliks. Hann spilaði með meistaraflokki félagsins fram tíl 1978 en þá skipti hann yfiriVík- ing. Eftír tveggja ára dvö'l þar ábm fluttist hann norður til Akureyrar og hófað spila með KA. Hann yar tvisvar valinn tíl að leika fyrir ís- lands hbnd i A-landsleikjum, á tnóti Láxemborg og Grmnlandi. Hann lék með KA í sjbár áður enhann fíuttist til Stykkishólms og tókað sér þjálfun hjá Snmfelli. Hinrik hafði þó nokkra reynslú af þjálfun þar sem hann hafði verið með yngri flokka og meistaraflokk kvennahjá KA auk þess sem hann þjálfuði Vask á sínum tíma.Eftirtvö tímabil þar snéri hann aftur tíl Akureyrar og tók við þjálfun UMSE-b og 2. flokkiKA. Eitt sumar varhann að- stoðarþjálfari meístaraflokks. Hann tók við kvennaliði ÍBA fyrir þetta sumar þar sem takmarkið var sett á að koma liðinu aftur í 1. deild og þaðtákst. Eiginkona Hinriks er Vttborg Gunnarsdóttir, tannsmiðun Hinrik er tvígiftur og átta barna faðir. Hann starfar nú við íþróttakennslu við Verkmenntaskólann á Akúreyri. Hvað gerirðu helst ífrístundum? „Þegar ég er ekki að vinna fara frí- stundirnar mest í að þjálfa." Steingrímur Birgisson. Hvaða matur er ( mestu uppáhaldi hjáþér? „Það er kjúklingaréttur með aliskonar meðlæti, sem eiginkonan er alveg sérfræðingur í." Vppáhaldsdrykkur? „Mjólk." Ertu hamhleypa til allra verka ú heunilinu? „Ég gríp í hitt og þetta og þyki þokkalegur í því." Er heilsusamlegt líferni ofarlega á baugihjáþér? „Já, ég mundi segja það. Ég skemmti méröðru hvoru eins og aðriren dags daglcga er það þokkalegt." Hvaðablbð ogtímarit kaupirþá? „Dag og Moggann." Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Þessa stundina cr það Halla á Haugabýli eftir Jón Trausta." Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ætli það sé ekki Kristján Jóhanns- son." Uppáhaldsíþróttamaður? „Það hefur alltaf verið Johan Cru- yff," ; Hvað horfirþú mest á í sjónvarpi? „Það eru íþróttir og góðar bíómyndir. Síðan horfi ég aiJa daga á fréttir." Á hvaða stiórnmálamanni hefurðu mestálit? „Þórarni Sveinssyni." Hvarálandinu vildirðu helst búa ef þÚþyrftíraðflytiabúferlumnu? „Ætli Kópavogurinn væri ekki minn staður. Ég er þar uppalinn." Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Gott golfsett, Það er alltaf draumur- inn að fara ígolfið." Hvernig myndir þú verja þriggja vikna vetrarleyfi? „Það er margt sem mig langar til að gera. Ég mundi taka fjölskylduna með og skipta þessu þannig að í eina viku værum við á Fagranesi S Reykjadal, í sumarbustað hjá kunn- ingjafólki. Þá mundi ég fara til Kaup- mannahafnar og vera þar í vikutíma og síðustu vikuna mundi ég nota í að hitta vini og kunningja í Rcykjavík." Hvað mlarþú að gera umhelgina? „Ég æfla að vera heima við og hafa það rólegt 1 fáðmi fjölskyldunn- ar." SH. Af sportveiðimönnum og nöldur- seggjum, veiðiklóm og veiðisóðum Fyrir því gefst ekkert garantí að unnt sé að veiða lax upp í útlagðan veiðikostnað Fyrir nokkrum vikum hafði fréttamaður Stöóvar 2 á Norðurlandi stuttan frétta- þátt um báglega afkomu veióimanna sem veiðar stunduðu í Laxá í Aöaldal. í fréttaþættinum ræddu frétta- maður og viðmælendur um lélega veiói í þessu heimsfræga, gullfal- lega fljóti og töldu orðið af og frá að greiða svo hastarlegar fúlgur fyrir veiðiheimildir að kostnað per veiddan lax mætti reikna í tugum þúsunda. Þetta væri ekki hægt lengur, ekkert að marka spár veiðifræðinga um aukna lax- gengd, gott veiðiár, magn stór- laxa, magn smálaxa og veióileyf- in orðin alltof dýr. Er sportió horfið fyrir græðginni? Samskonar texta hefur mátt lesa í laxveiðidálkum DV og Mogga míns og kvartsárir veiði- menn virðast nú þegar sjá í minn- ingunni sumarið 1994 sem sum- arið laxlausa og dýra. En eins og íslenska sumarið er duttlungafullt þá virðast laxveiðiárnar dyntóttar og þrátt fyrir allra bestu skilyrói þ.e. alveg rétt hitastig, ekki of mikið vatn, ekki of lítið vatn, ekki of gruggugt vatn, þá hefur laxinn ekki viljaó bíta á hjá jafn- vel hundvöniistu sþortveiðiklóm nema í litlum rhæli. Þá virðistí ár vera nokk sama hvort Orri Sig- fússon sé búinn að kaupa upp veiðikvóta atvinnumanna á sjón- um við mikinn föghuö og kostnað sportveiðimanna, - allt kérriurfyr- ir ekki. Sumarið 1994 verður ekki talið gott laxveiðisumar - þrátt fyrir allar spár. En var sumarið 1994 í raun- inni svona lélegt? Hvað þykir al- vöru sportveiðimönnum góð veiði? Mér er sagt að Laxá í Að- aldal sé fegurst og best allra þeirra fljóta á íslandi sem gefa lax. Til eru margar frásagnir sportveiðimanna sem hingað til hafa talið það til forréttinda að mega, með stöng í hendi, ganga á bökkum hennar, njóta náttúrufeg- urðarinnar, útivistarinnar, hreina loftsins, og hafa verið svo ánægð- ir með að veiða fáeina fiska og sjá marga og hafa notið verunnar við ána til hins ýtrasta. Nú birtast okkur veiðimenn sem ekki virð- ast hafa efni á að njóta móður náttúru, útivistarinnar, tæra lofts- ins og þess að mega ganga með- fram slíku eðalfljóti sem Laxá í Aðaldal er því að verð per veidd- an lax virðist flækjast fyrir þeim þegar þeir ættu að njóta lífsins. Er einhver ástæóa til þess aó fárast yfir því þótt veiðiskapur í Laxá í Aóaldal sé misjafn frá ári til árs? Eru veiðimenn hættir aó tíma því að greiða það gjald sem um er beðió fyrir aó mega njóta úfivistarinnar, : móður háttúru, tæra joftsins og þess að mega ganga meðfram fögru fállvatni og hafa heimild til þess að renna fyr- ir fisk ef þá langar til? Auðvitað má deila um hve dýrt það ætti að vera að fá að reyna aó veióa í fal- legri og „gjöfulli" laxá, en ef menn fjárfesta í veiðileyfum, greiða verðið dýra, þá er það aldrei gefið út með garantí. Lítið fer fyrir sportveiðimennskunni ef sportveiðimennirnir hafa uppi nöldur um háan kostnað dg ÍiÖá veiði. Hvað með forréttindih sem þeir eitt sinn töluðu um? Útivist- ina? Náttúruna? Hreina loftiÖ? Laxá í Aðaldal hefur nefnilega ekkert breyst í ár. Hún er sama fagra áin sem stundum hefur gef- ið góða veiði, en á öðrum timum hafa laxarnir ekki verið yið í jafn ríkum mæli eða ekki vtljáð bíta á og þá hafa sportveiðimenn alltaf getað haft uppi góöar og misjafn- lega vísindalegar en skemmtileg- ar kenningar um orsakir og talað drýgindalega um of mikið vatn í ánní, of lítió vatn í ánni, of gruggugt vam í ánni, ekki rétt hitastig vatnsins í ánni, of mikió slý í ánni, ekki rétta birtu við ána o.s.frv. Og ajlir hafa verið ánægóir með líftö og tilveruna. Nú er víst oróin einhver breyt- ing á. Nú kvarta yeiðimenn und- an lélegri yeiði - magnið virðist orðið meira atriði en oft áður - háu verði veiðileyfa og sýnast margir umreikna veiddan fisk í pentnga og tala um óheyrilegan kostnaó per lax og sá unaður sem í því fólst aö ganga meðfram eó- alfljótinu, meó stöng í hendi, njóta náttúrunnar, útivistarinnar og hreina loftsins er ekki lengur til umræðu en er þó vonandi ekki fyrir bí því að þrátt fyrir óþekkt- ina í laxinum er þó náttúran, úti- yistin og tæra loftið ennþá á sín- um stað. Það er svo annað mál hvað menn vilja greiða mikió fyrir þau forréttindi að ganga meðfram fal- PETUR JÓSEFSSON SKRIFAR legri laxveiðiá meó stöng í hendi, fá lítinn fisk, en mikið af fagurri náttúru og útivist. Ég þekki til dæmis fólk sem leggur mikió upp úr útivist, náttúruskoðun og tæru lofti en vill ekki greiða mikið fé fyrir þau forréttindi að mega ganga meðfram eðalfljóti með stöng í hendi og heimild til aó renna fyrir eðalfískinn sem stund- um gefur sig og stundum ekki og tekur ekkert tillit til verðs á veiói- leyfum og kærir sig kollóttan um hvort hann kostar einhverjar þús- undir króna per stykki kominn á land. Þá vaknar sú hugsun hvort sportveiðimaðurinn hafi vikið fyrir hinum sem gera kröfur til þess að laxinn kominn á land kosti ekki alltof mikla peninga. Til þess eru sögur af veiðimönn- um sem gera út á rótfiskirí og þá stundum þannig að telja megi laxa í hundraðavís úr veiðiferð, og er þá væntanlega kíló af lönd- uðum laxi komið niður í skikkan- legan prís. Slíkir veiðisóðar eiga ekkert sameiginlegt meó sport- veiðimönnum. Sportið horfið fyr- ir græðginni. En það er ónnur saga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.