Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. september 1994- DAGUR - 11 Frá Suður-Afríku tíl Sauðárkróks Hún heitir Deborah J. Robinson, sveitastelpan frá Suður-Afríku, sem hefur hreiðrað um sig í Skagafirði og opnaði í byrjun september P.R. stofuna í Stjórn- sýsluhúsinu á Sauðárkróki. - Hvernig lenti dóttir enskætt- aða bóndans sem ræktar humal til bjórgerðar í smá þorpinu George í Suður-Afríku í Skagafirði? „Ég er fædd í Suður-Afríku en pabbi minn fæddist í Englandi. Það var gott að vera barn í sveit í Suður-Afríku og mjög lærdóms- ríkt að kynnst öllum þeim þjóðar- brotum sem búa í landinu. I Ge- orge og nágrenni bjuggu svert- ingjar af Xhosa þjóðflokki en í Suóur-Afríku eru töluð 23 tungu- mál fyrir utan ensku, sem hvítir íbúar landsins tala." Eg varð að fara „Þegar ég var 25 ára tók ég ákvörðun um að flytja burt frá Suður-Afríku. Mér fannst engin framtíó í því fyrir ungt fólk að búa þar. Ég gat ekki hugsað mér að búa i Suður-Afríku til frambúðar vegna þess ástands sem ríkti þar í mannréttindamálum og samskipt- um milli kynstofna. Þess vegna seldi ég allt sem ég átti og lagði upp í ferðalag um heiminn. Ég fór til ísrael, svo ferðaðist ég víða um Evrópu og til lands föður míns Englands, þá voru peningarnir mínir búnir. Þá heyrói ég af því að hægt væri að fá vinnu í fiski á ís- landi. Eg hafði aldrei unnið í fiski en ég sótti um og fékk vinnuna og þannig endaði Suður-Afríku stelp- an í frystihúsinu á Flateyri vió Önundarfjörð. Það var árið 1987." Það var ástin „Á Flateyri hitti ég víkinginn minn, hann heitir Rögnvaldur Guómundsson og er núna verk- stjóri Rafmagnsverkstæðis Kaup- félags Skagfírðinga. Við eigum tvær dætur, fimm ára og eins árs, sem eiga mömmu frá syðsta odda heimsins og pabba frá nyrsta hjara." - Hvernig leist þér á þegar þú varst komin til Flateyrar? Að opna dyr með almaLteíUm Deborah lagði stund á al- mannatengsl, public relatíons, í tækniháskóla í Höfðaborg í Suður-Áfríku. Almannatengsl eru þriggja ára nám á háskóla- stigi og nú ætlar hún að nýta þessa menntun í eigin fyrir- tæki. Hún opnaði PR stofuna - al- mannatengsl í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki 1. september síð- astliðinn. Að sögn Deborah eru margir sem ekki gera sér grein fyrir þvi hvað almannatengsl eru. En hún segir almannatengsl í raun ákveðinn hugsunarhátt. Tilgangur almannatengsla er að auka og bæta hverskyns sam- skípti og ímynd, bæði innan fyr- irtækja og utan. Aó koma góð- um fréttum á framfæri og skapa jákvæóa imynd. „Allt upplýs- ingafiæði, kynning og markaðs- setning byggir á góðum sam- skiptum, tengslum," sagðí De- borah. Hún segir að smátt og smátt sé hún að fá verkefni og hún vonast til aó forsvarsmenn fyrir- tækja, sérstaklega í Skagafirði, vilji nýta sér menntun hennar og tungumálakunnáttu til hagsbóta fyrir fyrirtæki sín. „Markmið mitt með stofnun fyrirtækisins er að aðstoða íbúa hér við að nýta betur þá möguleika sem héraðið og fólkið sem það byggir býr yf- ir. Ég vonast til að í kjölfar þess- arar starfsemi opnist fleiri dyr í ferðaþjónustu, fyrirtækjarekstri og á fleiri sviðum. Hver sem er getur leitað til mín og óskað eftir þjónustu," sagói Deborah. Sem dæmi um þau verkefni sem PR stofan - almannatengsl fæst við eru erlcndar bréfaskrift- ir og símtöl til ótlanda, sam- skipti við innlenda og erlenda fjölmiðla, skipulagning og fram- kvæmd kynninga, ráðstefna, funda og fyrirlestra, markaðs- ráðgjöf og bæklingagerð, mót- taka gesta og skipulagning dag- skrár fyrir gesti, kynnisferðir um Skagafjörð, námskeið og hvers- kyns þýðingar. KLJ Gegn f ramvísun skólaskírteina Gildir fyrir nemendur MA, VMA, Háskólans, Tónlistarskólans og Myndlistaskólans /^r^^Ji^ Opið í dag tU kl. 13.00 GERIÐ / ^ (7^s&______jr jr VERÐ- SAMAN- BURÐ þar scm geisladiskar eru gersemi Hafnarstræti 98 • 600 Akureyri • Sími 12241 „Ég hafði engar fyrirfram ákveðnar hugmyndir, ég bara tók þessu eins og það var. Þegar ég bjó í Suður-Afríku var ég í mjög krefjandi vinnu. Eg vann annars vegar við almannatengsl og hins vegar fyrir tímaritaútgefendur við auglýsingaöflun og fleira. Ég var ákveðin í að beyta til og því fannst mér ágætt að vinna í frystihúsinu um tíma, ég vann þar eina vertíð. Svo langaði mig að takst á við eitthvað annaó og fór að kenna í grunnskólanum á Flateyri. Næsta þrep í lífi mínu var að fylgja Rögnvaldi manninum mín- um til Reykjavíkur þar sem hann lagói stund á iðnrekstrarfræði. í framhaldi af því fékk Rögnvaldur vinnu hér á Sauðárkróki og sum- arið í sumar er fjórða sumarið okkar hér í Skagafirði. - Hvernig er að búa í Skaga- firói? „Frábært, ég er ekta Skagfirð- ingur. Mér fannst ríkja ákveðin svartsýni og neikvæöni á Vest- fjörðum en hér er allt annað við- horf ríkjandi. Hér eru allir já- kvæðir, opnir og lífsglaðir og það var strax tekið mjög vel á móti mér, stelpunni frá Suður-Afríku. Ég hef ágætis samanburð, hef ferðast víða og búió á ólíkum stöðum en Skagafjörður, hann er mér að skapi." - Þú segist vera ekta Skagfirð- ingur. Ertu þá hestakona? „Ég er ekki ennþá orðin hesta- kona hér á íslandi en ég var mikil hestastelpa í Suður-Afríku. Þar átti ég hesta og tók þátt í mótum. Ég keppti í hindrunarstökki, hlýðniæfingum og hindrunar- stökki á opnu svæði, nokkurskon- ar víðavangshlaupi með hindrun- um, það var mín besta grein. Ann- ars fannst mér skemmtilegast að þjálfa hestana og oft keppti yngri bróðir minn á hestunum sem ég þjálfaði." Þýðir hestabækur - Við hvað hefur þú starfað síóan þú komst hingað á Sauðárkrók? „Ég kenndi ensku í gagnfræða- skólanum en svo ákvað ég að vera heimavinnandi og tók að mér einkatíma í ensku af ýmsu tagi bæði fyrir fullorðna og unglinga. Svo kom eldhuginn Gísli á Hofi í Húnavatnssýslu til mín. Hann bauð mér að þýða bók, sem Skagfirðingurinn Ingimar Ingimarsson var að skrifa og Gísli gaf út. Hún heitir Hestar í norðri og var prentuð á þremur tungu- málum íslensku, ensku og þýsku. Eg tók að mér að þýða bókina og nú er ég nýbúin að Ijúka þýöingu fjórðu bókarinnar í þessum bókaflokki. Þessar bækur fjalla um íslenska hrossaræktendur og eru seldar jafnt á erlendri grund sem hérlendis og nú er verið að þýóa fyrstu bókina á fjórða tungu- málið, norsku. Auk þess hef ég tekið að mér ýmis verkefni í almannatengslum bæði fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Hestasport hér í Skagafirði og fyr- ir Vigfús Vigfússon, fyrrverandi feröamála fulltrúa hér. Þessi störf voru til dæmis geró og þýóingar bæklinga, móttaka erlendra gesta, kynningarstöf á hestasýningum á Vindheimamelum og skipulagn- ing og markaðssetning ráðstefna. „Attu ódýran miða til Afríku og heim aftur?" - Heldur þú að þú eigir eftir að flytja aftur til Suður-Afríku? „Auðvitað sakna ég vina og ættingja sem búa í heimalandi mínu og líka þeirrar menningar sem fylgir svarta kynstofninum og blómstrar í Afríku. Móðir mín er látin en pabbi býr í Suður-Afríku og yngri bróðir minn. Eg var hins- vegar svo heppin aó eldri bróðir minn giftist wellskri konu og býr nú í Wales þannig að það er ekki svo erfitt að halda sambandi við hann. Ég hef aðeins farið einu sinni til Suður-Afríku síóan ég fór þaðan 25 ára gömul, ég vildi gjarnan eiga þess kost að koma oftar til Afríku en ekki endilega til Suður-Afríku. En eins og ég sagði er ég ekta Skagfirðingur og þeir búa í Skagafirði og þar verö ég," sagði Deborah. KLJ Sólin sest aldrei í Sólstofu Dúfu Glæsilegttilboð Tímarfrákl. 9-14 kr. 250. lOtímakort gilda í 8 vikur kr. 3000. Sólstofa Dúfu Kotárgerði 2, Sími 23717. HJOLBARÐANÓNUSTA • RÉTTARHVAMM11 • S. 96-12600 Opið laugardaga kl. 10-15 HJÓLBARÐAR Erum með mikiö úrval nýrra og sólaðra hjólbarða undir ailar gerðir ökutækja Fullbúið hjólbarðaverkstæði með alhliða þjónustu RAFGEYMAR • Mælum gamla rafgeyma • Seljum nýja rafgeyma • ísetning á staðnum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.