Dagur - 01.10.1994, Side 15
UTAN LANDSTEINANNA
Laugardagur 1. október 1994 - DAGUR - 15
UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON
Kraftakarlinn SYLYESTER STALLONE hefur fundið
nýtt áhugamál, golf, og eins og svo margir aórir þá
hann kominn með ólæknandi dellu. Sly dvelur nú í
Englandi við tökur á myndinni Judge Dredd og herma fregnir
að hann megi varla vera að því aó hamast fyrir framan kvik-
myndavélamar, þar sem hann sé svo upptekinn aó slá hvítu
kúluna. „Eg elska lífið héma. Golfvellir í Englandi em þeir
bestu í heimi," sagði Sly við blaðamenn þegar hann var spuróur
um áhugamál sitt. Hann sagóist einnig ætla að heimsækja
land á næstunni en vellimir þar þykja einnig mjög góóir.
ÍViHHTUÍt OG fáO
ffTVvennagullið KEAMU KEEVES
hefur skotið sér upp á rneð-
C'Val skærustu stjarna Holly-
d að undanförnu með leik sín-
urn í myndum á borð við Little
Buddah og Speed, sem nú er til
sýningar í Borgarbíói. Ekki eru þó
allir sáttir við velgengni Icikarans
og harðjaxlinn Charlie Sheen hef-
ur greinilega lítið álit á honum.
„Hvernig getur, Francis Ford
Coppola, einn helsti leikstjóri
okkar tíma, sagt: ’Þetta er sá sem
ég vil í mína mynd’ eftir að hafa
séð myndir Keanu Reeves? Ég og
Emilio sitjum heima, klórum okk-
ur í höfðinu og furðum okkur á
hvernig þessum stráklingi tókst að
fá þessi hlutverk,“ sagði Sheen
við blaðamenn fyrir skömmu en
hann og bróðir hans, Emilio Este-
vez, hafa ekki fengið mjög spenn-
andi verkefni að undanförnu.
Brídget
Hall
kemst
langt á
útlitinu
m á ún er aðeins 16 ára en þegar
/£ orðin ein eftirsóttasta fyrir-
sæta heims. Hún heitir
EiRIDGET HALl og frægðin hefur stig-
ið henni til höfuðs. Móðir hennar
kvartar sáran yfir því að hafa misst
litlu stelpuna sína en Bridget þykir hin
mesta dekurrófa sem yfirleitt fær þaó
sem hún vill. Hún fær yfir 700 þúsund
fyrir dagsvinnu fyrir framan mynda-
vélarnar og hefur oft veriö kölluó „hin
nýja Claudia Schiffer“. Fyrir rétt rúmu
ári síóan var hún saklaus sveitastúlka
frá Texas en eftir að hún fluttist til
New York hefur hið ljúfa líf tekið við.
Hún fer út aö skemmta sér næstum
hvert kvöld með elskhuga sínum, leik-
aranum Leonardo DiCaprio og um-
gengst mikið söng- og leikkonuna
Madonnu, sem ekki hefur haft góð
áhrif á stúlkuna. „Ég reyndi útgöngu-
bann en það hafði lítil áhrif,“ sagði
móðir hennar við blaðamenn fyrir
skömmu. Eigendur hinna þekktu
módelsamtaka Ford Modelling, Eileen
og Jerry Ford, hafa gefist upp á stúlk-
unni og sagt upp samningi við hana.
„Mér var sparkað vegna þess hversu
mikið ég fór út að skemmta mér,“
sagði Bridget hneyksluð en hún hefur
nú komið af stað eigin fyrirtæki sem
kallast Bridget Hall Inc og þar er hún
sjálf við stjómvölinn. Ef fram heldur
sem horfir á þessi efnilega stúlka eftir
að prýóa bæði forsíður tísku- og
slúðurblaða næstu árin.
Nakirn
samteikur
/T ögfræðingum leikarans KEVIM COSTMEK
hefur mistekist að fá lögbann á heimatil-
C? im búið myndband, sem sýnir öll helstu ástar-
atriði kappans. Kvenkyns „vídeo-sjúkIingur“ hefur
klippt sanian öll heitustu atriðin úr myndurn leik-
arans og fjölfaldað. Þar á meðal eru atriði úr hinni
léttbláu Sizzle Beach, sem Costner lék í þegar
hann var lítt þekktur og vantaði verkefni. Þetta at-
hygliverða myndband gengur nú kaupum og söl-
um og þykir einkar vinsælt hjá húsmæðrum vestan
hafs. Á myndbandinu eru m.a. myndir af Costner
nöktum úti á akri, í ástarleik í aftursæti bíls og hið
fræga atriði þar sem hann berar afturendann í
myndinni Dances With Wolves. Samkvæmt nýj-
ustu fréttum er Costner sagður mjög mióur sín
vegna þcssa myndbands.
:
Wkla ac
■'yndin True Lies, með ARNOLD
•SCrlWARZEMEGGER og TOM ARMOLD í
Kaðalhlutvcrkum, hefur notið gífurlegra vin-
Ja að undanfömu. Svo skemmtilega vill til að ef
hinn austuníski Schwarzenegger hefði farið að ráðum
umboðsmanns síns fyrst eftir aó hann kom til
Bandaríkjanna þá hefðu báðir aðalleikendumir heitið
Tom Amold.
Umbinn sagði Schwarzenegger-nafnið ekki heppilegt
fyrir ungan leikara á uppleið og stakk upp á að hann
notaði fyrra nafn sitt áfram sem cftimafn og bætti Tom
fyrir framan. Þessu tók Amie illa og sagðist engu vilja
breyta og sennilega var það rétt ákvörðun.
Tom og Amic hafa samþykkt að leika í framhaldsmynd
þessarar vinsælu myndar en búist er við að myndin
verði tekin innan þriggja ára og leikstjóri verði Jim
Cameron, sá sami og leikstýrði fyni myndinni. „Það
veróur gerð önnur True Lies og þaó gleður mig að
segja frá því að Amie og ég munurn leika saman á ný,“
sagði Tom Arnold fyrir skömmu. Hann bætti því vió að
hann vonaðist til þess að persónan sem hann leikur
fengi að komast yfir kvenmann i næstu mynd en
Amie var einn um þau mál í fyrri myndinni.