Dagur - 01.10.1994, Síða 20

Dagur - 01.10.1994, Síða 20
Húsavíkurbær: 50 bórn bíða dagvistunar Málefni leikskóla voru rædd á fimdi bæjarráðs Húsavík- ur fyrr í vikunni, ákveðið að kanna fleiri möguleika og aug- lýsa eftir húsi til kaups eða leigu fyrir nýjan Ieikskóla. Biölisti á Bestabæ fyrir börn sem eru tveggja ára og eldri telur 50 börn, en að meðtöldum yngri börnum sem skráó eru á biðlista telur listinn 73 börn. Samkvæmt sundurlióun listans eru 2 börn fædd ’89, 4 böm ’90, 7 börn ’91, 40 börn ’92 og 20 börn ’93. IM Húsavík: Húseign Nausta- varar boðin upp Húseign Naustavarar hf. við Húsavíkurhöfn var seld nauðungarsölu sl. fimmtudag af sýslumannsembættinu á Húsa- vík. Landsbanki Islands bauð hæst í cignina, fjórar milljónir króna, en bankinn átti fyrsta veðrétt í eign- inni, kröfu að upphæð 12,7 millj- ónir króna. IM Busar í fíugferö Fjórðubekkingar í MA vígðu ný- nemana á hefðbundinn hátt í gærmorgun og þar með er búið að vióurkenna þá sent fullgilda nemendur við skólann. Alla þessa viku hafa nýnemar fengið að finna fyrir eldri nemendum og m.a. voru þeir dregnir í dilka, eins og fram kom í Degi. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Robyn tók í gær, voru fjórðubekkingar heldur óálitleg- ir. óþh Frystikistur Verð frá kr. 28.830 0KAUPLAND HF. Kaupangi v/Mýrarveg, sfmi 23565 Glæsibæjarveita: Samið viö Verkval - lokið við lagningu aðveituæðar frá Þelamörk Nú er lokið Iagningu aðveitu- æðar Hita- og vatnsveitu Akureyrar, fyrir heitt vatn frá Laugaíandi á Þelamörk til Ak- ureyrar og hafnar framkvæmdir við lagningu dreifíkerfís í Glæsi- bæjarhreppi. Að sögn Franz Arnasonar, hita- og vatnsveitustjóra, er ætlunin að heita vatniö frá Laugalandi verói tekið inn á dreifikerfí veitunnar í Austursíðu á bilinu 14.-21. októ- ber en þegar er byrjað aó láta vatn renna um lögnina til hreinsunar. Vatnið frá Laugalandi er um 84° heitt en það verður sett inn á kerfí veitunnar á sama hitastigi og er í vatnsgeymi dælustöðvarinnar í Þórunnarstræti. Franz sagói að nýlega hefðu verið boðnar út hitaveitulagnir í Glæsibæjarhreppi. Hitaveita yrði lögð heim á flest alla bæi í hreppnum, frá Grjótgarði og til Akureyrar, einnig að Skjaldarvík, í Byggingarvörudeild KEA á Lónsbakka og íbúöarhverfið í næsta nágrenni. O HELCARVEÐRIÐ Veðurstofan spáir köldu veðri áfram. Allt frá Vest- fjörðum til Austurlands verð- ur SV gola eða kaldi í dag og bjart veður. Á morgun, sunnudag, snýst vindur í norðrið og þá er gert ráð fyrir éljagangi á Norðaustur- landi en björtu veðri annars- staóar. Vægt frost veróur um allt land. Á mánudag má áfram búast við smá éljum norðanlands en hægum vindi. Alls buðu fimm verktakar í þann hluta Glæsibæjarveitu sem var boðinn út. Þeir voru Guð- mundur Gunnarsson, Verkval, G. Hjálmarsson hf., Ýtan hf. og Ak- urverk hf. Samið var við lægst- bjóðanda, Verkval, sem bauð 3.002.500,- í verkið sem eru 66,7% af kostnaðaráætlun. G. Hjálmarsson bauð 3.971.500 eða 88,3%. Aðrir verktakar voru yfir kostnaðaráætlun sem var 4.500.000. Verkval hefur þegar hafíð framkvæmdir, en hluta heimæða leggur veitan sjálf. Stefnt er að því að framkvæmdum viö Glæsibæj- arveitu veröi lokið um miöjan nóvember. KLJ Banaslys í Blönduhlíð Aðfaranótt föstudags varð banaslys í Blönduhhð í Skagafírði á móts við bæinn Miðhús. Tilkynnt var um slysið kl. 3.18 til lögreglunn- ar á Sauðárkróki. Bifreiðin var á suðurleið, fór út af veginum vinstra meg- in og valt eftir að hafa fyrst farið út af hægra megin og snúist á veginum. Tveir karl- menn um tvítugt voru í bíln- um. Annar þeirra kastaðist út úr bílnum og er talið að hann hafí látist samstundis. Meiðsl hins voru ekki talin alvarleg. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Þetta er annað banaslysið í untferð- inni í Skagafirói á innan við viku. HA HFMÆLIl’TILlíOÐ Dagana 30. septembertil 8. október veröum við í hátíðarskapi og bjóðum viðskiptavinum okkar afslátt af flestum vörum verslunarinnar. En á afmælisdögunum má jafnvel finna vörur með allt að 50% afslætti Hr. Herkúles András Guðmundsson aflraunamaður mætir í Metró laugardaginn 1. október, kl. 11.00 og sýnir listir sínar. Hann skorar á viðskiptavini, á öllum aldri í aflraunakeppni og veitir þátttakendum verðlaun. Missið ekki af frábærri skemmtun. M METRO Miðstöð heimilanna Furuvöllum 1 sími 12785/12780 OPIÐ MANUD.-FÖSTUD. 8.00 18.00 • LAUGARDAGA 10. iTi • Tt I

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.