Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 1
Málefni Útgerðarfélags Akureyringa hf. afgreidd í bæjarráði í gær: Ákvedið að leggja ekki til við sljórn ÚA að afurðasölumál veiði flutt flá SH til ÍS - Framsóknarflokkurinn telur meirihlutasamstarfið mikilvægara en að láta reyna á sannfæringu sína í sölumálum ÚA, að mati Sigríðar Stefánsdóttur Afundi bæjarráðs Akureyrar í gær, las formaður ráðsins yfirlýsingu frá meirihlutanum, þar sem fram kemur að meiri- hluti Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks í bæjarstjórn Akur- eyrar hafi ákveðið að leggja ekki til við stjórn Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. að afurðasölumál félagsins verði flutt frá Sölumið- Gísli Bragi Hjartarson: Meirihlutinn komst að skynsam legri niðurstöðu stöð hraðfrystihúsanna til ís- lenskra sjávarafurða hf. Jafnframt var ákveðió að ganga til samninga við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og önnur fyrir- tæki, sem SH tilgreinir í bréfí sínu 23. janúar sl. um uppbyggingu at- vinnulífs á Akureyri. Þá segir í yfirlýsingunni, að ákvörðun um sölu hlutabréfaeign- ar Akureyrarbæjar í Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. að hluta eða öllu leyti sé frestað. Þeim aðilum, sem sent hafa Akureyrarbæ erindi varðandi hugsanleg hlutabréfa- kaup verður svaraó skriflega. Undir þessa yfirlýsingu skrifa framsóknarmennimir Jakob Bjömsson, Sigfríður Þorsteins- dóttir og Þórarinn E. Sveinsson og fulltrúi Alþýðuflokksins, Gísli Bragi Hjartarson. I bókun og tillögu Sigríðar Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins á bæjarráós- fundinum, segir augljóst að Fram- sóknarflokkurinn telji meirihluta- samstarfið í bæjarstjóm mikilvæg- ara en aó láta reyna á sannfæringu sína í sölumölum ÚA. Hún telur jafnframt að hagsmuna ÚA hafí ekki verió nægilega gætt í þeim umræðum sem staðið hafa undan- famar vikur og að fyrirtækið hafi þegar beðið skaða af. Sigríður telur að mikil vinna sé eftir til að tryggja að tilboð SH komi að sem mestum notum fyrir atvinnuuppbyggingu í bænum og hún lagói því til aó skipaður yrði starfshópur með fulltrúum allra flokka til að taka nú þegar upp viðræður við SH. Bjöm Jósef Amviðarson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lét bóka að hann fagnaði því að með þeirri niðurstöðu sem kynnt var í upphafi, sé lokið þeirri óviðunandi óvissu, sem að undanfömu hafi ríkt í málefnum Útgerðarfélags Akureyringa hf. Bjöm Jósef telur niðurstöðu málsins í samræmi við afstöðu bæjarfulltrúa^ Sjálfstæðisflokksins til sölumála ÚA og tekur undir til- lögu Sigríðar Stefánsdóttur, um að skipuð verði nefnd sem í eigi sæti fulltrúar allra flokka, til að ræða við SH um tilboð þeirra í atvinnu- málum. KK Eg er mjög ánægður með þá niðurstöðu sem þarna fékkst,“ sagði Gísli Bragi Hjart- arson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins, eftir að ljóst varð að hans sjónarmið höfðu orðið ofa- ná í bæjarstjórn Akureyrar. Eins Heimir Ingimarsson: Hefði ekki neit- að viðræðum við Framsókn Títarlegu viðtali við Dag JLstaðfestir Heimir Ingimars- son, annar tveggja bæjarfull- trúa Alþýðubandalagsins á Akurcyri, að hann hefði ekki neitað viðræðum við fram- sóknarmenn um myndun nýs meirihluta til að fara ÍS-leið- ina, þ.e.a.s. að íslenskar sjáv- arafurðir hf. flyttu höfúð- stöðvar sínar til Akureyrar og sölumái ÚA færðust frá SH yflr til ÍS. Hins vegar hafi framsóknarmenn aldrei talað við sig um málið. Þetta er afar athyglisverð yfirlýsing hjá Heimi og ekki cr hægt aö túlka hana á annan veg en þann að möguleiki hafi verið á því að ná meirihluta í bæjar- stjóm Akureyrar um flutning höfuðstöðva Islenskra sjávaraf- urða hf. norður. Hins vegar hafi aldrei verið látió á það reyna. Þá kemur fram í viötali blaðsins við Heimi að Jón Ing- varsson, stjómarformaður SH, sendi sl. þriðjudag bréf til Heimis þar sem hann staðfestir vilja SH til að kanna frekar stofnun fiskiréttaverksmiöju á Akureyri sem gæti skapað tugi nýrra starfa. Þetta er til viðbótar fyrra tilboði SH og hefur ekki komió fram opinbcrlega áóur. Ennfremur ítrekar Jón í bréfi til Heimis að aóalskrifstofa SH verði á Akureyri og í Reykjavík og verði samþykktum SH og starfsemi breytt í þá veru. óþh Sjá nánar blaðsíðu 8. og margoft hefúr komið fram hvikaði hann ekki frá þeirri af- stöðu sinni að ekki ætti að gera breytingu á sölumálum ÚA, sem varð niðurstaðan. - Lítur þú ekki á þetta sem sig- ur fyrir þín sjónarmið í þessu máli? „Ekkert frekar. Eg tel meiri- hluta bæjarstjómar hafa komist að skynsamlegri niðurstöðu og í rauninni lítið meira um það að segja. Eg er ekkert sigri hrósandi en ánægður með niðurstöðuna.“ - Þú hefur ekki haft áhyggjur af því að meirihlutinn í bœjar- stjórn myndi springa? „I pólitíkinni getur allt gerst, en við Jakob Bjömsson höfum alltaf sýnt hvor öðrum fullan trúnað og ég óttaóist í rauninni aldrei mikið um meirihlutasamstarfið.“ - Hver verða þá nœstu skref í málinu afhálfu bœjaryfirvalda? „Það verður að ganga til samn- inga við SH um þau fyrirtæki sem þeir ætla að stofna hér og tengd fyrirtæki, sem stuðla eiga að at- vinnuuppbyggingu á Akureyri. Eg veit að það verður staóið við allt, sem lofað hefur verið.“ HA Bæjarráð Akureyrar kom saman til fundar í gærmorgun, þar sem m.a. var ákveðið að ganga til samninga við Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, um uppbyggingu atvinnulífs á Akureyri. F.v. Björn Jósef Arnviðarson, Sjáifstæðisflokki, Jón Björnsson, félagsmálstjóri, Sigríður Stefánsdóttir, Aiþýðubandalagi, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Framsókn- arflokki, Þórarinn E. Sveinsson, Framsóknarflokki, Jakob Björnsson, bæjarstjóri, Framsóknarflokki, og Valgarður Baldvinsson, bæjarritari. Mynd: Robyn Ekki meirihlutavilji í bæjaF stjórn fyrir vænlegri kostinum Eg er ánægður með að það skuli vera komin niðurstaða í málinu,“ sagði Jakob Björns- son, bæjarstjóri á Akureyri eftir þá ákvörðun að gera engar breytingar á sölumálum ÚA og ganga að tilboði Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Framsóknar- menn vildu hins vegar fá höfuð- stöðvar íslenskra sjávarafurða til Akureyrar og flytja viðskipti ÚA þangað. Ekki reyndi á þetta - segir Jakob Björnsson, með formlegum hætti þar sem framsóknarmenn töldu ekki meirihluta fyrir sfnum málstað og bökkuðu því í raun með sín sjónarmið. „Eg vill leggja dæmiö þannig upp að við höfóum tvo góða kosti. Viö framsóknarmenn mátum það svo að væri horft á málið í fullu samhengi þá hafi IS verió væn- legri kostur. Það var ekki meifi- hlutavilji fyrir því í bæjarstjóm bæjarstjóri á Akureyri Akureyrar að fara þá leið. Þegar það var orðið ljóst var eðlilegt aó velja kost númer tvö, sem er já- kvæður líka, halda áfram með málið og lenda því á þann máta sem farið var af stað með það, þ.e. að skapa hér aukin umsvif og störf í bænum. Það verður niðurstaðan og það er jákvæð niðurstaða." Að sögn Jakobs verða nú alveg á næstu dögum hafnar viðræður við SH og fyrirtæki sem tengjst þeirra tilboði. - Verður skipaður einhver við- rœðuhópur af hálfu bœjaryfir- valda til að annast það mál? „Eg sé nú ekki þörf á þvi. Ég lít svo á að þær viðræður séu undir minni stjóm og aðferðir við það mótist af framgangi mála. Auðvit- aó kemur fleira fólk að þeirri vinnu, en ég sé enga þörf á að skipa sérstakan viðræóuhóp,“ sagði Jakob að lokum. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.