Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. febrúar 1995 - DAGUR - 7 Tannverndardagur: Drykkjarskálar í íþrótta hús og skóla Neysla á gosdrykkjum hefur aukist gífurlega hér á landi á undanföm- um árum. Slík neysla hefur mikil áhrif á heilsu þeirra er slíkra drykkja neyta. Neysla gosdrykkja tengist óneitanlega stöðum þar sem margir koma saman, eins og í íþróttahúsum og skólum} þá sér í lagi framhaldsskólum. 1 könnun sem gerö var á vegum Heilbrigðis- Tann- vemdar- daeur & I dag er hinn árlegi tannvernd- ardagur tannvemdarráös og af því tilefni veróa birtar í blaó- inu grcinar um tannvernd eins og undanfarin ár. Góö tannvemd felst ekki aðeins í því aö mœta reglulega til tannlæknis, bursta tennum- ar, nota tannþráð o.s.frv., held- ur aö sjálfsögöu líka í þvi að forðast mat og diykki sem við vitum aó skemma tennumar. Aó þessu sinni verður kastljós- inu beint að neyslu landans á sykruðum drykkjum sem er geysimikil, sérstaklega hjá unglingum. Þama skýtur svo- lítið skökku vió því við þurf- um ekki annaó en að skrúfa frá krana og þá tekur að renna drykkur sem margir öfunda okkur af og við erum farin að flytja úr landi fyrir stórfé. Auðvitað er hér átt vió vatnið, eina okkar dýrmætustu auð- lind. Hvemig væri aó gefa sykursullinu frí í nokkra daga og drekka í staðinn vatn? Ef til vill vcnst það bara vel. Þctta er jú bara spuming um vana. Drekkið vatn. Tannlæknafélag Norðurlands. Leiðrétting I frétt af kaupum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra á húsinu Þrastarlundi var sagt að samið hafi verið við Pál Alfreðsson um endurbætur. Það er ekki alls kostar rétt. Hið rétta er að Páll keypti húsið og selur síðan Svæðisstjóminni það með þeim endurbótum sem þarf til að það henti þeirri starfsemi sem þar fer fram. HA ráðuneytisins árið 1991 um mat- aræði nemenda í gmnn- og fram- haldsskólum kemur glöggt fram að í miklum meirihluta framhalds- skólanna er selt sælgæti, en það er sjaldgæft í gmnnskólum. Því mið- ur rná segja um íþróttahús á Islandi að þaó heyri í dag til undantekn- inga að ekki sé þar á boðstólum sælgæti eða sykraðir drykkir. Þaó er í raun mjög varasöm þróun aö krakkar sem fullorðnir séu vandir á það að lokinni líkamlegri uppbygg- ingu í íþróttasal eða sundlaug aó sækja í sykraða drykki og sælgæti. Slíkt hefur ekki einungis skaðleg áhrif á tannheilsu einstaklingsins heldur einnig á heilsu hans og lík- amsuppbyggingu. Vatnsdrykkja íþróttamanna Hér á ámm áður og allt fram á okkar tíma var vatnsdrykkja bönn- uð meðan æfingar íþróttamanna stóðu yfir. Talió var að það hefði m.a. truflandi áhrif á blóðrásarkerfi líkamans. Sem betur fer hafa vís- indin afsannað þessa kenningu og bent á nauðsyn þess að vatns- drykkja íþróttamanna sé órjúfan- legur þáttur við alla hreyfingu. Sem dæmi má nefna aö 1 til 1,5 ltr. Þrjú leikrit hjá LA Annað kvöld verður sýning á Ovæntri heimsókn eftir J.B. Pri- estley hjá Leikfélagi Akureyrar, í leikstjóm Hallmars Sigurðssonar. Amar Jónsson leikur aðalhlut- verkið sem gestur LA og hefur hann sem og aðrir leikarar sýning- arinnar hlotið lof fyrir frammi- stöðu sína í sýningunni. Um helgina verður hið vinsæla leikrit, BarPar eftir Jim Cart- wright, tekið upp á myndband og hefur því sýningin verið æfð upp að nýju. Vegna þessarar upptöku hefur verið afráðið að hafa tvær aukasýningar í kjölfarið og verða þær þriðjudaginn 7. febrúar og fimmtudaginn 9. febrúar. Eins og áður verða þær sýndar í Þorpinu og hefjast kl. 20.30. Að þeim loknum verður leikmyndin endan- lega rifin niður, svo þeir sem ekki hafa áður séó þessa sýningu, sem slegið hefur öll sýningamet hjá LA, gefst síðasta tækifæri til að heimsækja parið á bamum sem Sunna Borg og Þráinn Karlsson leika auk gesta þeirra. I næstu viku verður óvenju vökvatap íþróttamanns á æfingu eða í keppni getur orðið til þess að árangur hans minnki með tilliti til þols og þolþjálfunar um allt að 20%. I knattspymuleik, þar sem heitt er í veðri, getur hann orðió fyrir allt að þriggja lítra vatnstapi. Slíkt magn leiðir af sér miklar truflanir í hinum ýmsu líkamskerf- um mannsins. Ekki er þó unnt að svara slíku vatnstapi í einum vet- fangi, en um 'A lítri af vatni í hálf- leik getur hjálpað mikið til að lík- amskerfin starifi eðlilega meðan á álagi stendur. Af þessu má m.a. sjá hve vatnsdrykkja er nauósynlegur þáttur í líkamsuppbyggingu ein- staklinga. Það er því nauðsynlegt að böm og unglingar eigi greiðan aðgang aó vatni, vatnsskálum, þar sem þau geta svalað þorsta sínum fyrir æfingar og leiki, meðan á æf- ingum og leikjum stendur og eftir að þeim lýkur. Leikur og hreyfing bama í frímínútum skólanna kallar einnig á þorstatilfinningu einstakl- ingsins. Það er því nauðsynlegt að bömin fái svalað þorsta sínum og eigi greiðan aðgang að tæm ís- lensku vatni. Janus Guðlaugsson. Reynir G. Karlsson. mikið að gerast hjá Leikfélagi Ak- ureyrar því þrjú verk verða í sýn- ingu og er það í fyrsta skipti í sögu Leikfélagsins sem svo mörg leikrit em á fjölunum í einni og sömu vikunni og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tvær aukasýningar verða sem fyrr segir á BarPari, þriðjudag og fimmtudag. Þrjár sýningar á Svörtum fjöðrum eftir Erling Sig- urðarson í leikstjóm Þráins Karls- sonar á miðvikudag, laugardag og sunnudag. Tvær sýningar verða á Ovæntri heimsókn, 4. febrúar og 10. febrúar. Opið hús hjá Styrk Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í sal Krabba- meinsfélagsins að Glerárgötu 24 2. hæð nk. mánudag kl. 20. Þar sem ekki var hægt að spila þann 28. janúar er ætlunin að taka í spil og spila eina röð. Félagar eru hvattir til að gera starfið öflugt og skemmtilegt. Innan skamms er væntanlegur kynningarbæklingur. Nýir félagar eru boðnir velkomnir. Fundir em yfirleitt fyrsta mánu- dag í mánuði. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Sólarkaffi Vestfirðingafélagsins Árlegt sólarkaffi Vestfiróingafé- lagsins á Akureyri og nágrenni verður annað kvöld í Lóni við Hrísalund. Ræðumaður verður 01- afur Theódórsson Tjamargerói. Leiðrétting í grein í Degi í gær féllu niður nokkur orð í grein Ingvars Teits- sonar „Baugasel“. Rétt er máls- greinin þannig: „Vestur frá Baugaseli liggja gönguleiðir inn á Barkárdalsjökul og þaðan um Héðinsskarð (1250 m y. sjó) í Héðinsdal og Hjaltadal eða um Hólamannaskarð (1210 m y. sjó) í Hjaltadal eða Kolbeins- dal.“ Bikarúrslitaleíkurinn milli KA og Vals: Leikurinn sýndur á breiðtjaldi í KA-heimilinu Úrslitaleikurinn í bikar- heimangengt á leikinn í keppni Umferðarráðs, eins og íþróttahöllinni í Laugardal, bikarkeppnin í handknattleik hvattir til að mæta u'manlega til karla heitir að þessu sinni, að ná upp léttri stemmningu verður sýndur á 150x150 cm fyrir leikinn. fialdl í KA-heimilinu nk. Úrslitaleikurinn í bikar- laugardag. Byrjað verður að keppni kvenna milli Fram og „hita upp“ með sýningu á Stjömunnar verður einnig völdum köflum úr ieikjum sýndur hjá Sjónvarpinu. Út- KA-liðsins í vetur og eru allir sending frá þeím leik hefst stuðningsmenn KA velkomn- klukkan 13.25 svo þeir sem ir, en enginn aðgangseyrir horfa á þann leik verða komnir verður innheimtur. í gott „handboltastuð“ þegar Sjálfúr leikurinn hefst karlaleikurinn hefst. Milli klukkan 17.00 en útsending leikjanna verður sýnd viður- Ríkissjónvarpsins klukkan eign Nottingham Forcst og 16.50 og era þeir stuðnings- Liverpool í ensku knattspym- menn sem hyggjast koma í unni og hefst sú útsending KA-heintilið, og ekki eiga klukkan 14.55. GG HVAÐ ER AÐ CERAST? Vestfirðingakór syngur létt lög undir stjóm Guðmundar Þor- steinssonar við undirleik Daníels Þorsteinssonar. Þá koma fram ungir dansarar frá Danskóla Sibbu og ýmsar óvæntar uppákomur verða. Veislustjóri veróur Bjöm Þórleifsson og hljómsveitin Namm leikur fyrir dansi. Ágóði af skemmtuninni rennur óskiptur í söfnunina „Samhugur í verki“. Fjölskyldudagur í Hlíðarfjalli Næstkomandi sunnudag efna Skíðastaðir, Skíðaráð Akureyrar og Sérleyfisbílar Akureyrar til fjölskyldudags í Hlíðarfjalli. Sér- leyfisbílar aka skíðafólki í fjallið án gjaldtöku, frítt verður í allar lyftur og þjálfarar SRA munu kenna á skíðum án endurgjalds. Kennslan verður við Hólabraut og Gönguhús kl. 11, 12, 13 og 14. Við Hólabraut verður bamaleik- braut og sunnan við Skíðahótelið verður leikgaróur og skíðabraut. í Hjallabrekku verður opin svig- braut fyrir alla sem áhuga hafa fyrir að prófa hæfni sína í svigi. Úm kl. 14 verður hópganga frá Gönguhúsi. Gengnir verða 3,5 km. Líf og fjör DANSLEIKUR TVíó Rabba Sveins leikur fyrir dansi laugardaginn 4. febrúar kl. 22-03 í Fiðlaranum á 4. hæð Alþýðuhússins, Skipagötu 14. FÉLAGSVIST verður spiluð á sama stað sunnudaginn 5. febrúar kl. 20.30. Mœtið vel með góða skapið að venjiL Stjórn skemmtiklúbbsins Líf og fjör. Raf- geymar Bása- mottur Réttarhvammi 1 Sími12600

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.