Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 3. febrúar FRÉTTIR Sattur við þessa niðurstöðu - segir Halldór Jónsson, stjórnarform. UA „Ég er sáttur við þessa nið- urstöðu. Út frá hagsmunum ÚA hefði ég ekki getað Iagt til að skipta um söluaðila. Mér fannst ég ekki fá rök til þess,“ sagði Halldór Jónsson, formaður stjórnar Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. „Ég tel að bæjarstjóm hafi tekið skynsamlega ákvörðun og látið hagsmuni ÚA ráða. Varðandi at- vinnuuppbyggingu er ljóst að við erum að fá góðan kost í bæinn, en um það eru auðvitað skiptar skoð- anir eins og fram hefur komið.“ __ Halldór sagöi aó sölumál ÚA hafi verið og verði áfram í sífelldri endurskoóun „og Útgerðarfélagið fylgi þeim línum sem bestar eru á hverjum tíma.“ Hann sagðist ekki fylgjandi því að sölumál fyrirtækis eins og ÚA sé með samningi fest við ákveðinn söluaðila til langs tíma. „Ég tel að tryggingin fyrir viðskiptum séu þau gæði og sá ár- angur sem menn ná á hverjum tíma. Það er almennt mitt mat. Hins vegar skipta menn ekki um söluaðila eins og að skipta um skó. Þaó er miklu flóknara dæmi.“ Þrátt fyrir að bæjaryfirvöld hafi frestað því um óákveðinn tíma að selja hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA, er síður en rvo út úr myndinni aó hlutabréfin veröi seld áður en langt um líóur. Halldór heldur því ákveðið fram að umræða um að hlutur Akureyrarbæjar í ÚA sé metinn á um einn milljarð króna sé alveg út í hött. „Þaó er rétt aó menn velti því fyrir sér hvort þetta sé eólilegt verð þegar sú upphæð er ekki einu sinni jafnhá og kostar að smíða eitt kvótalaust skip. Útgerðarfélagið á skip af þessari stærðargráöu auk annarra skipa. Þá má ekki gleyma veiðiheimildunum og verksmiðj- unni í landi. Mér finnst það því út úr öllu korti að selja meirihlutann í þessu fyrirtæki fyrir þá upphæð sem hefur verið nefnd í þessu sam- bandi, einn milljarð króna. Ég tel að milljarðar væri nær lagi,“ sagói Halldór. óþh Gunnar M. Guðmundsson við eina af bifreiðum fyrirtækisins. Þær eru nú 15 talsins eftir kaupin á bílum Þóroddar Gunnþórssonar. Mynd: Robyn. Sérleyfisbllar Akureyrar hf. kaupa rekstur Þóroddar Gunnþórssonar: Markmiðið er hagræðing og betri nýting tækja Alvarlegt afall fyrir Akureyri - aö mati Gísla Konráössonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ÚA - segir Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Konráðssonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Útgerð- arfélags Akur- eyringa hf., í Degi í síðustu viku þess efnis að hann vildi flytja sölumál ÚA frá Sölumiðstöðinni til íslenskra sjávarafurða hf. ef það mætti verða til þess að höfuðstöðvar ÍS yrðu fluttar til Akureyrar, vakti mikla athygli. Gísli sagði í sam- tali við blaðið í gær að niður- staða ÚA-málsins svokallaða hafi valdið sér miklum von- brigðum. „Ég tel að þessi ákvörðun sé al- varlegt áfall fyrir atvinnu- og at- hafnalíf allt hér á Akureyri,“ sagði Gísli. „Sú staðreynd aó hér hefur Fiskmarkaður Húsavíkur var stofnaður í gær af Korra hf. á Húsavík og verður hann til húsa í fiskverkunarhúsi Korra hf. á Húsavík, sem staðsett er við suð- urgarð hafnarinnar. í húsinu var fiskverkun, en hefur ekki verið um alllangan tíma. Fiskmarkað- urinn var í gær beintengdur Fiskmarkaði Suðurnesja með tölvu, og geta kaupendur að uppboðsfiskinum á Húsavík komið víða að af landinu. Jón Olgeirsson mun sjá um daglegan rekstur og uppboð á fiskmarkaðnum, og segir hann að markaðurinn hefji strax starfsemi og bátamir komist á sjó, en mikil verið hafnað tilmælum um að eitt af öflugustu útflutningsfyrirtækj- um landsins setjist aó á Akureyri og reki héðan alla sína starfsemi, er svo forkastanleg frá sjónarhóli akureyrskra hagsmuna, að engu tali tekur. Þar er sleppt gullnu tækifæri til að sýna að Akureyr- ingar sjálfir séu einhvers megnug- ir og landsbyggðin vilji og geti myndaó mótvægi gegn ofurvald- inu í höfuðborginni. I stað þess höfum við hér á Akureyri kosið heldur aó lifa á ölmusufé eða mútufé frá Reykjavík og það sorg- legasta er að þaö eru flokkar hinna vinnandi stétta sem hafa ekki meiri metnað en þaó fyrir hönd heimabyggðar sinnar að þeir liggja marflatir fyrir ógnaröflun- um syðra og eiga því algjörlega sök á þessu slysi,“ sagði Gísli Konráósson. óþh ótíö hefur hamlað sjósókn. „Trillusjómenn óskuðu eftir því aó settur yrði upp markaður og vildu eiga meiri möguleika á sölu fisksins, én hingað til hefur hann allur farið upp í frystihús Fiskiðju- samlags Húsavíkur til vinnslu. Krafa sjómanna nú í samningavið- ræðum er sú að allur fískur fari gegnum fiskmarkaði og maður vonar að það verði. Þessi fiskmarkaóur kemur í beinu framhaldi af umræðum um stofnun útibús Fiskmarkaðar Dal- víkur á Húsavík í Barðahúsinu, en niðurstaðan varð sú að við förum í þessa starfsemi sjálfir og því verð- ur enginn fiskmarkaður í Barða- Sérleyfisbflar Akureyrar hf. hafa keypt þær þrjár fólksflutingabif- reiðar sem Þóroddur Gunnþórs- son á Akureyri hefur gert út og hefur reksturinn verið samein- aður. Þóroddur Gunnþórsson kemur jafnframt til starfa sem bifreiðastjóri hjá Sérleyfisbflum Akureyrar. Frá þessu var gengið nú í vikunni. Að sögn Gunnars M. Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Sérleyfisbfla Ak- ureyrar, er markmiðið með þessu aukin hagræðing í þessum rekstri og betri nýting á þeim tækjakosti sem fyrir er í bænum. „Eins og staðan er á þessum markaði þá eru varla nema 4 mán- uðir á ári þar sem hægt er að hafa fulla starfsemi. Hina 8 mánuðina er allt í lágmarki og þeir geta ekki borið uppi rekstur á dýrum tækj- um. Þaö er því varla pláss fyrir marga aðila á þessu sviði og með þessu vonast ég til að bæta afkom- una,“ sagði Gunnar. Eftir sameininguna eru Sérleyf- isbílar Akureyrar með 15 bíla í rekstri af ýmsum stærðum og sætafjöldinn til samans er 555. Auk þess er einn bíll í pöntun sem Fiskverkunarhús Haraldar hf. á Dalvík var sl. miðvikudag slegið Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík, sem var stærsti kröfuhafinn, á nauðungaruppboði fyrir 16 milljónir króna. Hugmyndir um nýtingu hússins eru þegar hafn- ar, en aðilar í fiskverkun, vídeó- leigur, fatahreinsanir o.fl. hafa kemur með vorinu. „Yfir vetrarmánuðina byggist starfsemin mest á helgarakstri, t.d. á íþróttahópum, skólahópum o.fl. Auk þess erum við með svolítió af föstum verkefnum, ferðir í Mý- vatnssveit, skólaakstur og akstur- inn upp í Hlíðarfjall. Ég veit hins vegar ekki hversu lengi maður endist í þessum akstri í Fjallið því sl. 5 árin sérstaklega hefur þetta verið mjög dauft og stundum rek- ið meó tapi. Vió höfum hins vegar ekkert dregið úr þjónustu því ann- að hvort er aó gera þetta almenni- lega eóa sleppa því,“ sagði Gunn- ar. Það sem af er vetrar sagði hann ástandið hafa verió vel viðunandi og 9 manns starfi hjá fyrirtækinu. „Ég er bjartsýnn á að vertíðin byrji allt að mánuði fyrr en vana- Nk. mánudag verður hluthafa- fúndur í Söltunarfélagi Dalvíkur hf. þar sem rædd verða framtíð- aráform og staða félagsins vegna beiðni stærsta hluthafans, Sam- herja hf., sem á tæplega 70% hlutaQár í félaginu. Hlutafé í fyrirtækinu hefur ver- ið aukið í októbermánuði sl. og síðan var ákveðinn viðbótarhluta- fjáraukning í janúarmánuði og bað þá Dalvíkurbær, sem er annar stærsti hluthafinn, um frest til að ræða frekari áform um rekstur fé- sýnt áhuga á því að fá aðstöðu í húsinu, enda er það mjög vel staðsett í kaupstaðnum við Hafnarbraut. Haraldur hf. átti línubát sem seldur var ásamt fiskveiðikvóta til Homafjarðar fyrir nokkrum miss- erum. lega út af Heimsmeistarakeppn- inni í handbolta, þannig að mán- uóur bætist við. Útlitið fyrir sum- arið er nokkuð gott og allvel bók- að, það er t.d. von á 38 skemmti- ferðaskipum. Viskiptin hjá okkur byggjast annars mikió á lausaum- ferð, skoóunaferðum og áætluna- feróum sem ekki er fastbókað í og tekjurnar geta því sveiflast talsvert til eftir árum. Eins er eitt vanad- málið vió að reka ferðaþjónustu út á landi aó í maí og júní er allt fullt í Reykjavík út af ráóstefnum og fundum og hreinlega ekki pláss fyrir fleiri ferðamenn. Þar mynd- ast því nokkurs konar flöskuháls sem kemur niður á okkur úti á landi. Fyrir okkur er því HM í vor tvímælalaust gott mál,“ sagði Gunnar M. Guðmundsson að lok- um. HA lagsins að sögn Rögnvaldar Skíða Friðbjömssonar, bæjarstjóra. Astæða þess er m.a. sú að enn eru ónýttar aó hluta þær heimildir sem félagió hefur til hlutafjáraukning- ar. Finnbogi Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Söltunarfélags Dal- víkur hf., segir að það ráðist hugs- anlega á fundi hans með bæjar- stjóra nk. mánudag hvort um breytingu verói á eignaraðild Sölt- unarfélags Dalvíkur hf. en aðal- efni þess fundar séu framtíðar- áform um rekstur félagsins. GG Sparisjóðsstjóri segir að húsið verði selt vió fyrsta tækifæri og þegar hafi aðilar haft samband sem áhuga hafi að nýta húsið, þó flestir aðeins að hluta. Því kann svo að fara að húsinu verði skipt niður í smærri einingar, en ástand þess er mjög gott. GG Fiskmarkaður Húsavík- ur stofnaður í gær - verður til húsa í Korrahúsinu á suðurgarði hafnarinnar húsinu," sagði Jón Olgeirsson. GG Fiskverkunarhús Haraldar hf. á Dalvík: Selt Sparisjóði Svarfdæla Söltunarfélag Dalvíkur hf.: Hluthafafundur um fram- tíðaráform og stöðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.