Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 3. febrúar 1995 MINNINÚ orsson Fæddur 23. febrúar 1904 - Dáinn 25. janúar 1995 Hann hét fullu nafni Lórenz Ingólf Halldórsson, alltaf kallaður Lolli. Hann var fæddur á Eskifirði 23. febrúar 1904, sonur hjónanna Guð- rúnar Sigurðardóttur og Halldórs Sveinssonar, en þau eignuðust tvö böm, Lolla og Aðalheiði, sem látin er fyrir mörgum árum. Halldór lést frá þeim systkinum mjög ungum. Stóð þá Guðrún ein uppi með böm- in tvö. Hún giftist síðar Guðna Sveinssyni, bróður Halldórs, og eignuðust þau saman tvö böm, Hall- dóru og Eirík. Þær voru systur, Guðrún og amma mín, Stefanía Sig- urðardóttir Austfjörð, sem gift var Jóni Austfjörð, en þau áttu þrjú böm. Þessar tvær fjölskyldur byggðu sér hús sem heitir Bakki. Þetta var lítið hús, herbergjaskipan var ekki stórkostleg. Niðri voru tvær stofur og tvö lítil eldhús, en uppi voru tvö herbergi, sitt fyrir hvora fjölskyldu. Þama bjuggu þau saman í mörg ár með sjö böm, svo bömin voru sem systkini. A þessum árum tók amma ást- fóstri vió Lolla og var hún honum sem móöir alla tíð síðan. Afi og amma fluttust til Akureyrar árið 1920, en þá hafði móðir mín gifst þangað. Amma sá alltaf eftir Eski- firði, fannst henni sá staður fegurst- ur og bestur allra staða. Hún sakn- aði litla lækjarins, sem rann fyrir ut- an húsið, það var svo yndislegt að sofna við lækjamiðinn eftir annir dagsins. Svo var það Hólmatindur- inn, sem henni fannst fegurstur og tignarlegastur allra fjalla. Þó að þau flyttu í burtu var alltaf gott samband á milli þessara fjölskyldna. Lolli gerðist sjómaður, fékk skipspláss á norsku flutningaskipi og var í mörg ár í siglingum, þar sem hann upp- lifði mörg ævintýrin. Þessi skip sigldu um öll heimsins höf. Fyrir ut- an Norðurlöndin sigldi hann til Ital- íu, Sikileyjar, Spánar og eitt sinn alla leið suður til Ríó. Eg man hvað hann var hugfanginn af þeirri feguró sem blasti við, þegar siglt var inn til Ríó og fannst honum það fallegasta borgin sem hann hafði komið til. Það fór ekki hjá því, að hann kæm- ist í kynni við Bakkus á þessum ár- um og margar vom frásagnir hans ævintýri líkastar, hvort sem Bakkus var með eða ekki. Já, hann Lolli var hafsjór af sögum úr sínu sjómanns- lífi og hann lærði norsku og talaði hana vel. Afi hafði líka verið á norskum og dönskum skipum og eins og Lolli siglt vítt og breitt um heiminn. Þegar fram liðu stundir og Lolli var sestur að á Akureyri, var gaman að hlusta á þá rifja upp sjó- ferðaævintýrin sín, einkum á sunnu- dagsmorgnum, þegar þeir brugðu gjaman fyrir sig norskunni yfir kaff- inu og jólakökunni hjá ömmu, en hjá henni fékk Lolli sinn skammt af andlega fóðrinu og síðan var hlegið að öllu saman, en kátínan fylgdi Lolla allt til enda. Viö áttum heima á Eyrarlandsvegi 12, pabbi, Einar Jóhannsson, byggingameistari, og mamma, Ingibjörg Austfjöró, afi, amma og við systkinin. Eg var 6 eða 7 ára, þegar ég man fyrst eftir Lolla. Það var sumardag- ur, yndislegt veður, logn og sólskin eins og alltaf í endurminningunni. Eg var úti og var að baka moldar- kökur, raðaði þeim á fjöl, skreytti þær með fíflum og sóleyjum og setti þær í sólina til þerris. Mér varö litið niður í brekkuna fyrir neðan Eyrar- landsveginn, sem þá var blessunar- lega laus við allan trjágróður. Sé ég þá hvar kemur maður, heldur illa til reika, upp brekkuna, tekur stefnuna heim og beint upp tröppumar sem þá voru austan á húsinu. Mamma kippir honum inn í forstofu og lok- ar. Eftir smástund kemur svo yfir- valdið, „Gunnar póli“ eins og hann var alltaf kallaöur, á eftir mannin- um. Ekki var „Gunnar póli“ betur útlítandi, húfulaus og gylltu hnapp- amir á „uniforminu“ höfðu týnt töl- unni. Hann gengur upp tröppumar, bankar á útidymar og krefst þess að fá manninn framseldan, en þessi maður var enginn annar en Lolli. Þegar hér var komið sögu hafði amma bæst í hópinn og „skjald- meyjamar“ því orðnar tvær og yfir- valdinu sagt að nú væri maðurinn á þeirra ábyrgð og var Lolli því ekki framseldur. Málið var það, að Lolli var á norsku skipi sem hét Nordland og lá hér í höfn. Lolli vildi fara hér í land fyrir fullt og allt, en mátti það ekki, því það þurfti að afskrá hann úti í heimahöfn skipsins og var hann því kyrrsettur um borð. Lolli undi þessu illa, stökk frá borði og var „Gunnari póla“ falið að handsama hann, en þeirrra lyktir urðu sem fyrr segir, að yfirvaldið týndi bæði húfu og hnöppum. Nordland lét úr höfn, en Lolli varð eftir. Um þessar mundir var Kristnes- hæli í byggingu. Faðir minn var þar byggingameistari ásamt Jóni Guð- mundssyni og fékk Lolli strax vinnu frammi í hæli, eins og það var kall- að þá. Þar vom fyrir hraustir, kátir strákar á sama reki og Lolli og varla komnir af strákaparaaldrinum enda féll Lolli vel inn í þennan hóp og sagði margar góðar sögur þaðan. A þessum tíma kynntist Lolli heilla- dísinni sinni, henni Öllu. Hún hét Aðalheiður Antonsdóttir, fædd 2. janúar 1907, að Urðum í Svarfaðar- dal. Hún fluttist ung að ámm til Reykjavíkur, var þar sín unglingsár og lærði ýmsar hannyrðir, t.d. út- saum, balderingu og knipplingar. Þau gengu í hjónaband á nýársdag 1928 og byrjuðu sinn búskap á „Norðurpólnum" sem nú er horfinn sjónum okkar Akureyringa. Þegar Lolli kvæntist kvaddi hann Bakkus og gekk í stúku. Nú fóm erfiðir tím- ar í hönd. Hér var kreppa og at- vinnuleysi og erfiðleikar fyrir bamafólk. Lolli var harðduglegur og vann alla vinnu sem til féll. Tunnuverksmiðjan var starfrækt fyrir atvinnubótavinnu og þar vann Lolli. Gleðin og hamingjan vom þeirra ríkidæmi, bömin fæddust hvert af öðru og það var þeirra lán að geta keypt lítið hús í Fróðasundi 3. Þar bjó svo þessi fjölskylda og undi glöð við sitt. Alla, þessi mynd- arkona, saumaði á hópinn sinn en bömin urðu sjö. Lolji eignaðist trillu og reri til fiskjar. A stríðsámn- um flutti hann beitu út í Hrísey. Eitt sinn var hann stoppaður af Bretum, en þeir vom þá á Hjalteyri og fannst þeim eitthvað gmnsamlegt að sami bátur var þar alltaf á ferðinni fram og til baka. Þeir komust að raun um að þetta vom hættulausar ferðir og varð Lolli góður vinur þeirra og fór allra sinna ferða óáreittur. Það sem einkenndi heimilislíf þeirra Öllu og Lolla var gleðin og hamingjan sem fluttu fjöll í þeirra erfiðleikum. Aldrei var æðrast og smám saman greiddist úr. Þau gerðu vel við húsið sitt og byggðu góó kvistherbergi uppi og þegar bömin stækkuðu urðu þau góðar hjálpar- hellur. Amma leit á þau sem sín bamaböm, enda kölluðu þau hana ömmu. Innileg vinátta var milli þeirra ömmu og Öllu og mörg vom sporin heim á Eyrarlandsveg. Stutt var úr Bamaskólanum heim í eld- húsið hennar ömmu og komu bömin oft og fengu mjólkurbolla og brauð- sneið. Mér er í fersku minni, þegar Maggi sagði við mömmu sína: „Eg fór til ömmu í dag og fékk mjólk og brauð, en það er verst hvað hún læt- ur alltaf mikið smjör á brauðið.“ Þegar við fluttum hingað í Goða- byggð 2, fluttu þau með okkur, afi og amma. Varð nú heldur lengra á milli vina og ekki vom bílar algeng- ir í þá daga. En þau töldu ekki eftir sporin þó þau yrðu fleiri og alltaf bám þau með sér gleði og ferskan blæ. Böm þeirra Öllu og Lolla em: Pálína, gift Hauki Hallgrímssyni; Gunnar, verkstjóri hjá U.A., ókvæntur; Magnús, vélstjóri, kvænt- ur Elínu Eyjólfsdóttur; Gísli Krist- inn, aðstoðarslökkviliðsstjóri, kvæntur Rögnu Fransdóttur; Guó- björg, gift Þorgeiri Gíslasyni húsa- smíöameistara; Ingibjörg, gift Reyni Valtýssyni, rafvirkjameistara; Skúli, bmnavörður, kvæntur Guðrúnu Þor- kelsdóttur. Öll hafa bömin komið sér vel áfram og stór er nú ættboginn sem kominn er af þeim Öllu og Lolla og upp til hópa er þetta hið vænsta fólk. Ekki get ég skilið við hann Lolla minn án þess að minnast veiðimannsins sem í honum bjó. Hann renndi færinu eða kastaði af stönginni hvar sem tækifæri gafst, hvort sem það var á, fljót eða lækj- arspræna. Hann var fiskinn vel og sagði margar góðar veiðisögur. I mörg ár vann Lolli hjá U.A., við brýnslu á hnífum fyrir þær sem unnu við fiskinn og veit ég að það fólk sem með honum vann minnist hans sem gleðigjafa, enda veit ég að við afhendingu á hnífunum sem hann brýndi, lét hann yfirleitt falla nokkur vel valin orð. Lolli fór alltaf heim í morgunkaffi klukkan níu og var húsfreyjan þá ævinlega búin að hella á könnuna. Svo var það líka morguninn 9. ágúst 1978, er Lolli kom heim. Hann opnaði forstofu- dymar og kallaði: „Alla, rósimar þínar þurfa svona einn sólardag til að geta spmngið út,“ en hún ræktaði rósir í garðinum þeirra. Kaffiilminn lagði á móti honum, en hann fékk ekkert svar, en á gólfinu lá Alla, hún hafði fyrir nokkrum mínútum kvatt þetta jarðneska líf. Þetta var sorgarstund fyrir Lolla og alla fjöl- skylduna, en með stuðningi þeirra hvert við annað komst tilveran aftur í samt lag. Nokkru síðar flutti Lolli í Birkilund 13, til Gunnars sonar síns. Hann seldi húsið sitt í Fróðasundi, húsið sem þau Alla höfðu búið í öll sín hamingjuár. Fyrir nokkmm ár- um keypti Gunnar raðhús að Víði- lundi 3 og þar bjuggu þeir sér yndis- legt heimili, prýtt öllum fallegu mununum sem hún Alla hafði unn- ið, en eftir því sem ungamir flugu úr hreiðrinu, gafst henni meiri tími til að sinna uppáhaldsiðju sinni, hann- yrðum. Hún saumaði myndir, stóla- áklæði, veggteppi, klukkustrengi og púða. Hún bæði knipplaði og bald- eraði á íslenska búninginn og voru öll hennar verk fullkomin að allri gerð. Lolli minn, nú ertu farinn. Ekki datt mér það í hug, örfáum dögum áður en þú varst allur, þegar við kvöddumst með kossi héma í Goða- byggðinni, að það væri okkar hinsta kveðja. Nú hefur þú hitt aftur ham- ingjudísina þína, hana Öllu. Guð blessi minningu ykkar beggja. Hafið þið þökk fyrir allt og allt. Áslaug Jónína Einarsdóttir. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Lórenzar. Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til þess að kynnast honum. Þó að ég hafi ekki þekkt hann mjög lengi, þá voru þau kynni einstaklega góð og alltaf þegar maður kom í heimsókn, þá var strax drifið í því að hella upp á könnuna, þó svo að heilsan væri ekki alltaf upp á það besta. Það var okkur mjög mikil ánægja að hann skyldi koma til Dal- víkur að sjá nýju íbúðina okkar Hólmfríðar þegar við fluttum í hana síðastliðið haust. Ég vil senda öllum ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Lórenzar Halldórssonar. Margs er að mirmast margt er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Tryggvi Kristjánsson, Dalvík. Óður til lífsins Lengi heilluðu hugann heiðríkir dagar, alstirnd kvöld, lífþeirra, ljóð og sögur, sem lifðu á horfinni öld. Kynslóðir koma ogfara, köllun þeirra er mikil og glœst. Bak við móðuna miklu rís mannlegur andi hœst. Liðnar og ókomnar aldir umlykja vora hverfulu stund, líkt og úthöfin álfur, eyjar.firði og sund. Eilífð var öllum sköpuð áður en til voru jarðnesk spor. Síðasta guðagjöfin er gleðinnar Ijósa vor. (Davíð Stefánsson) Bless, bless, elsku langafi minn. Atli Ævar Ingólfsson. Það er skrítið að hugsa til þess að maður eigi aldrei eftir að fara til afa í Fróðó, fá harðfisk og hlusta á allar þær sögur sem hann kunni frá því að hann var á sjónum, sitja inná rúmi hjá honum og skoóa nýjustu fluguna sem hann hafði hnýtt og spá í hvemig sá stóri vildi hana eða þá að fara með afa að veiða. Já, hann Lórenz afi er dáinn. Vió nafnamir áttum margar góð- ar stundir saman því ég var ekki hár í loftinu þegar afi fór að taka mig með í laxveiði en það var hans aðal áhugamál. Ahuginn á veiðinni sást best á því að þegar fætumir voru ekki lengur nógu sterkir til að vaða djúp- ar ár og harða strauma, þá tók sá gamli bara mcð sér stól og sat á bakkanum og veiddi oft vel. Afi var húmoristi mikill og gerði mikið grín, þó mest að sjálfum sér. Dettur mér í hug eitt sinn þegar hann var að bóna bílinn sinn og stóð í hurðargatinu með bónbrúsann í annarri hendi og tuskuna í hinni, rann hann þá allt í einu til, missti jafnvægió, datt og skorðaðist í milli stéttarinnar og bílsins. Kona í næsta húsi hafði verið að fylgjast með honum og kom hlaupandi en þá lá sá gamli á bakinu skellihlæjanúi, allur útataður í bóni. Bíllinn hans afa (Fíat) var þeim kostum gæddur að komast bara upp í 60 km á klst. að afa sögn, en þegar maður fór svo með honum í ökuferð og gerði athugasemd við hraðann á honum, þá hló hann og sagói: „Æi, ég fékk sinadrátt!" Lórenz afi hafði líka mikinn áhuga á öllum íþróttum og þá sér- staklega fótbolta og missti sjaldan af leik þegar Þórsaramir voru að spila. Elsku Lórenz afi, nú ert þú kom- inn á nýjar slóðir og hittir Aðalheiði ömmu, við vitum að ykkur líður vel saman og það gefur okkur sem eftir lifum styrk á okkar lífsleið. Ég kveð þig nú, elsku afi minn, með þessum fáu orðum og þakka Guði fyrir þann tíma sem við feng- um saman. Ingólfur Heiðar Gíslason. Góður vinur er genginn til feðra sinna, hann Lolli minn er allur. Minningarbrot frá bernsku minni láta ekki á sér standa: Ég vakna á sunnudagsmorgni við að hressilegur hlátur berst úr eldhúsi ömmu minn- ar, Stefaníu á Eyrarlandsveginum, og síðan taka þeir tal saman, afi minn, Jón Austfjörð og Lolli. Báðir höfðu þeir verið í siglingum á yngri árum - farmenn á norskum skipum swn seldu fisk til Spánar og Italíu. Utivistir voru langar, ævintýri mörg og því margt að rifja upp er fomvin- ir tóku tal saman. Því þótti við hæfi að rifja einnig upp norskuna, og er ég kúrði í rúminu mínu sem ég fékk að hafa niðri í homi hjá afa og ömmu, naut ég þessara stunda. Hlát- ur, spjall á norsku sjómannamáli, daufur reykur pípunnar, kaffiilmur, Lolli kominn, ekki fór á milli mála, það hlaut að vera sunnudagur - og þá þótti við hæfi að hafa meira við og fara í sparifötin. Minnisstæðustu og skemmtileg- ustu berjaferð ævi minnar fór ég með Lolla á trillubáti sem hann hafði eignast. Þama var skyldfólk mitt allt, sem hafði flutt frá Eskifirði til Akureyrar, systkin mín og Lolli frændi sjálfur skipstjórinn. Siglt var út að Víkursköróum og lagt þar í eina víkina, gengið upp brattann og unaó þar í bláum berjalautum lengi dags í sól og yl síðsumarsins. Svo var haldið heim á leið til Akureyrar. - „Seiddur um sólarlag, sigli ég inn Eyjafjörð." Áhyggjur á æskudögum vom ekki þungar. Árstíðaskipti eins og þau áttu að vera, nægur snjór til aó leika sér á vetrum, vorleysingar með lækjum skoppandi niður allar brekk- ur, vorleikir og svo þetta blíða sum- ar með eilífu sólskini að okkur fannst, síðan haustið, skólinn. En fullorðna fólkið hafði áhyggj- ur. Það var kreppa og lítið um vinnu. Ég man að Lolli fékk vinnu í Tunnuverksmiðjunni og þóttist him- in höndum hafa tekið. En launin vom lág fyrir bamafólk. Hjón með 7 böm urðu að lifa spart því marga munna var að metta og marga flík að sauma, en það var húsmóðurinni í Fróðasundi leikur að gera mikið úr litlu. Húsmóðirin var Aðalheióur Antonsdóttir, fædd 2. janúar 1907 að Urðum í Svarfaðardal. í Reykja- vík var hún öll sín uppvaxtarár, en til Akureyrar fór hún tvítug að aldri og þar réðust framtíðarörlög hennar er hún kynntist Lórenz Halldórssyni frá Eskifirði. Foreldrar hans vom Guðrún Sigurðardóttir og Halldór Sveinsson er dó frá ungum bömum þeiira hjóna. Ég heyrði þá sögu frá þeim tíma er Lolli gerði hosur sínar grænar fyrir Ollu, að hún hefði látið það berast að sinn maður yrði að vera bindindismaður og ekki bragða áfengi. Ekki hélt gamli sjóarinn og ævintýramaðurinn að þaó myndi standa í vegi fyrir því að hann fengi hennar. Eftir það dró hann aldrei tappa úr flösku og á nýársdag árió 1928 vom þau gefin saman í hjóna- band, degi fyrir 21 árs afmæli brúð- arinnar. Á þessum ámm var lífsbaráttan ávallt hörð hjá verkafólki, barátta við fátækt og atvinnuleysi og fóm þau Aðalheiður og Lórenz sannar- lega ekki varhluta þar af. Það fór ekki hjá því að Lolli yrði mikill verkalýðssinni og hann lét í ljósi skoðanir sínar tæpitungulaust. Hann var systursonur ömmu minnar og fannst gömlu konunni sem hún yrði að segja honum til syndanna. Það var einstaklega ljúft á milli þeirra og hefði ekki betra verið þó að þama hefðu farið móðir og sonur. Það var mikið lán er Lórenz tókst að festa kaup á litlu húsi niðri á eyri - Fróðasundi 3, því fyrr en varði hafði bamaskarinn fyllt allar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.