Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 11
MINNING Föstudagur 3. febrúar 1995 - DAGUR - 11 stofur. Árin liðu hratt og fyrr en varði var allur bamahópurinn á bak og burt nema einn sonurinn. Máltækið segir, betra er yndi en auður og vissulega átti það við líf þeirra OIIu og Lolla. Auður var þar aldrei í ranni, en yndi innan veggja. Ást og samheldni hélst millum þeirra meðan bæói lifðu. Gleóin og kætin höfðu þar völd og aldrei mcir en þegar böm og bamabörn komu. Aldrei leið sá dagur að ekki kæmi eitthvert þeirra í heimsókn. Ekki af skyldurækni, heldur vegna þess að bæjarferð var ekki lokið nema litió væri við í gamla húsinu, þar sem öllum var veitt af rausn og húsbónd- inn átti kannske eina smellna veiði- sögu ósagða. Þá tók undir af marg- radda hlátri. Yndisstundir átti hann margar með stöngina sína í Fljótinu og veiðisögur verða alltaf skemmti- legastar þegar heim er komiö. Það er barnalán að geta fært þjóð sinni stóran hóp af mannvænlegu fólki sem hefur brotist fram og haft reglusemi og dugnað úr föðurhúsun- um að veganesti. Elst bama þeirra er Pálína, húsmóóir, gift Hauki Hallgrímssyni í Reykjavík, Gunnar, verkstjóri hjá UA, ókvæntur en hef- ur búið föður sínum gott heimili og skjól. Magnús, vélstjóri, kvæntur Elínu Eyjólfsdóttur á Akureyri, Gísli Kristinn, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri, kvæntur Rögnu Frans- dóttur, Steinunn Guðbjörg, húsmóð- ir og skrifstofumaóur, gift Þorgeiri Gíslasyni í Kópavogi, Inga, hús- móðir, gift Reyni Valtýssyni á Ak- ureyri, og Skúli, slökkviliðsmaóur á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Þor- kelsdóttur. Þá dvaldist Aðalheióur, dóttir Pálínu og Hauks, hjá afa og ömmu til 16 ára aldurs. Á Akureyri voru þau alltaf Alla og Lolli. Hún andaóist 29. ágúst 1978. Hann andaðist 25. janúar 1995, níræður að aldri. - Kvaddi, sem hann hafði óskað sér, lét ekki hugsinn eldast eða hjartað. Eg þakka kærum frænda tryggð og vináttu liðinna ára. Stórum frændgarði Lórenz Halldórssonar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Helga S. Einarsdóttir. Þó ég sé látinn, harniið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nœrri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur þótt látinn mig haldið. En þeg- ar þið hlœið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til Ijóss- ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Óþekktur höfundur) Elsku afi, nú er komið að kveðju- stund. Þegar við hugsum ti! baka og rifjum upp, þá kemur svo margt upp í hugann. Fjölmargar ánægju- stundir hjá þér og ömmu í Fróða, og síðar hjá þér og Gunnsa. Þú sem alltaf varst svo kátur og hress og sást alltaf skoplegu hlið- amar á tilverunni. Þú sem alltaf vaktir yfir velferð okkar og fylgdist með okkur öllum vaxa úr grasi. Þú sem alltaf var svo gott að leita til og ræða málin. En elsku afi, sjálf- sagt ert þú ekkert of hrifinn af því að við séum að skjalla þig of mikið á prenti. Við erum mörg og eigum hvert okkar minningu um þig sem við geymum innst í hjarta okkar. I sorg okkar verður okkur hugsað til orða spámannsin þar sem hann seg- ir: „Þegar þú ert sorgmœddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grœtur vegna þess, sem var gleði þín. “ (Kahlil Gibran) Kallið er komið, kornin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvœm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökkfyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér núfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sb. 1886-V. Briem.) Hinsta kveðja. Hallgrímur, Ása, Ásgeir, Aðalheiöur, Eyjólfur, Guðrún, Hafdís, Sólveig, Laufey, Gísli, Kristín, Svala, Gunni, Alla R., Silla, Alla S., Hófí, Eva, makar og langafabörn. Kolbeinn Gíslason Fæddur 17. desember 1928 - Dáinn 15. janúar 1995 Kolbeinn Gíslason andaðist að heimili sínu, Eyhildarholti, Skaga- firði, aðfaramótt 15. janúar sl. Hann var fæddur 17. desember 1928, sonur Gísla Magnússonar bónda í Eyhildarholti, f. 1893, d. 1981, og konu hans Stefaníu Guð- rúnar Sveinsdóttur, f. 1895, d. 1977. Kolbeinn var áttundi í röð þrett- án systkina, en hin em: Magnús Halldór f. 1918, Kon- ráó Elínbergur f. 1919, dó í bemsku, Sveinn Þorbjöm f. 1921, Konráð f. 1923, Rögnvaldur f. 1923, Gísli Sigurður f. 1925, Frosti f. 1926, Ámi f. 1930, María Kristín Sigríður f. 1932, Bjami f. 1933, Þorbjörg f. 1934, dó í bemsku, og Þorbjörg Eyhildur f. 1936. Auk þeirra var alinn upp hjá Gísla og Guðrúnu, Þorlcifur Ein- arsson f. 1909. Utför Kolbcins var gerð frá Flugumýrarkirkju þann 28. janúar sl. Grúfir yfir niðdimm nótt, cn nýjan dag skal lofa. Efað brestur þrek og þrótt þá er gott að sofa. (Arni Gíslason) Kolli föðurbróðir okkar kvaddi á þann friðsælasta hátt sem nokkur maður getur óskað sér, hann gekk til náða að kveldi eftir dagleg störf, og vaknaði ekki aftur. Kallið var komið þó okkur þætti það alls ekki tíma- bært, og alltaf er erfiðara að sætta sig við orðinn hlut þegar aðdragand- inn er enginn. En minningamar hlaóast upp og við munum alla tíð varðveita þær í hjörtum okkar. Kolli var fæddur og uppalinn í Eyhildarholti og bjó þar alla ævi. Hann unni Eylendinu og nið Héraðsvatna, og margar sínar bestu stundir átti hann fram á Borgar- eyju. Hann var fastur punktur í heimilislífinu í Holti og sérstaklega bamgóður. Hann var einstaklega hnyttinn í tilsvörum og óspar á sög- ur handa okkur krökkunum, oft á tíðum dálítið ýktar, en öllu trúóum vió. Og ef einhver efaðist um sann- leiksgildi þeirra, var viðkvæðið hjá okkur: „Já, cn Kolli sagði það,“ því allt sem Kolli sagði var í okkar augum staðreynd. Allt sem Kolli bað okkur að gera gerðum við, því okkur fannst það mikil upphefð og virðing aö fá að vera með honum og gera hlutina fyrir hann. Kolli kenndi okkur að umgangast land og skepnur. Það voru ófá skiptin sem farin voru á hestum um Borgareyjuna að líta eftir fénu, og ferðimar á Eyvindar- staðaheiði snemma sumars með fé á afrétt voru mikil tilhlökkun allra. Kolli átti greinilega margar ljúfar minningar þaðan, því hann var van- ur að segja okkur sögur og fara með vísur úr göngum frá fyrri árum. En einhver besta minningin er.af Kolla og Glóa, uppáhalds reiðhest- inum hans. Þær vora margar stund- imar sem þeir áttu saman, bæði heima á Eylendinu og í göngum á Eyvindarstaðaheiði, og saman virt- ust þeir báðir yngjast um tugi ára. Það var Kolla mikil eftirsjá er Glói var felldur fyrir nokkram árum, þá þrjátíu vetra gamall, og eftir þaö fór hann lítið á hestbak. En nú er Glói búinn aö heimta húsbónda sinn á ný. Kolli var vinamargur, og sannur vinur vina sinna. Hann hafði gam- an af að umgangast fólk og var þá jafnan hrókur alls fagnaðar. Hin síðari ár var þó heilsutap, og þá helst skert heym, farin að há hon- um að nokkru, og umgekkst hann því fólk utan heimilisins minna en áður. En alltaf var eins að lcita til Kolla, og alltaf vildi hann öllum götu greiða. Það líður að kveldi og Ijósið er dofiiað sem lýsti svo hreint og svo skœrt. Þú hefur nú síðasta blundinum sofnað og síðustu fórnirnar fœrt. Þú varst okkur öllum svo ástkœr og góður, við alltaftil þín gátum sótt. 1 huganum merlar minningasjóður, því með þér leið stundin svo fljótt. Sögunum þínum við seint munum gleyma þú samdir þœr allar svo létt. Gamlar myndir úr gleymsku streyma er Glóa þú hleyptir á sprett. Viðfinnast munum íframtíðinni, enfœrum þér kveðjur þangað til, því lokið er ekki lífsbók þinni, lát þitl er aðeins kaflaskil. (Guðrún Eyhildur) Elsku Kolli, að þekkja þig gerði okkur að betri mönnum. Hafðu kæra þökk fyrir allt frá „krökkun- um í Holti.“ Guð varðveiti þig. Svenni, Gilli, EIIi, Didda, Bobba, Sigga, Hannes, Raggi og Gunna. Útidyrnar era opnaðar og við heyr- um hann koma inn ganginn, syngj- andi eða þá að hann er farinn að tala við okkur löngu áður en hann hefur opnað dymar inn í eldhúsið. Svo stendur hann á eldhúsgólfinu, örlítið hokinn með tunguna út í öðru munnvikinu og rennir greið- unni tvisvar til þrisvar sinnum í gegnum dökka hárið sitt. Talar um ótíðina úti eða þá blessaða blíðuna og þurrkinn. Sest við eldhúsborðið og fær sér kaffisopa með örlítilli mjólk saman við. Les blöðin og spjallar við okkur. Spyr frétta eða segir okkur fréttir, sem hann krydd- ar með sinni einstöku kímnigáfu. Fær sér aðeins meira í bollann og talar jafnframt um að hann verði að fara að hætta þessari kaffidrykkju. Fær sér kom í nefið, en segist vera svo til hættur. Labbar um gólfið og ef hann er ekki á hraðferð, þá hallar hann sér svolitla stund á bekkinn í eldhúsinu og leggur hendina yfir höfuóið. Segist þurfa að fara til Ák- ureyrar fljótlega að kaupa sér föt, eða þá suður að skipta um bíl. Svo er hann farinn. Kveður ekki frekar en fyrri daginn. Við sjáum á eftir bílnum niður hcimkeyrsluna. En svona er hann. Við kippum okk- ur ekkert upp við það þó hann kveðji ekki. Hann er ekki vanur því. Og svo kemur hann hvort sem er aftur. Annað hvort á morgun eða eftir nokkra daga. Jafnvel ekki fyrr en eftir mánuð. En skyndilega kemur kallið frá Drottni. Hann kemur ekki aftur. Kolli móðurbróðir okkar er dá- inn. Hann kvaddi engan. Hallaði sér í rúmið sitt heima í Eyhildar- holti, lagði hendina yfir höfuðið og sofnaði svefninum langa. Það er erfitt að trúa því að við munum aldrei sjá hann aftur. Kolli var okkur systkinum öllum mikils virói. Hann var miklu meira en bara frændi. Hann var eins og afi okkar, bróðir, eða vinur. Við vor- um öll á okkar bamsárum, í nánu samneyti við hann. I heyskapnum á Borgareyjunni og Mið-Grund, og svo þegar við komum í Holt. I Ey- hildarholti áttum við okkar skemmtilegustu stundir sem böm, og átti Kolli sinn þátt í því að gera þær eftirminnilegar. Hann var okk- ar fyrirmynd og allt sem hann sagði og gerði var rétt. Meira að segja sagan um frjálsíþróttakeppnina, þegar hann kastaði kúlunni það langt, að hún fannst aldrei nokkum tímann. Hann sagði að hugsanlega hefðu geimfarar, sem staddir voru á tunglinu, séð hana fljúga á feikna- hraða um himinhvolfið. Þessu trúð- um við fram eftir öllum aldri. Hann var bamgóður og ef hann hefði átt því láni að fagna að eignast fjöl- skyldu, hefðum við sennilega öll öfundað börnin hans. En einmitt vegna þess að hann var bamlaus, áttum við systkinaböm hans greiða leið að vináttu hans. Kolli var mikill búmaður og unni skepnunum, Borgareyjunni og heimili sínu afskaplega mikið. Hann var heimakær, og nú síðustu árin fór hann sjaldan að heiman á vetuma. Hann hafði orðið mjög skerta hcym, og átti það sinn þátt í því að hann einangraðist dálítið. Kolli var söngmaður góður, hafði háa og bjarta tenórrödd, sem að auki var gullfalleg. Hann söng fyrsta tenór með Karlakómum Heimi í mörg ár, en hætti vegna þess hve heymin stríddi honum mikið. I göngur á Eyvindarstaða- heiði fór hann í mörg ár, og þegar gangnamenn tóku lagið, söng Kolli alltaf yfirrödd. Já, Kolla gleymum við aldrei og það gerir enginn, sem kynntist hon- um. Við getum talið upp svo margt sem viö minnumst, en það yrði efni í heila bók. En nú kveöjum við hann í bili, en við trúum því að hann eigi eftir að taka á móti okkur síðar og fylgja okkur inn í sína paradís, þar sem hann tekur lagið með vinum sínum, sem famir era. Og hann hleypir Glóa gamla í kringum kindumar sínar, sem standa feitar og fallegar í grænu grasinu og horfa með virð- ingu á húsbónda sinn, sem nú er kominn til að annast þær á ný. Við vitum að honum líður vel og eitt er það sem enginn getur frá okkur tekið. Það er minningin um Kolbein Gíslason frá Eyhildarholti. A kveðjustundum er þungt um tungutak og tilfinning vill ráða hugans ferðum, því kœrum vini er sárt að sjá á bak og sœttir bjóða Drottins vilja og gerðum. En Guðs er líka gleði og atvintýr og góð hver stund er minningarnar gcyma. Farðu vel, þérfylgir hugur hlýr á ferð um Ijóssins stig og þagnar heima. (Sig. Hansen). Elsku Kolli! Við gleymum þér aldrei. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Syðstu-Grundar-systkinin, Gísli, Gunna, Kolla, Anna, Arnar og Sæmi. Nú er frœnda okkar herbergi hljótt þar hljóðnuð er röddin bjarta. Stundin er komin, hún kom alltoffljótt við kveðjum með söknuð í hjarta. Margar stundir við munum með þér og minnumst í saknaðarljóði. Meðan dvöl endist oss heimi í hér við hlúum að minninga sjóði. Kominn ert þú á Frelsaransfund tfriðar og ókunnum heimi. Nú óskum við þess á œvinnar stund að eilífu Drottinn þig geymi. (Kolli og Leifúr). Nú er höggvið skarð í hinn stóra systkinahóp frá Eyhildarholti. Kallið er komið hjá Kolla frænda. Það kom alltof fljótt. Við kveðjum með söknuð í hjarta. Kolli var 66 ára að aldri er hann lést á heimili sínu, Eyhildar- holti. Hann bjó alla sína ævi í Holti, fyrst hjá ömmu okkar og afa og eftir lát þeirra hjá tveimur yngri bræðram sínum þeim Áma og Bjama. Einnig dvaldi hann oft á tíðum hjá Lillu, yngri systur sinni á Syðstu-Grand. Eiga þau öll þakkir skildar fyrir umhyggju í garð Kolla. Kolli var fyrst og fremst bóndi í eðli sínu. Hann var natinn viö skepnur og fór um þær næmum höndum. Sinnti jafnan um hirðingu og gæslu sauðfjár og hrossa, féll það ágætlega og fórst það vel úr hendi. Kolli hafði yndi af góðum hestum. Þær voru margar ferðimar hans fram á Borgareyju að líta eftir skepnunum. Nú er frœnda okkar herbergi hljótt þar hljóðnuð er röddin bjarta. Kolli var fagurkeri. Hann hafði yndi af söng og hafði háa og bjarta rödd. Hann söng í karlakómum Heimi um árabil. Fram á heiðum hljómaði hin háa rödd Kolla jafnan í göngum en í þær fór hann mörg haust. Hann setti saman vísur en flíkaði þeim ekki. Kolli var einstakt snyrtimenni svo sem herbergi hans í Holti ber vott um. Sá þáttur í fari Kolla er var afar áberandi var ljúf- mennskan. Sér í lagi er böm áttu hlut að máli. Hann var einstaklega gætinn í nærvera ungra saklausra sálna. Það var eftirtektarvert og vakti raunar aðdáun hversu mörg böm hændust að honum. Þær era margar sögumar sem hann var bú- inn að segja systkinabömum sínum og jafnvel bömum þeirra og skreytti hann þær jafnan með kímni sinni. I eyrum þeirra hljómuðu þær sem ævintýri og síðar á lífsleiðinni var stundum efast um sannleiks- gildi þeirra. Það skipti engu máli. Sögumar höfðu sitt gildi. Nú hcfur Kolli verið kallaður á brott úr þessum heimi. Víst er það sárt en minningin um góðan frænda mun lýsa okkur um ókomna tíð. Kolli verður lagður til hvílu við hlið foreldra sinna, sem hann unni svo heitt, yfirgaf þau aldrei og var þeirra styrka stoð alla stund. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Kolla, okkar kæra frænda. Blessuð sé minning Kolla í Holti. Kolbeinn Konráðsson. Þorleifur Konráðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.