Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 16
þort’abUÖbot’ð i BauUttum fóstuöags-, Uugartogs- og sunnuíugskoöló VevÖ AÖeins kt 1.390,- Ki'ölöseðill Smiöjunnar og leikbússtilboÖ Vonast til aö fá fleiri norö- lensk fyrirtæki í viðskipti - segir Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Jón Ingvars- son, stjórn- arformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, er að vonum ánægð- ur með lyktir ÚA-málsins og hann segir að SH muni að sjálfsögðu standa við allt sem fyrirtækið hafi spil- að út í þessu máli. „Ég fagna þessari niðurstöðu og ég tel að með þessari ákvöróun hafi bæjarstjóm Akureyrar gert rétt. Hún hefur sett hagsmuni Út- gerðarfélagsins ofar einhverjum öðrum hagsmunum. Það er mjög mikilvægt. Með því að vísa þessu máli til stjómar ÚA til afgreiðslu er farin rétt leið í málinu. Það er stjómar ÚA að meta sína hags- muni. Að sjálfsögðu munum við standa viö ailt sem við höfum sagt. Við eigum hins vegar eftir að ræða við bæjarstjóm Akureyrar um frekari útfærslu á þessu. En það er auðvitað ljóst að við ætlum að flytja umtalsverðan fjölda starfa norður. í fyrsta lagi eru það um 30 störf á sviði markaðsmála, afskipunar, skjalagerðar, flutn- ingamála, innkaupadeildar, skoðunarstofu og vömlagers auk vömþróunar og rannsókna.“ Jón sagöi að fyrir þessa starf- semi þyrfti rúmgott húsnæði, en að því væri ekki farið að huga. Þá nefndi Jón hluta af starfsemi Umbúðamiðstöðvarinnar hf. sem yrði fluttur norður, þar væri verið að tala um allt að 38 störf. „Þama erum við að tala um bæði öskju- og bylgjupappageró. Einnig plast- deild og nýja framleiðslu, sem ég get ekki upplýst að svo komnu máli.“ Jón sagði ljóst að þessi flutn- ingur myndi taka nokkum tíma, hann sagðist reikna fastlega með því að fyrir haustið yrði fyrsti hluti starfseminnar fluttur norður. Hann sagði ekki hafa verið kann- að hvaða starfsmenn SH syðra væru tilbúnir að flytja norður, en það yrði gert. „Ég geri fastlega ráð fyrir að hluti starfsmanna SH hér syðra flytji norður, en eins og ég segi hefur ekki verið kannað til hlítar hverjir eru tilbúnir til þess.“ Jón sagðist vænta þess að flutn- ingur hluta af starfsemi SH norður yrói til þess að auka hlutdeild SH á Norðurlandi. „Það hlýtur að geta verið mikilsvert fyrir sjávarút- vegsfyrirtæki þama nyrðra sem ekki eru í viðskiptum við SH í dag að þau geti séð hag sínum vel borgió að fela Sölumiðstöðinni sölu afurða sinna.“ Varðandi útspil SH varðandi aðild að kaupum á meirihluta hlutabréfa í Slippstöðinni sagði Jón Ingvarsson að ekkert væri því til fyrirstöðu áð ganga strax frá því máli. óþh Niðurstaðan oili forsvarsmönnum ÍS miklum vonbrigðum: Akureyri beygði sig fyrir Reykjavík Við erum kannski ekki beint taps- árir menn og tökum þessu að sjálfsögðu eins og heiðurs- menn,“ sagði Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri Islenskra sjávarafurða, augljóslega von- svikinn, þegar sú niðurstaða bæjaryfirvalda á Akureyri lá fyrir að viðskipti Útgerðarfélags Akureyringa verða áfram hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Þar með var ljóst að höfuðstöðv- ar ÍS verða ekki fluttar norður til Akureyrar. „Við gerðum okkur grein fyrir því að málið var orðið mjög pólit- ískt undir lokin og hin viðskipta- legu rök ekki mjög sterk. Hins vegar fundum við fyrir góðum stuðningi vió okkar mál og ekki hvað síst úr viðskiptaumhverfinu fyrir norðan. Allt sem við gerðum var bara aö segja, já takk, þegar okkur var boðið að koma norður í skiptum fyrir viðskipti við ÚA. Ég held að það að við hjá IS vorum tilbúnir að flytja okkar starfsemi út á land hafi látið ýmsilegt gptt af sér leióa þegar upp er staðið. I það minnsta er ég sannfærður um að ef við hefðum ekki tekið á okkur þessa rögg, þá væri enginn að O VEÐRIÐ í dag spáir Veðurstofa ís- lands því að Norðlendingar búi við sunnan og suðaust- an kalda og einhverjar skúr- ir gætu verið fyrst í stað í það minnsta. Á morgun verður norðvestanátt á Norðausturlandi, él og 5 stiga frost, en annars staðar vestanátt og úrkomulaust. Á sunnudag léttir til norðaust- anlands meó suövestanátt. - segir Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjöri ÍS bjóðast til að flytja eitt eða neitt í dag,“ sagói Benedikt. „Ég held líka aó ef það var markmið Akureyringa að fá sem flest störf í bæinn þá hafi það út af fyrir sig tekist. Ef hins vegar markmióið var að byggja Akur- eyri upp sem höfuðstað, þar sem höfuðstöðvar stórra fyrirtækja eru staðsettar, þá hefur það augljós- lega mistekist. Akureyri sem höf- uðstaður Norðurlands á ekki aö sætta sig við útibú aö mínu mati. I þessu felst að Akureyringar sætta sig við það sem þeir að sunnan koma með. Mér fannst Akureyri beygja sig fyrir Reykjavík í þessu máli. Akureyri hafói tök á að segja, við erum höfuðstaður og vió viljum' höfuðstöðvar, byggja upp hluti á Akureyri en ekki sækja þá suður. Þessi niðurstaða þýðir að framleiðendur á Norðurlandi þurfa áfram að sækja til sinna höf- uðstöðva í Reykjavík. Þaö að SH telur sig eftir 40 ár geta komið með starfsemi noróur undirstrikar að til þessa hafa þeir ekki hugsað mikið um Akureyri, sem borgað hefur þeim vel fyrir þeirra þjónustu. Að sumu leyti fannst mér Akureyringum hótað, með því að þeir þyrftu að skilja eftir 200-300 milljónir í pottinum hjá SH ef ÚA gengi út. Menn munu sjá það þegar fram líða stundir hversu góð áhrif höf- uðstöðvar IS hefðu haft. Mér finnst of mikið gert úr þessum Krossanes á Akureyri: Byggingu grjótgarðs lokið - stefnt að gerð 80 metra viðlegukants í sumar Framkvæmdum við byggingu grjótgarðs í Krossanesi á Akureyri, lauk sl. sunnudag en framkvæmdir hófúst 3. október sl. Grjótgarðurinn er 440 metra langur og í hann fóru um 46.000 rúmmetrar af efni, sem sótt var í námu rétt ofan við Krossanes- svæðið. aðaráætlun. Guðmundur sagði að samvinnan við verktakann hafi verið til fyrirmyndar og hann fái hæstu einkunn. Reyndar voru báð- ir aóilar sammála um aó samvinn- an hafi verió mjög góð. KK Innan við grjótgarðinn verður fyllt upp og þar myndast 4 hektr- ara land. Guðmundur Sigurbjöms- son, hafnarstjóri á Akureyri, sagði að ekki væri búið að ráðstafa því landi en þó yrði fyrirtækjunum á svæðinu, Laxá, Krossanesverk- smiðjunni og hugsanlega olíufé- lögunum, gefinn kostur á að nýta hluta svæðisins. Þá hefur hafnarstjóm samþykkt að ráöast í gerð 80 metra stálþils framan við fyllinguna, svo framar- lega sem fjármagn fáist til verks- ins. Guðmundur telur mikilvægt að koma fyrir nýrri viðlegu í Krossanesi og hann er bjartsýnn á að fjármagn fáist og aó hægt verði að hefja framkvæmdir vió við- legukantinn í sumar. Bygging grjótgarósins, var í höndum Suðurverks hf. en fyrir- tækið bauð um 24,1 milljón króna í verkið, sem er um 59% af kostn- Fulltrúar vcrktaka og verkkaupa á nýja grjótgarðinum í Krossanesi. F.v. Sigtryggur Benediktsson, tæknifræðingur hjá Hafnamáiastofnun, Guð- mundur Ólafsson, tæknifræðingur hjá Suðurverki hf., Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks hf. og Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnar- stjóri á Akureyri. Mynd: KK skammtíma áhrifum. Þaó er einu sinni þannig að menn gera breyt- ingar til að framtíðin megi líta öðruvísi út og geta lagt ýmislegt á sig í nútímanum til þess. Ég vil hins vegar gjarnan láta koma fram þakkir til Jakobs Bjömssonar og bæjarstjómar fyrir ánægjulegt og heiðarlegt samstarf. Mér finnst Jakob að mörgu leyti hafa haldið vel á málum og Akur- eyringar megi vera honum og hans mönnum þakklátir fyrr það sem þeir hafa gert. Ég held að við gætum alveg r.otað svona borgar- stjóra hér syóra.“ Aö sögn Benedikts verður nú farió aö athuga með staðsetningu höfuðstööva fyrirtækisins, sem að öllum líkindum verða á höfuð- borgarsvæðinu. „Það er smámál að flytja fyrirtækið milli staða fyr- ir sunnan. Við hefðum í rauninni þurft að ráða mannskap, jafnvel strax í næstu viku, til að sjá um flutninga noróur, hefði það orðið nióurstaðan. Nú getum við gert eitthvað annað við tímann. Kannski við seljum bara aðeins meira af fimmpunda pakkningum í Bandaríkjunum í staðinn,“ sagði Benedikt að lokum. HA C-634 XT þvottavél 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur Frábært verð 42.595 stgr. KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.