Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 3. febrúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓHIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 IEIÞARI Niðurstaða er nú loks fengin í eitt mesta átakamál sem komið hefúr upp í bæjarmálum á Akureyri um árabil, átökin um sölumál Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. Þau tilboð sem bæjarstjóm stóð frammi fyrir vöm að sönnu mjög ólik, snémst annars vegar um flutning á höfuðstöðvum íslenskra sjávarafurða hf. til Akureyrar og hins vegar rnn tilboö Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna um flutning og sköpun á um 80 störfum á Akureyri. í þeim báðum fólust að ný störf verði til í bæjarfélaginu. Um þessa niðurstöðu mun ekki strax skapast ein- ing og það gildir raunar um hvora leiðina sem farin hefði verið. Mimurinn á stuðningsfylkningum var til þess of litill. Sú spuming sem uppi var og er í þessu máli er framtíðin og þeir möguleikar sem þar liggja. Meirihluta bæjarstjómar Akureyrar er nú að ganga til samninga á grundvelli tilboðs SÖlumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og sú krafa hlýtur að vera uppi að skriflegir samningar verði gerðir sem tryggi öll þau störf sem boðin hafa verið. Það á líka við athugun á frekari fullvinnslu sjávarafurða á Akureyri sem fram kemur í blaðinu í dag að Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur boðið skriflega til eins af bæjarfulltrúun- um á Akureyri. Á þær hugmyndir verður að Uta sem opinbert tiiboð og þaxmig hljóta þær að tilheyra kom- andi samningum við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Breytinga til batnaðar í atvinnuástandi á Akureyri er fuU þörf og ótækt að bær sem hefur yfir jafn mikl- um möguleikum að ráða, skuU þjakaður af atvinnu- leysisvofunni ár eftir ár. Verði þær aðgerðir sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna ætlar að ráðast í tU þess að færa atvinnumálin í bænum tU betra horfs þá var tU einhvers barist. Að fenginni niðurstöðu í þessu stóra máU standa eftir margar spurningar sem framtíðin ein mun svara. Ein er sú hverjar afleiðingar það muni hafa fyrir landsbyggðina og umræður um flutning fyrirtækja út á land að Akureyri hafnaði flutningi á einu stærsta útflutningsfyrirtæki landsins. Önnur er sú hvort um- ræðumar um ÚA hafi áhrif á félagið, áhuga aknenn- ings á því og þar með gengi brófa í því. Þriðja spurn- ingin er sú hvort þetta kapphlaup um sölumál ÚA hafi áhrif á sölu og markaðsmál á fiski í framtíðinni en þau mál hljóta að vera mörgum öðrum mikilvægari þegar haft er í huga vægi fiskútflutningsins fyrir þjóðina. FRÍAAERKJAÞÁTTUR SIÚURÐUR H. ÞORSTEINSSON Frímerkjaárið 1995 Þessa dagana mun áætlun íslensku Póstmálastofnunarinnar vera um það bil tilbúin fyrir frímerkjaútgáf- ur á árinu 1995. Eftir bestu heim- ildum verður þama um meiri hátt- ar útgáfur aó ræða, þó jafnvel séu enn ekki öll kurl komin til grafar. Aætlað er að fyrsta útgáfa árs- ins verði af því tilefni, aö þá eru eitt hundraó ár frá því að Seyðis- tjöróur fékk kaupstaóarréttindi. Þetta veróur 30 króna frímerki, sem hannað hefir verið af Krist- jáni Guðmundssyni. Það verður 2. mars sem þetta frímerki kemur út. Jafnframt verður gefið út á sama degi frímerki til að minnast 100 ára afmælis Hjálpræóishersins. Það verður 40 króna frímerki og er hannað af Tryggva T. Tryggva- syni. Þá veróa einhverjar fleiri til- kynningar sendar út með þessari útgáfutilkynningu, eins og um sölu kílóavöru. Þá veróa Evrópufrímerkin næsta mál á dagskrá, en þau verða venju samkvæmt í tveim verðgild- um. Að þessu sinni er þema útgáf- unnar „Friður og frelsi“. Mynd- efni íslensku frímerkjanna verður svo verk Einars Jónssonar, „Ur álögum“, sem er mikil og fögur höggmynd. Þama veróa burðar- gjöldin til Evrópu og sennilega einnig til annarra landa, eða 35 og 55 krónur. Þessi frímerki verða gefin út þann 20. apríl og þá veróa einnig gefin út þann sama dag Norrænu frímerkin, en þau hafa sem þema á þessu ári „Áfanga- staði ferðamanna.“ Verða vonandi valdar til þess fagrar landslags- myndir. Burðargjöldin þar verða sennilega innanlandsburóargjald og til Evrópulanda, eöa 30 og 35 krónur ef miðað er vió burðar- gjöldin í dag. Hvort fimmta útgáfan verður gefin út þann sama dag, eóa nokkrum dögum síóar, er ekki invnrvT Víðimýri. Silfrastaðir. ákveðið enn. Þetta verður fjögurra frímerkja blokk af tilefni heims- meistarakeppninnar í handknatt- leik, sem hefst hér á landi í maí- mánuði næstkomandi. Er skamm- stöfunin fyrir þessa keppni, „HM 95“. Svo er spumingin, hvort hér verður um blokk að ræða með fjómm eða tveim sams konar frí- merkjamyndum, eða það verða fjórar mismunandi myndir. Þá verða Sameinuðu þjóðimar 50 ára á næstunni, en þann 12. júní 1941 undirrituðu 14 þjóðir friðaryfirlýsinguna í London. Hinn eiginlegi sáttmáli Samein- uðu þjóðanna var svo undirritaður þann 26. júní 1945. Friðaryfirlýs- ingin varð þannig kveikjan að þessari alþjóóastofnun, sem enn í dag er við lýói og í fullu fjöri. Frí- merki til að minnast þessa afmælis verður svo gefið út í september á afmælisárinu. Áætlað hefir verið að gefa út landslagsfrímerki á árinu sem al- menn frímerki, en ekki hefir verið ákveðið endanlega um þá útgáfu. Dagur frímerkisins verður að þessu sinni haldinn þann 9. októ- ber, eða á degi Leifs Eiríkssonar hins heppna. Þá verður gefin út blokk með yfirverði til ágóða fyrir Frímerkja- og póstsögusjóð. Þar sem líða tekur að „NORDIA - 96“, má ætla að hér verði mynd- efnið og áletranir á einhvem hátt tengt því. Annars hefir myndefni, verðgildi og hönnuður ekki verið ákveðið ennþá. Hins vegar verða þennan sama dag gefin út frímerki í smáörk, með myndum fjögurra póstskipa, sem Þröstur Magnússon hefir teiknað. Verður þama sennilega um sömu gerð aó ræða og áður, þaó er aó segja frímerki sem bæði seljast í smáörk og jafnframt í hefti með rifgötuðum kanti og þá veróa þau hefti meó yfirverði. Frímerkjaútgáfu ársins verður svo lokið meó tveim jólafrímerkj- um og í tveim verðgildum eins og á undanfömum árum. Þau munu að þessu sinni koma út þann 10. nóvember. Oft hefir komið fram sú hugmynd, að verðugt væri að heiðra gamlar og jafnvel nýrri ís- lenskar kirkjur með mynd á slík- um frímerkjum. Oftast hefir verið talað um að nota myndir af ís- lensku torfkirkjunum, Árbær, Hof, Víðimýri og bænahúsiö á Núps- stað. Þá hafa einnig verið nefndar býsönsku kirkjumar eins og Silfrastaðir og Auðkúla, svo að nokkuð sé nefnt. Væri virkilega þess virði að þessi mál yrðu tekin til athugunar. Núpsstaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.