Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. febrúar 1995 - DAGUR - 5 , / P A R l S : ifræðingur leiðbeinir um kremum og gefur prufur % kynningarafsláttur f.■:■:■:' mm Já, svona er Island í dag Eitt af stærstu fyrirtækjum lands- ins, Islenskar sjávarafurðir hf., eru tilbúnar að flytja sína starfsemi til Akureyrar gegn því að fá afurða- sölu UA. Hér er stórt tækifæri fyr- ir Akureyri að bæta verulega úr, hvað varðar atvinnumál á Akur- eyri, en eins og flestir vita er at- vinnustigið á Akureyri með því lakasta á landinu. En þá upphófst mikil umræða um að hagsmunum UA hf. væri stefnt í hættu ef við- skiptin yrðu flutt fá SH til ÍS. Eg er ákveðið þeirrar skoöunar aó bæði þessi sölufyrirtæki, SH og IS, séu vel í stakk búin til að ann- ast sölumál UA hf. En hér fá Ak- ureyringar tækifæri sem býóst ekki á komandi árum, að fá eitt af stærstu fyrirtækjum á Islandi til Akureyrar meö öllum þeim um- svifum sem því fylgja. Ætlum við að hafna því? Fyrir 11 árum stofnuðu frænd^ ur 3 hér á Akureyri Samherja hf. í dag er velta þess fyrirtækis ásamt dótturfyrirtækjum 25-30% meiri en velta ÚA hf. Samherji hf. sér um sín sölumál sjálfur og ég veit ekki betur en fyrirtækinu vegni það vel. Margur __ Akureyringurinn man erfíðleika ÚA hf. á sjötta áratugn- um þegar margar vinnulúnar hendur tóku þátt í því að halda lífí í_ félaginu og bæjarfélagið lagði' ÚA til ár eftir ár mikið fjármagn. Eg segi að hagsmunir ÚA hf. og Akureyringa hafa ætíð legið saman og svo verður um komandi tíö. Eg hef lengi verið þcirrar skoðunar aó ÚA hf. ætti að vera með sína markaðs- og þróunar- deild á sínum snærum, til þess hefur ÚA hf. alla burði. Ef niðurstaða þessa máls verð- ur að SH skuli áfram sjá um sölu- mál ÚA hf. hvet ég Akureyringa til aó fylgjast grannt með því á næstu mánuðum hvaöa störf og hversu mörg SH kemur til með að flytja til Akureyrar. Já, svona er Island í dag. Sverrir Leósson, Aðalstræti 68, Akureyri. Höfundur er útgeröarmaöur og á sæti í stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. ... hvet ég Akur- eyringa til að fylgjast grannt með á næstu misserum hvaða störf og hversu mörg SH kemur til með að flytja til Akureyrar. Við bjóðum Ingólf velkom ínn til starfa! Ástæða þess aó við látum í okkur heyra er sú að ranglega var túlkað í Degi fímmtud. 2. feb. sl. mót- mælabréf sem nemendur kennara- deildar sendu háskólanefnd. Frétt- ina mátti túlka á þann veg að kennaranemar hafi eitthvaó á móti Ingólfi Á. Jóhannessyni, persónu- lega. Það er hin mesta fásinna enda viðkynni okkar af Ingólfi ákaflega lítil. Nemendur mótmæltu því hins- vegar að Kristín Aðalsteinsdóttir hefói ekki verið ráðin. Á þessu tvennu er mikill munur. Með bréfí okkar til Háskólanefndar vildu nemendur sýna stuðning vió Kristínu Aðalsteinsdóttur. Skaðlaust er að hér komi fram að við teljum núverandi lög Há- skólans á Akureyri þarfnist tölu- verðrar endurskoðunar. Skólinn hefur stækkaó það mikið að þau lög og þær reglugerðir sem eitt sinn þjónuöu sínum tilgangi, missa marks. Þaó skýtur skökku við að fulltrúi t.a.m. Sjávarútvegs- dcildar ráði jafn miklu um þaó hver er ráðinn uppeldisfræðingur við Kennaradeild og fulltrúi Kennaradeildar. Þetta er jafn vit- laust og að Þorbergur Aóalsteins- son, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, hefði atkvæðisrétt til jafns á við Ásgeir Elíasson til að velja landslið í knattspyrnu. Þó stendur knattspyrna sjálfsagt nær Þorbergi heldur en uppeldislræðin sjávarút- vegsfræðingi. Að cndingu viljum við endurtaka þaó að við óskum Ingólfi velfamaðar í starfi og bjóðum hann velkominn til starfa. Sigurður Ágústsson og Þórgunnur Reykjalín. m t r Vinningstölur VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 6 af 6 2 24.080.000 l 5 af 6 +bónus 0 328.186 i 5 af 6 7 36.830 H 4 af 6 259 1.580 i 3 af 6 +bónus 811 210 Aöaltölur: 3 9 5 16 23 47 BÓNUSTÖLUR 18 32 42 Heildarupphæð þessa viku: 49.325.526 áísl.: 1.165.526 fjjllinningur: fór til Finnlands og Noregs UPPLVSINGAR, SIMSVARI 91-68 15 11 UUKKULINA 99 10 00 • TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Hótel KEA Laugardagskvöldið 4. febrúar HINIR BRÁÐHRESSU a- menn FRA SIGLUFIRÐI í HÖRKUSTUÐI FRAM EFTIR NÓTTU M.a. á matseðli „Óvænt ánægja“ 5 rétta Surprice menu sem kemur skemmtilega á óvart

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.