Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 3. febrúar 1995 HVAÐ E R At> CERAST? Félagar f Skotfélagi Akureyrar! Æfíngatímar Við viljum minna á æfingatíma félagsins í íþrótta- skemmunni á Gleráreyrum, á laugardagsmorgnum kl. 10-12. Rifflar á staðnum. Stjórnin. Félagsfundur laugardaginn 4. febrúar kl. 15.00 í Gamla- Lundi við Eiðsvallagötu. Framboðslisti Kvennalistans á Norðurlandi eystra fyrir Alþingiskosningar 1995 kynntur. KVENNALISTINN Gamla-Lundi við Eiðsvallagötu, sími 96-27522. s, á þor Brottf< sba ætaferðir rablót Fnjóskdælinga laugardag 4. febrúar 3r frá Umferðamiöstöð kl. 20.00 Verð kr. 1.000,00 pr. sæti. SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR HF. AKUREYRIBUS COMPANY Dalsbraut 1 • Símar 23510 & 985-22616 • Fax 27020 ÖLDRUNARDEILD ELDRIBORGARAR TAKIÐ EFTIR! Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00 verður tekin í notkun aðstaða fyrir félagsstarf fyrir aldraða í KJALLARA BJARGS Bugðusíðu 2 (GENGIÐ INN í HÚSIÐ AÐ AUSTANVERÐU). Að því tilefni viljum við hvetja sem flesta til að koma og kynna sér aðstöðuna. ÞAÐ VERÐUR HEITT Á KÖNNUNNI. VERIÐ VELKOMIN. Félagsstarf aldraðra. KVAK sýnir Næturvörðinn Borgarbíó frumsýndi sl. miðvikudags- kvöld dönsku spennumyndina Natte- vagten (Næturvörðurinn) sem er ein best sótta mynd Norðurlanda frá upp- hafi og hefur hlotið viðurkenningar á fjölmörgum kvikmyndahátíðum. Leik- stjóri myndarinnar og handritshöfundur er Ole Bomedal og er þetta fyrsta mynd hans. Næturvörðurinn fjallar um laga- nemann Martin sem tekur þátt í leik „án takmarkana" með Jens besta vini sínum. Þeir mana hvor annan til ýmissa ævintýra og eru reglur leiksins þannig að sá sem tapar verður að fóma frelsi sínu með því að ganga hið snarasta í hjónaband. Martin er einnig að leita sér að sumarstarfi og hefur störf sem næt- urvörður í líkhúsi. Starfið reynist ekki eins létt og hann hélt í fyrstu því óhuggulegir atburðir fara að gerast. Fjöldamorðingi og náriðill gengur laus og leikurinn teygir sig inn í líkhúsið til Martins og inn í huga hans. Hann veit ekki hvort Jens vinur hans er að leika sér að honum eða hvort hann er orðinn geðveikur, jafnvel morðingi. Nætur- vörðurinn er fyrsta spennumynd frá Norðurlöndum til að hljóta alþjóólega dreifingu og standa nú yfir samninga- viðræður um endurgerð myndarinnar í Hollywood en slíkt hefur færst í vöxt undanfarin ár með evrópskar myndir sem siegið hafa í gegn. Alfreð Flóki og Joris Jóhann- es Rademaker í Listasafninu Laugardaginn 4. febrúar kl. 16 verður opnuö í Listasafninu á Akureyri sýning á teikningum og krítarmyndum eftir Alfreð Flóka í austur- og miðsal og sýningu á málverkum eftir Joris Jó- hannes Rademaker í vestursal. Sýning Alfreós Flóka stendur til 26. febrúar en sýningu Jorisar Jóhannesar lýkur 19. febrúar. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Alfreó Flóki fæddist 1938 og and- aðist fyrir aldur fram 1987. Alfreð Flóki skapaði einstæða veröld, þar var hann einfari rétt eins og í íslenskri myndlist. A þessari sýningu eru myndir frá 1970 til 1987 auk fjölda skyssa frá ýmsum tíma. Myndimar á sýningunni eru í eigu Listasafns Reykjavíkur. Joris Jóhannes Rademaker er fædd- Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107,600 Akureyri Sími 96-26900 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hlíðarlundur 2, kjallari, Akureyri, þingl. eig. S.S. Byggir h.f., gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður verslunar- manna og Lýsing h.f., 8. febrúar 1995 kl. 10.00. Rauðamýri 19, Akureyri, þingl. eig. Sigurjón O. Sigurðsson, gerðar- beiðendur Akureyrarbær, Lands- banki íslands, Lífeyrissjóður verk- stjóra og (slandsbanki h.f., 8. febrú- ar 1995 kl. 10.30. Sýslumaðurinn á Akureyri 2. febrúar 1995. ur 1958 í Eersel í Hollandi og hefur verió búsettur á Akureyri síðan 1991. Hann hefur oft sýnt list sýna, bæði hér heima og erlendis, m.a. í Deiglunni 1993 og 1994. Á þessari sýningu í Listasafninu sýnir Joris málverk á striga og vegg safnsins. Verkin eiga það sameiginlegt að fjalla um rými með fíngerðu netmunstri sem lifnar í augum áhorfandans. Wolfgang Tretsch á hádegis- tónleikum í Akureyrarkirkju Á morgun, laugardag, kl. 12 leikur þýski orgelleikarinn Wolfgang Tretsch á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju. Á efnisskránni verða verk eftir J.S. Bach, Petr Eben, Bohuslav Martinu og Felix Mendelssohn Bartholdy. Eftir tónleikana verður boðið upp á léttan hádegisverð í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Wolfgang Tretsch er fæddur í Au- erbach í Þýskalandi árið 1937. Hann hóf ungur tónlistamám og lauk tónlist- arkennaraprófi frá Humbolt háskólan- um í Berlín 1958. Strax að því loknu hóf hann að starfa sem organisti og helgaöi sig eftir það kirkjutónlistinni. Hann lauk A-prófí í orgelleik og kant- orsnámi frá kirkjumúsíkskólanum í Halle árið 1965 og nam síðar kórstjóm, söngtækni og einsöng við Hanns Eissl- er tónlistarháskólann í Berlín. Jafnhliða námi starfaði hann sem kantor, Iengst við Pfmgstkirkche í Berlín. Hann hefur haldið fjölda orgeltónleika í Þýska- landi, Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ung- verjalandi. Vorið 1992 var hann organisti vió kirkjuna á Isafirði og hélt þá tónleika hérlendis bæði norðanlands og sunnan. Hann starfar nú sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Mývatnssveitar. Tónleikar í Þóroddsstaða- og Reykjahlíðarkirkju Tónleikar verða haldnir í Þóroddsstaða- kirkju nk. sunnudag kl. 21 og Reykja- hlíðarkirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 21. Flytjendur em blandaður kór úr Mývatnssveit, Margrét Bóasdóttir, sópran, Baldvin Kristinn Baldvinsson, bariton, Antje Gobel, fiðla, og Wolf- gang Tretzsch, orgel, sem jafnframt er stjómandi. Sóknarprestar flytja bæn og blessun. Á efnisskránni em kórverk, einsöngslög, dúettar og orgelverk eftir m.a. Áma Thorsteinsson, Eyþór Stef- ánsson, Mozart, Dvorák og Mendelso- hn. Aðgangseyrir er 800 krónur og em allir velkomnir. Rabbi Sveins hjá Lífí og fjöri Tríó Rabba Sveins leikur fyrir dansi annað kvöld, laugardag, kl. 22-03 í Fiðlaranum á 4. hæð Alþýöuhússins við Skipagötu á Akureyri. Félagsvist verður spiluð á sama stað sunnudaginn 5. febrúarkl. 20.30. Undir áhrifum á Dropanum í kvöld, föstudaginn 3. febrúar, og laugardaginn 4. febrúar mun hljóm- sveitin Undir áhrifum þreyta fmmraun sína á Dropanum á Akureyri. Undir áhrifum skipa reyndir spilarar sem get- ið hafa sér gott orð með ýmsum hljóm- sveitum eins og Ömmu Dýmnn, Kredit og Karakter. Undir áhrifum skipa Rúnar söngur, Ingvar gítar, Óli gítar, Ármann bassi og Jón trommur. KVAK sýnir Allir heimsins morgnar Kvikmyndaklúbbur Akureyrar (KVAK) mun nk. mánudag kl. 18.30 og þriðjudág á sama tíma sýna „Allir heimsins morgnar" (Tous les Matins du Monde) í Borgarbíói. Allir heimsins morgnar er gerð eftir metsölubók Pascal Quignard sem kom- ið hefur út í íslenskri þýðingu. Með eitt aðalhlutverkið fer Gérard Depardieu. Myndin gerist á síðari hluta 17. ald- ar og segir frá miklum tónlistarmanni sem er snillingur gömbunnar (forveri sellós). Hann hefur misst eiginkonu sína og í þjáningu sinni einangrar hann sig frá umheiminum með tónlistinni og sinnir ekki dætrum sínum. Árin líða og ungur lærisveinn sem Gerard Depardi- eu leikur á efri árum og er sögumaður myndarinnar, tekur að nema hjá hinum mikla gömbuleikara er gerir meiri kröf- ur en svo að sveinninn standi undir þeim og eldri dóttirin verður geðbiluð þegar ungi maðurinn missir áhugann og hverfur frá henni. Þetta er áhrifarík og sérstök mynd sem unnendur listrænna mynda ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Allir eru velkomnir. Unun á Akureyri og Húsavík Hljómsveitin Unun, sem sló í gegn á jólaplötumarkaðnum, verður í Sjallan- um í kvöld, föstudag. Hljómsveitin verður síðan á Húsavík, nánar tiltekið Samkomuhúsinu, annað kvöld. Fundur hjá Guðspekifélaginu Guðspekifélagið á Akureyri heldur fund í húsnæði félagsins að Glerárgötu 32, 4. hæð, nk. sunnudag kl. 16. Flutt verður erindi eftir Jóhann Loftsson sál- fræðing um ný og athyglisverð viðhorf á sviói sálfræðinnar. Tónlist, umræður og kaffiveitingar að fundi loknum. Fundir Guðspekifélagsins eru öllum opnir og ókeypis. Undanfarin ár hafa konur úr Kvenfélagi Akureyrarkirkju valió fyrsta sunnudag í febrúar sem sérstakan kirkjugöngudag. Þegar messu er lokið er haldið niður í Safn- aðarheimili og sest að góðum veitingum. Þessar stundir hafa verið mjög ánægjuleg- ar og mjög til eftirbreytni fyrir önnur félög og klúbba.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.