Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 3. febrúar 1995 Heimir Ingimarsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Akureyri, um niðurstöðu ÚA-málsins: Heíði ekki neitað meirihluta- viðræðum við framsóknarmenn „Framsóknarmenn afgreiddu þetta mál með Alþýðuflokknum, létu krata beygja sig og gáfu þar með eftir þá hagsmuni sem þeir börðust fyrir í byrjun án þess að kanna neinar aðrar leiðir til lausnar málsins,“ segir Heimir Ingimarsson. Heimir Ingimarsson, annar bæjarfulltrúa Alþýöubandalagsins, staðfestir í samtali við Dag að hann hafi verið afar ósáttur við aö framsóknarmenn skyldu ekki reyna til þrautar aó ná meirihluta í bæjarstjóm um flutning höfuðstöðva íslenskra sjávaraf- urða hf. til Akureyrar. Hann játar því að hann hefði verið tilbúinn í vióræður við framsóknarmenn um meirihluta um þetta mál, en Heimir lýsti því yfir í Degi í síð- ustu viku að hann vildi fá höfuðstöðvar Islenskra sjávarafurða hf. fluttar norður og sölumál ÚA yrðu flutt frá SH til ÍS að vissum skilyrðum uppfylltum. Hinn bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, Sigríður Stefánsdóttir, hefur hins vegar eindregið talað fyrir SH-leiðinni innan Alþýðu- bandalagsins á Akureyri. Dagur ræddi við Heimi í gær um þetta mál. „Þessu máli var slegið upp þannig í byrj- un að það skipti fólkinu í bænum strax í tvær fylkingar. Það geróist vegna tengingar flumings íslenskra sjávarafurða hf. til Akur- eyrar við sölu nánast allra hlutabréfa bæjar- ins til KEA. Þetta skipti bæjarbúum upp í fylkingar og umræðan var allt of lengi á þessum hlutabréfanótum, jafnvel eftir aó búið var að draga til baka allar hugmyndir um sölu bréfanna. Þau fyrirtæki sem sendu inn tilboð í hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA liðkuðu síður en svo fyrir því að fá IS til Akureyrar. Auóvitað átti strax að setja málið upp sem klárt hagsmunadæmi þar sem hægt væri að reikna sig á jákvæða niðurstöðu fyr- ir bæjarfélagið í atvinnulegu tilliti. Skýrslur Andra Teitssonar og Nýsis hf. báru þess nokkum keim aó þær væru pant- aðar hvor af sínum málsaðilanum. Síðan var okkur ætlað aó vinna úr þessum tveim skýrslum og draga fram eitthvert meóaltal úr þeim, varðandi afurðaverð og fleira. Klögumálin gengu á víxl um að þessi væri aó segja ósatt og hinn væri að segja ósatt. Viö í Alþýðubandalaginu settum okkar færustu menn í það að meta þessar skýrslur og þeir komust að því að meö því að fá ákveðnar tryggingar frá Islenskum sjávaraf- urðum hf. fyrir lágmörkun þeirrar áhættu sem Útgerðarfélagið tæki með því að flytja afuróasöluna frá SH til IS, þá væri málið í góðum farvegi. En þetta atriói var aldrei rætt. A lokaspretti málsins snérist það ekki um þá atvinnuhagsmuni sem menn sáu í upphafi þess, heldur snérist það um pólitísk valdaátök í bæjarstjómarmcirihlutanum.“ Átök í Alþýðubandalaginu Innan Alþýðubandalagsins á Akureyri urðu mikil átök um þetta mál og þar voru skoö- anir mjög skiptar. Heimir var spurður um það hvort ekki hafi verió nokkur leið aó ná sameiginlegri niðurstööu Alþýðubandalags- ins í málinu. „Það er ljóst að það var meiningarmunur milli okkar Sigríðar í þessu máli og hann umtalsverður. Vissulega stóóum við frammi fyrir því aó það væri hugsanlegt að hvor bæjarfulltrúi fyrir sig færi í sína áttina í þessu máli.“ - Þú lýstir því yfir í Degi í síðustu viku að þú vœrir því hlynntur að höfuðstöðvar IS yrðu fluttar norður og sölumál UA fœrðust jafnframt yfir til IS. Ertu ennþá jafn ákveðið á þessari skoðun. “ „Já, það er ég og ég hef frekar styrkst í þessari skoóun minni. Eg sagði að ég vildi sjá skýrslur Andra og Nýsis áður en ég tæki endanlega afstöðu. Eg lagðist yfir þær og eins og ég sagói áðan fóru einnig yfir þessar skýrslur þeir menn sem ég met mest í mín- um flokki sem sérfróða um mál af þessu tagi. Þeir fullvissuðu sig um að vilji væri af hálfu forráðamanna íslenskra sjávarafurða hf. til viðræðna vió bæjaryfirvöld á Akur- eyri um að setja tryggingar fyrir því að lág- marka þá áhættu sem Útgerðarfélagió kynni að taka við þessa yfirfærslu, nokkuð sem var vopn andstæóinga ÍS í þessu máli. Jafn- framt kom það fram að Akureyrarbær gæti hafið slíkar viðræður með því fororði að ef menn mætu tryggingamar ekki nægar eða áhættuna of mikla gætu þeir eftir sem áður valið SH-leiðina. Eg hef barist í atvinnumálum Akureyrar- bæjar í átta ár og get ekki verið þekktur fyr- ir að láta einhverja aðra hagsmuni en at- vinnulega framtíðarhagsmuni Akureyrar lýsa mér leið í þessu máli.“ Framsókn lét krata beygja sig - Hefðurðu þá verið tilbúinn til þess að mynda nýjan meirihluta með framsóknar- mönnum um þetta mál? „Það kom aldrei til. Framsóknarflokkur- inn mat óbreytta meirihlutaaðstöðu sína meira en allt annaó í þessu máli og þar með talda framtíðar atvinnuhagsmuni Akureyr- inga. Framsóknarmenn afgreiddu þetta mál með Alþýðuflokknum, létu krata beygja sig og gáfu þar með eftir þá hagsmuni sem þeir börðust fyrir í byrjun án þess að kanna nein- ar aórar leiðir til lausnar málsins. Það kom því aldrei til þess aó ég færi að kljúfa Al- þýðubandalagið í þessu máli. Hins vegar tel ég að ég myndi hafa haft verulegt fylgi inn- an flokksins til þess að láta brjóta á þessu máli. Af öllu því fólki sem hefur haft sam- band við mig út af málinu og þeim undir- tektum sem hafa verið á fundum í flokknum við þessari hugmynd, þá tel ég aó ég hefði ekki skaðað flokkinn til frambúðar með því aó hafa aðra skoðun en Sigríður.“ - Ef framsóknarmenn hefðu haft sam- band við þig og óskað eftir viðrœðum um myndun nýs meirihluta þar sem þú yrðir sjötti maður, hefðirðu verið tilbúinn til við- rœðna um slíkt? „Já, ég býst vió því að ég hefði ekki neit- að slíkum viðræðum ef eftir hefði verið leit- að og mikill vilji hefði staðið til þess innan Alþýðubandalagsins. En auðvitað hefði ég átt erfitt með að sjá slíkt leiða til samstarfs.“ Ósáttur við framsóknarmenn - Þú ert með öðrum orðum að segja að þú sért ósáttur við að framsóknarmenn skyldu ekki á láta á það reyna að ná meirihluta um IS-leiðina í bœjarstjórn? ,Já, mér fmnst það mjög dapurt af þeim. Allt tal þeirra um hversu góður kostur ís- lenskar sjávarafurðir hf. séu og flutningur þeirra hingað noróur, umfram Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og það sem hún hefur verið að bjóða, er einfaldlega marklaust, vegna þess að meirihlutasamstarf það sem þeir eru í núna vigtar í þeirra huga greini- lega miklu þyngra. Þeir einfaldlega fóma þessu máli fyrir áframhaldandi meirihluta- samtarf í bæjarstjóm.“ / Skulda SH og IS kaffi og pönnukökur Heimir segir að vissulega hafi margir haft samband vió sig eftir að hann spilaði út sín- um spilum í málinu í viðtali við Dag í síð- ustu viku. Hann staðfestir að hann hafi rætt málið við Olaf Ragnar Grímsson og Stein- grím J. Sigfússon, en þeir hafi ekki þrýst á sig að breyta sinni afstöðu. „Eg vil taka það skýrt fram að í þessu máli er ég ekki aó taka afstöóu gegn þeim öflum sem ráða Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Innan hennar eru ráðandi meðal ann- arra flokksbræður mínir og systur. Eg hef fyrst og fremst metið þetta mál út frá at- vinnuhagsmunalegu sjónarmiði Akureyrar til lengri tíma litið. Ég skulda þessum sölu- samtökum, SH og IS, nákvæmlega það sama, einungis kaffi og pönnukökur. Pólitík er víðs fjarri í afstöðu minni í þessu máli.“ SH tilbúin að kanna stofnun fisk- réttaverksmiðju á Akureyri Yfirlýsing Heimis Ingimarssonar í Degi í síðustu viku þess efnis að hann kysi frekar IS-leiðina vakti mikla athygli. Heimir stað- festir aó í kjölfar þessarar fréttar blaðsins hafi Jón Ingvarsson, stjómarformaður SH, haft samband við sig og spurt sig hvort Sölumiðstöðin gæti gert eitthvað meira en hún hafi áður boðið til þess að hann gæti sætt sig við þá niðurstöðu að sölumál ÚA yrðu í óbreyttum farvegi. „Ég sagði Jóni að það gæti vel verið, ég væri fyrst og fremst að hugsa um atvinnumál Akureyrar til lengri tíma litið. í framhaldi af þessu sam- tali sendi Jón Ingvarsson mér persónulega bréf,“ sagði Heimir Um er að ræða tvö bréf, bæði dagsett 31. janúar og undirrituð af Jóni Ingvarssyni. í ööru bréfinu ítrekar Jón að aðalskrifstofa SH verði á Akureyri og í Reykjavík og verði samþykktum SH og starfsemi breytt í þá veru og hún löguð að því. Þá tekur Jón fram í bréfinu að yfirstjóm aðalskrifstof- unnar á Akureyri verói í höndum eins af framkvæmdastjórum félagsins sem búsettur verði á Akureyri. I hinu bréfinu ræðir Jón um möguleika á frekari atvinnuuppbyggingu á Akureyri og þá sér í lagi frekari fullvinnslu á sjávaraf- urðum. Jón tekur fram að þegar Akureyri verði orðin að útflutningshöfn aukist mögu- leikar á útflutningi ferskra sjávarafurða. Hann segir einnig aó ÚA sem leiðandi fyrir- tæki á sviði altækrar gæðastjómunar og fyr- irtæki sem geti tryggt rétta meðferð afla frá veiði til útflutnings sé öðrum fyrirtækjum hæfara til að takast á við aukna fullvinnslu. Þess vegna lýsi SH fullum vilja til þess að vinna áfram markvisst að þessum verkefn- um með Útgerðarfélaginu. Síóast en ekki síst lýsir Jón Ingvarsson í þessu bréfi yfir vilja Sölumiðstöðvarinnar til að láta fara fram frekari könnun á mögulegri fram- leiðslu á tilbúnum réttum, sbr. svokallaða „Cook, chill, ready meals“-skýrslu til at- vinnumálanefndar Akureyrar frá Iðnþróun- arfélagi Eyjafjarðar, dags. 3. nóvember 1994, „eða könnun á annarri frekari full- vinnslu sjávarafurða til að reyna skapa fleiri störf í matvælaframleiðslu á Akureyri.“ Þetta síðastnefnda er mál sem hefur ver- ið á borði atvinnumálanefndar Akureyrar frá því sl. vor og getur aó mati Heimis verið stórt atvinnuspursmál fyrir bæinn. Heimir segist vera mjög ánægóur með þetta viðbótarútspil Sölumióstöðvarinnar, sem hafi komið til í framhaldi af afstöðu hans í þessu mál, og hann hafi enga ástæðu til að ætla aó Sölumiðstöðin standi ekki við. „Út af þessum bréfum vil ég segja það að ég er ekkert óhress með þessa SH-lend- ingu og ég er ekki að fjandskapast vió það fyrirtæki með því að telja flutning höfuð- stöðva Islenskra sjávarafuróa hf. betri kost. Mér finnst afar vænt um þessi bréf Jóns Ingvarssonar. Þar er skýlaust kveðið á um að útibú Sölumiðstöðvarinnar á Akureyri verður valdastofnun út af fyrir sig. Síðan er viljayfirlýsingin um þessa fiskiréttaverk- smiðju mjög mikils virði. Þama gætum við verið að tala um 100-200 ný störf fyrir utan hráefnissölu bæði úr sjávarafurðageiranum og landbúnaðargeiranum. Þetta tengist mjög rækilega þeim hugmyndum sem Eimskipa- félagið hefur sett fram, að stytta siglinga- tímann frá Akureyri til Evrópu um helming, eða niður í fimm til sex daga. Það opnar á þann möguleika aó hægt sé að reka svona verksmiðju með góðum árangri hér. Það eru því í þessu dæmi ýmsir áhugaverðir hlutir þrátt fyrir þessa niðurstöðu og ég er því þegar á heildina er litið sáttur við hana.“ Vonandi aðeins byrjunin „Ég vil segja að lokum að ég vona það inni- lega að úr þessu máli öllu spilist á farsælan hátt fyrir atvinnulífió á Akureyri, Útgerðar- félagið og alla sem hlut eiga að máli. Ég vonast til þess aó sú umræða sem verið hef- ur hér sé byrjunin á því að snúa straumnum við sem verið hefur frá landsbyggðinni til Reykjavíkur á undanfömum árum og ára- tugum og þetta mál megi leiða til þess að fleiri aðilar sem lifað hafa góðu lífi á undir- stöðuframleiðslu þjóðarinnar átti sig á því að landsbyggðin verði líka að lifa til þess að geta haldið áfram að framleiða vöru fyrir söluaðilana syðra,“ sagði Heimir Ingimars- son. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.