Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Föstudagur 3. febrúar 1995 - DAGUR - 15 5ÆVAR HREIÐARSSON Knattspyrna: Guðmundur valdi KR Guðmundur Benediktsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að leika með KR í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Þetta er þó háð þeim skilyrðum að samkomulag náist milli KR og belgíska félagsins Ekeren en það á enn eftir að fá skjalfest. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Guðmundar eftir að Þór féll niður í 2. deild sl. haust. „Stórveldin“ KR, Fram, IA og Valur höfðu öll átt í viðræðum við Guðmund og auk þess sem Leiftur sýndi honum áhuga og sænska úr- valsdeildarliðið AIK bauð honum samning. Guðmundur tók síðan ákvörðun um það að ganga til liðs við KR þar sem hann mun spila undir stjóm Guðjóns Þórðarsonar og að öllum líkindum við hlið Mi- hajlo Bibercic í framlínunni. Guð- jón er þekktur fyrir að ná góðum Blak: íslandsmót yngri flokka á Akureyri Um helgina fer fram íslandsmót yngri flokka í blaki á Akureyri. Keppt verður í 2. og 3. flokki karla og kvenna og þar mun efnilegasta blakfólk landsins reyna með sér. Keppnin fer fram bæði í KA- heimilinu og íþróttahöllinni á Ak- ureyri. Mótið hefst í kvöld og verður framhaldið allan morgun- daginn. árangri með framherja sína og ekki óalgengt að þeir séu í hópi markahæstu manna. Það verður því fróðlegt að sjá hvemig Guð- mundur og Bibercic ná saman hjá KR. Enn eru félagaskiptin ekki frá- gengin og þau munu ekki ganga í gegn fyrr en allir lausir endar eru komnir á hreint. Ekeren skuldar knattspyrnudeild Þórs ennþá um- talsveröa peninga, sem félagió hefur neitað að borga. Þórsarar hafa í hyggju að reka mál sitt fyrir alþjóðaknattspymusambandinu, FIFA, þar sem þeir fara fram á að staðið verði við gerða samninga. KR hafði frumkvæði af því að tala við Ekeren um félagaskiptin og forráðamenn belgíska liðsins sam- þykktu að krefja KR inga ekki um greiðslu en enn á eftir að fá það skriflegt frá félaginu. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, for- manns knattspymudeildar Þórs, eru Þórsarar tilbúnir að skrifa und- ir félagaskipti Guðmundar í KR um leió og allir lausir endar eru komnir á hreint. „Þaó liggur ekk- ert á þar sem félagaskipti taka að- eins einn dag. Þó Ekeren geri ekki kröfu til KR þá breytir það engu varóandi kröfu Þórs,“ sagði Krist- ján. Guðmundur Benediktsson hefur ákveðið að ganga í raðir KR-inga og spila með þeim í 1. deildinni næsta sumar. Mynd: Robyn Bikarúrslit í handknattleik: „Menn þyrstir i bikar“ - segir Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Handknattleiksdeildar KA Iþrottir IIANDKNATTLEIKUR: Laugardagur: Bikarúrslit: KA-Valur Sunnudagur: kl. 17.00 ULllu K«I Itl. I>ór-BÍ kl. 13.30 KÖREUKNATTLEIKUU: Laugardagur: I ■ UL I lLi K V CTTTTa. Tindastóll-Valur 2. deild karla: Dalvík-USAH kl. 14.00 kl. 16.00 Leiftur-Þór b kl. 18.00 Sunnudugur: Úrvalsdeild: Skaliagrímur-Tindastóil Keflavík-Þór kl. 16.00 kl. 20.00 „Það er engin spurning að það skiptir öllu máli fyrir félag eins og KA að ná í titil. Bikarinn hef- ur aldrei komið hingað norður og það væri gaman að prófa hvernig það er að spila í Evr- ópukeppni,“ sagði Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Hand- knattleiksdeildar KA, loksins þegar forsvarsmenn KA komust til fundar sem boðað hafði verið til vegna úrslitaleiksins í bikar- keppni Umferðarráðs og HSÍ sem fram fer á laugardag. Fund- urinn hófst klukkan þrjú og var lokið þegar norðanmenn komu keyrandi úr Keflavík eftir flug- ferð að norðan. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 17.00 á laugardag. Íshokkí: Innbyrðis- viðureign á Akureyri Á morgun verður leikið í ís- landsmótinu í íshokkí á Skauta- svellinu á Akureyri. Þar munu mætast a- og b-Iið SA í innbyrði- sviðureign og verður ekkert gef- ið eftir. „Þetta verður alvöruleikur. Þetta er spuming fyrir b-liðið hvort það kemst í úrslitin í vor. Þeir eiga góóan möguleika á því og þetta verður eflaust hörkuleik- ur,“ sagði Sveinn Bjömsson, leik- maður a-liðs SA. Leikurinn hefst kl. 17.00. „Menn þyrstir í bikar og ég er ekki í minnsta vafa um að allir muni leggjast á eitt við að draum- urinn um bikarinn norður geti orð- ið að veruleika. Mér sýnist stemmningin ekki vera eins góð núna og hún var í fyrra en viö stólum á að veðurguðimir verði okkur hliðhollir og að fólk fjöl- menni að norðan. Það gæti ráðið úrslitum," sagði Þorvaldur. Hann sagði ljóst að varla væri veikan blett að finna á Valsliðinu en leik- ur KA og Vals í deildinni á dög- unum sýndi að KA gæti bitið hressilega frá sér. Þorvaldur átti von á hörkuleik og óttaðist ekki að KA lenti í sömu vandræðunum og gegn FH í fyrra. „Við sögðum eftir að við töpuð- um illa í fyrra að við myndum koma að ári og gera betur þá. Við höfum staðið við hluta loforðsins og nú er bara að efna það til fulls.“ Þorbjöm Jensson sagði um leikinn á laugardag að reynslan gæti komið til með að skipta sköpum. Hann sagði það skipta öllu máli fyrir lið að vinna titil. „Til þess að hægt sé að fá menn til þess að æfa á fullu í ell- efu mánuði á ári þarf umbunin að vera mikil. Umbun í formi bikara er sú allra besta sem íþróttamenn þekktu og því er það gríðarlega mikilvægt aó þekkja sigurtilfmn- inguna.“ SV Áhorfendur voru vel með á nótunum í fyrra og þeir gætu ráðið úrslitum nú. Skíði: Akureyrarmót í svigi á morgun Á morgun veröur haldið Akureyr- armót í svigi í brekkunum í Hlíð- arfjalli. Keppt verður í karla- og kvennaflokki, flokki 13-14 ára hjá stúlkum og drengjum og í flokki 15-16 ára stúlkna og drengja. Mótið hefst kl. 11.00 í fyrramálið. ■ Q PQD QQPQPQP Ný námskeið eru að hefjast Líkamsræktin Hamri simi 12080 AKllREYRINfcAR - KA FÓLK A inorqun kl. 1700 hefst slagurinn við Val Fylgið ykkar liði suður og hvetjið til sigurs! SJÁUMST I LAUGARDALSHÖLL A I" I-í’ A. M K A !

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.