Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 03.02.1995, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. febrúar 1995 - DAGUR - 3 FRÉTTIR Kröfur formanna lands- og svæðasambanda innan ASI lagðar fram: Skattleysismörk hækki í 60.700 kr. Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á fundi bæjarráðs í gær, var lögð fram til kynningar skýrsla undirbúnings- og fram- kvæmdanefndar verkefnisins Norræn æska - norræn list, eða „Et levende Nordcn" en það er heiti á norrænu samstarfsverk- efni, er fram fór í grunnskólum á Norðurlöndum á sl. vetri í þeim tilgangi að efla tilfinn- ingu nemenda fyrir listum og menningarlífi. A íslandi var Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið valið sem þátttakandi í verk- efninu. ■ Bæjarráði hefur borist erindi ffá Vcgagerð ríkisins, þar sem óskaó er cftir lcyfi lfá bænum til efnistöku í svonefndri Krossanesnámu til næstu 10 ára. Bæjarráð hefur falið yfir- verkfræðingi að taka upp samningaviðræður við Vega- gerðina um málið og að samn- ingsuppkast verði lagt fyrir ráðið til samþykktar. ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá bæjarstjóranum í Narsaq í Grænlandi. Þar er þcss óskað að samskipti við vinabæi Narsaq megi aukast og í því skyni er fyrirhugöuó skíóa- keppni bama um páskana 1996 og til hennar boðið bömum frá vinabæjunum. Einnig hefur bæjarráð staðarins hug á að fara í kynnisferð til íslands og er þess farið á leit aö Akureyr- arbær greiði götu nefndar- manna ef af þeirri ferð verður. Bæjarráð tckur undir óskir uin aukin samskipti vinabæjanna og felur bæjarstjóra að svara bréfinu. ■ Bæjarráó hefur falið bæjar- stjóra að fara mcó umboð Ak- urcyrarbæjar á hluthafafundi í Slippstöðinni Odda hf. þann 9. febrúar. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Atvinnuleysistrygginga- sjóði þar sem tilkynnt er af- greiðsla á umsókn Akurcyrar- bæjar um styrk til atvinnuskap- andi verkefna og þar samþykkt heimild til starfa í samtals 94,5 mannmánuði. í fyrsta sinn hef- ur félagsmálaráðherra nú hafn- að umsóknum um störf við vinnumiðlun og á launadcild sem átaksverkefnum. Bæjarráð fól félagsmálastjóra aó senda félagsmálaráðherra rökstudd mótmæli bæjarráðs vió afstöðu hans til þessa hlutar umsóknar- innar. ■ Bæjarráði hcfur borist erindi frá Héraðsnefnd Eyjafjaróar, þar sem segir að héraðsráð hafi ákveðið að hefja ekki að svo stöddu tilraunaakstur milli Ak- ureyrar og Ólafsfjarðar. ■ Félagsmálastjóri lagði fram á fundi bæjarráðs, drög aö samningi milli Akureyrarbæjar annars vegar og Flugbjörgun- arsveitarinnar og Hjálparsveit- ar skáta hins vegar, um sam- starf að átaki í útivistarmálum bama og unglinga. Bæjarráð heimilaói félagsmálaráði að ganga til samstarf við björgun- arsvcitimar. ■ Bæjarráði hcfur borist erindi frá undirbúningsncfnd að stofnun Framkvæmdasjóðs við Háskólann á Akureyri, þar sem óskaó er eftir að Akurcyrarbær tilnefni einn fulltrúa í stjóm sjóðsins. Stjómin er aó öóm leyti skipuð mönnum tilncfnd- um af Samtökum sveitarfélaga á Noróurlandi vestra og Ey- þingi. Bæjarráð samþykkti að tilnefna Harald Bessason, lyrr- verandi háskólarcktor, í stjóm sjóðsins. Formenn lands- og svæðasam- banda innan ASÍ hafa lagt fram kröfur sínar gagnvart stjórn- völdum og eru þær í 11. liðum. Samsetningu lánskjaravísitöl- unnar verði breytt með nýrri reglugerð og er markmiðið að draga úr sjálfvirkum áhrifum launabreytinga á vísitöluna. Skattleysismörk verði hækkuö með afnámi tvísköttunar lífeyris- greiðslna. I stað þess að hækka persónuafslátt eða lækka tekju- skattsprósentuna verði launafólki heimilt að draga 4% framlag í líf- eyrissjóði frá tekjum við álagn- ingu skatta. Þetta mundi hækka skattleysismörk í 59.900 krónur á þessu ári og í 60.700 á næsta ári. Áætlaður kostnaður á þessu ári er 1.000 milljónir króna. Heimilað verði að millifæra ónýttan per- sónuaflsátt maka að fullu, en það mun kosta ríkissjóð um 600 millj- ónir króna á ári. Gerö verði breyting á lögum um tekju- og eignaskatt þannig að fallið verði frá skattlagningu akst- urs til og frá vinnu. Ljóst þykir að Rauðinúpur ÞH-160 með 143 króna meðalverð á karfa - mun veiða í sölutúra til vors Togarinn Rauðinúpur ÞH-160 frá Raufarhöfn átti að selja í Bremerhaven í sl. viku en að sögn framkvæmdastjórans rétt- lætti magnið ekki siglingu og því var 80 tonnum af karfa landað í gáma í Vestmannaeyjum til út- flutnings fimmtudaginn 26. janúar sl. Meðalverð á karfanum var 143 krónur, sem undirstrikar að karfa- verð í Þýskalandi cr enn mjög hátt, cn þó heldur á niðurleió en skömmu eftir áramót var meðal- verð 160 til 170 kr/kg. Á miðviku- dag landaði togarinn svo aftur í Reykjavík, 40 tonnum af karfa, sem fer á markað í Þýskalandi. Rauðinúpur ÞH mun veiða í sigl- ingu eða landa í gáma til útflutn- ings út maímánuð, en næsti sölu- dagur er 8. mars nk. Frystihúsið á Raufarhöfn hefur nægilegt hráefni, þrátt fyrir að Rauðinúpur ÞH landi þar ekki, en afli línubátsins Atlanúps, sem keyptur var frá Homafirói á sl. hausti, vegur þar þyngst. Hann hefur .verið á veiðum suðaustur af landinu en landar á Raufarhöfn. Síðasta löndun Atlanúps var föstudaginn 28. janúar sl„ tæp 60 tonn, en vikuaflinn hefur verið milli 50 og 60 tonn. Auk afla Atlanúps fær frystihúsið afla af Sjöfn frá Bakkafirði, sem landar á Raufarhöfn upp á tonn gegn tonni, og svo róa heimabátar þegar gef- ur. Umræóur Fiskiðju Raufarhafn- ar hf. og Jökuls hf. á Raufarhöfn um hugsanlegan tilflutning á sölu afurða frá SH til ÍS hefur legið í láginni um tíma meðan beðið hef- ur verið niðurstöóu í sölumálum UA, en þær umræður munu nú halda áfram. GG breytt túlkun ríkisskattstjóra á skattmati hamlar verulega hagræði af stækkun atvinnusvæða og sam- einingu fyrirtækja. Aukið verði við nióurgreiðslu ríkissjóðs á hús- hitunarkostnaði. Utfært með svip- uðum hætti og áður hefur verið gert. Endurskoðuð verði reglugerð um endurgreiðslur á kosmaði vegna ferða- og dvalarkostnaðar vegna sérfræðiheimsókna og inn- lagna á sjúkrahús. Leitað verði leióa til að lækka vöruverð á landsbyggóinni. Itrekaðar kannanir sýna að bil- ið milli launa karla og kvenna er ósættanlegt bil sem í mörgum til- fellum verður aðeins skýrt meó kynferði. I ljósi þessa er brýnt að unnið verði markvisst að því að jafna launabilið milli karla og kvenna í nánu samstarfi jafnréttis- yfirvalda og aðila vinnumarkaðar- ins. ASI krefst þess að stjómvöld tryggi framhald á því fjármagni sem runnið hefur til jafnlauna- verkefnisins þannig að fyrrgreind- ir aðilar geti unnið sameiginlega að útfærslu raunhæfra tillagna. Aðrar kröfur í launabaráttunni eru m.a. almenn hækkun á bara- bótum og bamabótaauka; aðstoð við foreldra 16-19 ára unglinga í framhaldsnámi; boðið verói upp á nýjar verk- og starfsmenntabrautir á framhaldsskólastigi; hækkun elli- og örorkulífeyris; virkar vinnumarkaðsaðgerðir með fram- boði á menntun fyrir launafólk og takmörkuð verði gerviverktaka- starfsemi svo sem kostur er með Iagasetningu, m.a. með með hlið- sjón af reglum um stofnun fyrir- tækja; kröfur um vinnu- og heilsu- vemd svo og öryggismál. GG Húsvíkingar - Nærsveitamenn Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Rauða torginu á Húsavík mánudaginn 6. feb. kl. 20.30. Frummælendur: Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra. Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. Jón Helgi Bjömsson. rekstrarhagfræðingur. Alli r velkomnir Sj álfstæðisflokkurinn X-D fyrir kjördæmid þitt FEBRUAR & MARS ■ ■ FIÐLARINN MUN NU IVETUR BJOÐA GESTUM UPPÁ VERÐLAUNAMATSEÐIL ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS m í MATREIÐSLU. MATSEÐILL ÞESSI HLAUT GULLVERÐLAUN í ALPJÓÐLEGRI KEPPNI MATREIÐSLUMEISTARA NÚ ,7 NÝVERIÐ, SEM FRAM FÓR í LUXEMBORG. EINN LANDSLIÐSMANNANNA ER SNÆBJÖRN H. KRISTJÁNSSON YFIRMATREIÐSLUMAÐUR FIÐLARANS. GULLSEÐILL HUMAR, HÖRPUSKEL, BLEIKJA 0G SMÁLÚ0A \ / M/FENNEL 0G SAMBUCCASÓSU LÉTTSTEIKT LAMBAFILET MEÐ INNBÖKUÐUM KARTÖFLUM 0G BLÓDBERGSSÓSU V X BLÁBERJAFRAUÐ FJALLKONUNNAR ME0 RABARBARASÓSU fei!?íiiísi!!ít kaffi og konfekt ga/fŒ - RESTAURANT - SKIPAG0TU 14 - AKUREYRI - SIMI 96-27100 A U K A N

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.