Dagur - 16.06.1995, Side 2

Dagur - 16.06.1995, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 16. júní 1995 FRÉTTIR Minn bíll er bestur! Mynd: Robyn Menntamálaráðuneytið: Grænt Ijós á Menntasmiðju Menntamálaráðuneytið hefur með bréfi dagsettu 4. júní sl. tilkynnt bæjaryflrvöldum á Ak- ureyri að það styðji Mennta- smiðju kvenna á Akureyri sem þróunarverkefni næstu tvö skólaár, 1995-1996 og 1996-1997. í bréfi menntamálaráðuneytis- ins kemur fram að hvort ár muni ráðuneytið leggja fram 3 milljónir króna til verkefnisins að því til- skyldu að félagsmálaráðuneytið og Akureyrarbær geri slíkt hið sama. Lágheiðin ekki opn- uð fyrir mánaðamót Bréf menntamálaráðuneytisins var kynnt á fundi bæjarráðs Akur- eyrar í gær. Gísli Bragi Hjartar- son, bæjarfulltrúi, sem sæti á í bæjarráði, segir að bæjaryfirvöld hafi ekki tekið afstöðu til þessa máls, beðið sé eftir afgreiðslu fé- lagsmálaráðuneytisins. Gangi það eftir aó félagsmála- ráðuneytiö og Akureyrarbær sam- þykki að leggja fram fjármagn til Menntasmiðju kvenna mun hún fá 9 milljóna króna fé til rekstrar hvort skólaár. óþh Eyjafjarðarsvæöiö: Oxarfjarðarhreppur: Harðorð áskorun til rí kisstjórnari nnar Sveitarstjórn Öxarfjarðarhrepps hefur sent ríkisstjórninni áskor- un um að taka á vanda sauðfjár- bænda. Samþykkt var á fundi sveitar- stjórnarinnar á miðvikudag að senda ríkisstjóminni áskorun þar sem eindregið er mælst til þess að vandi sauðfjárbænda verði nú Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð samþykkti nýlega aó vísa ársreikningi Sauðár- krókskaupstaóar fyrir árið 1994 til fyrri umræðu í bæjar- stjóm. Rekstrartekjur eru kr. 407.353.745.- og rekstrargjöld kr. 311.786.570.-. Fjármagns- gjöld umfram fjármagnstekjur kr. 21.986.154.- og hagnaður ársins kr. 55.826.899.-. Niður- staða eiginfjárreiknings er kr. 212.130.182.-. ■ Bæjarráöi hefur borist erindi frá Iðnaðarmannafélagi Sauó- árkróks, þar sem óskaó er eftir stuðningi til skráningar á verk- færum, smíðisgripuiji og mun- um í smiðju Ingimundar Bjamasonar, eldsmiðs, í neðri hæð hússins Árbakka, Suður- götu 5, svo og til viðgerða og endurbyggingar hússins. Bæj- arráð vísaöi erindinu til Muna- og minjanefndar. ■ Á fundi félagsmálaráós ný- lega var rætt um skoöunarferð ráðsmanna um leikvelli bæjar- ins og aðgeröir í kjölfarið. Fé- lagsmálaráð samþykkti að fcla formanni ráðsins að koma á framfæri í bæjarráði ósk um að sett verði upp átaksverkefni í smíði leiktækja, þar sem fjöldi smiða gengur nú atvinnulaus. ■ Húsnæðisnefnd hefur borist bréf frá Bjama M. Bjamasyni, vegna afhendingartíma á fé- lagslegum íbúðum að Gilstúni 6-8. Nefndin samþykkti að skiladagur verði 1. september nk. og að fallið verði frá dags- ektum til þess tíma. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt erinidi frá fyrirtækjunum Jökull sf., Þórir sf. og Dögun hf., þar sem þau sækja um leyfx til að byggja iðnaðar- og að- stöðuhús úr steinsteypu við hús sem fyrir er og með samskonar starfsemi á lóðiruii númer 1 við Hesteyri. þegar tekiim til alvarlegrar skoðunar og úrlausnar. I áskoruninrú segir að Norður- Þingeyjarsýsla sé riðulaust svæöi austan Jökulsár á Fjöllum og að hún hafi gott orð á sér fyrir gæði framleiðslu frá Fjailalambi hf., og hafi fyrirtækið átt gott með að selja sína framleiðslu þó betur mætti gera erlendis með samstilltu átaki í markaðsmálum. Ennfremur segir að í sýslunni séu bithagar nægir og búskaparhættir með miklum myndarbrag. í niðurlagi áskomnarimiar segir orðrétt: „Verði emi frekar vegið að afkomumöguleikum hér um slóðir í þessari atvimiugrein, er um leið verið að kippa stoðum undan byggðinni." shv Á sjómannadaginn var á Dalvík afhjúpað útilistaverkið „Sjófugl- ar“ eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson, sem er einn af okkar þekktustu myndlistar- mönnum. Listaverkinu var fundinn staður við Ráðhús Dal- víkur en verkið er í eigu Spari- sjóðs Svarfdæla. Friðrik Friðriksson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Svarfdæla, segir að þctta verk hafi verið valið í framhaldi af samkeppni sem efnt var til vegna geróar stærra lista- verks, sem nú er verið að smíóa Enn flæðir yfir Sléttuveg í Fljót- um og Lágheiðin er á kafl í snjó, en að öðru leyti er ástand vega í umdæmi Vegagerðarinnar á Sauðárkróki gott. Að sögn Gísla Felixsonar, rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni, hefur ekki emi tekist að koma Skeiðsánni í farveg siim og rennur hún því yfir Sléttuveginn í Fljót- um, en hann er þó fær. Um Lág- heiðina sagði hann að þar væri ágætis sleðafæri, en slæmar að- stæður til moksturs; þótt ótrúlegt Þverárhreppingar halda í kvöld sumarfagnað í tengslum við Bjartar nætur, sumarhátfð Vest- ur-Húnvetninga. Fagnaður þessi er einskonar sárabót vegna þorrablóts sem ekki reyndist unnt að halda í vetur vegna ótíð- ar. Ekki verður þó boðið uppá hinn hefðbundna súrmat heldur fjölbreytt hlaðborð. Margvísleg skemmtiatriði verða í boói og má þar nefna að og verður sett upp fyrir veturinn. „Efnt var til forvals og var fjórum listamönnum falið að gera lillögur að stóru útilistaverki og síðan öðru mimia verki. „Sjófuglar" var það minna verk sem dómnefnd valdi og í framhaldi af því ákvað Sparisjóður Svarfdæla að kaupa það og við höfum fengið vilyrði frá Listskreytingasjóði ríkisins um framlag til verksins.“ Friðrik sagði að stefnt væri að því að setja stóra útilistaverkið upp á grasflötinni sunnan Ráð- hússins í september eða október í haust, en það er að sögn Frióriks mætti virðast væri emi harðfemxi á heiðinni. „Við reiknum samt með að fara að moka í dag, en það er áætlað viku verk fyrir tvo blásara, tíu tíma á dag, að moka heiðina. Ann- ar mun fara frá stíf'lunni í Fljótun- um, en himi frá Olafsfirði. Síðan þarf heiðin aö fá að þorna í viku, að því gefnu aö vió ráðum við vatnið." Gísli sagði aö ómögulegt væri að segja til um opnunartíma upp á dag, en ljóst er aö það verð- ur ekki fyrir mánaðamót. shv Agnar Lcvy, oddviti og hrepp- stjóri Þverárhrepps, mun flytja annál, húsfreyjur úr sveitinni munu syngja frumsamda texta við þekkt lög og að því loknu leikur hljómsveit hreppsins, Benni, Bjössi, Hjalti og Palli, fyrir dansi fram á bjarta nótt. Skipuleggjend- ur fagnaðarins búast við sem flest- um úr sveitinni og hefst fagnaóur- inn kl. 20 í kvöld í Vesturhóps- skóla. GH hátt og tignarlegt verk úr ryðfríu stáli og heitir „Alda“. Höfundur þess er Jóhanna Þórðardóttir. Stjóm Listskreytingasjóðs hefur samþykkt að leggja fé til hluta fjármögnunar verksins, en verk- kaupar eru Sparisjóður Svarfdæla og Dalvíkurbær. Friðrik segir að verk Sigurðar Guðmundssonar sé fyrsta útilista- verkið á Dalvík en fyrir séu nokk- ur minnismerki; minnismerki í kirkjugarðinum um dmkknaða sjómenn, fyrsta íbúann í Nýjabæ og Duggu-Eyvind. óþh Friðrik Friðriksson, sparisjóðs- stjóri, gerir grein fyrir verki Sig- urðar Guðmundssonar, „Sjófugl- ar“, við afhjúpun þess á sjómanna- daginil. Myndir. Bæjarpósturinn. Batnandi ástand Ástand vega fer batnandi, þó ekki séu allir vegir komnir í fyrra horf. Vegagerðin vinnur af kappi að viðgerðum. Flóö eru í rénun og ekki hefur flætt yfir fleiri vegi á Eyjafjarðar- svæðinu síðan á þriðjudag. Aur- skriðuruú sem féll í Sölvadal fyrr í vikunrú var mtt af veginum í gær og hann er nú opinn umferð. Viö Þríhyrning og Klaufabrekku í Svarfaðardal eru vegir enn lokaðir en unnið er að viðgerð á báðum stöðum. shv Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á bæjarráðsfundi í gær var rætt um fundargerðir fræðslu- nefndar. I einni fundargerðinni er lagt til við bæjarráð, að ráð- ist verði í þriggja ára þróunar- verkefni um nám í starfi hjá Akureyrarbæ, verkefxúð AUÐ- UR. Gert er ráð fyrir að verk- efrnð hefjist með námskeiðs- haldi í byrjun október n.k. und- ir handleiðslu Anette Wolters. Bæjarráð samþykkti aö leggja til að tillaga fræðslunefndar verði samþykkt af bæjarstjóm. Framhald verkefnisins ræðst af fjárveitingum í fjárhagsáætlun hverju simú. Fjárveitingu á ár- inu 1995 ca. kr. 750 þús. er vísaó til endurskoðunar fjár- hagsáætlunar. ■ Lagóur var fram kjarasamn- ingur launanefndar sveitarfé- laga við Félag íslenskra leik- skólakennara, sem undirritaður var 6. júní sl. Bæjarráð stað- festi samninginn fyrir hönd Akureyrarbæjar. ■ Lögð var fram greinargerð, sem Guðrún Jónsdóttir, ung- lingafulltrúi, hefur tekið sam- an, um átak í útivistarmálum barna og unglinga. Atakið fór af stað um miðjan febrúar og er fjallað um reynslu af því fyrstu þrjá mánuðina. Bæjarráð samþykkti að haldið verði áfram við útivistarátakiö fram til næstu áramóta. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjár- hagsáætlunar bæjarsjóðs. ■ Fulltrúar Akureyrarbæjar á vinabæjamóti í Vasterás dag- ana 29. júní til 2. júlí nk. veróa Jakob Björnsson, bæjarstjóri, Þórarinn B. Jónsson, bæjarfull- trúi, og frú Hulda Vilhjálms- dóttir. ■ Lögð var fram á bæjarráðs- fundinum tímaáætlun frá hag- sýslustjóra um endurskoðun fjárhagsáætlunar 1995, gerð þriggja ára áætlunar fyrir árin 1996-1998 og gerð fjárhags- áætlunar fyrir árið 1996. Fyrsta útilistaverkið á Dalvík afhjúpað Þverárhreppur: Síðbúið Þorrablót

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.