Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 17. júní 1995 FRÉTTIR Mikill fjöldi umsókna um lóðir sunnan Hjarðarlundar á Akureyri: Kom mér ekki á óvart - segir formaður skipulagsnefndar Akureyrar Eins og fram kom í Degi sl. mið- vikudag var mikil eftirspurn eft- ir lóðum á nýju byggingarsvæði sunnan Hjarðarlundar á Akur- eyri, en þar voru auglýstar til umsóknar 22 einbýlishúsalóðir og 3 parhúslóðir. Umsóknir eru nálægt 80 talsins. Gísli Bragi Hjartarson, formaður skipulags- nefndar Akureyrarbæjar, segir að þessi mikla eftirspurn hafi ekki komið sér á óvart. „Nei, þetta kom mér ekki á óvart, Akureyrarbær hefur ekki lengi boðiö upp á slíkar lóðir og ég hef sagt að bærinn verði að hafa í boði lóðir fyrir allar þær húsgerðir sem fólk vill búa í.“ Gísli Bragi segir nokkuð ljóst að lóðir fyrir hús eins og gert er ráð fyrir á nefndu byggingarsvæði sunnan Hjarðarlundar, verði ekki í boði fyrr en byrjað verður að út- hluta lóóum í væntanlegum Þórshöfn: Stálþilið komið niður Lokið hefur verið við að reka niður stálþilið í höfninni á Þórs- höfn og verið er að ganga frá festingum í þilið. Akkerisplötunum verður næst komið fyrir og síöan verður fyll- ingu ekið aó. Þar næst verður steyptur kantur og komið fyrir pollum. Verklok eru áætluð upp úr 20. júlí. Verktaki er Trévangur á Reyð- arfirði. „Verkið gengur samkvæmt áætlun og það hefur gengiö vel,“ sagði Reinhard Reynisson, sveit- arstjóri. Reinhard sagði að vimiuskólimt væri tekinn til starfa og umiið væri að hreinsun á Þórshöfn af fullum krafti. Einstaklingar heföu eimúg tekið þátt í átaki við tiltekt á lóðum sínum, sem væri hið besta mál. IM Naustahverfum, en gert sé ráð fyr- ir að standa fyrir skipulagssam- keppm fyrir þaó svæði síðar á þessu ári. „Það má þó í þessu sambandi nefna að verið er að ganga frá skipulagi Oddeyrar og þar koma byggingarlóðir, en húsa- gerðir verða auðvitað bundnar umhverfinu,“ sagði Gísli Bragi. Gísli Bragi sagði að þær raddir hafi heyrst, að með því að skipuleggja íbúðarlóðir sunnan Hjarðarlundar myndi draga úr eft- irspum eftir lóðum á aðalbygging- arsvæði bæjarins, í Giljahverfi. „Það hefur ekki gerst, þvert á móti. Viö þurftum að hefja fram- kvæmdir við tvær götur í Gilja- hverfi sem ekki voru á dagskrá, vegna þess að ekki voru til staðar lóóir fyrir þá scm þar vilja byggja raðhús og parhús. Eg lít því svo á aö eftirspum eftir lóóum hér í bænum sé að aukast," sagði Gísli Bragi Hjartarson, formaöur skipu- lagsnefndar Akureyrarbæjar. óþh Laugar-dagur. Mynd: Robyn Sumarhátíð V-Húnvetninga Frá Þórshöfn Bjartar nætur, sumarhátfð Vest- ur-Húnvetninga, verður haldin í annað sinn f sumar. Á Björtum nóttum gefst héraðsbúum og gestum tækifæri til að njóta saman einstakra áhrifa sumar- ^ Ársskýrsla almenningsbókasafna: Utlánum fjölgar aftur - núverandi umdæmisskipting Samkvæmt lögum um almenn- ingsbókasöfn eiga allar byggðir landsins að njóta þjónustu al- menningsbókasafna. Almenn- ingsbókasöfn eru skilgreind sem mennta-, upplýsinga- og tóm- stundastofnanir fyrir almenning og þar gefst fólki kostur á að færa sér í nyt bækur, hljómplötur, segulbönd og önnur miðlunargögn til fræðslu og dægradvalar. Bókaútlán á íbúa eftir landshlutum 1983,1988,1993 I 1963 □ 1968 ■ 1993 Bókaeign á íbúa eftir landshlutum 1983,1988,1993 Reykjavik Reykjanes Veslurland Vestluön Noröurland Norðurland Auslurland Suöurland vesira eystra úreld I nýlegri ársskýrslu almennings- bókasafna kemur fram að almenn- ingsbókasöfn í landinu eru alls 197, þar af 43 bæjar- og héraðs- söfn, 129 hreppabókasöfn og 25 stofnanasöfn. Sameiginlega eiga þessi söfn rúmlega 1.9 milljónir bóka og eru það rúmlega 7 bækur á hvern íbúa landsins. I skýrslunni kemur fram að al- menningsbókasöfnin séu allt of mörg. Að baki mörgum þeirra standi of fámenn sveitarfélög og núverandi umdæmisskipting lands- ins er einnig löngu orðin úreld. Þá háir það einnig söfnunum hversu erfitt er að fá faglært fólk til starfa. Nefnd, sem skipuð var til að gera heildaráætlun um uppbygg- ingu og aðsetur almenningsbóka- safna, skilaði drögum aö frumvarpi til laga í janúar 1991. I frumvarp- inu eru ákvæði um að landinu skuli skipt í bókasafnsumdæmi og í hverju umdæmi veröi eitt umdæm- issafn sem rækir þjónustu við um- dæmið. Sveitarfélög viðkomandi umdæmis koma sér saman um staðsetningu safnsins en einungis söfn sem uppfylla ákveöin skilyrði um sérmenntað starfslið, lágmarks- safnkost, lágmarksaðföng og lág- marksafgreiðslutíma koma til greina. Vegna væntanlegrar sam- einingar sveitarfélaga var frekari vinnu viö frumvarpið frestað. A síðastliðnum tíu árum hefur bókaeign safna í öllum landshlut- um aukist en á sama tíma hefur út- lánum fækkað. Sérstaklega var mikil fækkun á árunum 1983-1988 en á síðustu árum hefum útlánum fjölgaö aftur í öllum landshlutum nema á Noröurlandi vestra. Hvergi hafa þó bókaútlánin náð sama fjölda og var árið 1983. AI kvölda og ekki bara einu sinni því hátfðin stendur yfír í fjórar helgar frá 16. júní til 9. júlí. Hátíðin byrjar um helgina með sumarfagnaði og síðan verða hefðbundin hátíðarhöld á Hvammstanga á þjóðhátíðardag- inn. A Jónsmessudag kl. 14.00 verður boðið upp á gönguferð í Hveraborg. Farið verður á bílum frá Staðarskála að Fossseli og þaðan verður gengið að Hvera- borg sem er sérstætt hverasvæði við Síká og tekur gangan 4-5 tíma. Ymislegt fleira veróur á döfimú á Jónsmessunni. Hægt verður að skoða búgarðimi á Tannstaða- bakka, byggðasafnið við Reykja- skóla verður opið og á Króks- staðamelum í Miðfirði verður haldið hestamót Þyts. Hápunktur- iim verður síðan Jónsmessugrill og varðeldur við Staðarskála sem byrjar kl. 18.00. Þar verður grill- að, sungið og skemmt sér eins og þrekið leyfir. Daginn eftir, sunnu- dagimi 25. júní, bjóða veiðirétt- hafar í Vestur-Húnavatnssýslu veiðimönnum að veiða í vötnum sínum gegn hálfu gjaldi. Þeir sem vilja geta líka tekið þátt í veiði- keppni. Föstudagskvöldið 30. júní ligg- ur leiðin svo í Vatnsnes en þar verður boðið upp á hlaðborð á fjörukambi. Þessi atburður fékk stórgóóar viðtökur í fyrra enda mikið fjör, alls kyns sjávarfang að borða, bögglauppboð og svo er sungið og dansað í tjaldi eins og í gamla daga. Þessa helgi verður líka hægt að fara í hópreiö yfir Hópið, gönguferð um Borgimar eða á kvöldvöku og útigrill við Víðidalstungurétt. A lokalielgi Bjartra nátta halda Hvammstangabúar upp á 100 ára verslunarafmæli staðarins með dansleikjahaldi, útimarkaði og gönguferðum um söguslóðir versl- unar og þjónustu á Hvammstanga. Einnig verður opin í allt sumar verslunarminjasýning í gamla pakkhúsinu á Hvammstanga. Upplýsingamiðstöðin í Staðar- skála gefur allar nánari upplýsing- ar um Bjartar nætur og þar er einnig hægt að skrá sig í hópreið, skoðumarferð, fjallaferð og veiði- keppni. AI Tillaga um að selja Rafveitu Sauðárkróks: Hægt að borga upp allar skuldir Framsóknarmenn lögðu á dög- unum fram tillögu í bæjarstjórn Sauðárkróks um að bærinn selji Rafveitu Sauðárkróks til Raf- magnsveitna ríkisins í því augnamiði að minnka skuldir bæjarins. Málinu var vísað til veitustjórnar sem nú er með það til skoðunar. Skuldir Sauðárkróksbæjar em nokkuð miklar, en að sögn Snorra Bjöms Sigurðssonar bæjarstjóra, er ekki allt sem sýnist í þeim efn- um. „Okkar vandamál fjárhags- lega er að mörgu leyti heimatilbú- ið fjárhagslegt vandamál. Bærinn skuldar mikið, en t.d. veitumar em algerlega skuldlausar og eiga peninga. Ef menn myndu skoða neildarmyndina kæmi í ljós að við skuldum álíka mikið og t.d. Húsa- vík. Þ.e. okkar skuldir em allar á bænum, en hjá sumum öðrum t.d. á framkvæmdalánasjóðum. Snorri Bjöm bjóst við að menn muni nota sumarið vel til aö þess að velta fyrir sér þessari hugmynd að selja Rafveituna. „Menn sjá að með því að selja hana myndum við geta borgað upp allar skuldir en samt átt Hitaveituna eftir, sem í rauiúruú er miklu verðmætari. En hvað sem út úr þessu kemur er ég ánægður með að þetta vekur at- hygli á því hversu afstætt það er að vera að tala um skuldastöðu, blankheit og vandræði, þcgar menn sjá að við getum selt einn bita af bæjarkerfinu og hreinsað út skuldirnar. Staðan er ekki verri en það,“ sagði Snorri Bjöm. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.