Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 20
Stakfellið farið til veiða í Barentshafi: Brýnt að aflétta óvissunni um Svalbarðasvæðið - segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar Sjómenn biðu ekki boðanna þcgar vcrkfalli lauk og drifu sig á sjó til að draga björg í bú. I'lcstir hafa eilaust verið búnir að fá nóg af 22 daga vcrkfalli og hér má sjá skipverja á Akureyrinni EA 110 búa sig til brottfarar skömmu fyrir miðnættið. Mynd: Robyn. Stakfell ÞH-360, skip Hrað- frystistöðvar Þórshafnar, hélt af stað áleiðis í Smuguna í Bar- entshafi í fyrrinótt, þegar sjó- mannaverkfalli lauk. Er Stakfellið fyrsta íslenska skipið sem fer í Smuguna á þessu ári, en eflaust fylgja fleiri senn í kjölfarið. Þetta er þriðja árið sem skipið fer tii veiða í Smugunni og var það í hópi fyrstu íslensku skipanna sem þar fóru að stunda veiðar. Jóhaiui A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Sjómannasamningar samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta: Flotinn hélt þegar úr héfn Nýju sjómannasamningarnir voru samþyktir með mikl- um meirihluta atkvæða. Já sögðu 1.935 þeirra sem atkvæði greiddu eða tæp 80% og nei sögðu 450 eða 18,6% en 38 skil- uðu auðu. Útgerðarmenn sam- þykktu samninginn samhljóða. Stærstur hluti fiskiskipaflotans hélt þegar til veiða strax í íyrri- nótt. Það var laust fyrir kl. 11 í fyrrakvöld sem búið var að telja atkvæðin í húsi ríkissáttasemjara. Fyrstu skipin létu þegar úr höfn og þaö var Hjalteyrin, skip Sam- herja, sem fyrst lét úr höfn á Ak- ureyri, strax fyrir kl. 11. I kjölfar- ið fylgdi nótaskipið Þórður Jónas- son og síðan skipin eitt af öðru. 011 skip Samherja fóru strax til veiða og allir togarar UA að Harð- bak undaskildum. Búast má við aó vika til tíu dagar líði þar til fyrstu ísfisktogar- arnir koma að landi og þá fyrst fara hjólin að snúast í fiskvinnslu- stöðvunum af fullum krafti. I næstu viku má því búast við að fremur rólegt verði í frystihúsum landsmanna. HA Þórshafnar, sagðist engar fréttir hafa haft af veiðunt í Smugunni að und- anfömu eða hvort einhver skip væru þar að veiöum. „Viö vitum þaö eitt að þama var fiskur í fyrra og hitti- fyrra. Við höldum að tíminn sé að koma en svo getur vel vcrið að það sé ekki rétt og þá kemur það í ljós.“ Hann sagöi stefnt á að Stakfellið stundi veiðar í Barentshafi í sumar, en staðan verði að sjálfsögðu metin í hvert skipti. Hatm sagðist eiga von á svipuð- um ágreiningi um þessar veiðar og sl. surnar og menn væru tilbúnir í þá umræðu. „Aðal ágreiningurinn í fyrra stóð um Svalbarðasvæðið. Það mál þarf að fara sem fyrst til al- þjóðadómstólsins í Haag svo það komist á hreint." Varðandi það hvort íslenskar útgerðir myndu bíða meö að senda skip sín á Svalbarða- svæöiö þar til niðurstaða hefur feng- ist sagðist Jóhann ekki vita hversu lengi menn gætu beðiö. „Ríkis- stjómin þarf að koma þessu máli í dómstólinn sem allra fyrst. Við get- um ekki beðið með stööuna svona til eilífðar,“ sagði Jóhann. HA Allt fyrir garðinn Gott hljóð í bygginga mönnum á Akureyri Að mati forráðamanna bygg- ingaríyrirtækja á Akureyri er staðan góð um þessar mundir og næg verkefni fyrir sumarið. Sigurður Sigurðsson, hjá SS- Byggi, er að vonum ánægður með ástandið en helstu verkefni hjá fyrirtækinu eru bygging barnadeildar FSA, viðbygging við Menntaskólann ásamt fram- kvæmdum við heilsugæslustöð- ina, sem eru á Iokastigi. Sfðustu daga hafa starfsmenn fyrirtæk- isins svo verið að hreinsa út úr Glerárkirkju, eftir brunann, og líkur eru á að fyrirtækið komi til með að sjá um innréttingu á því húsnæði. Sem dæmi um þessa góðu stöðu sagði Sigurður að HELGARVEÐRIÐ I dag verður norðaustan gola, hiti á bilinu 5-14 stig og rign- ing með köflum. A morgun verður breytileg átt, áfram skúrir og hiti á bilinu 4-14 stig. Eftir helgina fáum við austan og norðaustanátt með rigningu eða súld og hitinn verður5-15 stig. Er líða tekur á vikuna snýst áttin svo til suðurs og örlítið hlýnar. þeir hafi orðið að vísa frá verk- efnum vegna anna. Ævar Guðmundsson hjá SJS verktökum tekur í sama streng og segir verkefnastöðuna góða og bú- ið væri að bæta við töluvert af mannskap. Helstu verkefiú SJS eru 12 blokkaríbúðir í Vestursíðu, breytingar á gamla Lindu-húsinu, bygging skrifstofuhúsnæðis í Krónunni og aðgengi fyrir heilsu- gæslustöðina, svo og bygging stjómsýsluhúsnæðis á Blönduósi. Ævar sagði að flest verkefnin Svalbarðshreppur: Rúmlega árs gamalt barn drukknaði Hörmulegt slys átti sér stað, um sexleytið s.l. fimmtudags- kvöld, þegar rúmlega ársgam- alt bam féll í ána við bæimi Sveinungsvík, u.þ.b. 10 km sunnan við Raufarhöfn. Itrekaðar lífgunartilraumr bám ekki árangur og var bamið látið er sjúkrabifreið kom á staðinn. Ekki er unnt að greina frá nafni barnsins að svo stöddu. GH kæmu til með að endast út sumar- ið en staðan í vetur væri óljós þó svo að verkefninu í Krónunni verði framhaldið í vetur. Báðir aðilar vom sammála um að ástandið í dag væri mun betra en á sama tíma í fyrra en Sigurður benti eimúg á að deila þyrfti verk- efnum betur niður með tilliti til tíðarfars og nefndi í því sambandi að nú væru menn t.d. að vinna mikió af inmvinnu sem æskilegra væri að geyma til veturs. GH í Perlunni við 0KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565 S _________________ 3 Norðíendingar - Aknreyríngar Smíðum allar gerðir tréstiga úr góðu Iímtré, beyki, eík mahony eða furu. Tetknum, tökum mál og gerum föst verðtílboð. Sírní 471 2030 Ásbrún 1 • Fellabæ 701 Egilsstaðir Heímas. 471 1657 Kristján og 471 1628 Sigurður Umboðsmaður á Norðurlandi: Ófeigur Eíríksson, Akureyrí, sími 462 3115. CE a ci a a a a n a a a a 1 a a a a a a a a a u a a a a a a a a a a a a a a a u u a a a st ®---------’----« ------------- u IJ 01 BggBQBQgHBQBgBBByBBBgBgBBBgBgBBBBQBQBQgBQBBBHgBBBBBBQQBQQBBQQQ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.