Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 15
UTAN LANPSTEINANNA Laugardagur 17. júní 1995 - DAGUR - 15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Ekki er allt sem sýnist £eikkonan góðkunna MICHELLE frEIFFEK er foxill þessa dagana eftir að henni barst til eyma að mynd sem átti að sýna hana ber- brjósta hafi birst á tövluskjám víða um heim að undanfömu. Ekki væri yfir miklu að kvarta ef hún hefði setið fyrir nakin hjá ljósmyndara en svo er ekki og í raun er um að ræða samsetta mynd með andliti Pfeiffer og líkama sem fenginn er að láni hjá annarri konu. Einhver tölvufíkillinn hefur komið líkamshlutunum svo vel saman að varla er hægt aó merkja aó um falsaða mynd er að ræóa. Því næst var myndin sett inn á veraldarvefinn þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli. Eflaust hafa margir rekiö upp stór augu við aó sjá hina undur- fögru Pfeiffer berháttaða en hún þvemeitar að hafa fækkað fötum fyrir ljósmyndara, fyrr eða síðar. Leikkonan íhugar nú málssókn á hendur sökudólgn- um. Michelle Pfeiffer eins og hún birtist á tölvuskjám víða um heim, en ef vel er að gáð sést að ekki er alit eins og það sýnist. Þráir að eiqnast barn ÉJ^ ynbomban SrlAftOM STOME segist þrá þaó Jí heitasta þessa dagana að eignast bam en hún W \ bætir því strax við að hún hafi engan áhuga á eiginmanni þessa stundina. Eg var eitt sinn gift en kom út úr því hjónabandi með brostið hjarta. Þaó svíður mig enn, segir Stone, sem skildi við kvik- myndaframleiðandann Michael Greenberg eftir tveggja ára hjónaband árið 1987. Hún segist ekki hafa farið vel út úr samskiptum sínum við hitt kynið en hún viöurkennir fúslega að hún hefur sjálf gert fjölda mistaka. Síðasta árió hefur hún átt í föstu sambandi við mann að nafni Bob Wagner en hann var aðstoðarleikstjóri myndarinnar The Quick And The Dead, sem frumsýnd var fyrr á þessu ári. Við erum ekki oft saman á almenningsfæri. Samband okkar er bara fyrir okkur og kemur engum öðrum við. Hann er ofur-myndarlegur og blíður maður og ég veit að hann mun geta af sér falleg börn með réttu konunni, segir Stone, sem þessa dagana er að leika í myndinni Last Dance á móti Rob Morrow. Þar leikur hún dæmdan morðingja sem býður aftöku þegar lögfræðingur hennar fellur fyrir henni og beit- ir öllum brögðum til aó sanna sakleysi hennar. Fær með klippurnar að fór ekki framhjá ncinum fréttasnápnum þegar LOREMA 3033in sneiddi manndóminn af eiginntanni sín- um, JOrlM WAYNE 3033irr, eftir að hafa þolað barsmíðar og yfir- gang hans um langt skeið. Lor- ena var send á geðdeild unt hríð á meóan eigin- maðurinn, John Wyane Bobbitt, var að ná sér eftir heimsþekkta ágræðslu útlims síns. Hann rakar nú inn milljónunum með alls kon- ar uppákomum en minna hefur farið fyrir Lorenu í fréttunum. Nú er hún laus úr haldi og farin að vinna fyrir sér á snyrtistofu í Ar- lington í Virginiu- fylki. Hún er sögð sérfræðingur með skærin, nagla- klippurnar og naglalakkið og í reynd er hún eftir- sóttasti snyrti- fræðingurinn á 111- usions snyrtistof- unni. Þegar fólk kemur hingað inn heimtar það oftast að Lorena snyrti það. Stúlkugreyið fær aldrei frið, segir Irma Wheel- er, eigandi stof- unnar. Þaó fylgdi sögunni að margir af viðskiptavin- um frú Bobbitt séu karlmenn, sem halda upp á kvittunina frá viö- skiptunum við frú Bobbitt sem verðmætan minjagrip. Lorena og John Wayne Bobbitt á mcðan allt lék í lyndi. Þau komust í heimsfréttirnar þegar Lorena minnkaði manninn sinn um nokkra sentimetra. Með 72 í takiim Frá Bandaríkjunum berast þau tíðindi að leikarinn TOM AftNOLD, fyrrum eiginmaður Rose- anne og aðstoðar- maður Arnie Schwarzenegger í myndinni True Lies, hafi sett nýtt met á vinsælum strippstað í New York. Hann fékk 72 nektardans- meyjar til að sýna listir sínar fyrir frarnan opið ginið á sér á einu kvöldi. Ymist komu tvær eöa þrjár í einu og dönsuðu í kring- um borð hans á staðnum Scores, en Arnold ætlar að gifta sig í sum- ar og nýtir frelsió til fulls þangað til. Haft er eftir starfsstúlku á staðnum að Arnold hafi aðeins stoppað í þrjá tíma á staðnum en nýtt þá til hins ýtrasta. í för með honum voru m.a. grínistamir Chris Farley ,og David Spade, sem slógu í gegn vest- an hafs fyrr á þessu ári með myndinni Tommy Boy, auk þess sem rapparinn Hammer var í fylgdarliðinu. Amold, sem er 36 ára, undirbýr nú brúðkaup sitt og skólastúlkunnar JULIE CHAMP- NELLA, sem er fjórtán árum yngri en hann. Hann segist ekki fela neitt fyrir verð- andi eiginkonu og að hún hafi vitað að hann væri að fara á Scores en líklega hefur hann ekki nefnt að hver einasta dansmær staðarins myndi halda einkasýningu fyrir hann. Tom Arnold sposkur á svip þcg- ar hann fær koss frá verðandi eiginkonu, Julie Champnella. ^ Sharon Stone segir villtar nætur að baki og hcnnar hcitasta ósk sé að fjölga mannkyn- Hamslaus reiði Ifyiíiú storstjarna að hefur heldur betur hallað undan fæti hjá stórstjöm- unni KEVIN COSTMER undanfarna mánuði. Myndin hans Waterworld virðist dæmd til þess að sökkva eftir að hafa farið langt fram yfir kostnaðaráætlun og að leikstjórinn, Kevin Reynolds, sagði starfi sínu lausu áður en gerð myndarinnar var lokið. Eig- inkonan yfirgaf Costner á meðan á tökum stóð og sakaði hann um framhjáhald í stórum stíl. Sagan segir að svo gagntekinn hafi Costner verið af þörf sinni fyrir konur að vinir hans ráðlögðu hon- um að sækja um vist á kynlífs- hæli, líkt og Michael Douglas fór á fyrir skömmu, til að yfirvinna fíknina áður en hún legði líf hans í rúst. Kevin er haldinn þeirri þrá- hyggju að sofa hjá hverri einustu konu sem hann kynnist. Hann sef- ur hjá öllum þeim sem til eru í tuskið, var haft eftir nánum vini leikarans. Nokkrir vinir hans hvöttu hann til að leita sér hjálpar en Kevin svaraði því til að hann ætti ekki við vandamál að stríða. Undanfarið hefur hann verið jafn kræfur sem fyrr og stutt er síðan ljóstrað var upp um ástarsamband hans við nöfnu sína, Kevin Wynn. Stúlkan sú cr dóttir milljónamær- ingsins Steve Wynn, sem rekur fjölda spilavíta í Las Vegas. Það samband entist þó ekki lengi því nýjustu fréttir herma að hann hafi tekið saman við breska kvik- myndaframleiðandann Juliu Verd- in. Fyrir rúmum rnánuði komst rapparinn 3033Y BROWM í kast við lögin í fimmta sinn á aðeins sex árum og ekki er ólíklegt að hans bíði fanga- vist í allt að fimm ár ef hann er fundinn sekur um lík- amsárás og óprúðmannlega framkomu. Atburðurinn sem leiddi til handtöku Brown átti sér stað í Pleasure Island næturklúbbnum í Disney World í Flórida. Rapp- arinn hafði kynnst ungri dömu og boðið henni upp á glas þegar að dreif ungan mann, Neil Kelly, sem reyndi að taka stúlkuna á löpp. Það sætti Brown sig ekki við og ásamt fylgdarliði sínu, lífverði og umboðsmanni, hófst hann handa við að berja á manninum. Vitni segja þetta hafa verið blóðug átök og þrátt fyrir að Kelly hafi legið eftir meðvitundarlaus í gólfinu héldu Brown og félagar áfram að sparka og stappa á fómarlambinu og rapparinn hafi þar veriö í aðalhlutverki. Eftir að aðrir gestir höfðu hjálpað þeim vamarlausa lögðu Brown og félagar á flótta en vom eltir af um 40 öryggisvörðum og lögreglumönnum. Þeir voru stöðvaðir og handsam- aðir á flóttanum en þar með var Brown ekki hættur. Þegar honum hafði verið komið fyrir í aftursæti lög- reglubílsins héldu lætin áfram. Hann barði höfðinu af krafti í glugga, losaði úr þvagblöðrunni á gólfið og krotaði fúkyrði aftan á sætið fyrir framan sig með kúlupenna. Rappar- anum og fylgdarliði hans var sleppt úr haldi gegn tryggingu eftir fjóra tíma í fangageymslum. Eiginkona kappans, söng- konan Whitney Houston, var ekki par hrifin af athæfinu og hefur hótað honum skiln- aði ef hann bæt- ir ekki ráð sitt. Bobby Brown illur á svip ásamt inkonu sinni, Whitncy Houston. Stúlkan sem barist var um heitir Chastity Recd og er ritari að at- ^ vinnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.