Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. júní - DAGUR - 9 Þeir sem hafa sótt Fjölskyldugarðinn við Akureyr- arlaug heim síðustu dagana hafa einmitt þar getað virt fyrir sér á einum stað mörg þekktustu hús bæjarins. Þessi litla Akureyri stendur við litlar götur þar sem litlir bílstjórar aka um á litlum bílum og skemmta sér konunglega. En hvaðan koma þessi hús og hver er listasmiðurinn sem hefur unnið þessar skemmtilegu eftirmyndir húsanna í bænum? Blaðamaður Dags hitti „húsasmiðinn,“ sem raunar er járnsmiður en ekki húsasmiður, að störfum í Punktinum á Gleráreyrum á Akureyri en það er einmitt þar sem húsin hafa orðið til í höndunum á Svavari Sverrissyni. Hefur auglýsingagildi „Þegar ég var að klára Landsbank- ann kom Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, fyrrverandi þingmaður, hingað í heimsókn og hann sagðist ekki trúa öðru en að ég tæki kaupfélags- homið næst og það varð úr enda er Kaupfélagið við Kaupvangsstræti eitt af þekktari húsum bæjarins. Nokkur fyrirtæki í bænum hafa óskað eftir því að þeirra hús veröi reist með þessum hætti í sundlaug- argarðinum og telja það hafa ákveð- ið auglýsingagildi að eftirmyndir af framhliðum húsamia séu á þessum fjölsótta ferðamannastað við lilið þekktustu húsannaí bænum.“ - Hvað ert þú búinn aö smíða rnörg hús, Svavar? „Ætli þau séu ekki orðin níu. Eg smíðaði nokkur í fyrrasumar og svo hófst ég aftur handa í byrjun þessa árs. Nú er ég að gera við og endur- bæta hús sem stóðu í garðinum við sundlaugina í fyrrasumar. En ég smíöa húsin í sjálfu sér ekki heldur franihlið þeirra og í sumum tilfell- um tvær hliöar." Kirkja, skóli og banki - Hvaða hús smíðaðir þú fyrst? „Eg byrjaði á Akureyrarkirkju, svo smíðaði ég Sigurhæðir, Lands- bankann, Gamla Bamaskólarm við Hafnarstræti, Slökkvistöðina og bensínstöðina sem er héma viö Glerána. Hér er ég svo mcð Kaup- félagshomið viö Kaupvangsstræti ósamánsett." - Hvaða hús hafa tekið lengstan tíma í byggingu? „Kaupfélagshúsið og Lands- bankinn, ég hef lagt mesta vinnu í þau.“ Unniðeftir Ijósmyndum - Færðu teikningar af þessum hús- um til að smíða eftir? „Yfirleitt ekki, ég fékk útlits- teikningu af slökkvistöðinni og það var mikill munur en annars vinn ég húsin eftir ljósmyndum. Það getur veriö mjög snúió að hafa öll hlutföll rétt þegar aðeins er ljósmynd til að styðjast við. Stundum kýs ég líka aö brcyta örlítió stæröíu-hlulföllum til að húsin falli inn í umiiverfið í sundlaugargaróinum og passi viö hin húsin. Húsin í bænum - Hvemig bar það til að þú fórst að srníða eftirmyndir þekktra húsa í bænum? „Eins og margir aðrir málmiðn- aðannenn þá varö ég atvinnulaus fyrir tveimur ámm þegar geysilegur Litla Akureyri rís í sundlaugargarðinum samdráttur varð í atvinnulífi bæjar- ins. I fyrravor fékk ég svo atviimu- bótaverkefni á vegum bæjarins við sundlaugina og Siguröur Guð- mundsson sundlaugarstjóri vildi fá hús í garðinn á leiksvæði bamanna. Lnndsbankinn á Akureyri í smækkaðri mynd með öllum pöstuin, rákum og röndum. á vandaðri húsunum en það er mis mikið lagt í þau. Það tók tímana tvo útbúa yfir 300 litla trélista til að setja við þakkverkina á KEA-hús- inu, saga út stafina og renna pilana í handriðið svo dæmi sé tekið. Svo er vissara að vera búimi að hugsa verkið lil enda áður en hafist er handa annars endar það meó því að á einhverju stigi ganga hlutimir ein- faldlega ekki upp.“ - Er þetta skemmtilegt verkefni? „Þetta cr ágætt en ég segi það nú alveg eins og það er að smndurn finnst mér að maður ætti að fá meira borgað fyrir þetta. Þetta krefst mikillar einbeitingar og natiri og er sannarlega ekki hefðbundin atvinnu bótaviima." - Heldur þú að þú eigir eftir að smíða fleiri hús? „Ja, ég veit það ekki. Best þætti mér að fá vinnu sem ég gæti framf- leytl mér af en verkefnið er í raun skemmtilegt og krefjandi,“ sagði Svavar og festi undirstöðuplötu neðan á kjörbúðina, sem margir ungir ökumenn eiga eftir að stoppa við í sundlaugargarðinum í sumar. KLJ Kaupfélagið bíður þess að Svavar sctji það sainan og síðan ligg- Hér er Svavar að festa undirstöðuplötuna ncðan ur leiðin í Fjölskyldugarðinn við Akurcyrarlaug. á kjörbúðina seni ungu ökuinennirnir eiga cftir að stöðva við í suniar, svona rétt til að kaupa í matinn. Mér fannst upplagt að vclja ákveðin þekkt hús í bænum og glíma við að endurbyggja franúilið- ar þeirra í smækkaðri mynd. Þetta hel'ur svo undið upp á sig.“ „Iietta er geysileg handavinna og handtökin em ótal mörg sérstaklega Aðalfundur SÁÁ-N verður haldinn mánudaginn 26. júní kl. 20.30 í Húsi aldraðra. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar hvattir til að mæta. Kaffiveitingar. Stjórnin. Einmitt hér í Fjölskyldugarðinum ◄ við Akureyrarlaug ciga húsin heima. Mynd: Robyn BRúðkaupmuRjel Listasmíð -Ur hverju smíðarþú húsin? „Krossvið og ýmsum trélistum og svo vatnsver ég þau og mála.“ - Er þetta ekki seiulegt verk? Ef þú brosir aldrei.. ...er þaö kannski af þvíaö þú ert ekki búin(n) aö sjá...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.