Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 17. júní 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUDSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 464 1585, fax 464 2285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIOARSSON.(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Á 51 árs afinæli lýðveldisins í dag fagnar þjóðin 51 árs afmæli lýðveldisins ísland. Að vonum er minna um að vera á þessum þjóðhátíðar- degi en fyrir ári síðan, þegar landsmenn fögnuðu hálfr- ar aldar afmæli lýðveldisins, en engu að síður setja menn sig í hátíðarstellingar. 17. júní hefur í hugum allra íslendinga ákveðna þýðingu og svo mun verða um alla framtíð íslendingar börðust fyrir sjálfstæði sínu, það var síð- ur en svo sjálfgefið. Þetta vita þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur, þeir muna allt það umrót sem því fylgdi þegar íslendingar rufu formlega tengslin við Dan- mörku með stofnun lýðveldisins 1944. Þeir sem yngri eru lesa um þessa atburði í skólabókunum og trúlega finnst ýmsum þetta ekkert merkilegt. Hins vegar er líklegt að hin viðamiklu hátíðarhöld um land allt fyrir ári hafi vakið þá sem yngri eru til umhugsunar um hversu stórt skref þjóðin tók með stofnun lýðveldisins á Þingvöllum fyrir 51 ári. Nú kunna margir að velta þeirri spurningu fyrir sér hvort landsmenn séu einhverju bættari með að vita í smáatriðum um baráttu íslendinga fyrir sjálfstæði. Þessari spurningu má hiklaust svara á þá leið að hverjum íslendingi sé hollt að vita að þessi sigur vannst ekki án þrotlausrar baráttu. Þjóðhátíðardagurinn er hátíðisdagur um allt land og ástæða er til að hvetja fólk til virkrar þátttöku. Á Akur- eyri nýtur 17. júní þeirrar sérstöðu að hvítir kollar setja mikinn svip á bæinn. Þetta er skemmtilegur siður og ómissandi í hátíðarhöldunum á Akureyri. Að sama skapi er það alltaf jafn gaman þegar fleiri hundruð eldri MA- stúdentar leggja leið sína til bæjarins til þess að fagna stúdentsafmæli og rifja upp gamla tíma. í dag fer einnig fram brautskráning kandidata frá Háskóla íslands í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Það fer vel á því að útskrifa kandidata frá æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn og ástæða til að hvetja til þess að þetta verði árviss viðburður. Dagur óskar landsmönnum öllum gleðilegrar þjóð- hátíðar. I UPPAHALPI Kvenprófasturinn kýs góða bók og tónaflóð Séra Dalla Þórðardóttir, sólaiarprestur á Miklabœ í Skagafirði, hefur verið skipaður prófastur í Skagafjarðarpró- fastsdœmi. Þar með er Dalla fyrsti kvenprófasturinn á íslandi og í tilefni afþví er hún í uppá- haldi Dags í dag. Dalla er dóttir hjónanna Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur sóknarprests og Þórðar Sigurðs- sonar framkvœmdarstjóra, hún er fcedd og uppalin í Reykjavík. Eigirunaður Döllu er Agnar Halldór Gunnarsson guðfrœð- ingur og bóndi, þau hjónin eiga tvo syni, Trostan og Vilhjálm, og búa á Miklabœ með sauðfé og hross. Sem prófastur er Dalla umsjónarmaður með veraldleg- um málum kirkjunnar í prófasts- dœminu og trúnaðarmaður bisk- ups í héraði. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjáþér? Jndverskur pottréttur." Uppáhaldsdrykkur? „Vatn og við höfum alveg sér- staklega gott lindarvatn hér á Miklabæ.“ Hvaða heimilisstöiffinnst þér skemmtilegust/leiðinlegust? „Það er nú tvímælalaust skemmtilegast að hengja út þvott en ætli það sé ekki leiðinlegast að ryksuga." Stundar þú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? „Nei.“ Séra Dalla Þórðardóttir Ert þú í einhverjum klúbb eða fé- lagasamtókum? „Já, Skagafjörður er þannig hérað að félögin eru mörg og fe- lagslífið öflugt, ég er til dæmis í kvenfélaginu.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Eg kaupi Newsweek og Moggann og svo fæ ég ýmis blöð starfsins vegna, til dæmis Kirkju- ritið og Víðförla.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Ég er alltaf með margar bæk- ur í takinu og les töluvert mikið. Nú er ég til dæmis að lesa bók eftir Jane Austen, sem heitir North anger abbey og Talk be- fore sleep sem fjallar um vináttu milli kvenna.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Núna áóan var ég að hlusta á Perlukafarana eftir Georges Bizet og svo lilusta ég mikið á Verdi og jafnvel John Lennon.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Ég hef engan sérstakan áhuga á íþróttum en íslensku handboltamennimir koma fyrst upp í hugann.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Það er ýmislegt, ég er ham- ingjusamur sjónvarpsneytandi og hef gaman að því að horfa á frétt- ir, fræðsluefni og ýmiskonar þætti þegar tími gefst til.“ A livaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Ég vil ekki nefna neinn sér- stakan því ég tel aö farsæl stjóm- un byggist á samvinnu, ég vona bara að núverandi stjóm landsins farnist vel.“ Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? „Ég ólst upp í Reykjavík og finnst það falleg borg. Hér í Skagafirði er líka mikil fegurð, að horfa út á fjörðinn og yfír eyj- amar í kvöldsólinni eöa einfald- lega út um gluggann minn og yf- ir Héraðsvötnin er ákaflega fal- legt.“ Hvernig vilt þú helst verja frístund- um þínum? „í friði og ró hér heima við lestur og góða tónlist." Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Um næstu helgi verð ég á ár- legri prestastefnu, sem er að þessu sinni er í Reykjavík.“ KLJ BRÉF FRÁ HVAMMSTAN6A KRISTJÁN BJÖRNSSON Það er hollt aö velta því fyrir sér hvort þjóóemisástin eigi alltaf rétt á sér. Henni hefur oft verið teflt fram meira af kappi en for- sjá. Getur hún þá varla kallast ást lengur þegar hún birtist í útskúf- un minnihlutahópa eða stríði á hendur þeim. Við elskum þetta land og við elskum þetta vor sem Guð er að gefa okkur núna fyrst eftir harðan vetur. Viö elskum það þó ekki svo heitt að vió úti- lokum aðra frá því að njóta þess með okkur. Það er að sönnu rétt aö við höfum hlotið þetta í arf með móðurmjólkinni og föður- land vort hálft er hafið og allt það. Þetta gefur okkur hins vegar ekki ótakmarkað vald yfir auð- lindum og gæðum þessa lands, sem vissulega geta falist í ýmsu hversdagslegu og smáu. Þetta smáa gæti til dæmis verið hreint loft, víðátta og tær fjallalind. Sjóndeildarhringurinn getur stundum skartað þvílíkum gæð- um að ekkert er til samjafnaðar í rauðlitavali og Ijósadýrð. Allt þetta lofum við skaparann fyrir í hljóði og upphátt. Það þýðir því ekki að vera samtímis að agnúast út í útlendinga hér í landi. Við erum hvort eó er allir útlendingar í þessu landi ef farió er nógu langt aftur. Við erum gestir á einum glæstasta íverustaðnum þar sem útsýn er ofar öllu. Hér eru óvíða tré og skógar sem byrgja fólki sýn yfir landslagið. Það er þó svo merkilegt að um fá lönd í veröldinni er hægt að segja að þar búi nánast ein þjóð í einu landi. Með mikilli einföldun er hægt að segja að það séu til um tuttugu lönd með þessum ósköpum. Ef við segjum með sömu einföldun að til séu tvö þúsund þjóðir í heiminum, er ljóst að 1980 þjóöir búi við ná- býli annarra þjóða innan sama ríkis. Viö háðum munnlega sjálf- stæðisbaráttu til að losna undan konungsvaldinu. Það tókst og þessa erum við að minnast núna á árlegri þjóðhátíð. Nágranni okkar, gamla Júgóslavía, er við þaö að liðast í sundur í nokkur þjóóríki. Þar hefir lífi heiðvirtra borgara verið fómað í nokkur ár og enn er langt í land með frið- samlega lausn. Um þaö bil fjórar þjóðir eru þar að berjast fyrir frelsi. Við Islendingar vomm svo vitlausir að viðurkenna frelsisyf- irlýsingu Króata, sem er ein þessara þjóða. Ef viö drögum þennan fjölda þjóða frá 1980 þjóðum heimsins, er búa með öómm þjóðum í ríki sínu, er 1976 frelsisstyrjöldum ólokió. Það er aó mínu viti 1980 styrj- öldum of mikið fyrir þetta ver- aldartetur okkar og myndi leiða mannkyn allt niöur til heljar ef af yrði. Það er nógu þungbært að þurfa aö horfa upp á slík átök í sjónvarpi, þótt við slyppum e.t.v. við skothríö inn um eldhúsglugg- ann eóa á leið okkar í kjörbúð- ina. Föðurlandsást þarf ekki að leiða af sér aðskilnaðarstefnu og hatur á milli ættflokka og þjóðar- brota. Ættemiserjur eiga ekki rétt á sér í nútímanum. Mai’kviss friðarviðleitni er þaó eina, sem leitt getur þjóöir heimsins á rétta braut í átt til betri vegar. Það logar illa á litlu friöarkerti okkar á meöan ófriðargnýr og vígadeilur fylla loftið. Það er þó vonarglæta sem við getum tendr- að. Fáir em svo aumir að þeir geti ekki valdið litlum kertis- stubb eða gengið með hann inn á torg friðar og samlyndis í sínum heimabæ. Vió skulum muna það meðan vió lifum aó við eigum beinan þátt í stríðinu í Júgóslavíu með því að hafa viðurkennt sjálf- stæói Króatíu með hraði, þjóöar sem þó bjó í héraði innan um íbúa af ólíku þjóðemi og ólíkrar trúar. Þaö var glappaskot og enn emm viö að gera rangt þegar við tölum um ríki fyrrum Júgóslavíu. Málið er svo flókið og skipting þjóöanna þar svo margbrotin að ég sé í fljótu bragði ekki aöra lausn en að þessar fjandþjóðir líðandi stundar sameinist um eina ríkisheild. Hún gæti svo vel kallast Júgóslavía áfram. Fólkið í þessu Evrópuríki er ekki endi- lega aó hatast þótt stríðandi her- fylkingar keppist núna við að saxa á limi þess. Notum hátíðarstundu í okkar lífi til að minnast þjáninga með- bræöra okkar og sorgar. Þeir búa við tilgangslaust at er hellt var yfir þá í nafni þjóðemishyggju. Höfum viö ruglað blindri þjóð- emishyggju saman við ást á þeim staö sem okkur hefur verið veittur til dvalar? Byggjum land- ið okkar með þeim hætti að við getum áfram verið bæði stolt og sátt í senn. Látum ekki seytlandi bæjarlæki ættjaröarástar bólgna upp og flæóa út yfir farvegi sína í brjóstum vomm. Nóg em dæm- in um afleiðingar þess. Gleðilega þjóðhátíó árið 1995 og framvegis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.