Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 17. júní 1995 Margaret Penman er lítið fyrir lúxushótel og limmósíur heldur ferð- ast hún á puttanum og gistir á farfuglaheimil- um. Hún hefur heim- sótt 45 lönd á síðustu níu árum og í ár bætist ísland í hópinn. Sú gamla hefur vakið at- hygli víðar en á Akur- eyri og Dagur bætist hér í hóp amerískra sjónvarpsstöðva og ástralskra Qölmiðla, sem hafa verið iðnir við að forvitnast um þessa áhugaverðu konu. „Ég ætla að sýna þér nokkrar myndir áóur en þú talar við mig,“ segir Margaret og dregur fram lít- ið albúm áður en blaöamaður nær að stynja upp fyrstu spurningunni. Myndimar eru ekki mjög margar en því fjölbreytilegri: Margaret með götuspilara í Danmörku að spila á fiðlu, í sjónvarpsviðtali í Ameríku, við fyrsta jökulinn sem hún sá á ævinni og er í Kanada og áfram mætti telja. Konan er greinilega víðförul og ótrúlegt að hún hafi ekki byrjað að ferðast að ráði fyrr en eftir 65 ára aldur en hún er núna 75 ára. Þrátt fyrir há- an aldur er hún kvik í hreyfingum, augun líileg og hugurinn greini- lega í fullu starfsfjöri. En hvaó er það eiginlega sem fær gamla konu til að yfirgefa notalegt heimili sitt og arka um öll heimsins lönd á puttaferóalagi? Syninum að kenna „Ég segi oft í gríni að það sé syni mínum aó kenna að ég fór að ferðast," segir Margaret og kímir. Margaret er fjögurra barna móðir og var gift í 33 ár. Eftir þann tíma komst hún að þeirri niðurstöðu að hjónabandið gengi ekki upp og skildi við manninn sinn. „Sonur minn hafói áhyggjur af því að ég legóist í aðgerðarleysi þar sem ég var oróin ein í húsinu og hvatti mig til að ferðast. Ef hann hefði vitað hverskonar ferðamáta ég kysi mér hefði hann sjálfsagt látið það vera. Þau höfóu svolitlar áhyggjur af mér í byrjun, börnin mín, en síóan þau vöndust þessum ferðum mínum hafa þau stutt við bakið á mér. Ég er líka búin að hafa áhyggjur af þeim í mörg ár og ekkert að því að þau hafi smá áhyggjur af mér í staðinn". Margaret segir að upphaflega hafi hún valið puttaferðalög því þau séu ódýrari. Nú komi hins- vegar ekki til greina að ferðast ööruvísi því það er auóveldara að kynnast fólki á þennan hátt. „Ég ferðast til að hitta fólk. Fallegt út- sýni og áhugaverðir staðir eru síð- an einskonar bónus. A Islandi er þessi bónus reyndar óvenju stór því hér er óskaplega fallegt.“ Las íslendingasögur - Hversvegna varð Island fyrir valinu að þessu sinni? „Það er erfitt að útskýra það en ég fylgi gjaman einhverri tilfinn- ingu sem ég hef og í ár fann ég sterklega fyrir því að ég ætti að fara til íslands. Ég fór síðan að lesa mér til um landið, las m.a. Grænlandssögu og Njálu og einnig um stjómmál og landa- fræði. Ég les alltaf um lönd áður en ég fer þangað. Þó landslagið sé fallegt þætti mér synd að koma til íslands eingöngu vegna náttúru- fegurðar því það er svo margt annað áhugavert sem tengist land- inu.“ Þegar þetta viðtal var tekið var Margaret búin að vera á Islandi í tvær vikur og hafði þegar lent í ýmsu. A leiðinni frá Reykjavík til Skaftafells fékk hún far með manni sem talaði enga ensku. Þegar þau keyrðu fram hjá fjalli benti hann og sagði „Hekla - búmm“. „Þetta voru einu orðskipt- in sem fóru fram,“ segir hún, „en við skildum hvert annað“. Hún fékk líka far með tveimur sviss- neskum blaðamönnum sem stopp- uðu við lón þar sem voru ísjakar. „Þetta var ólýsanlega fallegt, þó ég sæi ekkert annað á íslandi væri ferðin samt þess virði. Ég vil samt helst ekki yfirgefa landið fyrr en ég hef séö lunda. Ég var á Hjalt- landseyjum og þar eru margir lundar en því mióur sá ég enga þar og vonast til að bæta það upp á Is- landi.“ - Skilaðu kveðju til vinkonu minnar! Margaret dvaldi á Akureyri hjá Kristínu Aðalsteinsdóttur sem hún þekkti ekki áður en hún kom til landsins. „Ég fór í grillveislu sem Islendingar héldu í Melbourne og hitti þar Sigrúnu Sveinbjömsdótt- ur sem býr núna í Astralíu. Hún bað mig endilega að skila kveðju til bestu vinkonu sinnar, Kristínar, ef ég færi til Akureyrar." Marga- ret tók hana á orðinu og bankaði upp á hjá Kristínu sem var að vonum undrandi en tók henni vel. Næst liggur leiðin í Mývatns- sveit en síðan ætlar Margaret í átt til Reykjavíkur. Hún er þó ekki viss hvaða leið hún fer. „Mig langar að skoða Snæfellsnes en ég veit aldrei fyrirfram hvar ég lendi. Mér er illa við að skipuleggja of mikið heldur vil ég hafa rými fyrir hið óvænta." ✓ Islendingar gestrisnir eins og Danir „Ég er oft spurð hvaða lönd séu í uppáhaldi hjá mér og ég segi gjaman að ég haldi mest upp á Noreg vegna náttúrufegurðar, Tyrkland vegna spennunnar og Danmörku vegna fólksins. Island er komið í harða samkeppni við Danmörku því mér finnst fólkið hér alveg yndislegt, gestrisið og hjálplegt.“ Snjóstormur á Jónsmessu - í öllum þessum ferðalögum hlýt- urðu oft að hafa lent í erfiðleikum eða óvenjulegri reynslu? „Já, mörgum sinnum; Jtaó er hluti af þessu öllu saman. Ég lenti t.d. í óvæntum snjóstormi upp á fjalli í Noregi. Þetta var þremur ◄ Margaret að húkka sér far rétt fyrir austan Akureyri. í jakkann eru ísaumuð merki frá öll- um löndunum sem hún hefúr komið til. Mynd: Robyn dögum eftir Jónsmessu svo enginn átti von á þessu veðri. I Grikk- landi þáði ég eitt sinn far þó ég hefði það á tilfinningunni aó ég ætti ekki að fara upp í þennan bíl. Nokkrum mínútum síðar fór bíll- inn fram af vegarbrúninni og valt eina þrjátíu metra. Ég fór á sjúkra- hús og læknar héldu í fyrstu að ég væri bakbrotin en svo var ekki og ég náði mér að fullu. Síðan hef ég alltaf tekið mark á hugboðum eða ef ég hef eitthvað á tilfmningunni. Ég er kristin og trúi því að yfir mér sé vakað. Það þýðir ekki að ég lendi aldrei í vandræðum en ég fæ hjálp þegar ég þarfnast henn- ar.“ Nýjasta ævintýri Margaretu átti sér stað hér á Islandi, nánar tiltek- ið í Ólafsfirði. „Mig langaði í mynd af mér á snjósleða; ætlaði bara að sitja á honum í kyrrstöðu. En áður en ég vissi af var búið að ræsa sleðann og við komin á fulla ferð. Þetta var ólýsanleg tilfinn- ing; spennandi en ég var jafnframt óttaslegin. Ég var hrædd um að detta og brjóta eitthvert bein. Það er vandamálið við að vera svona gamall, maður er svo gjam á að brotna. Reyndar datt ég en ég meiddi mig ekkert því snjórinn var svo mjúkur.“ Líka hættulegt að vera heima hjá sér - Margir veigra sér við því aó ferðast á puttanum og telja hættu- leg að þiggja far með ókunnugum. Er Margaret aldrei hrædd? „Nei, ég hef ekki áhyggjur af því hvort ég sé í hættu. Allir taka áhættu í lífínu hvar sem þeir eru og það er líka hættulegt að vera heima hjá sér. Þegar ég sit efst á píramída og horfi í kring um mig hugsa ég meó mér að nú sé ég að lifa lífinu. Þetta hugsar maður ekki þegar maður situr inn í stofu heima hjá sér og horfir á sjónvarp- ið. Auðvitað er gott að vera heima hjá sér annað slagið en lífió hefur svo margt annaó upp á að bjóða.“ Margaret ráðleggur samt ekki ungu fólki, sérstaklega ekki ung- um konum, að ferðast á puttanum. „Ég græði sjálfsagt á því að vera svona gömul. Fólki finnst ég meinlaus og er því óhrætt að stoppa. Margir eru líka umhyggju- samari vegna þess að ég er á þess- um aldri. Ungar konur eru í meiri hættu því það eru alltaf til menn sem stoppa fyrir þeim með ejtt- hvað misjafnt í huga.“ Það er farið að síga á seinni hluta viðtalsins en áður en við kveðjum Margaretu er forvitnilegt að vita hvort enn séu einhverjar heimsálfur sem hún hafi ekki sótt heim. „Ég hef aldrei komið til Suóur-Ameríku. Eins og ég sagði þér áður reyni ég aó fylgja hug- boðum sem ég hef og eitthvað segir mér að ég eigi ekki að fara til Suður- Ameríku." En Margaret sýnir engin merki þess að hún sé orðin þreytt á flakkinu. Næsti áfangastaðurinn er Mývatn og það er ómögulegt að segja hvert hug- boðin bera hana í framtíðinni. AI „Ég lyfti bara pilsinu aðcins og....bingo!“ segir Margaret á þessari skopmynd sem birtist af henni í áströlsku blaði og hún leyfði okkur góðfúslega að nota.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.