Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 17. júní 1995 Það er hægt að fjarlægja óæskileg hár og æðaslit Trúlega vilja flestir hafa þykkt og gróskumikið hár á höfðinu og karlmenn eru jafnvel hinir kátustu með hár um allan skrokk Það eru konur hins vegar ekki og margar þeirra eiga í hinni mestu baráttu við óæskileg hár. Eftirfarandi umfjöllun um háreyðingu er byggð á samtali við Nönnu Yngvadóttur snyrti- fræðing og grein efti'r Elvu Elvarsdóttur um þetta efni. Orsakir óæskilegs hárvaxtar geta verið margar en algengast er að um ættgengan eiginleika sé að ræða ýmist úr móður- eða föðurætt viðkom- andi einstaklings. Hormónabreytingar geta einnig valdið óæskilegum hárvexti. A breytingaskeiðinu geta til dæmis komið hár á líkama kvenna á þeim stöðum þar sem hárvöxtur er algengur hjá karl- mönnum svo sem á höku, efri vör og innan á læri. Konur á meðgöngu geta fengið óæskilegan hárvöxt en í flestum tilfellum hverfur hann þegar líkaminn nær aftur fyrra jafnvægi eftir fæðingu. Ymsir sjúkdómar geta komið af stað hormóna- ójafnvægi og þannig aukið óæskilegann hárvöxt, til dæmis móðurlífssjúkdómar og móðurlífsað- gerðir. Streita getur líka valdið óæskilegum hár- vexti. Ef kona er undir miklu álagi í langan tíma getur adrenalfnið í líkama hennar ön/að hányöxt. Hvað er til ráða? Margar konur byrja sjálfar að eiga við hár sem þeim finnast of áberandi jafnvel þó um Ijós hár sé að ræða sem aðrir sjá varla. Algengast er að konur plokki hárin eða taki þau með vaxmeðferð. Þessar lausnir geta hins vegar ön/að frekari hán/öxt, sérstaklega í andliti, og það er sannarlega ekki það sem konan ætlaði sér þegar af stað var farið. Niðurstaðan verður samt sem áður sú að hárið fær örvun og verður sterkara, grófara og dekkra eftir því sem það er plokkað oftar. Varanleg háreyðing felst í því að nýta hátíðni- rafstraum. Meðferðin byggist á því að örfínni beinni nál, örlítið sveiganlegri sem’ er tengd í nálahaldara og rafmagnstæki er stungið varlega ofan í hárpokann á hverju einasta hári og straumur nýttur til að rjúfa sambandið við hár- æðapokann og þá losnar hárið, næringin til hárs- ins minnkar og rótin veikist smá saman. Varanlegur árangur næst aðeins með því að koma reglulega í meðferð í ákveðinn tíma á meðan verið er að eyða hárunum. Það tekur mislangan tíma að eyða hárunum en smátt og smátt hægir á vextinum og hárin hverfa og þá er varanlegum árangri náð. A sama hátt er hægt að fjarlægja inngróin hár, til dæmis í skeggrót, hækka hárlínu við enni og fjarlægja skegg karlmanna sem hyggjast skipta um kyn. Háræðaslit. Með sambærilegum hætti er unnt að fjarlægja háræðaslit. Hátíðinistraumur er not- aðurtil að brenna háræðamará yfirborði húðar- innar. Aðeins er hægt að fjarlægja grunnar hár- æðar t.d. í andlrti, á bringu eða fótleggjum. Með- ferðin tekur 10-15 mínútur í hvert skipti. Þar sem hvert svæði húðarinnar þolir litla meðferð hverju sinni þurfa að líða 2-3 vikur á milli með- ferða á hverju svæði. Frost getur aukið háræða- slit og því er aðeins hægt að fjarlægja háræðaslit yfir sumartímann. MATARKROKURI NN Kleínur og Kókos- bolluæði frá DaÍvík Dalvíkingurimi Herborg Harðar- dóttir leggur til uppskriftir í Mat- arkrók Dags að þessu simú en hún starfar við sundlaugina á Dalvík. Eiginmaður Herborgar er Már Kristinsson annar tveggja framkvæmdastjóra Isstöðvarinnar á Dalvík. Þau hjónin eiga tvo syni. Herborg ákvað að gefa okk- ur góða kleinuuppskrift en ein- mitt þessar kleinur em ákaflega vinsælar á heimili hennar bæöi af ungum og gömlum. Ef til vill má segja að kleinur séu hefðbundinn og margreyndur rcttur en það er hins vegar rétturimi „Algjört æði“ ekki. Hann er samiarlega forvitni- legur og nýstárlegur og því ættu allir að finna einhverja uppskrift við sitt hæfi að þessu sinni. Eplakökuna er aö sögn Her- borgar kjörið aö eiga tilbúna í frosti ef óvænta gesti ber að garói í sumar en hún er fljótleg, góm- sæt og matarmikil. Herborg hefur fengiö Hjörtínu Guðmundsdóttur, nágrannakonu sína við Dalbrautina, til að leggja til uppskriftir í næsta Matarkrók. „Eg er viss um að hún á einhverj- ar gomsætar sagði Herborg. fiskuppskriftir,“ Kótelettur í ofni 4 kótelettur, stórar, lamba eða léttreyktar svína 4 anauashringir 1 paprika, brytjuð 150 g majones 2 eggjahvítur, stífþeyttar feiti til steikingar krydd eftir smekk Brúnið kóteletturnar á pönnu og kryddið. Setjið þær í eldfast mót og leggið anan- ashringi ofan á ásamt papriku. Majonesið er kryddað eftir smekk og eggja- hvítunum blandað saman við og blandan sett yfír paprikuna og an anasinn. Sett í ofn sem er 250° C heitur þar til majones- blandan verður gulbrún. Gott með soðnu grænmeti og kartöfl- um. Eftirrétturinn algjört œði / dós jarðarber / dós perur 100 g rjómasúkkulaði 4-5 stk. kókosbollur Sigtið safann frá ávöxtunum, setj- ið þá í eldfast mót og brytjið súkkulaðið yfir. Merjið kókos- bollumar og smyrjið þeim yfir ávextina. Setjið í ofn á 200° C þar til rétturinn er aðeins farinn að brúnast. Berið fram með ís eða rjóma. Góð eplakaka 2-3 egg 150 g sykur 100 g hveiti /-1 tsk. lyftiduft 3 epli, stór 3 tsk. kalt smjör, skorið m/ostaskera 'YTT 3 tsk. kanelsykur 100-125 g grófur sykur Þeytið egg og sykur vel, blandið lyftidufti og hveiti út í. Setjið í vel smurt form, gjaman með lausum botni. Skrælið eplin og skerið í þunnar sneiðar og setjið út í deigið í forminum. Stráið kanel yfir og ýtið eplunum ofan í deigið. Smjörið er sett yfir ásamt grófa sykrinum. Bakið neðst í ofni viö 200-210° C í um það bil 30 mín. Berið fram með rjóma eða ís. Kleinur 1 kg hveiti 250 g sykur 100 g smjörlíki 2 stk. egg 8-10 tsk. lyftiduft 1/ tsk. hjartasalt 3-4 tsk. kardimominur /1 súrmjólk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.