Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. júní 1995 - DAGUR - 7 Nýstúdent Óskar Amórsson er Skagfírðingur, fæddur í Reykjavík 30. mars 1976. Hann segir að framtíð- ardraumamir hafi breyst jafnt og þétt þegar hann var lítill. „Ætli ég hafi ekki helst viljað vera slökkviliðsmaður eða lögga eins og flestir aðrir, eða jafnvel flugmaður. Eg hef þó reynt að geyma allar ákvarðanir um framtíðina fram á síðustu stundu.“ Óskar útskrifast frá Mennta- skólanum á Akureyri í dag, af eðlisfræðibraut, einu ári á undan jafnöldrum sínum. Hann ætlar ekki að taka sér frí, heldur fer hann í skóla í haust. „Ég hef verið að ákveða mig síðasta mán- uðimi og ég er kominn að þeirri niðurstöðu að tölvunarfræði í Háskóla Islands sé góður kost- ur. Ég notaði eiginlega útilokunaraðferðina, því ég vissi betur hvað ég vildi ekki læra heldur en hvað mig langaði að fara í. Það kom t.d. ekki til greina að læra tungumál, íslensku eða sögu.“ Oskar kveður skólann með hæfilegum söknuði, að eigin sögn. „Ég er ekkert eyðilagð- ur yfir að vera að fara, þetta er oröið ágætt. Ég held að ég eigi samt eftir að sakna heimavist- arinnar og félaganna. Það er þó bót í máli að margir þeirra fara suður í haust.“ Nýstúdent Laufey Hallfríður Svavarsdóttir fæddist 14. ágúst 1974 á Árskógsströnd. Hún fluttist 16 ára til Akureyrar og fór í Verkmenntaskólann á Akureyri. Laufey tók sér frí í eitt ár og fór til Chicago sem au pair og líkaði vel. Hún útskrifaðist um hvítasunnu af náttúrufræðibraut, en vinnur nú hjá bílaleigu Avis, eins og þrjú undanfarin sumur. Hana langaði til að verða flug- maður þegar hún var lítil og þá helst þyrluflugmaður. Laufey segist samt ekki vera að fara í flugnám nú, en er ákveðin að fara í skóla í haust. „Ég ætla að fara í Háskóla Islands. Ég ákvað bara endanlega í vor hvað ég ætlaði að gera, en ég veit að mig langar í sjúkraþjálfun. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvers vegna þetta nám varð fyrir valinu, ekkert af mínum skyldmennum er í heilbrigðisstéttinni og enginn af mínum vinum er að fara í þetta nám. Ein- hverra hluta vegna virðist þetta vera það eina rétta.“ Laufey segist ekki kveðja skólann með miklum söknuði. Þessi ár hafi þó verið skemmtileg og það sé einna helst félagsskapur skóla- systkinanna sem hún muni sakna. Stúdentsprófið hefur breyst í áranna rás, og einnig sú virðing sem borin er fyrir stúdentum. Áður spígsporuðu menn um strœti, með húfuna á kollinum við hvert tœkifœri sem gafst, en nú er hún einungis sett upp á stúdentsafmælum og í útskriftum vina og vandamanna. En þrátt fyrir þetta er stúdentsprófið mikill áfangi fyrir flesta; ákveðin tímamót. Eftir útskriftina blasir alvara lífsins við og margar spurningar vakna. „Hvað á ég að verða?“ er algeng hugsun um þetta leyti og sumir lenda í hálfgerðri tilvistarkreppu. Aðrir hafa verið ákveðnir síðan á barnsaldri, og ekkertfœr breytt ásetningi þeirra. Enn aðrir hafa lengi átt sér draum, en komast að því að raunveruleikinn rímar ekki við gamla drauminn. Blaðamanni Dags lékforvitni á að vita hvað bœrðist innra með nýstúdentum þessa árs og einnig hvert leið eldri stúdenta hefði legið. Eru þeir enn á sömu braut ogþeir lögðu upp á í byrjun, fyrirfimm eðafimmtíu árum, einu eða tíu? Lilja Ester Ágústsdóttir fæddist á Akureyri 25. júní 1969. Hún útskrifaðist frá Verkmennta- skólanum á Akureyri 1990, af uppeldissviði. Hún hefur verið á breiðri og beinni braut frá fimm ára aldri. „Systir mín fæddist þegar ég var fimm, og þá ákvað ég að verða ljósmóðir. Ég fór í Verkmenntaskólann á uppeldissvið með þetta fyrir augum og nú hef ég lokið þremur árum í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri." í sumar vinnur Lilja á fæðinga- deild FSA og þaó er greinilegt að hún stefnir markvisst að því að uppfylla æskudrauminn. Eftir stúdent ákvað hún að taka sér frí í eitt ár og vann á dvalarheimilinu Skjaldarvík áður en hún fór í hjúkrunarnámið. Eftir fyrsta árið eignaðist hún bam og missti úr eitt ár, en seg- ir það ekki hafa komið að sök og hefur haldið ótrauð áfram við námið síðan. Lilja á góðar minningar frá árunum í Verkmenntaskólanum, en er ekki nógu ánægð með námið sjálft. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og létt, en námið var ekki góður undirbúningur fyrir háskólanám. Við sem vorum á uppeldisbraut fengum ekkert að gera út á þetta, það eina sem við græddum á þessu námi var að komast inn í háskóla. Námið gerði mér ekki auð- veldara að fá vinnu, en þeir sem útskrifuðust af viðskiptasviðinu gátu fengið vinnu í banka eða við eitthvað svipað, en ég rakst alls staðar á veggi með þessa menntun. Ég komst ekki inn á leikskóla, og ég fékk ekki vinnuna á elliheimilinu vegna námsins. Ég þurfti líka nán- ast að byrja á byrjunarreit þegar ég fór í hjúkrunarfræðina. Mín reynsla er sú að stúdents- prófið sé ofmetið af fólki. Mitt nám í framhaldsskóla hefði ekki nýst mér ef ég hefði ekki ætlað í háskóla, það opnaði engar dyr á vinnumarkaðnum.“ Harpa Gunnlaugsdóttir er fædd á Akureyri 1. ágúst 1973. Hún útskrifaðist frá Verkmennta- skólanum á Akureyri 1994, af náttúrufræði- og matvælabraut. Hún tók tvö ár á hvorri braut, en ekki er hægt að útskrifast sem stúdent af matvælabraut eingöngu. Síðastliðið sumar vann hún í sundlauginni við Glerárskóla og í vetur í Stúdío Púls við afgreiðslu og bamagæslu. Hörpu langaði til að verða tannlæknir þegar hún var m'u ára. „Ég fór til tann- læknis og var ekki með neinar skemmdar tennur og einhverra hluta vegna fannst mér góð hugmynd að verða tannlæknir. Ég held samt að ég láti ekki verða af því.“ Harpa var ekki ákveðin eftir stúdent hvað hún vildi gera. „Ég sótti um hjúkrunarfræöi við háskólann héma en hætti við, ég var mjög óákveðin. Ég haföi alveg eins áhuga á sjúkraþjálfun eða röntgen- tækni og hjúkruninni og ég er ekki enn búin að ákveða mig.“ Harpa er í sambúð og var að kaupa íbúð og ætlar þess vegna að fresta námi um eitt ár í viðbót, en hún veit að eitthvað úr heilbrigðisgeiranum verður fyrir valinu. Þangað til í haust vinnur hún í Amaro en unnust- inn er á sjó. „Ég sakna skólans pínu. Maður kynntist svo mörgum í skólanum, auðvitað mismikið, en það er leiðinlegt að hitta ekki krakkana eins oft og áður. Ég hef alltaf sam- band við vini mína, en stundum líða mánuðir á milli þess sem maður sér kunningjana." Hörpu finnst námið hafa nýst sér. „Á matvælabraut lærir maður matreiðslu og að þjóna og ég fékk vinnu á Greifanum út á það. Svo er þetta ágætt þegar maður eldar heima."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.