Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. júní 1995 - DAGUR - 5 Ætlar þú að eíga steínumót við fortíðina á safni í sumar? Sífellt fleiri og fleiri setja heim- sóknir á söfn á minnisblaðið sitt áður en þeir halda í sumarfrí. A Norðurlandi er hægt að sækja heim mörg söfn sem leiða þann sem þangað kemur á vit fortíðar- innar. Bæði einstök hús, þar sem kappkostað er að halda öllu óbreyttu, þá oft til minningar um ákveðna persónu, og almenn söfn þar sem sjá má ólíkar sýningar og fjölda einstakra gripa. Nú hefur sumaropnunartími nokkura safna á Akureyri tekið gildi og þar verð- ur ýmislegt um að vera næstu mánuðina. sýningu á búningum og textílum. Þessa dagana stendur einnig yf- ir í Minjasafninu sýning á þeim minjagripum sem hlutu viður- kenningu í samkeppni um hönn- um minjagripa úr íslensku hráefni á vegum forsætisráðuneytisins. Sú sýning verður aðeins í safmnu til 25. júní því hún er á ferð um land- ið og því um að gera aó bregöa skjótt við hyggist menn sjá þessa verðlaunagripi. Aðgangseyrir á Minjasafnið er 250 krónur en börn á grunnskóla- aldri og ellilífeyrisþegar greiða ekki aðgangseyri. Minjasafnið Frá 1. júní til 15. september er Minjasafnið opið daglega frá kl. 11-17. A undanfömum ámm hafa sýningarnar sem eru í safninu ver- ið endurnýjaðar og má þar til dæmis nefna sýningu á landbún- aðarmunum í eigu safnsins og Söngvökur Á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum í sumar verða haldnar Söngvökur í Minjasafnskirkjunni og verður þá bæði Minjasafniö og Nonnahús opið. Það em þau Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson sem syngja á Söngvök- Sigurhæðir verða opnaðar á ný í sumar. Nú cr sumar og sól, Minjasafnskirkjan umvafín gróðurangan og á þriðju- dags- og fímmtudagskvöldum berast tðnar söngvaranna á Söngvöku út í sumarnóttina. Sögufélag Eyfirðinga: Nýjar Súlur komnar út Þrítugasta og fimmta hefti af Súl- um, riti Sögufélags Eyfirðinga, er komið út. Heftinu hefur verið dreift til áskrifenda en hægt er að kaupa heftið hjá afgreiðslu Sögufélagsins og Skjaldborgar að Fumvöllum 13 á Akureyri. Þar er einnig hægt að kaupa eldri liefti af Súlum. Áð vanda hafa Sulur aó geyma sögulegan fróðleik. I nýja heftinu er að finna mikinn fróðleik í tveim- ur greinum um iðnaðimi á Akur- eyri, annars vegar í grein Þórarins Hjartarssonar sem ber yfirskriftina „Iðnaðurimi á Gleráreyrum" og hins vegar í grein Lýðs Bjömssonar um Spunastofu Stefáns Ámtmanns. Þessu til viðbótar er í heftinu fróð- leikur um Kolbeinsey, bókasafnar- ann og bókavininn Davíð Stefáns- son, grein um dansleiki og skemmtanamenningu á Akureyri á 2. og 3. áratugnum og margt fleira. Tímaritið Súlur er 160 síður að stærð. bæjar“ en einnig er boðið upp á sýningu á myndbandinu „Gamla Ákureyri". Gönguferðir Frá Laxdalshúsi verður lagt upp í gönguferðir með leiðsögn alla sunnudaga meðan Laxdalshús er opið. Lagt verður af stað klukkan eitt eftir hádegi og gengið til skiptis um Imibæimi og Oddeyr- ina. Gönguferðin tekur eina til tvær klukkustundir. Sigurhæðir Sigurhæðir, Minningarsafn um Matthías Jochumson, verður opn- að á ný í sumar eftir aö hafa verió lokað í nokkur ár. Þar verður opið dagalega frá klukkan 14-16 til 15. september. Aðangseyrir er 150 kr. Nonnahús Nonnahús, minningarsafn um barnabókaliöfundiim og jesúíta- prestinn Jón Sveinsson Nomia, er opið frá klukkan 10-17 alla daga frá 1. júni til 1. september. Einnig er opið á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum í tengslum vió Söngvöku í Minjasafnskirkjunni. Nonnahús, Aðalstræti 54, er í eign og vörslu Zontaklúbbs Akur- eyrar en safnið var opnað á 100 ára afmæli Nomia þami 16. nóv- ember árið 1957. I sumar verða merktar göngu- leióir í grennd við Nonnahús. I kirkjugarðinum beint fyrir ofan Nonnahús er leiði Sveins Þórar- inssonar, föður Nonna, en Zonta- klúbbur Akureyrar hefur látið setja legstein á leiðið. Merkt verð- ur gönguleið að Nonnasteini en í bókinni Nonna lýsir Nonni því þegar hann hljóp upp brekkuna fyrir ofan æskuheimili sitt til þess að vera í næði eftir að móðir hans haföi sagt honum frá tilboði franska aðalsmannsins, de Forr- esta greifa, sem vildi kosta hann til náms í Frakklandi. Nomú sett- ist á stein sem stóð upp úr ilmandi grasinu og tók þá ákvörðun að þiggja þetta boð, þetta var í júlí árió 1870. KU Nonnahús, æskuheimili jesúitaprestsins og barnabóknhöfundnrins Nonna, Jóns Sveinssonar. Nonni bjó á Möðruvöllum í Ilörgárdal fyrstu æviárin en sjö ára að aldri koin hann í Nonnahús og bjó þar uns hann hélt til Frakk- lands 12 ára að aldri. Nonnabækurnar eru 12 talsins og hafa verið þýddar á uin 40 tungumál. Það er margt að sjá í Minjasafninu á Kirkjuhvoli. uuni. Þau flytja íslenska tónlist foma og nýja og má segja að um nokkurskonar yfirlit yfir íslenska tónlistarsögu sé að ræða allt frá fimmundarsöng, rímum og sálm- um til nútíma dægurlaga. Minjasafnskirkjan tekur um 60 mamis í sæti og er það mál mamia að hún sé einstaklega skemmtileg umgjörð um Söngvökurnar. Fyrsta Söngvakan veróur næstkomandi þriðjudagskvöld, 20. júm, dag- skráin hefst kl. 21 en söfnin em opin frá kl. 20-23. Aðgangseyrir á Söngvökuna og í safnið á söng- vökukvöldum er kr. 600. en tóvinna og matargerð innan dyra, sá dagur er 30. júlí. Þami 27. ágúst verður svo starfsdagur í Minjasafninu sem hefur hlotið heitið „Matur meö sögu“, og verð- ur dagurimi tileinkaður mat og matarmenningu Islendinga. Laxdalshús Frá 25. júní til 27. ágúst verður Laxdalshús opið eftir hádegi á sunnudögum frá kl. 13-17. Þar hangir uppi ljósmyndasýningin „Akureyri - svipmyndir úr sögu Starfsdagar I fyrra tók Minjasafnið upp þá ný- breyUú að halda starfsdaga og voru undirtektir góðar. I sumar verða þrír starfsdagar, sá fyrsti verður Fjölskyldudagur þann 25. júní og verður þá meðal amiars allri fjölskyldunni boðið í ratleik. Annar starfsdagurinn veróur hald- imi í samvimiu við umsjónarmemi Gamla bæjarins í Laufási og verða þá heyannir á dagskrá utan dyra Ef þú ert vel yfir kjörþyngd... ...er þaö karmski af þvíaö þú ert ekki búin(n) aö sjá... BRúðkaupmpiel Menningardagskrá í tilefni af 100 ára árstíð i imDDDDnD i Sumarbúðir í Hamri Nýtt námskeib hefst mánudaginn 19. júní Allar upplýsingar og skráning í Hamri, sími 461 2080. Freymóðs Jóhannssonar (12. sept.) er fyrirhuguð dagana 9.-10. sept. nk. í Árskógsskóla (dagskrá auglýst siðar). Af þessu tilefni auglýsum við undirrituð eftir þeim sem vildu lána myndverk (málverk, teikningar) sýningardagana. Þeir sem vildu sinna þessu vinsamlega hafið samband við einhvern eftirtalinna: Gísli Konráðsson, Akureyri, simi 462 3590. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, ÁrskógsstryDalvík, sími 466 1975. Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði, sími 466 2280.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.