Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Laugardagur 17. júní 1995 - DAGUR - 11 Knattspyrna 3. deild: Völsungar sársvekktir - fengu aðeins eitt stig út úr leiknum gegn BÍ í fyrsta leiknum á grasvellinum á Húsavík, náðu Völsungar að- eins jafntefli gegn BÍ firá Isafirði, eftir að hafa ráðið gangi leiksins frá upphafi til enda. Leikurinn byijaði fjörlega og Völsungar náðu strax góðum tökum á miðj- unni og sóknarlotumar buldu á BÍ, sem vörðust af hörku og treystu á skyndisóknir sem gengu þó ekki upp. Það var á 10. mín. leiksins að dró til tíðinda. Þá fékk Viðar Sig- urjónsson boltann skammt utan vítateigs hægra megin, hann lék á fullri ferð inn í teiginn en var gróflega felldur og vítaspyma dæmd. Jafnframt fékk varnarmað- ur BI gult spjald en spjöidin áttu eftir aó verða fleiri. Það var svo Asgeir Baldurs, sem skoraði úr vítaspyrnunni og kom heima- mörtnum yfir. Völsungar héldu áfram að sækja og fengu mörg færi en inn vildi boltinn ekki. Sem dæmi tók Amgrímur góða rispu eftir hálf- tíma leik, lék á fjóra til fimm vamarmenn cn tókst ekki að klára dæmið. Þannig fjaraði fyrri hálf- leikur út, Völsungar sóttu og sóttu og Isfirðingar björguðu þrisvar í röð á línu. Staðan var því 1:0 í hálfleik fyrir heimamenn. I seinni hálfleik byrjuðu Völs- ungar með látum en leikmenn BI neituðu að gefast upp. Asmundur átti þrumuskot rétt yfir og Grani komst einn imt fyrir en markvörð- ur BI varði vel. Eftir stórsókn Völsunga fyrstu 25 mín. seinni hálfleiks, kom BI meira inn í leik- inn án þess þó að skapa sér nein opin færi. Von heimamanna um þrjú stig var því í sjónmáli, ekki síst eftir að einum leikmanni BÍ, Bimi Þór Ingimarssyni, þjálfara, var vikið af leikvelli, fyrir gróft brot á Amgrími, sem sloppinn var inn fyrir vörnina. Nú dró að leikslokum en á 43. mín. sendi Rúnar Geir Guðmunds- son, háan sendingu frá hægri inn að markinu, boltimi sigldi yfir alla vörn Völsungs innan á fjarstöng og skoppaði í markið en eftir sátu heimamemi þmmulostnir. Þær fáu mínútur sem eftir lifðu leiks, gerðu Völsungar örvæntingarfull- ar tilraunir til að knýja fram sigur en tókst ekki. Jafntefli var því staðreynd og dýrmæt stig í súgimt hjá Völsungum. Hálfdán Gíslason var bestur í liði gestamia en í artnars jöfnu liði heimamanna var Asmundur Am- arsson bestur. Þá var dómgæslan í góðu lagi. HJ Knattspyrna - 4. deild C-riöill: Siglfirðingar fóru með öll stigin frá Grenivík - stórsigrar hjá SM og Hvöt Siglfirðingar gerðu góða ferð til Grenivíkur á fimmtudagskvöld, er þeir mættu Magna í C-riðli 4. deildar á íslandsmótinu f knatt- spyrnu. KS hafði betur í annars jöfnum Ieik og hefur nú unnið alla fjóra leiki sfna f riðlinum. SM vann stórsigur á Þrym á sama tíma og Hvöt vann einnig góðan sigur á Neista frá Hofsósi. Magni - KS 2:4 Magnamenn byrjuðu með miklum látum gegn KS-ingum og léku vel fyrsta hálftímann. Þeir skomðu tvö fyrstu mörkin, það fyrra gerði Stefán Gmmarsson úr vítaspymu en það seinna Þórarinn Valur Arnason, með skalla eftir fyrirgjöf Stefáns. Gestimir fóm þá að taka Leikur Völsungs og FH í Mjólk- urbikarkepppni f knattspymu fer fram á Húsavíkurvelli kl. 16 Tap í Portúgal íslenska kvennalandsliðið f knattspyrnu tapaði 1:2 fyrir því portúgalska f vináttulandsleik f Portúgal í fyrradag. Portúgölsku stúlkumar skomðu tvö fyrslu mörkin í fyrri hálfleik en Guðrún Sæmundsdóttir minnk- aði muninn í síðari hálfleik. Liðin mætast aö nýju í dag. KA-heimilið: Skiptimarkaður Skiptimarkaður verður í KA- heimilinu nk. mánudags- og þriðjudagskvöld frá kl. 17- 20. Þama verður hægt að skipta á fótboltaskóm en auk þess em þar til sölu íþróttavörur á hagstæðu verði. við sér og Hafþór Kolbeinsson, minnkaði munimt skömmu síðar. Fyrir hlé jafnaöi svo Haseta Miral- em með skalla og í hálfleik var staðan 2:2. Haseta bætti öðm marki vió í upphafi síðari hálfleiks, með þmmuskoti í slá og inn og það var svo Steingrímur Eiðsson, sem inn- siglaði sigur Siglfirióinga um miðjan hálfleikinn. Leikur liðanna var nokkuð jafn en gestimir nýttu færi sín betur og fóm burt með öll stigin. SM - Þrymur 9:0 SM vann stórsigur á Þrym á gras- velli sínum að Melum í Hörgárdal. Þegar dómarinn flautaði til leiks- loka, höfðu gestir þurft aö sækja á sunnudag en ekki kl. 20 eins og upphaflega var ákveðið. A Grenivík mætast á sunnudag Magni og Grindavík í Mjólkurbik- arkeppninni og hefst leikurinn kl. 14. Þriðji bikarleikurinn fyrir norðan fer fram á Akureyrarvell- inum á þriðjudag en þá mætast Þór U-23 og HK kl. 20. boltami níu sinnum í netið. Eins og tölurnar gefa til kynna, hafði SM mikla yfirburði í leiknum og leik- menn liðsins fengu fjölmörg góð marktækifæri. Donald Þór Kelly skoraði þrjú mörk fyrir SM, Arnaldur Kristins- son skoraði tvö mörk og þeir Magnús Skarphéðinsson, Eiríkur (Kuld) Oddsson, Sævar Þorsteins- son og Siguróli Kristjánsson, þjálf- ari, eitt mark hver. Hvöt - Neisti 6:0 Hvöt vann góðan sigur á Neista frá Hofsósi á grasvellinum á Blöndu- ósi en þó heimamenn hafi verið mun betri í leiknum, var leikurinn kannski ekki eins ójafn og tölumar gefa til kynna. Neistamenn gerðu hins vegar of mörg mistök og var um leið refsað fyrir það. Gísli Gunnarsson skoraði fyrsta markið eftir um 20 mín. leik og skömmu síðar skomðu Neista- menn sjálfsmark. Hörður Guð- bjömsson skoraði þriðja mark leiksins eftir um 30 mín. leik og skömmu síðar var Viðar Einars- son, leikmaður Neista, rekinn af velli. Höróur var aftur á ferðinni fyrir hlé og í hálfleik var staðan 4:0. I byrjun síðari hálfleiks fengu heimamenn dæmda vítaspymu og skoraði þjálfari liðsins, Helgi Am- arson, örugglega úr vítinu. Hörður Guðbjömsson, fullkomnaði svo þrennu sína, er hami bætti við sjötta markinu undir lok leiksins. Kaffihlaðborð alla sunnudaga Lindin við Leiruveg sími 21440. Mjólkurbikarkeppnin: Leikur Völsungs og FH kl. 16.00 Svifflugfélag Akureyrar sýnir svifflugur á túninu vestan við flugstöðina 17. júní. Þeim verður flogið inn á Melgerðismela um kvöldið. Flugæfing hefst svo á Melgerðismelum sunnudaginn 18. júní kl. 13.00. Allir velkomnir. Stjómin. Bílasýning 17. júní við Oddeyrarskóla Kl. 9.15 Hópakstur. Kl. 10.00 Sýning opnuð. Kl. 12.00 Grillað. Kl. 13.30 Hjólreiðakeppni • Hjólreiðaspyrna Kassabílakeppni • Körfuskotkeppni. Kl. 17.00 Verðlaunaafhending. Kl. 18.00 Sýningu lokið. Ath. Rafmagnsbílar í gangi allan daginn. Grillmeistarar að frá hádegi. Sportver gefur heppnum þátttakanda í hjólreiðakeppni glæsilegt fjallahjól. Kynning og sýning á Sonax bílabóni í bílabásnum. Vélsmiðja Steindórs með sýningarbás. Hummer torfærutröllið kynnt. vörur á staðnum. Elsta bifreiðaíþróttafélag á íslandi. Bílaklúbbur Akureyrar 1974-1995 olís götuspyrnan á Tryggvabraut 18. júní kl. 16.00. n aðgangseyrir á götuspyrnuna. Engin * * *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.