Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 17. júní 1995 Nýstúdent Erla Björg Guömundsdóttir er fædd á Akureyri 19. desember 1975. Hún ætlaði að verða kú- reki þegar hún var lítil. „Mér fannst það svalast af öllu þegar ég horfði á vestra að vera kú- reki. Það fór nú mesti ljóminn af því þegar pabbi minn sagði mér að ef ég yrði kúreki á Is- landi yrði ég bara kúasmali með prik, labbandi á eftir einhverjum beljum." Enda hætti Erla við að verða kúreki og fór í Menntaskólann á Akureyri og þaðan útskrifast hún í dag, 17. júní, af félagsfræðibraut. I sumar ætlar hún að vinna á hestaleigu og við tamningar. ,JÉg ætla að reyna að safna mér peningum næsta árið til að geta farið í ferðamálaskóla í Suður-Karól- ínu í Bandaríkjunum. Ef það tekst ekki, fer ég bara til Þýskalands að vinna og læra þýsku og fer síðan í leiðsögumannaskóla þegar ég kem heim aftur. Mig langar sem sagt til að verða ferðamálafrömuður." Erla segist kveðja skólann með söknuði, en engu að síður sé hún af- skaplega fegin að þessu sé lokið. „Ég held að ég eigi einna helst eftir að sakna kunningjanna og tímans í skólanum, frekar en skólans sjálfs. Það er líka erfitt að þurfa að fara að taka ábyrgð á eigin gerðum og komast að því hvort maður sé einhvers nýtur. Það er alltaf viss af- sökun að vera „bara“ í menntaskóla.“ Nýstúdent Arinbjöm Þórarinsson fæddist á Akureyri 5. október 1974. Hann segist aðeins hafa ákveöið að verða ríkur þegar hann var lítill, en að öðru leyti hafi hann ekki hugsað um framtíöina; sér hafi fundist nægur tími til að ákveða, af hverju hann ætlaði að auðgast síðar. Hann útskrifað- ist af hagfræðibraut Verkmenntaskólans á Akureyri nú í vor, en vinnur í Byggingavörudeild KEA á Lónsbakka í sumar. Arinbjöm hefur einna helst áhuga á að fara í hagfræðitengt nám. „Ég er samt búinn að fá minn skammt af skóla í bili og ætla þess vegna að taka mér frí í ár og safna peningum. Ég held að það sé kominn tími til að skipta um umhverfi, og þess vegna býst ég við að fara suður til Reykjavíkur, í hagfræði- eða rekstrarhagfræðinám, en það verður að ráðast á þessu næsta ári hvað veróur fyrir valinu. Svo kemur alveg til greina að fara út fyrir landsteinana." Arinbjöm segist ekki vera búinn að gera sér fyllilega grein fyrir því að hann sé búinn með framhaldsskólanámið, það sé of stutt liðið frá útskriftinni og þess vegna geti hatm ekki heldur sagt til um hvort að hann komi til með að sakna skólans. JMeð hvíta húfu Haraldur Sigurðsson er fæddur 21. janúar 1925 á Stuðlafossi í Jökuldalshreppi í Norður- Múlasýslu. Hann hefur búið á Akureyri síðan hann kom heim frá námi í Háskóla Islands, fyrir hátt í fimmtíu árum. Haraldur útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 1945, af málabraut. „Mig minnir að ég hafi ætlað að verða flugmaður þegar ég var lítill, en það var nú bara eins og gengur, allir strákar fá þannig dillur. Ég fór í staðinn í Menntaskólann, á málabraut en þá vom einungis tvær brautir, stærðfræði- og málabraut. Ég geri ráö fyrir að ég hafi haldið að málabrautin yrði mér auóveldari og þess vegna valið hana. Eftir stúdent fór ég síðan í Lagadeild Háskóla íslands, af einhverri rælni. Ásetningurinn var ekki mikill, laga- námið var mér ekki neitt hjartans mál og svo fór aö ég gafst upp á lögfræðinni og kom aft- ur norður til Akureyrar og fór að vinna. Til að byrja með vann ég ýmsa skrifstofuvinnu, en síðan fór ég að vinna hjá bæjarfógeta og var þar í tæp tíu ár. Arið 1960 hóf ég störf hjá Ut- vegsbankanum sem þá var og fylgdi síðan með þegar Útvegsbankinn var innlimaður í Is- landsbanka, sem naglfastur væri. Núna er ég kominn á eftirlaun og er að vinna að minni fjórðu bók, um söngvara á íslandi, en sú þriðja, bók um Ingvar Hauk Stefánsson, listmál- ara, er nýkomin út. Einnig er ég aö safna öllu varðandi leikstarfsemi í Eyjafiröi. Svo skreppum við hjónakomin upp á golfvöll þegar tækifæri gefst.“ Haraldur á mjög góðar minningar frá menntaskólaárunum. „Ég hugsa til þeirra með afskaplega mikilli hlýju, og burtséð frá því hvort maður hafi staðið sig vel eða illa í námi, var þetta dýrðlegur og góður tími. Nú hlakka ég virkilega mikiö til að hitta mína gömlu skólafélaga; suma hefur maður jafnvel ekki séð áratugum saman. Meira að segja kennaramir em orðnir yndælir og góðir karlar í minningunni, þrátt fyrir að þeir hafi einstaka sinnum skammað mann áóur fyrr. Nú em þeir flestir horfnir á braut.“ Logi Már Einarsson er fæddur á Akureyri 21. ágúst 1964. Hann ætlaði að verða prestur á sínum yngri ámm, en svo fór þó ekki og segist hann harma það mjög. Leið Loga lá á fé- lagsfræðibraut í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist hann þaðan 1985. „Ég byrjaði á að kenna í eitt ár í Bamaskólanum eftir stúdent, árgangi sem er aö útskrif- ast núna og ég held að ég hljóti að eiga stóran þátt í að hafa komið þeim til manna. Síðan ætlaði ég í Myndlistarskólann, en þorði ekki í inntökuprófið. Þá sótti ég bara um eitthvað sem var í líkingu við myndlistamámið og endaði í Arkitekthojskolen í Oslo, þar sem ég lærði arkitektúr á stysta mögulega tíma; fimm og hálfu ári. Ég hafði engan sérstakan áhuga á náminu til að byrja meö, en hann kom þegar leið á námið.“ Frá því að Logi kom heim frá Noregi hefur hann unnið við sitt fag, fyrst á HJ Teiknistofu og frá því í febrúar hjá Skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar. Ekki er liðinn nógu langur tími frá því að hann útskrifaðist til að minningamar um skólaárin séu orönar eingöngu bjartar og fagrar en honum fannst þessi ár þó að mörgu leyti ánægjulegur tími. „Maður skemmti sér og hafði góðan félagsskap af skólasystkinunum. Mér finnst þó að það mætti koma því þannig fyrir að fólk ákveddi fyrr hvað það ætlaði að verða, svo námið yrði markvissara. í mínu tilfelli fannst mér maður dingla sér fullmikið á þessum ámm; hvorki hvattur né lattur til hlutanna, enda var árangur- inn kannski eftir því. Þetta var samt fínn tími, maður vasaðist í félagslífi, gaf út skólablöð, sat í skólafélagsstjóm o.þ.h. sem var mjög gaman. í dag er ég búinn að uppfylla minn framtíðardraum, sem er að vera fjölskylda í þjanpaðri mynd, í stíl við annað í heiminum. Mér hefur tekist að búa til vísitölufjölskyldu úr einum manni: Ég er karlmaður, eyði pen- ingum eins og kona, er álíka mikið hærður og ungabam og hegða mér eins og unglingur. Þar af leiðir að ég get farið að slappa af og hafa það gott, búinn að gera það sem ég ætlaði mér; að mennta mig og eignast fjölskyldu.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.