Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 13
POPP Laugardagur 17. júní 1995 - DAGUR -13 MACNÚS CEIR CUÐMUNDSSON Hátíðír á hátíðír ofan Nú þegar komiö er hásumar í Evrópu, skella tónlistarhátíð- irnar á og er þar svo sannar- lega af nógu að taka. Er það ekki hvað síst í Bretlandi sem mikið verður um að vera, en þar skipta hátíðirnar, stórar sem smærri, tugum. Meðal þeirra helstu eru Glastonbury, sem haldin er 23.-25. þessa mánaðar, Phoenix 13.-16. júlí, Heineken í Leeds 20.-23. júlí og Reading 25.-27. ágúst. Á Glastonbury verða aðalnöfnin m.a. Prodigy, Oasis, Stone Roses og Cure. Bob Dylan, Paul Weller, Faith No More og Wildhearts á Phoenix, á Hein- eken Siouxsie And The Bans- hees, Mike And The Mechan- ics og Pulp og á Readinghátíð- inni verða í aðalhlutverkum, Neil Young (ásamt væntan- lega Pearl Jam) Soundgarden, Smashing Pumpkins, Foo Fighters, nýja hljómsveitin hans Dave Grohl úr Nirvana og síðast en ekki síst, BJÖRK. Kemur hún fram á laugardeg- inum 26. ágúst. Eina hátíð enn má nefna, sem fram fer í gamla heimsveldinu í sumar, Þjóðlagahátíðina í Cambridge 28.-30. júlí. Koma þar fram þekkt nöfn á borð við Elvis Costello, Clarence „Gat- emouth" Brown og The As- hley Hutchings Dance Band. (Hutchings er m.a. frægur fyrir að hafa stofnað Fairport Con- Pulp. Bob Dylan. vention og Steeleye Span, tvær af þekktustu þjóðlaga- sveitum Bretlands.) í Evrópu er líka margt um að vera, en eins og stundum áður er það Hróarskelduhátíðin í Dan- mörku, sem mesta athygli vekur, allavega í augum okkar íslendinga. Verður þar nú dagana 29. júní til 2. júlí, lík- lega meira um dýrðir en nokkru sinni fyrr, því þetta er í 25. skipti sem hátíðin er hald- in. Á sviðum hennar, sem eru nú um átta talsins munu hundruð listamanna koma fram og er stjörnufansinn nær yfirþyrmandi. Örfá dæmi þar um eru REM, Page og Plant, Cranberries, Offspring, Bob Dylan, Van Halen og þannig mætti áfram telja. Hér á ís- landi er síðan, eins og fram hefur komið í fréttum, fyrir- huguð hátíð seinna í sumar með þáttöku Bjarkar og dans- sveitarinnar Underworld. Nánar er hins vegar ekki vitað um framkvæmdina ennþá. Um hana verður væntan- lega fjallað síðar, en nú fyrst. Gleðilega þjóðhátíð! Þriðja vers Bubba og Rúnars Tiltæki þeirra Bubba Morthens og Rúnars Júlíussonar að taka upp samstarf sumarið 1991, flestum ef ekki öllum til mikill- ar undrunar, verður að teljast með því skemmtilegra sem gerst hefur í íslensku popplífi á seinni árum. Þarna samein- uðu krafta sína tveir af vinsæl- ustu og virtustu tónlistar- mönnum landsins af eldri og yngri kynslóðinni og gekk það dæmi betur upp en nokkurn grunaði. Ásamt þeim Gunn- laugi Briem trommuleikara og Bergþóri Morthens gítarleik- ara sem hljómsveitin GCD, tóku þeir þetta Bubbi og Rún- ar sumarið með trompi og þótti stemmningin í kringum þá minna á gamla dýrðardaga sveitaballamenningarinnar. í samræmi við það seldist plat- an þeirra, hrá og kraftmikil, í um 7000 eintökum og var ein sú söluhæsta þetta árið. Það var einmitt „til að geta spilað kraftmikið rokk og ról og sýnt tattóin", eins og Bubbi komst að orði í einhverju viðtalinu, að þeir félagarnir tóku upp samstarf m.a. og endurspegl- aðist það vel á fyrstu plötunni. Framhaldið þarf vart frekar að rekja, nema hvað að 1993 end- urtóku þeir leikinn, en með heldur lakari árangri. Platan Svefnvana, sem þá kom út, er þó í reynd engu síðri en GCD, en einhvem veginn var ekki sami glansinn yfir þeim í aug- um landsmanna. Neistinn lifir Eftir að GCD var „lögð niður" að nýju að útkomu Svefnvana genginni, átti maður ekki von á að þráðurinn yrði tekinn upp í annað sinn. En neistinn milli þeirra Bubba og Rúnars hefur greinilega ekki slokknað því urinn, að ógleymdum Ég sé ljósið og Konur og vín. Þau tvö síðasttöldu eru reyndar merki- legri fyrir textana og þá sér- staklega Ég sé. Sannleikurinn um konurnar og vínið er líka skemmtilega fram settur, en hann á svo sem stundum líka við á hinn veginn. Annars er að öðru leyti réttara að láta tónlistarunnendur dæma sjálfa um þetta þriðja vers þeirra Rúnars og Bubba. Dómur þeirra er jafnan áhrifamestur. Að síðustu er þó ekki hægt annað en að minnast á tvennt sem sérstaklega er hrósvert. Annars vegar mjög góða upp- töku og hins vegar prentun á textum, sem er til fyrirmyndar, skýr og vel læsileg. Á þessum síðustu og verstu tímum geislaplötuvæðingarinnar er það því miður oftar en ekki þannig með prentunina að hún er illa gerð og illlæsileg, upplýsingar og textar t.d. prentaðir með ljótum hætti of- an í ljósmyndir, sem ömurlegt er að sjá. En það er annar handleggur og á ekki við hér. Könnun hjá Könum Eins og mörgum er sjálfsagt kunnugt um eru Bandaríkja- menn þjóða glaðastir í að gera allskyns kannanir. Ein slík tengd tónlistariðnaðinum var gerð fyrir skömmu og hafa nið- urstöðurnar nú verið birtar í tónlistarritum þar vestra. Kemur þar ýmislegt fróðlegt í ljós sem vert er að drepa á hér og gæti sumt af því hæglega átt við um ísland líka. Fyrir það fyrsta tók könnunin yfir þá stöðu sem nú er á mark- aðnum annars vegar milli geislaplatna og hins vegar gömlu góðu breiðskífanna og snælda. Kemur þar ekki á óvart að niðurstaðan er geislaplötunum mjög í hag, 58,4% á móti 41,6. Sjá menn þessa þróun halda áfram hægt og bítandi, þannig að ekki mun líða á löngu uns plöturn- ar gömlu hverfi alveg af mark- aðinum. Snældurnar lifa hins vegar eitthvað lengur ef að lík- um lætur. Annað úr könnun- inni sem sérstaklega er at- hyglisvert, er hlutfall ein- stakra tónlistarstefna af söl- unni. Þar virðist rokkið í víðum skilningi (hversu víðum er þó ekki tekið fram) hafa vinning- inn með 35,1%, en auk þess er sveitatónlistin með góðan hlut, eða 16,3%. Síðast en ekki síst er svo fróðlegt að sjá hvað könnunin leiðir í ljós varðandi á hvaða aldri Bandaríkjamenn kaupa helst tónlist. Er niður- staðan í þeim efnum sú að tveir aldurshópar skera sig áberandi úr, 15-19 ára og síð- an 40 ára og eldri. Kemur þetta ekki á óvart hvað varðar fyrrnefnda hópinn, en með hinn teljast þetta ansi hreint merkileg tíðindi. Væri gaman að vita hver niðurstaðan yrði hérlendis ef slíkt væri kannað. Mætti alveg segja manni að hún gæti orðið sérstaklega fróðleg fyrir innflytjendur er- lendrar tónlistar. Bruce Springsteen. síðla vetrar boðuðu þeir komu sína í þriðja sinn og með sömu formerkjum og áður, plötu snemma sumars og þeysireið um landið í kjölfarið. Það verð- ur þó að segjast eins og er að í upphafi leist manni ekki of vel á blikuna eftir að hafa séð þá kappa flytja forsmekk af því sem koma skyldi í þætti hjá Hemma Gunn í vor. Minna rokk, en þess í stað reggí og meiri poppsvipur en ella. Ekki beinlínis það sem búast mátti við miðað við það sem á und- an hafði komið. Þegar svo Teika, eins og platan nefndist á endanum eftir að hafa áður gengið undir nafninu Á grænni grein, leit dagsins ljós um mánaðamótin síðustu kom það líka á daginn að um held- ur „léttari" verk var að ræða en hinar tvær plöturnar. Hins vegar hefur það reynst ástæðulaust að ætla að minna rokk þýddi minna eftir að slægjast. Þvert á móti eru lagasmíðarnar á Teika fjöl- breyttari en á hinum plötun- um og það sem athyglisverð- ara er, textarnir eru mun bita- stæðari en áður og raunar stórgóðir margir hverjir. Dæmi um þar sem hvorttveggja er um góða lagasmíð og texta að ræða em Mikið ertu ljúf, Vímu- efnahraðlestin og Aulaklúbb- Bændur! Eigum til afgreiðsiu okkar margreynda Trio baggaplast. Það borgar sig að nota það plast sem þið þekkið, því beljurnar eiga það besta skilið. ÞORSHAMAR HF. Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.