Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 17.06.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 17. júní 1995 - DAGUR - 3 Mál Ýtunnar hf. gegn Steypustöð Dalvíkur hf: Hæstiréttur staðfesti A kajaknum á Svarfaðardalsá Þessi hressi „vatnahestur“, sem heitir Björn Guðmundur Markússon, tók sig til á dögunum, þegar Svarfaðardalsá var í sínum vcrsta ham, og fór á kajaknum sínum á ánni (frá bænuin Urðuin) og alla leið norður til sjávar, sem cr drjúgt langk Hann Ict ekki þar við sitja hcldur hélt áfram alla leið út í Iln'scy. I>essi mynd var tekin af kappanum á Svarfaðardalsá, á móts við Hreiðarsstaði. Mynd: Bæjarpósturinn Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Norðurlands cystra frá 22. október 1993. Ýt- an hf. áfrýjaði dómi Héraðs- dóms til Hæstaréttar, en hann hafði lýst stefnda sýknan af kröfum stcfnanda. Ytan haföi krafist þess aó Stcypustöðin greiddi henni kr. 2.490.000 meö dráttarvöxtum, af kr. 1.490.000 frá 21.05. 1992 til greiðsludags að frádregnum kr. 1.000.000 er greidd var 13.05. 1992, og málskostnað, og bæri málskostnaðarfjárhæðin dráttar- vexti. Kröfurnar voru settar fram í krafti þess að stefnandi hafi unriið verk í þágu stefnda á árunum 1989-91, en þá gegndi sami mað- ur stöðu framkvæmdastjóra stefnanda og stöðum stjórnarfor- manns og framkvæmdastjóra hins stefnda. Hafi safnast upp skuldir sem stefnandi hafi ætlað að fá greiddar er breytingar á eignarað- ild stóðu fyrir dyrum. Stefndi hafói greitt stefnanda 1.000.000, en þar sem engin gögn höföu komið frá stefnanda um réttmæti kröfunnar hafði Steypustöð Dal- víkur hf. ekki getað fallist á frek- ari greiðslur. A þessum grunni byggði stefndi sýknukröfu sína. Héraósdómur komst að þeirri nióurstöðu að ekki heföu verið lögð fram nein viðhlítandi gögn er sýndu stöðu fyrirtækjanna inn- byrðis og gæti Ýtan hf. því ekki krafið stefnanda um frekari greiðslur. Ýtan hf. áfrýjaði dómn- um til Hæstaréttar, en haim stað- festi dóm Héraðsdóms og dæmdi Ýtuna hf. auk þess til að greiða Steypustöð Dalvíkur hf. kr. 150.000 í málskostnað fyrir Hæstarétti. shv Alþingi kýs í stjórnir og ráð Á síðasta starfsdegi Alþingis var kjörið í ýmsar stjórnir og ráð. Eftirfarandi listi tekur til nokk- urra þessara stjórna og ráða: Yfírkjörstjórn Norðurlands- umdæmis eystra Ólafur Birgir Árnason, lögfræð- ingur Akureyri, Jóhann Sigurjóns- son, menntaskólakennari Akur- eyri, Guðmundur Þór Benedikts- son, fulltrúi Ólafsfirði, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, lögfræðingur Akur- eyri, og Þórunn Bergsdóttir, skólastjóri Dalvík. Yfírkjörstjórn Norðurlands- umdæmis vestra Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður, Bogi Sigurbjömsson, skattstjóri, Egill Gunnlaugsson, dýralæknir, Ingibjörg Hafstað, oddviti, Hólm- fríður Bjarnadóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Hvatar á Hvammstanga. Bankaráð Landsbanka Islands Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins á Akur- eyri, er nýr varamaður í bankaráði Landsbankans. Hún er varamaður Jóharms Ársælssonar, fyrrverandi alþingismanns, sem kjörinn var sem aðalmaður í stað Lúðvíks Jós- epssonar, sem nú er látinn. Haukur Halldórsson, formaður Framleiðsluráðs landbúnaðarins, er nýr varamaður í bankaráð Landsbankans. Hann er varamað- ur Helga S. Guðmundssonar, tryggingaráðgjafa, sem kjöriim var í stað Steingríms Kermanns- sonar. Stjórn Landsvirkjunar Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrr- verandi alþingismaður, er nýr stjómarmaður í Landsvirkjun, kjörinn af Alþingi. Eins og áður hefur komið fram er Jakob Bjömsson, bæjarstjóri, nýr fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Lands- virkjunar. Stjórn Kísiliðjunnar I stjóm Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit vom kjörin þau Bjöm Jósef Amviöarson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi Akureyri, Hreiðar Karlsson, framkvæmdastjóri á Húsavík, og Lára Erlingsen á Ak- ureyri. Stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins Hákon Hákonarson, formaður Fé- lags jámiðnaðarmaima á Akur- Dómur í hnífsstungumáli eyri, var endurkjörinn í stjóm Húsnæðisstofnunar ríkisins. Stjórn Byggðastofnunar I stjóm Byggöastofnunar voru kjörnir: Egill Jónsson, alþingis- maður, Stefán Guðmundsson, al- þingismaður, Einar K. Guöfinns- son, alþingismaóur, Guðjón Guð- mundsson, alþingismaður, Krist- inn H. Gunnarsson, alþingismað- ur, Magnús Björnsson, fram- kvæmdastjóri, og Sigbjörn Gurm- arsson, fyrrverandi alþingismaður. Útvarpsráð Gunnlaugur Sævar Guimlaugsson, framkvæmdastjóri, Gissur Péturs- son, verkefnisstjóri, Þórunn Gests- dóttir, blaðamaður, Anna K. Jóns- dóttir, aðstoðarlyfjafræðingur og fv. borgarfulltrúi, Kristjana Bergs- dóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, Guðrún Hclgadóttir, fv. alþingismaður, og Þóruim Sveinbjamardóttir, vara- þingmaður Kveimalistans. Aðalfundur Menor: Tveir nýir í stjórn Aðalfundur Menor, menn- ingarsamtaka Norðurlands, var haldinn laugardaginn 10. júní. Auk hefðbundinna fundarstarfa héldu Kristinn G. Jóhannsson, fyrsti for- maður samtakanna, og Svan- fríður Inga Jónasdóttir, ný- kjörinn þingmaður, reeður á fundinum og í hléi skemmti Söngtríóið Tregabandið með tali og tónum. Ólafur Þ. Hallgrímsson frá Mælifelli var endurkjöriim sem formaður og einnig verða Hlín Torfadóttir frá Dalvík og Guð- rún Helga Bjamadóttir frá Hvammstanga áfram í stjóm. Rut Hansen, Akureyri, og Kári Sigurðsson, Húsavík, gáfu ekki kost á sér áfram og í stað þeirra koma Roar Kvam, Akureyri, og Helga Erlingsdóttir frá Landamótsseli í Ljósavatns- hreppi ný inn í stjóm. Nánar verður greint frá fundinum í blaðinu síðar. A1 ^IBBIIBBiraiBBIISBIIBBIISHIBSIISBIflBIIBBIIBBIISBIIBBIISBIIBBIBBIIk Á miðvikudag var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Norður- lands eystra í hnífsstungumáli ákæruvaldsins gegn thailcnskri konu. Konunni var gefið að sök að hafa stungið aöra thailenska konu þremur hnífsstungum, í vinstri öxl, hné og hönd, síðla í nóvem- ber síðastliðnum. Krafðist ákæru- valdið þess að ákærða greiddi skaðabætur, kr. 51.865, auk máls- kostnaðar, þ.m.t. saksóknaralaun í ríkissjóð. Verjandi krafðist hins vegar að ákæróa yrði sýknuð af öllum kröfum, en ef ekki, aö hún yrði þá dæmd til vægustu refsing- ar sem lög heimiluðu. Samkvæmt framburði vitna og hlutaðeigandi hafði kastast í kekki með konunum tveim skömmu eft- ir komu þeirra til Islands 1991. Síðan þá höfóu verið litlir kær- leikar með þeim og upp úr sauð í lok nóvember á síðasta ári, með þeim afleiðingum að önnur konan stakk hina þremur stungum með hnífi. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að ekki væri ástæða til að dæma ákærðu fyrir tilraun til manndráps, en að rétt væri að hún bætti fórn- arlambinu tjón sem varð á fötum þess, auk læknis- og lögmanns- kostnaðar. Endanlegur dómur varð 12 mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundnir, skaðabætur að upphæð 47.365 og að ákæróa greiddi allan sakarkostnað, sam- tals kr. 185.000. shv 8 8 8 8 Guerlain PARIS g .tc/iei Ot Húsnæöismálastjóm - Húsnæðisstofnun ríkisins: Samkeppni um hönnun íbúða Ákveðið hefur veriö að efna til hugmyndasamkeppni um gruim- hönnun á félagslegum íbúðum í tilefni af fjörtíu ára afmæli hús- næðismálastjómar og Húsnæðis- málastofnunar ríkisins þami 20. mars sl. Á síðustu árum hefur talsverð umræða farið fram í húsnæðis- málastjórn um hönnun og gerð fé- lagslegra íbúða. Var ákveðið að leita eftir nýjum hugmyndum um íbúðir, sem gætu hentað stórum sem smáum byggðum um leið og leitaó yrði nýrra lausna í ljósi breyttra fjölskyldu- og þjóðfélags- aðstæðna. Með þessari hönnunarsam- keppni er leitað eftir hugmyndum um; mögulega þróun í húsa- og íbúðagerðum á næstu ámm og áratugum, gmnnhönnun íbúða sem liggi til grundvallar við bygg- ingu á ýmsum stærðum og gerð- um híbýla og hagkvæmari bygg- ingaraðferóir og byggingarefni, samtímis því að hönnun feli í sér lækkun á rekstrarkostnaði. Höiui- unin á einnig að gefa möguleika á fjölbreytni í útliti og tekið skal til- lit til þess að kröfur um meðferð sorps og fráveitu kunna að breyt- ast verulega í nánustu framtíð. Samkeppnin fer fram í sam- vinnu við Arkitektafélag Islands. Áformað er að afhenda keppnis- gögn í ágúst eða september nk. Rétt til þátttöku eiga allir félagar í Arkitektafélaginu og aðrir þeir sem hafa rétt til að leggja aðal- uppdrætti fyrir bygginganefnd. Úr fréttatilkynningu. g 8 S g g jörðunarmeistarijrá GUERIAIN í éféarfá verður i verséun inn i (ffimaro mánucíaginn 19.juni jar rSem Áann mun (jó()a fzonum | jörðun og jagfega rácjjöj um notkun GUERlAiN sngrtivara g 'ent °Æot miöstöð hagstœðra viðskipta g g velkom m I ^IBSIJBSIJBflllBSIIBSIJB0IBfillBfi'IBfillBfillBSUBfllBflllBBJBfillBflllBflir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.