Dagur - 30.09.1995, Side 6

Dagur - 30.09.1995, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 30. september 1995 Margan ungan manninn dreymir eflaust á unga aldri að hasla sér völl í atvinnulífinu, verða eigin herra og starfa að þeim málum sem hugurinn stendur til, þá venjulega að loknu námi. Sumir fara vissar krókaleiðir að þessu markmiði, ráða sig til starfa hjá atvinnufyrirtœkjum eða í opin- bera þjónustu og öðlast þannig ómetanlegra reynslu sem nýtist þeim vel þegar þeir eru skyndi- lega sjálfir íforsvari fyrir fyrirtœki sem þeir eiga ýmist einir eða í samstarfi með öðrum. Hvernig svo semferillinn er gildir œtíð hið fornkveðna, að hver er sinnar gæfu smiður. Árið 1990 keyptu þrír ungir menn plastpokaverksmiðjuna Ako- plast á Akureyri, sem rekin var af endurhæfingarstöðinni Bjargi, og hófu rekstur í því húsnæði. Ljóst var þó að ftnna þurfti rekstrinum yfir heiðar. Ekki var staðar numið við þessar breytingar, ljóst var að plastverksmiðjan nýja þurfti á hús- næðinu við Tryggvabraut að halda og leita þurfti að nýju og hentugu húsnæði fyrir prentsmiðjuna. Áður samskipti út á við, Jóhann um framleiðsluna og viðhaldsmál en Daníel stjómar fjármálum og starfsmannahaldi. „Þetta samstarf okkar þremenn- inganna er dálítið sérstakt og það reynir oft á það en við þekktumst sáralítið áður fyrr. Jóhann, sem er vélstjóri, hafði ég ekki séð áður en við Eyþór höfðum rekið saman nef- in hér á Akureyri og rætt málin en Eyþór hafði haft áhuga um tíma á plastinu. Við höfum gætt þess að láta engin mál sjóða upp úr og ræð- um málin þar til lausn er fengin. Við höfum í bland verið svolítið heppnir en kannski höfum við verið að taka réttar ákvarðanir á réttum tímum og vonandi verður það svo í framtíðinni. Daníel Unnsteinn Ámason er fæddur að Hjarðarási í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu, sonur Árna Sigurðssonar, sem lengi var skóla- stjóri bamaskólans á Kópaskeri þar kjötafurðastöð. Að loknum bamaskóla lá leið Daníels T' ungl- ingaskóla í Skúlagarði í Keldu- hverfi og í Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði, þar sem tek- ið var landspróf. Kona Daníels er Sigurhanna Sigfúsdóttir bankastarfsmaður, ætt- uð frá Húsavík í báðar ættir. Þau eiga eina dóttur, Ragnheiði Bimu, fæddaárið 1982. Fékk í sig rekstrarvírus „Frá Hrútafirði lá leiðin í Mennta- skólann á Akureyri en vistin þar varð aðeins einn vetur. Ætli ég hafi ekki verið bara ruglað ungmenni, sem hafði það ekki á hreinu hvað ég ætlaði að taka mér fyrir hendur og eins var áhuginn fyrir námi ekki ýkja mikill. Ég hélt þá til Hafnar- íjarðar, í Fiskvinnsluskólann, og útskrifaðist þaðan sem fisktæknir. Jafnframt því stundaði ég nám við öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og lauk stúndentsprófi í velfestum greinum. Ég flutti þá norður á Kópsker til starfa hjá Sæ- bliki hf„ sem aðallega var í rækju- að taka fyrri veturinn utan skóla og sá jafnframt um rækju- og síldar- vinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur á Húsavík. Seinni veturinn var ég hins vegar á Bifröst með fjölskyld- una og bjuggum við í einu af sum- arhúsum samvinnumanna þar. Ég segi stundum að það hafi kostað einn hest og hálfan bíl eða sem svarar andvirði þeirra en ég hef lengst af átt hesta. Ég valdi frekar þessa leið til að svala þörf minni til fóðrunar á rekstrarvímsnum en að fara í háskólanám, sem auðvitað er jafnfram lengra og tímafrekara nám. Ég hef ekki verið alltof íhaldssamur eða fastur í rásinni hvað varðar atvinnu, en minn skóli hefur ekki síður verið skóli lífsins og skóli samskiptanna. Ég hef með því eignast marga og góða vini um allt land þó ég hafi verið allt of lin- ur við það að rækta þau sambönd. Að loknu náminu á Bifröst lá leið mín í stól skrifstofustjóra hjá sveit- arfélaginu að Höfn í Homafirði og skipti þannig í annan gír, fór úr fiskvinnslunni í sveitarstjómarmál og var þar fram að sveitarstjómar- kosningunum vorið 1986. Þá um Rekstur Akoplasts & POB hf. hefur tekið stórstígum breytingum á undanförnum fimm árum: „Höfum gætt þess að láta engin mál sjóða upp ár“ r - segir framkvæmdastjórinn, Daníel Arnason, um samstarf þriggja eigenda fyrirtækisins nýtt húsnæði því hugmyndin var að nýta neðri hæðina að Bjargi undir þjónustumiðstöð við tvö fjölbýlis- hús við Lindarsíðu, sem verið var að byggja fyrir eldri borgara. Þar var því ekki staðar numið og sú húsnæðisleit leiddi m.a. til þess að nokkmm misserum síðar, eða á ár- inu 1992, var keypt rótgróin prent- smiðja á Akureyri, Prentverk Odds Bjömssonar hf„ af Landsbankan- um sem leyst hafði til sín prent- smiðjureksturinn eftir gjaldþrot. POB var ein elsta prentsmiðja landsins, stofnuð árið 1901. Þannig reyndist unnt að flytja plastfram- leiðsluna í húsakynni prentsmiðj- unnar við Tryggvabraut á Akureyri og reka hana þar samhliða prent- smiðjunni og nánast fullnýta þann- ig húsnæðið. í byrjun júnímánaðar á þessu ári verða svo enn breyting- ar á starfseminni er fyrirtæki þeirra félaganna sem nú hét Akoplast & POB hf. komst að samkomulagi við Plastprent hf. í Reykjavík um leiðir til hagræðingar og verka- skiptingar, sem leiddi til stofnunar nýs fyrirtækis, Ako-plasts hf„ og er eignaraðild þeirra jöfn. Húseignin að Tryggvabraut varð eign þessa nýja fyrirtækis en prentsmiðjan POB hf. varð þar með leigjandi í húsnæðinu. Þessi breyting var einnig atvinnuskapandi því við hana sköpuðust átta ný störf og veltan tvöfaldast, úr 120 milljónum í 250 milljónir og hefur fjórfaldast frá því plastpokaverksmiðjan var keypt fyrir fimm ámm síðan. Þetta eykur möguleikana á aukinni þjón- ustu við sjávarútveginn, sérstaklega fyrir norðan og austan. Kveikjan að viðræðum Plastprents hf. og Ako- plast & POB hf. var komin frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eft- ir að ljóst var að hluti starfsemi þess fyrirtækis mundi flytja norður höfðu farið fram viðræður við stjóm Kaupfélags Eyfirðinga um kaup á meirihluta þess í Dagsprenti hf. sem gefur út dagblaðið DAG, en það hefði leitt til töluverðrar hagræðingar í umbrotsvinnu o.fl. og rekstur Dagsprents hf. þá líklega fluttur út í Tryggvabraut. Sam- komulag náðist hins vegar ekki við stjóm Kaupfélags Eyfirðinga. í lok júnímánaðar sl. var prentsmiðju- reksturinn seldur prentsmiðju- og útgáfufyrirtækinu Ásprent hf. í Glerárgötu á Akureyri ásamt því að Ásprent hf. yfirtók ráðningasamn- inga starfsfólks. Hið nýja fyrirtæki fékk nafnið Ásprent - POB og verður fyrirtækið í húsakynnunum í Glerárgötu. Ástæða sölunnar var m.a. sú að fyrirsjáanleg var tölu- verð fjárfesting í tækjabúnaði, sem ekki var talin áhættunnar virði í stöðugt harðnandi samkeppni í prentiðnaðinum. Akoplast & POB hf. sem aðeins nokkrum misserum áður rak bæði prentsmiðju og plast- pokaverksmiðju var skyndilega ekki í neinum rekstri. Ætla má að það standi þó ekki til langframa en eigendurnir hafa verið að kanna möguleika á kaupum á fyrirtæki sem er í rekstri og ætti það mál að skýrast á næstunni. Hjólin halda þvf áfram að snúast hjá þeim þre- menningum sem í upphafi keyptu plastpokaverksmiðju að Bjargi á Akureyri en hafa eflaust ekki séð fyrir endann á þeirri hröðu atburða- rás, sem síðan átti sér stað í þeirra atvinnurekstri á Akureyri. Þessir at- hafnamenn eru Jóhann Oddgeirs- son, Eyþór Jósepsson og Daníel Unnsteinn Árnason en auk þeirra eiga Steinþór Ólafsson og Ómar Jósepsson minni hlut í fyrirtækinu. Verkaskipting hefur alla tíð verið nokkur skýr milli þeirra félaga; Ey- þór sér um markaðsetningu og jafnframt því að sinna bústörfum, en síðan gerðist Árni starfsmaður Kaupfélags Norður-Þingeyinga. Móðir Daníels, Ragnheiður Daníelsdóttir, er ættuð úr Borgar- firði syðri, og hún gerðist einnig starfsmaður Kaupfélagsins á Kópa- skeri enda starfsemi þess á árum áður þungamiðja alls atvinnulífs í Öxarfirði og nágrenni. Þegar Árni og Ragnheiður brugðu búi kringum 1980 tók elsti bróðir Daníels, Sig- urður, við búinu en hann býr nú í Presthólum í Núpasveit. í Hjarðar- ási tók þá annar bróðir við búi, Helgi. Önnur systkini eru Ingunn, sem býr í Mosfellsbæ og Amþór Gylfi, sem býr í Búðardal og rekur vinnslu og er það fyrirtæki eins konar forveri Geflu hf. Ég hafði stutta viðdvöl á Kópaskeri, réði mig sem framleiðslustjóra hjá Meitlinum hf. í Þorlákshöfn og þar kynntist ég góðum mönnum og öðlaðist einnig mikla og dýrmæta reynslu í fiskvinnslugeiranum. Leiðin lá aftur norður á Kópasker en viðveran var einnig stutt í það skiptið, ætli það hafi ekki verið kominn í mig einhver rekstrarvíms, ég leitandi að þeim töfrum sem em í kringum atvinnurekstur og annað tengt því. Til að leita svara við þeirri þörf sótti ég um skólavist á Samvinnuskólanum að Bifröst og hóf nám þar haustið 1983 en fékk Akoplast & POB hf. og Plastprent hf. stofnuðu Ako-plast hf. á sl. vori til aukinnar þjónustu, fyrst og fremst við sjávarútveginn. F.v.: Ey- steinn Helgason, framkvæmdastjóri Plastprents hf., Altreð Gíslason, stjórnarformaður Ako-plasts hf., þremenningarnir Daníel Árnason, Jóhann Oddgeirsson og Eyþór Jósepsson í Akoplast & POB hf. og Bjarni Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Myndir: GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.