Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 23. desember 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 SÍMFAX: 462 7639 • SIMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HúsavíK vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRl'MANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Hátíð fer að höndum ein Jólin eru hátíð ljóssins þegar mannfólk fagnar fæð- ingu frelsarans í Betlehem. Þessari guðsgjöf er sungin lof og dýrð meðal kristinna manna út um allan heim. Heimsbyggðin sameinast um stund, þjóðir ýta deilum til hliðar og taka höndum saman um að njóta jólanna. En jólin eru líka kærkomin á þessum myrkvasta tíma ársins hér á norðurhjara - þegar skammdegið hræðir. Þá er gott að gera sér glaðan dag, eiga skjól í ljóssins hátíð. Um þetta segir svo í ljóðlínum Valdimars Briem: Jesú, þú ert vort jólaljós, um jólin ljómar þín stjarna. Þér englarnir kveða himneskt hrós, það hljómar og raust Guðs barna. Skammdegismyrkrið skyggir svart, ei skugga sjáum þó tóma. Þú ljósið afhæðum blítt og bjart, þú ber oss svo fagran ljóma. Lengi hefur því verið haldið fram að jólin, þessi helga hátíð, sé að drukkna í efnishyggjunni, hin andlegu gæði hafi vikið fyrir hinum veraldlegu. Ef til vill hefur það verið svo fyrir nokkrum árum, en margt bendir til þess að boðskapur jólanna sé í sókn, ef svo má að orði komast, í hinum vestræna heimi. Vaxandi kirkjusókn hér á landi um jól und- angenginna ára gefur til kynna að boðskapur ljóssins hátíðar hafi ekki gleymst í jólaundirbún- ingnum og gjafakaupum. Það er ánægjulegt og um leið allrar athygli vert. Jólin eru hátíð þegar fólk sest niður með sínum nánustu og á með þeim notalega stund. í nútímaþjóðfélagi, þegar foreldr- ar vinna baki brotnu til þess að endar nái saman í heimilisbókhaldinu, er fátt mikilvægara en einmitt það að rækta fjölskylduböndin. Til þess gefst kær- komið tækifæri við kertaljós á fæðingarhátíð frels- arans. Dagur sendir lesendum sínum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um að jólahátíðin verði rík af friði og gleði. ■ UPPAHALPI Hleyp öll lifandis ósköp - segir Kertasníkir, sem kemur sídastur bræðra sinna til byggða á morgun Að þessu sinni er þaö þrett- ándi og síðasti jótasveinn- inn, Kertasníkir, sem upp- lýsir lesendur Dags um hvað hann heldur nú mest upp á. Von er á Kertasníki til byggða á morgun, en nwð nútíma tækni tókst að ná sambadi við sveinka þar sem liann var á hraðferð ofan úr fjöllunum og féllst hann fúslega á að staldra við til að svara nokkrum spurningum. Hann vildi þó ekki dvelja of lengi því eins og hann sagði sjálfur „það er svo skrambi kalt að maður stirðnar strax upp. “ Kertasníkir lét annars vel af ferð sinni. Fœrð vœri óvenju góð „en fyrir mína parta vildi ég nú gjarnan hafa að- eins meiri snjó. Það er svo miklu jóla- legra," sagði hann og vildi síðan ólmur vinda sér í að svara spurningunum. „Ég hef alltaf þótt nokkuð glúrinn í svona spurningaleikjum. Gluggagægi bróður mínum gremst til dæmis óskap- lega þegar ég Itef betur," bætti hann við. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Eg verð að viðurkenna að góð tólgarkerti eru það allra besta sem ég fæ. Á hátíðar- stundum hnupla ég stundum bita af hangi- kéti frá bróður mínum Kétkróki og jafnvel skyrspón frá honum Skyrgámi ef þannig stendur á.“ Uppáhaldsdrykkur? „Eg skal segja þér að þegar maður er þyrstur jafnast ekkert á við fá sér sopa úr tærum fjallalæk.“ Hvaða heimilsstörffinnst þér skemmtilegust - leiðinlegust? „Þessi er dálítið snúin. Satt best að segja stend ég mig frekar illa á þessu sviði. Það er helst að ég fáist í smá tiltekt því þá er alltaf von um að finna kertisstubb að narta Kertasníkir. Stundarþú einhverja markvissa lireyfingu eða líkamsrœkt? „Ég hleyp öll lifandis ósköp og reyni að halda mér liðugum. Það er eins gott að vera snar í snúningum til að nappa kertun- um af þessum nútímabömum, sem stunda þetta erósprikl eða hvað það nú heitir." Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Ég kaupi nú ekkert sjálfur en kíki stund- um í matreiðslubækumar hjá henni Grýlu mömmu minni. Þar kennir sko ýmissa grasa get ég sagt þér. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Ég les voða lítið sjálfur. Þegar ég var yngri las Leppalúði pabbi alltaf fyrir mig á kvöldin en nú er það alveg búið því sjónin hefur versnað svo mikið hjá gamla manninum.“ / hvaða stjörnumerki ert þú? „Á þetta að vera einhver brandari?" Hvaða tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi lijá þér? „Auðvitað hlusta ég lang mest á jólalög en vil síður gera upp á milli manna svo enginn móðgist svona rétt fyrir jólin.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Bjúgnakrækir bróðir, engin spuming. Hann er ótrúlega liðugur þegar hann hendist upp í rjáfrið.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Við höfum nú ekki enn fengið okkur svoleiðis apparat í hellinn okkar." Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Hvaða jólasveinar em það?“ Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? „Mamma hefur alitaf sagt, heima er best og ég styð það.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef við þurftum að flytja. Það gengi einfald- iega ekki upp. Hér höfum við búið síðan elstu menn muna og eru þeir þó margir orðnir hundgamlir.“ Efþú ynnir stóra vinninginn í lóttó- inu hvernig myndir þú eyða pening- unum? „Jólasveinabúningurinn minn er orðinn dálítið slitinn, en veistu að ég held mig langi mest í pakka af góðum tólgarkert- um.“ Hvernig vilt þú hekt verja frístund- um þínum? „Þær eru nú fáar en helst reyni ég að skemmta mér við að nappa kertum af bræðrum mínum. Það er óskaplega gam- an, finnst mér.“ Hvað œtlar þú að gera um helgina? „Ég ætla auðvitað að reyna að ná eins mörgum kertum og ég get. Eins og þú veist höfum við bræður síðan frekar hægt um okkur á sjálfa jólanóttina, sitjum á strák okkar eins og það er kallað." HA H ELCARRABB AUÐUR INÚÓLFSDÓTTIR Jæja, þá er komið að því. Jólin, þessi hátíð sem allt snýst um í des- ember, eru loksins að koma. Á morgun líkur öllum æsingnum. Verslunarmenn loka búðum sín- um. Hreingemingardótinu er fleygt inn í skáp. Útvarpsstöðvam- ar hætta að spila jólapopplög og við taka jólasálmamir. Lætin og stressið víkur fyrir helgi jólanna. Á mínu heimili eru fáir hlutir í jafn föstum skorðum og aðfanga- dagur jóla. Engu má breyta frá ári til árs og alit verður að vera eins og í fyrra. í hádeginu er borðaður grjónagrautur. Eftir mat er jóla- skrautinu komið fyrir á sínum stað og jólapakkamir eru keyrðir út. Um fjögurleytið fara þeir fyrstu að tínast í bað og með góðri skipu- lagninu eru allir orðnir hreinir og fínir þegar messan byrjar klukkan sex. Áð messu lokinni reynir hinn róttækari hluti fjölskyldunnar að breyta aðeins til. „Opnum við ekki örugglega jólakortin eftir mat- inn?“ Gamimar eru famar að gaula enda enginn búinn að borða síðan í hádeginu og því freistandi að reyna að hnika dagskránni of- urlítið til. En hinir íhaldssömu hafa engu gleymt og vita vel að jólakortin em alltaf opnuð FYRIR matinn. Ég veit ekki hvernig venjan er á öðrum heimilum en ég hef þó grun um að það sé nokkuð algengt að opna jólakortin jafnóðum og þau berast. Slíkt er hins vegar dauða- synd heima hjá mér. Jólakortin á að opna eftir messu og fyrir mat á aðfangadag og á heimilinu eru tveir bréfahnífar, sem eru aldrei notaðir nema á þessari heilögu stund. Reyndar kemur í Ijós að í einstaka tilfellum er ekki þörf fyrir bréfahnífana þar sem búið er að opna nokkur umslög. Þama hefur róttækari hluti fjölskyldunnar aftur verið á ferðinni, þ.e.a.s. ég og mamma, og hljótum við að laun- um stingandi augnaráð frá karl- peningnum á heimilinu: „Svindl- arar, þið eru búnar að kíkja í kort- in!“ Ég er búin að margsegja sjálfri mér að auðvitað ráði ég sjálf hve- nær ég opni mín eigin kort. Samt skammast ég mín alltaf óskaplega á aðfangadagskvöld, þegar upp kemst að ég er búin að kíkja í öll kortin, og heiti því að á næsta ári standi ég mig betur. Ég er gífur- lega hreykin af því hve vel ég hef staðið mig í ár. Ekki búin að kíkja á eitt einasta kort! í hvert skipti sem ég geng í gegn um forstofuna beiti ég mig jámaga og leyfi mér ekki einu sinni að horfa í átt að jólakortapokanum. Enn sem kom- ið er gengur allt vel en nú hef ég grun um að komin séu nokkur þykk kort frá úlöndum sem í gætu leynst bréf. Ég er alveg sérstak- lega veik fyrir þessum kortum og finn viljastyrkinn þverra með hverri mínútunni sem líður. Þessi eini dagur fram að jólum virðist allt í einu alveg óendanlega langur og í huganum fæðast ótal hug- myndir um hvemig ég gæti nú laumast í jólakortapokann án þess að nokkur sjái til. Ætli einhver fatti að ég hafi kíkt ef ég nota gömlu aðferðina með gufunni og lími svo umslögin aftur? Loksins kemur matur Ég býst ekki við öðru en að sama verði upp á teningnum í ár og hin fyrri ár að kortin verða opnuð á fastandi maga. Um næsta dag- skrárlið, sem er maturinn, ríkir þó talsvert meiri sátt í fjölskyldunni. Á aðfangadag er ófrávíkjanleg regla að hafa hangikjöt á borðum. Einu sinni hélt ég að allir borðuðu hangikjöt á aðfangadag en nú sýna fullt af könnunum að á aðfanga- dagskvöld borða flestir Islending- ar hamborgarahrygg en bíða með hangikjötið fram á jóladag. Mitt fólk lætur ekki fjölmiðlatal hafa áhrif á sig og heldur sínu striki. Á aðfangadagskvöld borðum við hangikjöt og enginn myndi láta sér detta í hug að stinga upp á öðru. Sjálfri finnst mér reyndar ham- borgarahryggur miklu betri en þeirri vitneskju held ég fyrir mig eina. Ég skapa víst nógan usla með öllu jólakortaveseninu og segi því ekki orð um jólamatinn. Borða bara þeim mun meira af grænum baunum og laufabrauði. Eftir mat taka jólapakkamir við. Hér hefur reyndar tekist að breyta reglunum ofurlítið og kem- ur það ekki til af góðu. f gamla daga máttu allir opna einn pakka fyrir matinn en nú er allt geymt þar til eftir mat. Ég held að það sé nú bara vegna þess að með hækk- andi aldri fækkar jólapökkunum og ef allir taka upp einn verða svo fáir eftir. Börnin á heimilinu eru orðin stór og ekkert okkar virðist sýna því mikinn áhuga í augna- blikinu að fjölga mannkyninu. Pakkamir eru því ekkert voðalega margir og flestir litlir. En sem bet- ur fer er hún amma í heimsókn og hún á alveg helling af bamaböm- um og bamabamabömum sem sjá um að fjölga gjöfunum undir trénu enda kemur upp úr kafinu að þrír af hverjum fjórum pökkum eru til hennar. Ég örvænti því ekki þó fjarskyldu frænkumar og frænd- urnir sendi mér ekki lengur pakka á jólunum. Ég bíð bara þolinmóð eftir því að verða amma og lang- amma og þá fæ ég aftur fullt af pökkum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.