Dagur


Dagur - 23.12.1995, Qupperneq 5

Dagur - 23.12.1995, Qupperneq 5
Laugardagur 23. desember 1995 - DAGUR - 5 Aggi Slæ og Tamlasveitin. „Tömlu- lausir“. Skrautleg samsuða Egill Ólafsson hefur svo árum skiptir setið í „lávarðadeild" ís- lenskra poppara og virðist ekkert fararsnið vera á honum þaðan ennþá. Það er þó heldur skrautleg samsuða sem Egill ber á borð á nýjustu plötunni sem hann stendur fyrir, sem og Aggi Slæ ásamt Tamlasveitinni. Er þama á ferðinni tíu laga plata þar sem átta eru af eldri gerðinni og úr ansi hreint ólíkum áttum, en tvö svo að segja bæði ný, Korriró, sem kom út á safnplötu í sumar og Tamla funk. Meðal eldri laganna eru t.d. Kepp on Runnin, sem svo vinsælt varð fyrir um tveimur og hálfum áratug með Spencer Davis Group, Superstition eftir Stevie Wonder, Bítlalagið Hard Days Night og hinn magnaði íslenski diskósmell- ur Diskó friskó, að ógleymdu lagi van Morrisons, Have I told you baby. Engin smáblanda, sem Eg- iIl/Aggi og félagar, ekki minni herrar en Asgeir Óskars á tromm- um, Bjöm Thoroddsen á gítar, Ei- ríkur Örn Pálssön blástursleikari, Jónas Þórir píanóleikari, Gunnar Hrafnsson bassaplokkari og Stef- án S. Stefánsson saxafónleikari og höfundur Diskó friskó og Tamla funk (Korriró er eftir Egil) klæða í tamla/fönk/sálarbúning með lát- um. Þó er það nú þannig að þegar upp er staðið, eru frumsömdu ný- smíðarnar bestar og hefðu þær mátt vera fleiri á annars ágætlega unninni plötu. mgg- Sveitadvöl Gogga og Grjóna Gunnar Helgason er höfundur bamabókarinnar Goggi og Grjóni vel í sveit settir sem Mál og menn- ing hefur gefið út. Bókin fjallar um sömu söguhetjur og fyrri bók höfundar, Goggi og Grjóni, og segir hún í gamansömurr stíl frá sveitadvöl þeirra félaga. Þeir taka sér margt óvænt fyrir hendur og óhætt er að segja að þeir verði reynslunni ríkari. Gunnar Helgason er leikari og annar umsjónarmanna Stundarinn- ar okkar í Sjónvarpinu. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og kostar 1.380 kr. Grafít hf. gerði kápuna. Aku ■ r með allt að i ar afslætti •s'V KAUFVANGSSTRÆTI 4 - SlMI 462 6100 - FAX 462 6156

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.