Dagur - 23.12.1995, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 23. desember 1995
Ilmur af eldrauðum
útlendum blómum
- um Davíð Þorvaldsson rithöfund frá Akureyri
Akureyri hefur alið af sér margt skáldið. Sum eru nafnkunnari en
önnur en trúlega kannast fáir við Davíð Þorvaldsson. Engu að síður
var hann talinn til efnilegri rithöfunda á íslandi um 1930 en hann
náði aðeins að gefa út tvö smásagnasöfn áður en tæringin varð hon-
um að aldurtila. Smásagan var það form sem Davíð unni og eftir
hann liggja um þrjátíu sögur, sem sumar hverjar hafa verið þýddar á
erlendar tungur. Fram til þessa hefur þó farið lítið fyrir Davíð í
þeirri bókmenntasögu sem höfð er fyrir íslenskum námsmönnum.
Þar á hann fyllilega skilið sæti við hlið samtíðarskáldjöfra og er þess-
ari grein ætlað að varpa ofurlitlu ljósi á ævi Davíðs, drengsins sem
dreymdi um ilminn af eldrauðum, útlendum blómum og lét draum-
inn rætast.'
Umskipti auðnu og ógæfu
I mörgum kaupstöðum á íslandi
er gatan fram með fjörunni nefnd
Strandgata. [...] Öðru megin göt-
unnar er fjörðurinn eða flóinn,
bryggjur og hafnarmannvirki, ef
til eru, skip og bátar; hinum meg-
in húsakumbaldar, gamlir og nýir,
[...] I húsum þessum býr fólk af
öllum stéttum, en þó aðallega
þeir, sem stunda kaupsýslu, eyrar-
vinnu og sjómennsku. [...] Fjöru-
lykt af rotnandi þangi og þara
berst inn í húsin, í stormi þyrlast
göturykið og leitar inn um hverja
smugu. Þegar vetur gengur í
garð, þekur snjórinn sand og leir,
gatan verður hvít, loftið heilnœm-
ara.2
Akureyri síð-
ustu aldamót-
anna var ekki
stórt þéttbýli á
mælikvarða
okkar tíma en
þótti stórbær í
þá daga. Þar
voru útgerð og
verslun, skólar
og skemmtana-
hús, menning
þéttbýlisins að
fikra sig frá menningu sveitanna.
Meðal kaupmanna og útgerðar-
manna í hinum norðlenska kaup-
stað var Þorvaldur Davíðsson sem
rak eigin verslun í húsi sem Ole
Lied skósmiður reisti árið 1885 að
Strandgötu þrettán. Hann og fjöl-
skylda hans bjuggu einnig í hús-
inu og þar fæddist hinn 3. júní
1901 lítill drengur sem skírður var
Davíð Marinó. Hann var þriðja
bam Jóhönnu Jónasdóttur og Þor-
valds, þriðji drengurinn. Hinir
tveir voru Jónas Þórir, fæddur
1897, og Kristján Jónas, fæddur
1898.
Drengurinn var skírður í höfuð-
ið á afa sínum, Davíð Ketilssyni
frá Miklagarði en hann aðstoðaði
Þorvald við verslunarreksturinn
og útgerðina sem var töluverð um
aldamótin þegar síld var inn um
allan Eyjafjörð. Reksturinn gekk
misvel, sérstaklega útgerðin, en
vorið 1903 byggði Þorvaldur þó
nýtt íbúðarhús áfast við það gamla
og flutti þá faðir hans til þeirra.
Ari síðar stækkaði Þorvaldur
verslunina og þá fjölgaði enn á
heimilinu því foreldrar Jóhönnu,
Jónas Gunnlaugsson, fyrrverandi
hreppstjóri á Þrastarhóli, og Þór-
dís Jóhannsdóttir, kona hans, flutt-
ust þá einnig að Strandgötu þrett-
án.
Þorvaldur, faðir Davíðs, var
metnaðarfullur maður og árið
1904 gerðist hann útibússtjóri hins
nýstofnaða íslandsbanka á Akur-
eyri. Eitt af skilyrðunum fyrir
starfinu var að hann ræki ekki eig-
in verslun og tók faðir hans þá
formlega séð við versluninni.
Fljótlega eftir að Þorvaldur
settist í stól útibússtjóra fór hann
að kenna sér sóttar og versnaði
stöðugt. í ársbyrjun 1905 lagðist
hann rúmfastur og fór hann sam-
kvæmt læknisráði til Danmerkur,
á heilsuhæli í Silkeborg. Eflaust
átti það sinn þátt í því að Davíð
litli var sendur austur á Fáskrúðs-
fjörð sama sumar í fóstur hjá föð-
ursystkinum sínum, Jóni og
Jakobínu. Hjá þeim var hann allt
til ársins 1910 og slapp þannig við
að taka beinan þátt í miklum
hörmungum sem gengu yfir fjöl-
skylduna.
Árið 1906 var
ár áfalla hjá Jó-
hönnu Jónasdótt-
ur og hennar
fólki. í mars-
mánuði andaðist
móðir hennar og
í júní fékk hún
þær fregnir frá
Danmörku að
Þorvaldur hefði
látist úr berklum
í maí og búið
væri að jarða
hann. Um haustið varð síðan stór-
bruni á Akureyri þegar fjöldi húsa
við Strandgötuna varð eldi að
bráð, þar á meðal hús númer þrett-
án.
Sem betur fer voru hús og
verslun vátrygjgð og fékkst tjónið
að fullu bætt. I ársbyrjun 1907 var
því hafist handa við að reisa nýtt
hús og að beiðni Jóhönnu var það
haft eins stórt og lóðin leyfði.
Byggingu þess lauk um sumarið
og stendur húsið enn í dag á homi
Strandgötu og Glerárgötu og er
gjama kallað homskakka húsið
því það stendur samhliða báðum
götunum. Þar opnaði Davíð Ket-
ilsson aftur verslun en reksturinn
gekk erfiðlega þannig að henni
var lokað 1910. Örlaganomimar
höfðu hins vegar ekki bmnnið
með gamla húsinu og fylgdu fjöl-
skyldunni í það nýja. Um veturinn
1907-1908 veiktist Jónas Þórir af
berklum og dó haustið eftir.
Af öllum þessum örlagaríku at-
burðum fékk Davíð litli aðeins
fjarlægar fregnir. Jón föðurbróðir
hans var verslunarstjóri hjá Verzl-
un Thors E. Tuliniusar á Fá-
skrúðsfirði og jafnframt hrepp-
stjóri. Jakobína, föðursystir
Davíðs, var ráðskona hjá Jóni til
1907 en þá kvæntist hann Jóhönnu
Kristjánsdóttur. Jakobína var samt
áfram til húsa hjá bróður sínum til
haustsins 1909 þegar hún giftist
Ólafi Gíslasyni sem starfaði við
verslunina hjá Jóni. Þau Jakobína
og Ólafur fluttust síðan á Borgar-
fjörð eystri árið 1913 þar sem Ól-
afur tók við
verslunarstjóra-
stöðu í einni af
Hinum samein-
uðu íslenzku
verzlunum.
Eins og áður
segir kom Davíð
litli aftur til fjöl-
skyldu sinnar á
Akureyri árið
1910. Umskipti
höfðu orðið; fað-
ir hans, bróðir
og amma vom látin, húsið sem
hann fæddist í horfið og móðir
hans sem eitt sinn hafði átt láni að
fagna og góðum efnum, hafði nú
hlotið örlög ekkjunnar, sem búa
má við lítinn kost en man fífil sinn
fegri?
Barnskónum slitið
með bókviti
- Já, það var síðara hluta dags um
haust í blíðuveðri. Ofan úr berja-
hvömmunum bar fjallaþeyrinn ilm
af lyngi og grösum. Hjá fallega
garðinum við læknishúsið stóð
kyrrlátt, berklaveikt barn með ná-
fölt andlit. Það teygaði ilminn af
eldrauðum, útlendum blómum.4
Davíð gekk í barnaskóla á Ak-
ureyri og fór síðan í Gagnfræða-
skólann. Þröngur fjárhagur fjöl-
skyldunnar gerði það að verkum
að aðeins annar þeirra bræðra gat
gengið menntaveginn. Sú leið féll
Davíð í skaut enda segir Davíð
Stefánsson að hann hafi bæði ver-
ið námfús og bókhneigður.
Vorið 1921 lauk Davíð þriðja
bekk með gagnfræðaprófi. Akur-
eyrarskóli fékk ekki leyfi til að út-
skrifa stúdenta fyrr en nokkrum
árum síðar svo að norðlenskir
gagnfræðingar urðu að halda suð-
ur í höfuðstaðinn til frekara náms.
Slíkt var dýrt og ekki á allra færi.
Einnig var álit norðlendinga á
Menntaskólanum í Reykjavík ekki
upp á marga fiska. Álmennt var
álitið að skólinn vœri hálfgert
spillingarbœli, sem fæstir kœmust
í gegnum óskaddaðir?
Davíð settist í fjórða bekk
Menntaskólans í Reykjavík haust-
ið 1921 og vafalítið hefur honum
ekki brugðið minna en Steindóri
Steindórssyni frá Hlöðum sem
kom suður ári síðar:
Mér þótti skólinn strax óvið-
felldinn, svo að ekki sé sterkar að
orði kveðið. Stofurnar lágar og
dimmar, þröngt á göngum, og eins
og einhver þyngslasvipur á öllu.
Verstir þóttu mér þó gluggarnir
eða gœgjugötin á hurðunum, mér
þóttu þau fullkomið miðaldatákn
um það, að í skólanum drottnaði
andi njósna og ófrelsis. Margt var
frumstœtt. Klœðaskápar voru inni
í stofunum, þangað var dyngt inn
yfirhöfnum, oft
blautum og skó-
hlífum forugum
og ókrœsilegum.
Má fara nœrri
um hver áhrif
það hafði á loft-
ið, en loftrœsting
var ófullkomin,
ekki nema litlir
gluggar á hjör-
um og þeir ekki
opnaðir nema í
lífsnauðsyn að
heita mátti?
Þrátt fyrir
niðurdrepandi
umhverfi virðist
félagslíf nem-
enda við
Menntaskólann
hafa verið all-
gott. Framtíðin
hét helsti félags-
skapurinn og á
vegum hennar
voru haldnir
málfundir og rit-
uð einskonar skólablöð, Skinfaxi
fyrir óbundið mál og Hulda fyrir
ljóð. Auk þess starfaði ritdóma-
nefnd í tengslum við félagið sem
gagnrýndi skáldverkin í sérstakri
ritdómabók. Davíð virðist ekki
hafa geyst fram á ritvöllinn á sín-
um fyrsta vetri í Reykjavíkur-
skóla. Trúlega hefur hann lagt
megináherslu á námið og haldið
skáldskapnum fyrir sjálfan sig. En
kapp er best með forsjá.
Stundaði hann nám sitt af
miklu kappi, enda mun það hafa
riðið heilsu hans að fullu, því að
árið 1922 kenndi hann þess sjúk-
dóms, sem hann átti allt afsíðan í
höggi við?
Þannig kemst Kristján Guð-
laugsson að orði í kveðjuorðum til
skólabróður síns Davíðs. Hvort
sem um var að kenna of miklum
námsáhuga eða þeim aðbúnaði
sem Steindór lýsir þá hrakaði
heilsu Davíðs eftir nokkurra mán-
aða veru í Reykjavík. Engu að
síður sat hann í fimmta bekk vet-
urinn 1922-1923. Hinn fyrsta nóv-
ember 1922 ritar hann í Skinfaxa
sína fyrstu smásögu sem hann
lagði fyrir annarra augu, „Ást
krypplingsins. Söguna las hann
síðan upp á fundi Framtíðarinnar
tveimur dögum síðar.
Viðtökur skólafélaga hans voru
ótvíræðar, nýtt skáld hafði kveðið
sér hljóðs. Eftir þetta var Davíð
hampað sem sönnum snillingi af
Framtíðarfélögum og sárt saknað
þegar hann, heilsu sinnar vegna,
var frá námi veturinn 1923-1924.
Sést það glöggt í upphafsorðum
gagnrýni sem Pétur Benediktsson
skrifaði 29. nóvember 1924 um
söguna „Undir björgum eftir
Davíð;
Þegar ég var í fjórða bekk,
heyrði ég Davíðs fyrst getið. Mér
var sagt, að hann væri ógurlegt
skáld, einna helzt samanberandi
við Shakespeare. Og sjálfur sá ég,
að hausinn á honum var talsvert
iíkur hausnum á Shakespeare eftir
því, sem hann er á sumum mynd-
um. Af þessum líkum þótti mér
eigi ólíklegt, að gamii maðurinn
vœri þarna endurfœddur. [...] I
fyrra vetur var Davíð eigi í skóla.
Var því eðlilegt, að þá birtist eng-
in ósköp eftir
hann, en þá
heyrði ég ýmsa
gráta hann. Það
væri Ijótan,
sögðu þeir, fyrir
Framtíðina, að
hafa hann Davíð
ekki. Það væri
nú skáld í lagi?
Afköstin hjá
Davíð í smá-
sagnagerðinni á
þessum árum
voru lítil miðað við það sem
seinna varð. Aðeins fjórar sögur
eru eftir hann í Skinfaxa, tvær á
vetri. En skáldverkin féllu vel í
kramið hjá skólafélögunum og í
bókmenntasögu sinni líkir Stefán
Einarsson honum við Jóhann
Gunnar Sigurðsson og Jóhann
Jónsson hvað það áhrærir.
Þessi Iitlu afköst í skáldskapn-
um eiga sér væntanlega þá skýr-
ingu að námið hafi verið í fyrir-
rúmi hjá Davíð. Hann varð næst-
hæstur á stúdentsprófinu 1925 og
útskrifaðist með fyrstu einkunn,
6,98, en þá var hæst gefið átta.
Leiða má getum að því að fátækt
fjölskyldunnar hafi hvatt hann til
að stunda námið af krafti og taka
próf sem dygði honum vel í bar-
áttunni um þá fjóra styrki sem
menntamálaráðuneytið úthlutaði
stúdentum árlega til náms erlend-
is. Raunin varð líka sú að Davíð
hreppti styrk til náms í náttúru-
fræðum við Hafnarháskóla ásamt
Steindóri Steindórssyni og Jó-
hannesi Áskelssyni. Þetta hafði
mikla þýðingu fyrir hann. Þó að
féð hrykki skammt þegar út var
komið, en styrkurinn var 100 kr á
mánuði í fjögur ár, þá rættist
draumurinn sem kviknaði við ilm-
inn af eldrauðum, útlendum blóm-
um.
Hin kalda Kaupmannahöfn
Morguninn 3. september var hálf-
grámygluiegur, en brátt glaðnaði
í lofti, og sólin skein í allri sinni
dýrð yfir turna og torg.
Við flýttum okkur í land, rislág-
ir og sjólegnir, svangir og illa til
hafðir eftir 10 daga reisu á fúlu
farrými Goðafoss?
Þannig lýsir Steindór Stein-
dórsson komu hinna þriggja verð-
andi náttúrufræðinga til Kaup-
mannahafnar. Svo fór að þeir
Davíð leigðu saman fyrstu mán-
uðina en í sjálfsævisögu sinni seg-
ir Steindór að þeir hafi aldrei orð-
ið nánir vinir enda harla óskaplík-
ir:
Davíð var draumlyndur og
hneigður til skáldskapar, eins og
síðar kom betur fram, og hafði þá
áreiðanlega hugsað sér að leggja
út á braut listarinnar, ef honum
entist aldur til. Hann hafði ekki
valið sér náttúrufræðinám af
áhuga á greininni, heldur miklu
fremur til að fá færi á að komast
utan, til þess að kynnast nýju um-
hverfi, hitta fólk og fá nýja og
víðari yfirsýn um mannlífið. Þegar
svo var í pottinn búið, var sýnt, að
námið mundi ekki veita honum
nokkra fullnægju og því síður
gleði. Enda tók honum brátt að
leiðast það, og hætti hann þá að
sækja fyrirlestra og æfingar. Ofan
á það bættist, að hann var heilsu-
veill og hafði ekki þrek til
áreynslu. [...] við höfðum lítið
saman að sælda. og sáumst lítt, þó
við byggjum í sama herbergi. Eg
reif mig á fætur snemma á morgn-
ana, til að komast í fyrirlestra, og
sat úti á lestrarstofum allan dag-
inn, en Davíð var sjaldnast vakn-
aður, þegar ég fór. Hinsvegar fór
hann oft út á kvöldin, og var kom-
inn út áður en ég kæmi heim, en
ég aftur sofnaður við heimkomu
hans. Við áttum því fá sameigin-
leg áhugamál fyrst leiðir skildu
Árið 1906 var
ár áfaila hja
Jóhönnu Jónas-
dóttur og
hennar fólki.
Hjá fallega
garðinum við
læknishúsið
stóð kyrrlátt,
berklaveikt
barn með ná-
fölt andlit.
Það teygaði
ilminn af
eldrauðum,
útlendum
blómum.