Dagur - 23.12.1995, Side 15
Laugardagur 23. desember 1995 - DAGUR - 15
pólitískt hæli.
„Það var mikill léttir að koma
til Svíþjóðar og mér fannst ég
vera öruggur. Mér leið ekki lengur
eins og ég væri eltur. En ég missti
líka mikið. Stundum velti ég því
fyrir mér hvort hefði verið betra
að deyja á vígvellinum í mínu eig-
in landi en að vera útlendingur í
öðru landi allt mitt líf, jafnvel þó
þar sé ég öruggur."
Hvaðan ertu?
Sardar leggur áherslu á að enginn
velji sér það hlutskipti að vera
flóttamaður. „Flóttamenn flýja til
að bjarga lífi sínu. Þeir flýja und-
an stríði og þjáningum og yfirgefa
land sitt því þeir vita að þeir eru
ekki öruggir þar. í nýja landinu
þarf að aðlagast nýrri menningu
og öðruvísi stjómkerfi og mörgum
reynist það erfitt. Smám saman
missir flóttamaðurinn sjónar á því
hver hann er. Hann veit að hann
tilheyrir ekki fólkinu sem býr í
nýja landinu. Hann lítur meira að
segja öðruvísi út. Þeir sem eru t.d.
frá Þýskalandi, Póllandi eða Eng-
landi og eru í Svíþjóð, eru ekki
spurðir hvaðan þeir séu ef þeir eru
úti á götu. En ef einhver er frá
Miðausturlöndum, Suður-Amer-
íku, eða öðrum stöðum þar sem
fólk er dekkra yfirlitum er fyrsta
spurningin oftast: „Hvaðan ertu?“
„Ég hefði þurft að
fara í háskóla í
fímm ár til að læra
það sem ég var bú-
inn að læra og ég
vildi það ekki. Ég
skil ekki hvers
vegna ég ætti að
mennta mig tvisvar
sinnum fyrir sama
starfið. Ég fór því
að vinna á veit-
ingahúsi.“
Jafnvel þó sá sem spurður er tali
reiprennandi sænsku og hafi fæðst
í Svíþjóð. Skilaboðin sem við-
komandi fær með þessari spurn-
ingu er að hann sé ekki einn af
þeim því hann líti öðruvísi út.“
Erfítt að fá góða vinnu
Sardar segir að mörgu leyti gott
að búa bæði í Svíþjóð og á íslandi
en honum finnist hann þó aldrei
vera heima hjá sér. Ef hann mætti
ráða vildi hann helst búa í friði í
Kúrdistan meðal síns fólks en
slíkt sé því miður ekki mögulegt.
En þó honum finnist hann alltaf
vera öðruvísi segist hann aldrei
hafa orðið fyrir kynþáttahatri. „Ég
hef oft heyrt um að fólk verði fyr-
ir því en ég held að þetta fari mik-
ið eftir manneskjunni sjálfri. Ef
maður fylgir lögum og reglum
samfélagsins held ég að lítil hætta
sé á vandamálum. Ef fólk byggir
upp minnihlutasamfélag er meiri
hætta á árekstrum. I Svíþjóð er
mjög algengt að innflytjendur búi
á afmörkuðum svæðum en ég
vona að hið sama gerist ekki á ís-
landi.“
Sardar er sænskur ríkisborgari
og því er honum umhugað um
stöðu innflytjenda í Svíþjóð. Hann
segir að innflytjendastefna Svía
hafi að mörgu leyti mistekist. Sví-
ar hafi verið duglegir að taka við
flóttafólki og veita því nauðsyn-
lega hjálp en innflytjendur fái
ekki tækifæri til jafns við Svía á
vinnumarkaðinum. „Innflytjendur
þurfa að sætta sig við ræstingar
eða að vinna í veitingahúsageiran-
„Það var mikill
léttir að koma til
Svíþjóðar og mér
fannst ég vera ör-
uggur. Mér leið
ekki lengur eins og
ég væri eltur. En ég
missti líka mikið.
Stundum velti ég
því fyrir mér hvort
hefði verið betra að
deyja á vígvellin-
um í mínu eigin
landi en að vera út-
lendingur í öðru
Iandi allt mitt líf,
jafnvel þó þar sé ég
öruggur.“
um jafnvel þó þeir séu með há-
skólagráðu og gætu nýst þjóðfé-
laginu betur í starfi sem væri tengt
þeirra námi,“ segir Sardar og
bendir á sjálfan sig sem dæmi.
Hann hafi reynt að fá vinnu sem
verkfræðingur og fékk tíma-
bundna vinnu hjá sænsku vega-
gerðinni. Þegar þeirri vinnu lauk
fékk hann hvergi aðra vinnu og
var sagt að hann þyrfti próf frá
sænskum háskóla. Verkfræði-
menntunina frá írak vildi enginn
samþykkja jafnvel þó Sardar tal-
aði sænsku án erfiðleika.
„Ég hefði þurft að fara í há-
skóla í fimm ár til að læra það
sem ég var búinn að læra og ég
vildi það ekki. Ég skil ekki hvers
vegna ég ætti að mennta mig
tvisvar sinnum fyrir sama starfið.
Ég fór því að vinna á veitinga-
húsi.“
„Þetta var í fyrsta
sinn sem ég sá
svartan snjó. Olíu-
eldarnir í Kuwait
gerðu það að verk-
um að snjórinn
sem féll til jarðar
var kolsvartur.
Stríðið eyðilagði
því ekki aðeins líf
margra fjölskyldna
heldur raksaði
sjálfri náttúrunni.“
Sardar lét ekki staðar numið
heldur lærði hann að vera kokkur
og opnaði síðan eigin veitingastað
í Svfþjóð. „Þetta var staður þar
sem seldar voru pizzur, pastaréttir
og salat,“ segir hann en hann seldi
veitingahúsið áður en fjölskyldan
flutti til íslands.
Svartur snjór
Persaflóastríðið skaut Vestur-
landabúum skelk í bringu og stór
hluti heimsbyggðarinnar sat límd-
ur við sjónvarpstækin sín þegar á
þessum átökum stóð. Fyrir Sardar
nægði sjónvarpið hins vegar ekki.
1 kjölfar stríðsins lentu Kúrdar í
Irak í miklum hremmingum og
flúðu umvörpum til fjalla þó mið-
ur vetur væri. Fréttaskýrendur áttu
vart til orð til að lýsa slæmum að-
búnaði Kúrdanna, sem dvöldu í
fimbulkulda upp á fjöllum í einsk-
is manns landi milli landamæra ír-
aks og Tyrklands því þeir voru
velkomnir í hvorugu landinu.
„Sjónvarpið sýndi mér ekki nógu
mikið. Þetta var fólkið mitt og ég
varð að fara og sjá með eigin aug-
um hverjir væru á lífi og hverjir
ekki,“ segir Sardar.
Hann fór í tyrkneska hluta
Kúrdistans og dvaldi þar í tvær
vikur. „Ég lokaði bara veitinga-
staðnum og fór,“ segir hann. í
þessari ferð sá hann sjón sem
hann gleymir seint. „Þetta var í
fyrsta sinn sem ég sá svartan snjó.
Olíueldamir í Kuwait gerðu það
að verkum að snjórinn sem féll til
jarðar var kolsvartur. Stríðið eyði-
lagði því ekki aðeins líf margra
fjölskyldna heldur raksaði sjálfri
náttúmnni.“
Sardar sneri aftur til Svíþjóðar
þar sem hann átti, þegar hér var
komið sögu, bæði eiginkonu og
bam. Þeir atburðir sem hann hafði
séð með eigin augum voru í huga
fólksins í Svíþjóð eitthvað hræði-
legt en jafnframt fjarlægt. „Mér
hefur oft dottið í hug að þetta sé
sambærilegt við þegar hús ná-
grannas brennur. Svo framarlega
sem þetta er ekki eigið hús snertir
það fólk ekki mikið. Fólki fer
fljótt að leiðast fréttir af skelfileg-
um atburðum og lokar augunum
fyrir að þetta gerist í raun og veru.
Enda getur það lítið gert. Flestir
vilja hjálpa en eru vanmáttugir þar
sem atburðarásinni er stjómað af
ríkisstjómum en ekki almenn-
ingi.“
Mitt á milll Vopnafjarðar
og Reykjavíkur
Sardar segist ekki hafa viljað
flytja frá Svíþjóð því þar hafi
hann verið búinn að koma sér
ágætlega fyrir og nokkrir ættingjar
hans búi einnig í Svíþjóð. Konan
hans, Jónína, var hins vegar
ákveðin í því að á íslandi vildi
hún búa. Jónína er frá Vopnafirði
en Sardar fannst staðurinn of lítill
til að geta hugsað sér að búa þar.
Reykjavík var heldur ekki inn í
myndinni. „Borgin virkaði ekki
vel á núg. Mér finnst of vindasamt
þar. Ég kann vel við mig í kulda
en mér er illa við mikinn vind,“
segir Sardar. Akureyri var því eins
konar málamiðlun enda mitt á
milli Vopnafjarðar og Reykjavík-
ur. Þar á Jónína lfka ættingja.
Sardar segir ekki stóran mun á
því að búa í Svíþjóð og á íslandi.
Tungumálið sé þó vandamál. „Ég
sakna líka trjánna í Svíþjóð. En
náttúran hér er stórkostleg og
fólkið vinsamlegt." AI
SJÓMANNAFÉLAG
EYJAFJARÐAR
Fundarboð
Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar
verður haldinn að Skipagötu 14, 4. hæð (Alþýðuhús-
ið), föstudaginn 29. desember 1995 og hefst kl. 11 f.h.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Önnur mál.
Gestur fundarins, Sævar Gunnarsson formaður Sjó-
mannasambands íslands.
Stjórnin.
Jólakveójafrá Fjólu og
Stefáni Valgeirssyni
'BeótU/júlar úgy
nýár&kueðjur
með ósk um ásœttanlega afkomufyrir alla svo
friður og hagsœld ríki íþjóðfélaginu.
Pökkum liðið.
w
lv
Óskum cettingjum og vinum
gleðilegmjála
&
fð
ogfarsceldar á komandi ári.
Guð blessi ykkur.
Kristinn Steinþórsson,
Jóhanna Garðarsdóttir
og börn í Ólafsfirði.
4
m
&
a
Sendum sjómönnum,
fjöbkyldum þeirra og öðrum
landsmönnum hugheilar
jálar ogyivýár&
kmðjur
Akureyrarhöfn
Oddeyrarskála v/Strandgötu
Sími 462 6699
4