Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 11
MINNINC Föstudagur 5. j^núar 1996 - DAGUFt - 11 Bragi Finnsson Fæddur 3. janúar 1943 - Dáinn 28. desember 1995 Bragi var fæddur á Ytri-Á í Ól- afsfírði 3. janúar 1943, næst yngstur af tuttugu börnum hjón- anna Mundínu Þorláksdóttur og Finns Björnssonar útvegsbónda. Kona Braga var Sigríður Óskarsdóttir. Þau eignuðust 3 börn: Ólafíu Guðrúnu f. 1964, Sigurbjörn Frey f. 1967 og Ósk- ar Guðfinn f. 1981. Jólin eru hátíð ljóssins. Það eru tendruð ljós úti og inni, hvar sem hægt er. Þó eru alltaf skuggar ein- hvers staðar. Kannski verða skuggarnir aldrei umflúnir hversu vel sem við reynum að tendra ljós- in. Einn af þessum skuggum féll einmitt á veg rninn er ég frétti látið hans Braga. Þegar ég hugsa til baka man ég vel þennan brosmilda 10 ára dreng vorið sem ég flutti í Syðri-Á. Man þegar hann kom og lék sér við litla frænda sinn sem átti dálítið meira af bílum og öðru dóti en frændur hans. Svo liðu árin. Litlir drengir urðu fullorðnir menn og fóru til sjós. Það var litla vinnu að hafa hér fyrir norðan á þessum árum og þess vegna varð Keflavík starfs- vettvangur hans eins og svo ótal margra annarra héðan. Sjómennsk- an áfram aðalstarfið, hestamennsk- an tómstundagamanið. Stofnaði heimili, kona böm og seinna barnabörn. Það er ekki ætlun mín að rekja æviferil Braga heldur þakka hon- um góð kynni frá fyrstu tíð. Ég veit að það verða fleiri en ég sem munu sakna hans, ekki síst á ókomnum Kleifamótum. Með þessari örstuttu kveðju frá Kleifunum, biðjum við góðan guð, að leiða hann að strönd ljóss og friðar þar sem birtan er varanlegri en öll þau jólaljós sem við nú tendrum. Öllum ástvinum hans biðjum við blessunar og sendum samúðarkveðjur frá hjónunum á Syðri-Á. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að minnast Braga Finnssonar frá Ytri- Á í Ólafsfirði sem var næst yngst- ur 20 barna tengdaforeldra minna Mundínu og Finns, en yngstur er Óskar sem er giftur undirritaðri. Þegar ég kom inn í þessa fjöl- skyldu fyrir nær 30 árum tók ég strax eftir hvað systkinatengslin voru sterk og auðvitað sterkust á milli þeirra sent bösluðu saman í leik og starfi. Það var alltaf mann- margt á Ytri-Á í þá daga þegar bömin voru að alast upp og þurftu þá allir, bæði ungir og hinir eldri að taka þátt í lífsbaráttunni og var Bragi ekki undantekning þar á. En svo fóru systkinin í burtu hvert af öðru, eins og gengur. Upp úr 1960 fór Bragi á vertíð til Keflavíkur, eins og títt var í þá daga og þar festi hann ráð sitt, er hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Óskarsdóttur úr Keflavfk og eignuðust þau 3 myndarleg böm, Ólafíu, Frey og Óskar. En það var með Braga eins og öll systkinin að rætumar frá Ytri-Á voru sterkar og á hverju sumri kom hann norður á meðan foreldr- ar hans bjuggu á Ytri-Á og lagði þeim lið við bústörfm. Eftir að þeirra brasi lauk kom hann norður til að dvelja í rólegheitum á Ytri-Á með fjölskylduna sína. Það eru búin að vera mörg ætt- armót á Ytri-Á og víðar, að ógleymdum Kleifamótunum, og þar var Bragi ætíð hrókur alls fagnaðar, einstaklega orðheppinn, ljúfur og skemmtilegur. Núna síð- ustu árin hefur hestamennskan verið mikið áhugamál hjá Braga í öllum frístundum og þegar þeir bræður ræddu málin, var umræðu- efnið oftast um hesta og skepnur. Elsku Diddý, Lóa, Freyr, Óskar og fjölskylda. Missir ykkar er mik- ill, við biðjum algóðan guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg og sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur að norðan. Bridgehátíð 1996 Fimmtánda Bridgehátíð Bridge- sambands íslands, Bridgefélags Reykjavíkur og Flugleiða verður haldin á Hótel Loftleiðum dag- ana 16.-19. febrúar nk. Sveita- keppnin er opin eins og áður en spilað verður nýtt form í tví- menningnum, Monrad-Barómet- er, 90 spil og ijöldi para verður hámark 120. Eins og undanfarin ár áskilur Bridgesambandið sér rétt til að velja pör í tvímennning Bridgehátíðar. Keppt verður um einhver sæti í tvímenning Bridgehátíðar í vetr- arinitcell BSÍ föstudagskvöldið 10. febrúar. Verðlaun verða samtals 18 þús- und dollarar. Sex erlendum pörum hefur ver- ið boðið til keppninnar, þar á með- al verða ítölsku Evrópumeistaram- ir og Zia Mahmood með sveit og hafa þegar staðfest komu sína. Skráning er á skrifstofu Bridge- sambandsins (Sólveig) í síma 5879360 og er skráningarfrestur í tvímenning Bridgehátíðar til mið- vikudagsins 31. janúar nk. Yinnmgar í jólakorta- happdrættí H.H.Í. 1995 Aðalfundur Vélstjórafélags íslands: Hörð afstaða 20 gjafabréf á veitingahús kr. 6.000 hvert 2556-4720-4846-8153-8212-10234- 13761-18840-18872-19210-19666- 24253-24839-26460-27284-28656- 29080-33122-36310-39980 40 bækur, Vaka-Helgafell, kr. 3.000 hver 627-2126-2430-2916-2933-3552- 4048-4507-5976-7765-8240-9687- 9745-11035-12225-13166-14208- 16626-16963-17993-18692-18827- 19580-20526-25089-25196-25313- 25620-27950-28263-31381-33174- 33380-33848-34279-35202-36514- 36758-37710-37855 40 geisladiskar frá Japis kr. 2.000 hver 1050-1816-2082-2497-3477-5227- 5687-8023-8565-9702-9748-10127- 10674-11754-12254-12744-12847- 13132-13849-14651-15591-17633- 17901-19787-21511-22082-22582- 24991 -25836-26645-27056-27864- 33508-34808-35016-35866-36121 - 36773-36934-39311 Thailandsferðin kom á miða nr. 42452 B J 0 p 0 Z30ZU-Z/V3U-ZÖZ03-JUÖ1-JJ1/4- 4Z43Z B i Iifeynsmalum Afengi hækkar Aðaifundur Vélstjórafélags ís- lands var haldinn 29. desember sl. að Borgartúni 18 í Reykjavík. Á fundinum var farið yfír starf- semi liðins árs að frátöldum kjaramálum, en þeim hafði verið gerð skil á sérstökum fundum með viðeigandi hagsmunahóp- um dagana 27. og 28. desember sl. Á fundinum var nokkuð fjallað um lífeyrismál og þá afstöðu Líf- eyrissjóðs sjómanna að hafna því að Vélstjórafélag íslands eigi áfram stjórnaraðild að sjóðnum eftir að félagið sagði skilið við Farmanna- og fiskimannasamband Islands 1. ágúst 1991. En félags- menn Vélstjórafélags Islands og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins sem greiða iðgjöld til sjóðsins munu vera ámóta margir. Aðalfundurinn mótmælti því harðlega að félagsmönnum Vél- stjórafélags íslands sem starfa á sjó sé gert skylt að tryggja lífeyr- isréttindi sín í sjóðnum nema að félaginu séu líka tryggð þar áhrif með stjórnaraðild líkt og öðrum samtökum þar sem félagsmönnum er gert skylt að tryggja réttindi sín í sjóðnum. Af þessu tilefni sam- þykkti aðalfundur Vélstjórafélags- ins eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Vélstjórafélags lslands haldinn 29. desember 1995 skorar á Alþingi Islendinga að breyta lögum nr. 94 frá 1994 um Lífeyrissjóð sjómanna á þann veg að fulltrúa tilnefndum af Vél- stjórafélagi Islands verði tiyggð seta í stjórn sjóðsins. Geti Alþingi aftur á móti ekkifallist á þessa til- lögu verði lögunum um sjóðinn breytt á þann veg að þeim félags- mönnum Vélstjórafélags Islands sem ráðnir eru á íslensk skip sé ekki gert skylt að greiða iðgjöld í Lífeyrissjóð sjómanna. “ Þá samþykkti aðalfundurinn að Vélstjórafélag íslands gangi til samstarfs við Vélstjórafélag Isa- ljarðar um sameiginlegan rekstur Styrktar- og sjúkrasjóða og orlofs- heimilissjóða félaganna, að Vél- stjórafélag Islands veiti Vélstjóra- félagi Isatjarðar þá félagslegu þjónustu sem Alþýðusamband Vestfjarða hefur annast á undan- gengnum árum, sem felst m.a. í almennu skrifstofuhaldi, gerð kjarasamninga ásamt margþættri aðsloð við félagsmenn. I lramhaldi af tillögu stjómar var Jósafat Hinriksson vélfræðing- ur heiðraður fyrir brautryðjenda- störf á tæknisviði og gerður að heiðursfélaga í Vélstjórafélagi ís- lands. Á fundinum var gerð grein fyr- ir stjórnarkjöri. Helgi Laxdal var endurkjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára og Ásgeir Guðnason varaformaður. um 0,1% Frá og með 1. janúar sl. hækk- aði áfengi um að meðaltali 0,1%. í frétt frá ÁTVR kemur fram að með hliðsjón af nýrri reglugerð um ÁTVR hafi verð á öllu áfengi verið reiknað samkvæmt nýjum verðlagningarreglum. Dæmi um verðbreytingu: Saint-Emilion AC 1991 rauð- vín - eldra verð kr. 1360/nýtt verð kr. 1240. Chablis PM hvítvín - eldra verð kr. 790/nýtt verð kr. 800. Blush Chablis rósavín - eldra verð kr. 650/nýtt verð kr. 660. Frapin VSOP koníak - eldra verð kr. 3810/nýtt verð kr. 3440. Smirnoff vodka - eldra verð kr. 2280/nýtt verð kr. 2360. Egils gull (dósir) bjór - eldra verð kr. 960/nýtt verð kr. 970. Beck’s dósir bjór - eldra verð kr. 1040/nýtt verð kr. 1100. Í V i Verkmenntaskólinn áAkureyri Afhending stundaskráa fer fram mánudaginn 8. janúar á skrifstofu skól- ans kl. 8.15.-14.00 Kennsla hefst þriðjudaginn 9. janúar kl. 8.15. Skólameistari. Þau Ijós sem skœrast lýsa, þau Ijós sem skína glaðast þau hera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómurfellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskœra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllu sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hveifi Ijósið bjarta þá sitw eftir ylur í okkar mœdda hjarta. (E.G.Þ.) Júlíanna Ingvadóttir og fjölskylda. í febrúar Bridgesambandið þarf margt •starfsfólk á Bridgehátíð við dreif- ingu spila og ýmislegt fleira. Þeir sem vilja leggja hönd á plóginn hafi samband við við skrifstofu Bridgesambandsins og öll sjálf- boðavinna er vel þegin. íslandsmót í parakeppni Skráning er hafin í fjórða Islands- mótið í parasveitakeppni sem verður haldið í Þönglabakka 1, helgina 27.-28. janúar nk. Eins og fyrri ár verður spiluð Monrad sveitakeppni með 16 spila leikjum og fer fjöldi spila í leik eftir þátt- töku, miðað er við að keppnin sé u.þ.b. 110 spil eins og undanfarin ár. Spilamennska hefst kl. 11 báða dagana. Keppnisgjald er kr. 10 þúsund á sveit og verður spilað unt gullstig í hverjum leik. Skráning er á skrifstofu Bridge- sambandsins í síma 5879360 (Sól- veig) og er skráð til fimmtudagsins 25. janúar. (Fréttatilkynning frá Bridgesantbandi íslands) Bridgefélag Akureyrar: Akureyrarmót í sveitakeppni hafið Þriðjudaginn 2. janúar sl. hófst Akureyrarmót í sveitakeppni og eru spilaðir tveir 16 spila leikir á kvöldi og verður spiluð tvöföld umferð. Staðan eftir fyrstu 2 umferðim- ar er þessi: 1. Sveit Ævars Ámtannss. 50 stig. 2. Sveit Antons Haraldssonar 45 stig. 3. -4. Sveit Kristjáns Guðjónss.34 stig. 3.-4. Hauks Harðarsonar 34 stig. Næstu tvær umferðimar verða spilaðar þriðjudaginn 9. janúar. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107,600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Glerá, Akureyri, þingl. eig. Magnús Oddsson, gerðarbeiðendur Akur- eyrarbær og Skuldaskil h.f., 10. janúar 1996 kl. 10. Grundargerði 6c, Akureyri, þingl. eig. Aðalbjörg Jónsdóttir og Tryggvi Pálsson, gerðarbeiðandi Málning h.f., 10. janúar 1996 kl. 10.30. Hjallalundur 20, íb. 401, Akureyri, þingl. eig. Margrét Þorvaldsdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarbær og Byggingarsjóður verkamanna, 10. janúar 1996 kl. 11. Loðdýrabú, Möðruvellir 4, Arnar- neshreppi, þingl. eig. Ræktunarfé- lag Norðurlands, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, 10. janúar 1996 kl. 14. Sýslumaðurinn á Akureyri 4. janúar 1996.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.