Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1996
FRÉTTIR
Svalbakur EA-2 meö 50 milljón króna aflaverðmæti:
Svalbakur og Sólbakur
til veiða á Flæmingjagrunni
Frystitogarinn Svalbakur EA-2
kom til Akureyrar á fimmtudag
með liðlega 50 milljón króna
aflaverðmæti í rækju og fékkst
aflinn í íslensku lögsögunni. Iðn-
aðarrrækjan fer til vinnslu hjá
rækjuverksmiðjum á Vestfjörð-
um og Vesturlandi. Norðlenskar
rækjuverksmiðjur eru með mikl-
ar birgðir af hráefni, allar hrá-
efnisgeymslur allt að því fullar,
og gátu því ekki nýtt sér að
kaupa iðnaðarrækjuna af Sval-
bak EA.
Svalbakur EA heldur á mánu-
dag til rækjuveiða á Flæmingja-
grunn við Nýfundnaland og einnig
mun frystitogarinn Sólbakur EA-
307 fara þangað eftir að núverandi
veiðitúr lýkur, eftir um það bil
þrjár vikur. Sólbakur EA er á bol-
fiskveiðum í lögsögunni. Svalbak-
ur EA mun síðan sækja á Reykja-
neshrygginn þegar úthafskarfa-
veiði glæðist þar í vor og frysti-
togarinn Sléttbakur EA-304 er að
fara í slipp þar sem sett verður í
skipið flottrollsbúnaður og fer
togarinn síðan á úthafskarfaveiðar
á Reykjaneshrygg. Þangað verða
ísfisktogaramir Kaldbakur EA-
301 og Harðbakur EA- 303 send-
ir, en afli jieirra verður unninn í
frystihúsi UA.
Lokið er við að frysta liðlega
100 tonn af loðnuhrognum hjá ÚA
og verður ekki meira magn fryst,
fyrst og fremst vegna þess að
markaðurinn er mettur frá því á
síðustu vertíð og verð hafa lækkað
vegna mikil framboðs. Bolfisk-
vinnsla er í fullum gangi í frysti-
húsinu, en óvænt uppihald varð
nýlega, bæði vegna brælu á mið-
Leikskóladeild flutti starfsemi
sína að Glerárgötu 26 fyrr í
þessum mánuði í nýinnréttuð
húsakynni. Á myndinni eru
nokkrir starfsmanna í nýjum
húsakynnum ásamt starfs-
mönnum skólaskrifstofu sem
er á sömu hæð. Þar er embætti
íþrótta- og tómstundafuiltrúa
einnig tii húsa. F.v.: Bryndís
Símonardóttir, Brynja Stefáns-
dóttir, Sesselja Sigurðardóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Ingibjörg Eyfells, Ingólfur Ár-
mannsson og Unnur Þorsteins-
dóttir. Mynd: BG
unum og eins var Kaldbakur EA
frá veiðum í 16 daga vegna bilun-
ar. Hráefnisþörf Útgerðarfélags
Akureyringa er það mikil að fisk-
markaðimir duga ekki þegar leysa
þyrfti hráefniskaup í stað afla
skips sem óvænt verður frá veið-
um vegna bilunar. Mögulegt er að
kaupa allt að 20 tonn af mörkuð-
unum, en 80 tonna kaup em um
helmingur heildarframboðs af bol-
fiski á öllum íslenskum fiskmörk-
uðum. Frosti ÞH-229 landar hjá
ÚA næstkomandi mánudag og
Harðbakur EA síðan um miðja
vikuna. GG
„Ratatoskur
’96“ í MA
„Ratatoskur ’96“ er yfirskrift
menningardaga sem efnt
verður til í Menntaskólanum
á Akureyri næstu viku. Dag-
skráin hefst í dag kl. 10 með
ljósmyndamaraþoni en til
þess er efnt í samvinnu við
Pedrómyndir á Akureyri.
Formleg setning Ratatosks
verður nk. mánudag í MA en
þá um kvöldið kl. 20.30 verður
efnt til menningarkvölds í
Deiglunni með fjölbreyttri
dagskrá. Meðal annars verður
boðið upp á djass, klassíska
tónlist, Jóhannes Dagsson les
ljóð og hagyrðingar láta ljós
sitt skína.
Þriðjudaginn 19. mars kl.
16.15 verður efnt til bók-
menntadagskrár í Möðruvalla-
kjallara en um kvöldið kl.
20.30 verða á sama stað kynnt
úrslit í stuttmyndasamkeppni.
Miðvikudaginn 20. mars
verður fyrirlestur á vegum
samtaka herstöðvaandstæðinga
kl. 16.15 og um kvöldið annast
kennarar kvöldvöku á sama
stað kl. 20.30.
Fimmtudaginn 21. mars kl.
16.15 verður efnt til stjóm-
málakappræðna milli Hannes-
ar Hólmsteins Gissurarsonar,
háskólakennara, og Marðar
Amasonar, varaþingmanns, og
sama dag stendur Tónlistarfé-
lag Menntaskólans fyrir tón-
leikum.
Föstudaginn 22. mars verða
sýnd brot úr myndböndum í
löngu frímínútum og Ratatoski
’96 slitið.
Áðumefndir dagskrárliðir
em kannski fyrst og fremst
hugsaðir fyrir nemendur skól-
ans, en forráðamenn menning-
ardaganna taka fram að dag-
skrárliðir séu öllu áhugafólki
opnir. óþh
Söngvarakeppni MENOR:
Frestur rennur
út 31. maí
Skilafrestur til að senda inn
þátttökutilkynningu í söngvara-
keppni Menningarsamtaka
Norðlendinga (MENOR) 1996
rennur út 31. maí nk. en á
keppnina er m.a. litið sem
hvatningu í klassískum söng en
hún er opin fyrir unga söngvara
og söngnemendur í klassískum
söng, yngri en 30 ára sem búsett-
ir eru á starfssvæði MENOR.
Keppendur þurfa að hafa sam-
band við skrifstofu MENOR í
síma 462-6205 (fax 462-6104) og
fá upplýsingar, m.a. um keppnis-
reglur og tilhögun. Keppendur
velja sér flokk eftir getu. í flokki
þeirra sem styttra eru komnir velja
keppendur 1 íslenskt lag og 1 er-
lent sem þeir senda inn á hljóð-
snældu. Lögin eru Smaladrengur-
inn eftir Skúla Halldórsson,
Mánaskin eftir Eyþór Stefánsson,
Islenskt vögguljóð á hörpu eftir
Jón Þórarinsson, Gruss eftir Felix
Mendelssohn, Vieni eftir Antonio
Vivaldi og To brune pjne eftir Ed-
vard Grieg.
Þeir sem þátt taka í flokki
þeirra sem lengra em komnir velja
sér einnig 1 íslenskt og 1 erlent
lag. Lögin eru Kossavísur eftir Pál
ísólfsson, Nótt eftir Áma Thor-
steinsson, Síðasti dans eftir Karl
O. Runólfsson, Jeg elsker Dig eft-
ir Edvard Grieg, Sally Gardens
eftir Benjamín Britten (breskt
þjóðlag) og Auf dem Wasser zu
singen eftir Franz Schubert. Aðal-
keppnin fer fram 8. og 9. júní nk.
GG
Félagsmálaráðuneytið
Ráðstefna um
atvinnumál kvenna
verður haldin föstudaginn 22. mars nk. á Hótel
KEA á Akureyri kl. 9.30-18.00.
Setning
Árni Gunnarsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra.
Ávarp fulltrúa Akureyrarbæjar
Fyrirlesarar og umræðuefni:
Sérstakur opinber stuðningur við konur í atvinnulífinu:
Ingibjörg Broddadóttir deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti:
Kvennasjóðurfélagsmálaráðuneytis.
Herdís Sæmundardóttir formaður undirbúningsnefndar um lána-
tryggingasjóð:
Lánatryggingasjóður kvenna á íslandi.
Sigurður Snævarr hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun:
Forréttindi eða jákvæð mismunun?
Ráðgjöf og átaksverkefni:
Elsa Guðmundsdóttir atvinnuráðgjafi Sambandi fsl. sveitarfélaga á
Vestfjörðum:
Atvinnuráðgjöf til kvenna í þéttbýli og dreifbýli.
Hulda Ólafsdóttir varaformaður atvinnumálanefndar Reykjavíkur-
borgar:
Reykjavíkurborg - atvinnumál kvenna.
Ávarp félagsmálaráðherra Páls Péturssonar
Ný viðhorf gagnvart konum í atvinnulífinu:
Hrafnhildur Sigurðardóttir útibússtjóri Landsbanka íslands:
Konur og karlar sem viðskiptamenn í bönkum.
Árni Magnússon aðstoðarmaður iðnaðarráöherra:
Átaksverkefni iðnaðarráðuneytis.
Ingunn Svavarsdóttir sveitarstjóri Öxarfjarðarhreppi:
Bankahugmynd: Micro Credit.
Sigmar B. Hauksson þjóðfélagsfræðingur:
Hugarfarsbreyting í atvinnumálum kvenna á landsbyggðinni.
Atvinnumál kvenna í dreifbýli:
Líneik Anna Sævarsdóttir endurmenntunarstjóri á Hvanneyri:
Símenntun og atvinnusköpun: Auðlind í dreifbýli.
Drífa Hjartardóttir formaður Kvenfélagasambands íslands:
Atvinnumöguleikar og aðstæður kvenna á landsbyggðinni.
Fyrirspurnir og umræður verða á eftir hverjum þætti.
Fundarstjóri: Elín Líndal formaður Jafnréttisráðs.
Opið hús hjá Menntasmiðju kvenna á Akureyri fyrir ráðstefnu-
gesti.
Vinsamlegast skráið þátttöku til félagsmálaráðuneytis-
ins í síma 560 9100 fyrir 20. mars nk.
Þátttökugjald er 1.000 kr. og er matur og kaffi innifalið.
Leikskólar Akureyrarbæjar:
Ófaglærðir í
56% stöðugilda
Leikskóladeild Akureyrarbæjar
hefur auglýst eftir leikskóla-
kennurum við alla leikskóla bæj-
arins, þ.e. Kiðagil, Lundarsel,
Krógaból, Síðusel, Iðavelli,
Klappir, Flúðir, Pálmholt,
Holtakot og Árholt.
Ingibjörg Eyfells, deildarstjóri
leikskóladeildar Akureyrarbæjar,
segir að ekki sé hörgull á starfs-
fólki á leikskólana, heldur hörgull
á fagfólki, og það sé orðin regla að
auglýsa þau störf sem skipuð séu
ófaglærðu fólki tvisvar á ári. Á
leikskólunum em alls 86 heildags-
stöðugildi, og þar em alls 38 stöð-
ur skipaðar leikskólakennumm og
48 ófaglærðu starfsfólki og það
em stöður hinna ófaglærðu sem
auglýstar em nú. Alls starfa 140
manns á leikskólunum í dag, 41
leikskólakennari og 97 ófaglærðir,
margir í hlutastarfi. Allir ófaglærð-
ir em lausráðnir og er gert ljóst við
ráðningu að þeir þurfi að víkja
sæki faglærðir um starfið. GG
Quðrún ÓCadóttir
Hieilqmeistari
Vatin
sjdtfsstjóm
Sjáífsstyrkingamámskeið áAkureyri.
Námskáðið síiptist í tvo liíutam eða tvær fidgar. Fyrri fdutinn
verður fiefgina23.-24. murs, sá seinni verður hefgina 4.-5 mat.
Námskeiðið byggir á nýrri aðferð sem heýur eíái verið kenná áður
hér á fandi. Þama erumað rceða mjög áhrifariha aðferð tií að bceta
tíf sitt og fíðan. Námskeiðið er aðeins cetíað feim sem eru tiíBúnir
að feggja eitthvað á sig tif að bœta tíðan sína. Titvaíið fyrir fiá sem
hafa fegar gert eitthvað i mátinu og vitja meira.
Kennari er Guðrún Óúuíottir, reihimeistari og andíegur teiðbein-
anái.
Reikitiámskeið 1. stig verður hetgina 30.-31. mars á AJtureyri
Reikittámsíraið 2. stig 26.-28. mars á hvötáin (3 hvöld).
Kynmngarfundur föstudagskvötd ki 20.30 að Gterárgötu
32, 3. íurð, gengið ittn að austan.
Upptýsingar og skráning á kyrmingarfundinum og í simum
587 1334 Guðrúnog 462 1312 Ámý.
ar
STEL
^ ‘J{eikisamtöfc Istands
r ‘Viðuríccnndur meistari