Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. mars 1996 - DAGUR - 9 hestur var aftur sonur Nökkva frá Hólmi í Homafirði. Sá hestur þótti „mikill kyngæðingur" eins og Þor- kell orðar það. Einnig nefnir Þor- kell kynbótahesta í eigu Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki og einnig Náttfara frá Ytra-Dalsgerði í Eyjafirði. Sennilega hefur hins veg- ar Hrafn frá Holtsmúla í Skagafirði, nú orðinn 28 vetra, skilað mestum framförum í ræktunarstarfi hérlend- is, að mati Þorkels. „Það er gæð- ingur gæðinganna," segir hann. Aðspurður um eftirminnilega samtíðarmenn í hrossarækt á Norð- urlandi nefnir Þorkell sérstaklega Svein Guðmundsson á Sauðárkróki. „Allir landsmenn viðurkenna að Sveinn hefur verið heppinn með sín hross og hefur spunnið mjög vel úr þeim. Aðra þekkta Norðlendinga vil ég ekki nefna nú til að gæta ■jafnræðis," bætir hann við. Hrossin eru of mörg Að mati Þorkels hefur harkan í hestamennsku hérlendis aukist mjög með auknum peningum sem eru umleikis í hestaviðskiptum. „Útflutningur á hestum byrjaði af fullum krafti þegar fór að ganga verr í hefðbundnum búskap. Þá fóru menn úti í það að fjölga hross- um sínum og það heldur hressilega. Og þetta hefur vissulega haft áhrif á hrossadóma. Við ráðunautar höf- unt alltaf lagt okkur fram við að meta hrossin faglega og svo er vissulega ennþá. En það glymur í nálægð að dómar verði verðstýr- andi,“ segir Þorkell. Hann segir að ráðunautar verði að vera starfi sínu vaxnir og megi aldrei láta rugla sig af áðurgreindum ástæðum. Fyrir nær 20 árum setti Þorkell fram þá skoðun sína að hross í landinu væru of mörg og eins ekki rétt fram talin. Væru 15% fleiri en skattskýrslur segðu og þegar bú- fjártalning var gerð í landinu árið 1989 hefði þessi tala reynst rétt. I dag eru hrossin í landinu talin vera 80 til 90 þúsund, „...og ég tel þa$ vera alltof margt. I hrossarækl dagsins í dag eiga menn að leggja höfuðkapp á að vera með góðar hryssur til undaneldis - en af stóð- hestum er nóg til. Menn hafa lagt meiri áherslu á magn en gæði og slíkt er hrossarækt til bölvunar og það þynnir út þá framfaraöldu sem annars er t íslenskri hrossarækt,“ segir hann. Nóg til af stóðhestum Þorkell segir ennfremur að hross- um í landinu mætti að meinalausu fækka um þriðjung - bæði með til- liti til hrossaræktar, markaðar og landnýtingar. Er mat Þorkels að jafnvel þurfi að setja beitarhámark á hverja jörð; það gæti orðið hrossaræktinni og landvemd til tekna. „Ég vil fá hross en góð og í hrossaræktinni vil ég að menn beini kastljósi að hryssunum. Taki þær til bæna. Nóg er til af stóðhestum," segir Þorkell. „Þegar hestar em dæmdir þá hefur maður oft í huga hvaða eigin- leika maður metur helst í fari sam- ferðamanna sinna. Þar met ég helst vinnugleði og góða skapgerð. Dá- samlegt er að vinna með mönnum sem hafa þessa eiginleika - og mik- ilsvert er að hestar hafi þetta einnig," sagði Þorkell Bjamason, aðspurður um kynni sín af mönnum á löngum ferli í starfi hrossaræktar- ráðunautar. Hann lætur af starfi þann 1. júlí næstkomandi og býst liann þá við að fara í ýmis verkefni heima, sem setið hafa á hakanum um langa hríð. Verð brekkudómari „Á hrossamótum um langt skeið hef ég verið dómari, en ætla nú að skipta um stöðu. Verða brekku- dómari, sitja í brekkunni með al- mennum áhorfendum og leggja þar mitt mat á hrossin. I því starfi er ég nýgræðingur en hlakka til að takast á við það, enda tel ég mig hafa sæmilega undirstöðumenntun,“ sagði Þorkell Bjamason. -sbs. Útiveran og félags- skapurinn heilla mest í dag eru 40 ár liðin frá því Stangveiðifélagið Flúðir á Akur- eyri var stofnað. Dagur átti af þessu tilefni stutt spjall við for- mann félagsins, Sigurð Ring- sted, sem jafnframt er einn af stofnendum félagsins. Sigurður hefur verið formaður síðan 1971 en auk hans eru átta aðrir félag- ar sem hafa verið í félaginu frá því það var stofnað. Á síðasta aðalfundi voru skráð- ir félagar 98. Sigurður segir að á afmælisárinu hafi verið ákveðið að bjóða inngöngu í félagið án inngöngugjalds en annars er gjald- ið tuttugu þúsund. Margir hafa nýtt sér þetta tilboð því þegar hafa borist 24 beiðnir um inngöngu. Félagsmenn í Flúðum eru á öllum aldri, þeir elstu að nálgast áttrætt og yngstu allt niður í 18 ára. Karl- ar eru í miklum meirihluta en þó em þrjár koriur félagar. „Við stofnuðum félagið á sínum tíma vegna þess að við komumst ekki í neinar ár nema vera með fé- lagsskap og taka þær á leigu Dansað með brotna stöng Veiðisögurnar eru órjúfanleg- ur hluti veiðimennskunnar og eins og allir sannir veiðimenn kann Sigurður margar slíkar. Við látum hér eina létta sögu ' JTjóta með til 'gamáns: Ég fer stundum að veiða með manni sem er fatlaður og við förum á staði þar sem er létt að veiða á. Við vorum kornnir á stað þar sem þurfti að vaða yfír ána og hann beið því í bílnum á meðan ég óð yf- ir. Þegar ég var komin yfir sá ég að ég hal'ði tekið vitlausa stöng og stöngin sem ég var með var krakkastöng. Ég setti hana samt saman og byrjaði að veiða og mjög fljótlega beit á hjá mér. I viðbragðinu brotn- aði stöngin í miðjunni og framparturinn rann út í á. Ég hljóp á eftir og náði stönginni og gat vafið línunni utan um hendumar á mér. Þannig gekk ég fram og aftur með bakkan- um því ég gat ekkert halað inn þar sem ég var ekki með neitt hjól. Afturparturinn á stöng- inni var á jörðinni. Svona dansaði ég góða stund og sá sem beið í bflnum hélt ég væri orðinn vitlaus. Hann skyldi ekkert í þessunt stríðsdansi mínum. En ég náði fískinum. Þeir eru ófáir fískarnir sem hafa bitið á agnið hjá Sigurði Ringsted en hann er formaður Stangveiðifélagins Flúðir og einn af stofnendum félagsins. Mynd: BG segir Sigurður. Þegar félagið var stofnað tók það Selá í Vopnafirði á leigu og hafði aðgang að henni frarn til 1969. Um tíma var félagið einnig með hluta af Hofsá í Vopnafirði og á þeim árum segir Sigurður að félagið hafa verið mjög vel sett. Þegar þeir misstu árnar í Vopnafirði tóku þeir Fnjóská á leigu og hafa leigt hana allt til dagsins í dag. Einnig var félagið með Laxá á Refasveit við Blönduós í níu ár en missti hana fyrir tveimur árum. Fékk mest 31 lax Litlar líkur eru á því að menn séu í einhverju félagi í fjóra áratugi án þess að hafa eitthvað gagn eða gaman af og því er Sigurður spurður hvað það sé við stang- veiðina sem heilli hann mest? „Áður, þegar ég var ungur og frískur, sá ég ekkert nema veiðina en nú er það ekki síður útivistin og félagsskapurinn. Mér er alveg sama hvort ég veiði eitthvað eða ekki þó auðvitað sé alltaf gaman að fá fisk. Ég er t.d. eiginlega al- veg hættur að veiða nema á flugu en áður barðist ég við maðkinn hlaupandi milli veiðistaða. Ég hef fengið allt upp í 31 lax á einum degi en þá var ég líka alveg búinn og engin ánægja á eftir,“ segir hann. Vinsældir stangveiði eru sífellt að aukast og Sigurður segir að áhugamönnum um stangveiði hafi ekki aðeins tjölgað heldur sé hóp- urinn orðinn breiðari. „Áður voru þetta eiginlega bara forréttinda- klíkur og menn sem höfðu nóga peninga sem stunduðu þetta." Hóf í haust Ekki stendur til að halda upp á af- mælið um þessa helgi heldur hafa stangveiðifélagamir í Flúðum ákveðið að bíða með hátíðarhöld fram á haust. „Oft er mikið að gera hjá fólki á vorin og því var tekin sú ákvörðun að halda frekar veglegt hóf í haust,“ segir Sigurð- ur. Þá er jafnframt ætlunin að veita verðlaun fyrir stærstu fiska sumarsins en þau verðlaun eru annars veitt á aðalfundi ár hvert. AI Guðmundur Gunnarsson með veiði dagsins sem hann veiddi í Laxá á Refasveit við Blönduós. Félagar í Flúðum á góðri stundu. Frá vinstri: Óli Sæmundsson, Stefán Stef- ánsson, Guðjón Ágúst Árnason, Sigþór Gunnarsson og Einar Jónsson. Þak yfir höfuöið Af hverju að kaupa notaða íbúð þegar þú getur fengið nýja á sambærilegu verði? Viö höfum réttu fasteignina fyrir þig, raöhús af mörgum stæröum sem hægt er aö aðlaga að þínum óskum. Margra ára reynsla, vönduð vinnubrögð og hagkvæmt verð. Við byggjum réttu íbúðina fyrír þig. Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf. Skipagötu 16 • Sími 461 2366 Fax 461 2368 - Opíð kl. 13-17.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.