Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1996
Sumar á Sýrlandi í
Freyvangsleikhúsi
í dag frumsýnir Freyvangsleik-
húsið í Eyjafjarðarsveit leikverk-
ið „Sumar á Sýrlandi“ undir
leikstjórn Skúla Gautasonar.
Meginuppistaðan í sýningunni
eru lög á samnefndri plötu Stuð-
manna sem kom út fyrir liðlega
tuttugu árum en leikgerðina
samdi Skúli í samvinnu við leik-
hópinn. Leikendur eru alls 25 en
auk þeirra tekur þátt í sýning-
unni fimm manna hljómsveit
undir stjórn Karls Olgeirssonar.
Lögin á plötunni eru um ólík
efni og mynda ekki ákveðna heild
en Skúli segist hafa spunnið leik-
gerðina út frá lögunum og fjalli
hún um fíkniefnalið sem fari á
flakk um lífið á öðrum bylgju-
lengdum.
Freyvangsleikhúsið er ekki eini
leikhópurinn sem hefur tekið
gömlu Stuðmannalögin upp á sína
arma því í vetur hefur framhalds-
skóli einn í Reykjavík sett upp sýn-
ingu með mörgum af þessum sömu
lögum og sú uppfærsla ber einnig
heitið „Sumar á Sýrlandi". Helga
Ágústsdóttir, sem sér um kynning-
armál fyrir Freyvangsleikhús, segir
um einskæra tilviljun að ræða og
engin tengsl séu milli þessara
tveggja sýninga. „Krakkamir hér
eru ekki að apa upp eftir þeim fyrir
sunnan eða öfugt heldur gerðist
það einfaldlega að sama hugmynd-
in skaut upp kollinum á sama tíma
og uppfærsla Freyvangsleikhússins
er algjörlega unnin hér,“ segir hún.
Helga vildi einnig koma því á
framfæri til þeirra sem hafa áhuga
á að sjá uppfærslu Freyvangsleik-
hússins að fyrir sýningar sé hægt
að fara í mat í Kvennaskóla Café,
sem er til húsa í gamla kvennaskól-
anum á Laugalandi. „Þarna verða
fjölbreyttir réttir á góðu verði og
opinn bar. Þeir sem hafa áhuga
geta síðan komið þangað aftur eftir
sýningu og haldið áfram að hafa
það huggulegt." AI
Hópatriðin skipa stóran sess í uppfærslu Freyvangsleikhússins. Myndir: BG
Doddi „dealer“ (annar frá hægri) sannfærir fjórmenningana, sem eru í aðal-
hlutverki í sýningunni, að í eiturlyfjum finni þeir stuðið. Hér fylgist hann
með þegar eitt „fórnarlamba“ hans fær sér fyrstu pípuna.
Lærdómsríkt að
spila í leikhúsi
Fimm manna hljómsveit sér um
alla tónlist aðra en söng og var
einn hljómsveitarmeðlimur,
trommarinn Benedikt Brynleifs-
son, tekinn tali.
„Við spilum ein 12 lög og
megnið af þeim eru lög Stuð-
manna frá árinu 1975. Forleikinn
sömdum við þó sjálfir og eins höf-
um við bætt nokkrum köflum inn í
sum lögin,“ segir Benedikt. í
hljómsveitinnni eru fjórir strákar
og ein stúlka og eru þau öll nem-
endur við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri. „Við erum ekki í leikfélag-
inu hér heldur vorum við fengin
til að taka þátt í þessari sýningu."
Benedikt segir undirbúning
hafa verið erfiðan því oft hafi ver-
ið æfingar langt fram eftir kvöldi.
„En þetta er ágætur skóli og það
er mjög lærdómsríkt að spila í
leikhúsi. Þar er leikritið í aðalhlut-
verki en tónlistin eiginlega auka-
atriði og því þarf að spila lágt.“ AI
Benedikt Brynleifsson er í hljómsveitinni og spilar á trommur.
Toppurinn að komast
í Þjóðleikhúsið
Gunnbjörn Arnljótsson, betur
þekktur undir gælunafninu
„Skúbbi“, leikur eitt af Qórum
aðalhlutverkum í sýningunni en
leikgerðin byggist að miklu leyti
í kringum íjögur ungmenni sem
eru í leit að stuði, leiðast út í eit-
urlyf og lenda í ýmsu undarlegu.
„Við reynum að lýsa því hvernig
þeim líður og hvernig þetta end-
ar hjá þeim og að miklu leyti er
þetta einskonar spuni,“ segir
hann.
Skúbbi er 21 árs gamálí én
flutti í Eyjafjarðarsveit fyrir níu
árum síðan. Sextán ára gamall lék
hann fyrst með Freyvangsleikhús-
inu þegar leikverkið „í blóma lífs-
ins“ var sett upp og hann tók
einnig þátt í „Kvennaskólaævin-
týrinu" sem leikhúsið sýndi í
fyrra. „Þetta er meiri háttar upplif-
un og toppurinn er að komast í
Þjóðleikhúsið eins og í fyrra,"
segir hann.
- Er þessi sýning lík þeirri sem
þú tókst þátt í í fyrra?
„Báðar voru söngleikir en þessi
sýning er dálítið öðruvísi. í henni
er meiria popp, hún er fjörugri og
skemmtilegri,“ segir Skúbbi og
bætir við að hann sé mjög ánægð-
ur með sýninguna og hlakki til
frumsýningarinnar. AI
Gunnbjörn Arnljótsson tekur lagið í upphafi sýningar.
Gógóglyðra, svín og Qallkona
Erna Hrönn Ólafsdóttir er yngsti
leikarinn í uppfærslu Freyvangs-
leikhússins en hún er aðeins fjór-
tán ára gömul. „Sumar á Sýr-
landi“ er fyrsta uppfærslan sem
hún tekur þátt í en hún gekk í
leikfélagið síðast liðið haust.
„Þetta er búið að vera æðis-
legt,“ segir Ema um undirbúnings-
tímann. Um efni leikritisins segir
hún að erfitt sé að lýsa því þar sem
farið sé úr einu í annað. Flestir
leikendur koma fram í mörgum
hlutverkum og Erna leikur m.a.
svín, fjallkonu og það sem hún
kallar „gógóglyðru“ og því óhætt
að segja að hlutverkin séu fjöl-
breytt. Söngur spilar stórt hlutverk
í sýningunni og þar er Ema á
heimavelli því hún er að læra að
syngja hjá Þuríði Baldursdóttur í
Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Al-
gengt er að fólk fari í söngnám um
tvítugt en Ema var aðeins níu ára
gömul þegar hún byrjaði að læra
að syngja og er þegar komin á
þriðja stig í söngnáminu. AI
Sumar á Sýrlandi er fyrsta uppfærslan sem Erna Hrönn Ólafsdóttir tekur
þátt í með Freyvangsleikhúsinu.