Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 13

Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. mars 1996 - DAGUR - 13 POPP Bowie kemur Nú er það víst alveg komið á hreint að poppgoðið mikla til nær þriggja áratuga, David Bowie, kemur hingað til lands í sumar og heldur tónleika í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar í Reykjavík 1996. Verða tónleikamir eftir því sem næst verður komist, laugar- daginn 22. júní, þegar hátíðin mun væntanlega standa sem hæst. Áð- ur hefur verið sagt frá því að ör- uggt'er að Björk verður með tón- leika á hátíðinni og þá væntanlega líka í Laugardalshöllinni og að bresku poppstjömurnar í Pulp mxmi að öllum líkindum koma fram á henni. David Bowie hefur að imdanförnu verið á tónleika- ferðalagi um Evrópu og gengið bara bærilega eftir fregnum að dæma. Hingað til lands mun hann að sögn koma með fríðu föruneyti, um það bil 20 til 30 manns, þannig að það verður væntanlega mikið um dýrðir. Hann er vissulega ekki sama stjarnan og áður eins og á „Ziggy Stardust" tímabilinu t.d. fyrir rúmum tveimur áratugum, en er samt ennþá mjög vinsæll og virtur, enda tvímælalaust einn af helstu og margbrotnustu hetjum rokksögunnar. Væri of langt mál að fara að rekja feril Bowie hér í smáatriðum, en lýsingin á honum sem „einum af margbrotnustu hetjum rokksins", jafnframt sem einum af meiri áhrifavöldum þess, segir margt um hversu merkilegan mann er að ræða. í svo ólíkum tónlistarstefnum sem glys eða „Spacerokki", pönki/nýbylgju, nýrómantísku poppbylgjunni og síðan í framsæknu harðrokki (sem meðlimur í hljómsveitinni Tin Machine) hefur Bowie hrærst á sínum litríka ferli og alltaf þótt marka spor með einhverjum hætti. Tónleikar kappans hafa löngum líka verið tilkomumiklir og átt sinn þátt í velgengni hans. Verður væntanlega engin undantekning á því í Laugardalshöllinni í sumar. The Cure með Robert Smith fremstan í flokki, sendir brátt frá sér lang- þráða nýja plötu. Myndin er frá pönk- og nýbylgjutímabilinu þegar sveitin var á þeirri línu. MACNÚS <SE1R GUÐMUNDSSON Punktar KKákreik KK blessaður, sem var svo óheppinn fyrir áramótin að lenda í bílslysi m.a. er nú skriðinn saman og byrjaður að spila urn Suður- og Vesturland. Ef það gengur vel, verður hann á ferð- inni hér fyrir norðan í framhaldinu, t.d. á Akureyri og Húsavík, við tón- leikahald. Væri mikill fengur að kappanum hingað, en með í för er einvalalið, systir hans og mágur, El- len Kristjáns og Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Pétursson o.fl. Diana hefur áhrif í poppinu Hún Diana prinsessa af Wales, sem venjulega er í fréttum bresku slúður- blaðanna út af nánast öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, er nú líka komin á síður popppressunnar þar- lendis. Ekki þó vegna þess að hún ætli eða sé að hasla sér völi á þeim vígstöðvum, heldur af öðrum ástæð- um. Þannig er nefnilega þannig að tveir tæknigaurar, Green og Conn- ery, hafa sett saman danssmell, sem byggður er á hinu fræga viðtali sem Diana veitti í fyrra í þættinum Panor- ama og lét flest flakka um sig og Kalla prins. Hefur lagið, sem kallast I'm A Free Spirit, nú þegar náð vin- sældum í klúbbum og það bæði í London og New York. Engin við- brögð hafa komið frá prinsessunni í sambandi við þetta uppátæki svo vit- að sé. „Undirheimar“ gera ánývartviðsig Ein af athyglisverðari sveitum dans- bylgjunnar, hin sýrða Underworld, er nú rétt búin að senda frá sér sína aðra alvöru plötu. Nefnist hún Second To- ughest In The Infants og hafa gagn- rýnendur lofað hana óspart og telja að hér sé á ferðinni ein af þeim plötum sem standa muni upp úr þeg- ar árið 1996 verður gert upp. Und- erworld á sér nokkum hóp dyggra aðdáenda hérlendis eftir að hafa heimsótt ísland fyrir tveimur árum eða svo. David Bowie hefur nú samþykkt að koma fram á Listahátíð í sumar. Ný plata The Cure í nánd Tiltölulega lítið hefur farið fyrir einni af helstu og farsælustu poppsveitum Bretlands á undan- fömum árum, The Cure, síðustu árin. Ymsar tónleikaútgáfur og safnplötur hafa að vísu litið dags- ins ljós frá henni, en fjögur ár eru hins vegar síðan síðasta hljóðvers- platan, Wish, kom út. Hefur bið eftir nýrri plötu því verið fulllöng fyrir aðdáendur Cure, en Wish var í alla staði vel heppnuð og færði sveitinni til að mynda mikla vel- gengni í Bandaríkjunum. Það sér nú aftur á móti fyrir endann á þeirri bið nú, því Robert Smith söngvari og félagar hans eru um þessar mundir að klára upptökur og hljóðblöndun á nýrri plötu, sem koma á út 8. maí næstkom- andi. Hefur platan hlotið nafnið Wild Mood Seings og verður að sögn hin vænsta að vöxtum, eða með einum 15-16 lögum. Herma kuxmugir að um nokkuð fjöl- breytta plötu verði að ræða, sem bæði muni sýna poppaðri og rokk- aðri hliðar hljómsveitarinnar. Verður forvitnilegt að heyra þessa blöndu, en eins og margir tónlist- arunnendur vita, hefur Cure borið víða niður á nær tveggja áratuga ferli sínum, m.a. í pönki/nýbylgju og melódísku poppi. Leikhúí: sveifla „Skárr’en ekkert“ Þrátt fyrir að leikritið Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur hafi ekki verið sýnt hér norðan heiða (hvað sem svo síðar kann að gerast) hefur orðspor þess og umtalið í kring um það auðvitað ekki farið framhjá neinum hér, né um hvað verkið fjallar. Hér á þessum stað verður reyndar ekk- ert frekar fjallað um þetta leikrit, enda ekki ástæða til, nema hvað að í því er heilmikið af tónlist. sem nú er komin út á plötu. Á þar í hlut sú bráðskemmtilega sveit Skárr'en ekkert, sem eins og sjálfsagt flestir vita, átti heið- urinn af stórum hluta af tónlist- inni í kvikmyndinni Ein stór fjöl- skylda á síðasta ári. Voru menn ekki á eitt sáttir um gæði og gildi myndarinnar, en flestir voru hins vegar sammála um að plat- an með tónlistinni úr henni væri hin ágætasta og þá ekki hvað síst vegna hinnar léttleikandi lat- nesku sveiflu Skárr'en ekkert. Hljómsveitin Skárr'en ekkert hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu. Myndin er frá skemmtun ónefnds stjómmálaflokks hér í bæ, þar sem sveitin tróð upp viðstöddum til mikillar gleði. (Mynd: MGG) Má t.d. nefna að titillag myndar- innar í flutningi Skárr'en ekkert, náði töluverðum vinsældum í útvarpi. En nú er sem sagt ný- komin út plata með sveitinni með tónlistinni úr leikritinu Konur skelfa og eru það að- standendur leikritsins, Alheims- leikhúsið, sem stendur að útgáf- unni. Ef einhver skyldi síðan ekki vita það, þá má að lokum geta þess að einn af meðlimum Skárr'en ekkert, Guðmundur Steingrímsson nikkuþenjari, er sonur ekki ómerkari manns en Steingríms Hermannssonar, fyxr- um forsætisráðherra og núver- andi seðlabankastjóra. Nú í lok febrúar síðastliðinn, var loks kveðinn upp dómur yfir rappstjörnunni Snoop Doggy Dogg, í morðmáli gegn honum, sem staðið hefur yfir í um tvö ár. Var Snoop ásamt lífverði sínum, McKinley Lee, gefið að sök að hafa 25. ágúst 1993 elt uppi og myrt meðlim glæpagengis nokkurs, sem þeim tveimur hafði með einhverjum hætti lent saman við. Úrskurður kviðdóms í Los Ange- les varð hins vegar sá, að þeir Snoop og Lee væru saklausir um morð og að þeir hefðu ekki lagt á ráðin um að fremja glæpinn, né reynt að eyðileggja meint sönnun- argögn, sem vera áttu í jeppabif- reið Snoops. Mun þessi úrskurður m.a. hafa fallið vegna þess að lög- reglurannsókninni var ábótavant og ýmislegt skorti til að hægt væri að dæma Snoop og félaga fyrir morð af 1. eða 2. gráðu. Málinu er hins vegar ekki lokið, því kvið- dómurinn víaði ekki frá öllum Rapparinn Snoop Doggy Dogg er frjáls maður, a.m.k. um stund. ákærum á hendur Snoop, en hann var líka, að því er virðist „til vara", ákærður um einhvers konar 3. gráðu og þar með minna saknæmt morð af ásettu ráði. Er ekki svo auðvelt að skýra þetta nánar, en öll kurl eru sem sagt enn ekki komin til grafar í þessu máli. Með- an svo er gengur rapparinn Snoop laus gegn hárri tryggingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.