Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1996
Lítill, stór, lítill, stór! Nemendur i eldri bekkjunum aðstoða þau yngri við matarborðið og er hver nemandi með eitt
barn í sinni umsjá og hjálpar því að setja matinn á diskinn, skræla kartöflurnar og annað sem gæti reynst litlum
höndum ofviða.
Nýstárleg heimilis-
fræðikennsla
í Valsárskóla
kvæmt íslenskri menntastefnu sé
gert ráð fyrir að allir skólar lands-
ins verði einsetnir eftir ákveðinn
tíma og jafnframt að nemendur fái
í skólanum staðgóða máltíð á við-
ráðanlegu verði. Valsárskóli sé
þegar einsetinn og hér sé komin
athyglisverð leið til að ná síðara
markmiðinu.
Máltíðin í Valsárskóla kostar
150 krónur en þau böm sem elda
hverju sinni þurfa ekki að borga
fyrir matinn. Bömin búa til mat á
mánudögum, þriðjudögum og
miðvikudögum, á fímmtudögum
em afgangar í matinn en á föstu-
dögum lýkur kennslu um hádegi
og ekki boðið upp á hádegismat þá
daga. Nemandi getur því fengið
fjórar heitar máltíðir á viku fyrir
450 krónur því hann borgar ekki
daginn se n hann tekur þátt í að út-
búa matinn.
Yngri börnin aðstoðuð
Bömin búa ekki aðeins til matinn
sjálf heldur bera þau hann einnig
fram og sjá um að ganga frá að
máltíð lokinni. Skemmtilegasti
þátturinn og sá sem Margrét er
stoltust af er að eldri bömin, sem
elda matinn, taka á móti þeim
yngri og aðstoða þau eftir þörfum.
„Hver nemandi er með sitt bam,
gefur því á diskinn, hjálpar því að
skræla og þess háttar og passar að
bamið smakki á öllum réttum. Síð-
an situr eldri nemandinn og borðar
hjá sínu bami og það er yndislegt
að sjá þessa samvinnu,“ segir hún.
I matstofunni í Valsárskóla
fúlsar enginn við mat og oj bara er
orðatiltæki sem er á algjörum
bannlista. „Það er í lagi að segja að
þetta sé ekki uppáhaldsmaturinn
en ekki meira. Við sýnum þeim
sem framreiða þá virðingu og
fussa ekki og sveia yfir því sem
þau hafa lagt sál sína í að gera
vel,“ segir Margrét og er mjög
ánægð með hvað bömin hafa farið
vel eftir þessum reglum.
Óx heimilisfræðin í augum
Margrét hefur kennt í fjölda mörg
Bömin í Valsárskóla á Sval-
barðsströnd fara ekki svöng til
síns heima eftir skóladaginn því
í vetur hefur bæði nemendum og
kennurum staðið til boða að
kaupa sér hollan og góðan há-
degisverð á lágu verði. Og kokk-
amir eru ekki af verri endanum
því það eru börnin sjálf, nem-
endur í 4.-9. bekk, sem sjá um
matseldina.
„Nemendur eiga að vera í
heimilisfræði í tvo tíma á viku en í
stað þess að elda aðeins fyrir sig
sjálf elda þau fyrir alla nemendur,
kennara og einnig fyrir böm í leik-
skóla og leikskólakennara. Alls
em þetta um 75 manns," segir
Margrét Óskarsdóttir heimilis-
fræðikennari, en hún á heiðurinn á
þessari tilraun. „Ég lít á þetta sem
þróunarverkefni," segir hún og tel-
ur þetta fyrirkomulag ekki síst
áhugavert í ljósi þess að sam-
Samvinna er í hávegum höfö í heimilisfræði í Valsárskóla og áhersla lögð á
að nemendur vinni hratt og vel en þeir hafa 50 mínútur til að undirbúa
hverja máltíð.
Eldhúsið þarf að vera hreint og snyrtilegt og ekki má gleyma að sópa gólfið.
Margrét Óskarsdóttir, kennari, gefur Gunnari Inga (lengst til vinstri) og
Pétri Inga góð ráð.
Gunnar Ingi Jónasson og Pétur Ingi Kolbeins eru fagmannlegir í eldhúsinu.
ár en þetta er fyrsti veturinn henn-
ar í Valsárskóla. Áður var hún á
Kópaskeri en ákvað að flytja sig
um set og leist mjög vel á að
kenna á Svalbarðseyri. „Hér hef ég
alla kosti dreifbýlisins og þéttbýl-
isins,“ segir hún. Skilyrðið fyrir að
hún fengi vinnu í Valsárskóla var
hinsvegar að hún tæki að sér
kennslu í heimilisfræði. „Eins og
margir kennarar fannst mér það
óskaplega erfitt og mikið mál að
kenna heimilsfræði og hugsaði
með mér að ég hefði það ekki af
að kenna hana heilan vetur. En
mér leist vel á staðinn og skólann,
fór að velta fyrir mér leið til að
láta þetta ganga og datt niður á
þessa lausn,“ segir Margrét.
Þó Margrét eigi hugmyndina
hefði hún ekki komið henni í
framkvæmd án hjálpar og skipti
þar miklu velvilji stjómenda skól-
ans og ekki síður áhugi fyrirtækja
á staðnum til að aðstoða við þetta
verkefni. „Hér eru tvö fyrirtæki,
Kjamafæði og Fiskverkunin Hníf-
ill, sem hafa stutt mig eins og
klettar og án þeirra hugsa ég að
þetta hefði ekki gengið svona vel.“
AI