Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 10

Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1996 Rekstrarstjórí Óskum eftir að ráða fyrir Háskólann á Akureyri rekstrarstjóra til að annast umsjón eigna stofnun- arinnar og viðhald þeirra. Rekstrarstjórinn mun jafnfram starfa við fjármálastjórn- un með öðrum yfirmönnum Háskólans, einkum á sviði eignahalds og innkaupa, eftir því sem við á. ★ Við leitum að duglegum, reglusömum og samvisku- sömum einstaklingi í þetta starf. Frumkvæði og sjálf- stæði í starfi er nauðsynlegt. ★ Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf t.d. í rekstrar- eða iðnrekstrarfræði. Einnig er æskilegt að umsækjandi hafi haldgóða verkmenntun, t.d. sveins- próf eða meistararéttindi í iðngrein sem nýtist í starf- inu. ★ Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfs- manna og er upphaf ráðningartíma samkomulagsat- riði. Upplýsingar um störfin eru aðeins veittar á skrifstof- unni þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi. D H /I Endurskoðun Akureyri hf. #V i IVI (j löggiltir endurskoðendur Glerárgötu 24, Akureyri • Sími 462 6600 • Fax 462 6601 Endurskoðun • Skattaráðgjöf • Rekstrarráðgjöf • Bókhald Veitingahúsið Greifinn óskar eftir vönum pizzubakara í hlutastarf. Einnig eru laus til umsóknar störf við útkeyrslu og er þar sömuleiðis um hlutastarf að ræða. Umsækjendum er bent á að hafa samband við Ara eða Jóhann á Greifanum mánudaginn 18. mars og þriðjudaginn 19. mars frá kl. 9-12.30. Atvinna í boði Skrifstofa Verkalýðsfélaganna í S.-Þing. óskar að ráða starfsmann til almennra skrifstofustarfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu við töluskrán- ingu. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Verka- lýðsfélaganna á Húsavík. Allar nánari upplýsingar veitir Ágúst í síma 464 1301. Forstöðumaður Skólaþjónustu Eyþings Stjórn Eyþings auglýsir lausa til umsóknar stöðu for- stöðumanns Skólaþjónustu Eyþings í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Þjónustan verður með skrifstofu á Akur- eyri og útibú á Húsavík. Verkefni þjónustunnar veröa eftirfarandi: • Ráðgjöf samkvæmt 42. og 43. gr. grunnskólalaga nr. 66/1995. • Ráðgjöf samkvæmt 15. og að hluta 16. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994. Sú ráðgjöf nærtil sálfræðiþjónustu og sérkennsluráðgjaf- ar, en ekki til almennrar ráðgjafar eða rekstrarráðgjafar. • Aðstoð við þróunar- og nýbreytnistarf í grunnskólum og tilboð um endur- og símenntun fyrir kennara. • Skýrslugerð og upplýsingagjöf til skóla, sveitarstjórna og annarra opinberra aðila og umsjón með gagna- og upplýsingasafni fyrir skóla og sveitarstjórnir. • Úrvinnsla vinnuskýrslna kennara fyrir sveitarstjórnir. Menntun og starfsreynsla: Umsækjendur skulu hafa sérmenntun og starfsreynslu á ein- hverju því sviði sem skrifstofan mun sinna. Stjórnunarreynsla er nauðsynleg. Umsóknarfrestur og upplýsingar: Umsóknarfrestur er til 9. apríl næstkomandi og skulu um- sóknir berast til skrifstofu Eyþings, Strandgötu 29, 600 Akur- eyri. Nánari upplýsingar veita formaður Eyþings, Einar Njálsson í síma 464 1222 og framkvæmdastjóri Eyþings, Hjalti Jóhann- esson í síma 461 2733. Stjórn Eyþings, 16. mars 1996. Danskir gestir Miðvikudaginn 13. mars bar góða gesti að garði á Akureyri. Hér var um að ræða danska tónlistarmenn sem farið hafa sigurför um heimaland sitt og miklu víðar. Þeir eru Benny Andersen, píanóleikari, lagahöf- undur og skáld, Povl Dissing, vísnasöngvari og gítaristi, og Jens Jefsen, kontrabassaleikari. Tón- leikar Dananna þrigga voru haldn- ir í Deiglunni, fjölnotasal Gilfé- lagsins í Grófargili. Húsfyllir var gersamlega og komust mun færri að en vildu. Tónleikarnir stóðu í um tvær stundir, en ljóst var að engum leiddist og allir vildu heyra meira þegar að lokum var komið. Tónlistarmennimir þrír veittu þakklátum áheyrendum af ríki- dæmi sínu og tóku nokkur auka- lög. Danimir þrír em allir frábærir listamenn. Þeir em ekki einungis hver um sig mjög nánir sinni grein tónlistarlegrar tjáningar, heldur hafa auk þess náð sérlega vel sam- an. Þar er lítill munur á þó að ljós- astur sé hinn innilegi sammni Benny Andersen og Povl Dissing, enda hafa þeir unnið saman að flutningi tónlistar allt því litlu eftir 1970 og ná svo vel saman í túlkun sinni að þeir vinna sem einn mað- ur. Hver leggur sitt til í þessa heild og hana styður dyggilega bassaleikarinn Jens Jefsen, sem er meira en lipur á hljóðfæri sitt. Píanóleikur Benny Andersen er talsverð upplifun. Hann hefur á valdi sínu hinn aðskiljanlegasta stíl og getur brugðið fyrir sig hverjum þeim blæ sem við á. Það sem framar öðru einkennir þó leik Benny Andersen er sparsemi. Hann ofgerir ekki, hvort heldur í hljómafyllingum eða flúri, heldur leikur af natni sem veldur því að bæði undirleikur hans og einleikur falla eins og hanski að hönd í hverju því sem hann fer með. Annað einkenni leiks Benny And- ersen er lifandi tilfinning fyrir hrynjanda og takti. Hann skapar hóflega spennu og fer ekki yfir mörk, heldur flutningi gangandi í TÓNLIST HAUKUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR lífrænu flæði sem á stundum fer sem yfir flúðir í hröðum og hnit- miðuðum leik þar sem píanistinn sýnir á sér hliðar sem sæma mundu mörgum þeim sem leitast við að spinna í tónlistarflutningi sínum. Povl Dissing var frábær í sinni túlkun. Hann sýndi í flutningi sín- um ótrúlega fjölbreytni í túlkun sem bæði byggðist á raddbeitingu og fasi, ekki síst andlitsfari og handahreyfingum sem lýstu upp textaflutning og gerðu hann lif- andi. í Povl Dissing er að finna hinn dæmigerða vísnasöngvara og trúbador sem ekki hefur endilega stórfenglega söngrödd á klassíska vísu en næma tilfinningu fyrir texta og lagi og stórfelldar víddir tjáningargetu, sem gerir mun betur en vinna upp lærða raddbeitingu og langa göngu um sali söngskóla. Bassaleikarinn Jens Jefsen hélt sig nokkuð í bakgrunni, en hann gaf traustan grunn undir flutning söngvarans og píanóleikarans. Bassalínur hans voru ljúfar og ör- uggar og þar sem hann tók sóló mátti heyra að enginn viðvaningur var á ferð. Þetta sýndi sig ekki síst í síðasta lagi tónleikanna þar sem Jens tók vel unnið sóló, sem ávann honum verðugt viðurkenn- ingarklapp áheyrenda. Það var fengur að fá að njóta samvista við þessa ágætu lista- menn á tónleikunum í Deiglunni. Skemmtilegur flutningur þeirra á lögunum á efnisskránni gerði stundina eftirminnilega og góða og við bættist sá blær sem var á öllu fasi og hinn ljúfl, danski húmor sem þeir eiga svo mikið af. Þetta voru góðir gestir. Félag skógarbænda við Eyjafjörð: Aðalfxindur í næstu viku Félag skógarbænda við Eyjafjörð heldur aðalfund sinn í blómaskál- anum Vín í Eyjafjarðarsveit 21. mars nk. kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Héraðsskóga, frá skógrækt bænda á Fljótsdals- héraði og Vilberg Jónsson, Kommu, segir ferðasögu frá Þrændarlögum. Arið 1995 var skógarbændum gott. Vöxtur trjáa var óvenju mik- ill. Skógrækt ríkisins styrkti skóg- rækt á bújörðum í Eyjafirði með rúmum 5 millj. króna og fyrir þá upphæð voru gróðursettar um 155.000 plöntur. Stefnt er að því að umfangið verði ekki minna á næstu árum. óþh Hamar félagsheimili Þórs: MARSTILBOÐ Nýjar perur í ljósabekkjunum Frábært verð: Stakur tími fyrir kl. 14.00 kr. 250,- Eftirkl. 14.00 kr. 350,- Þórsarar, mætið í morgunkaffi á föstudögum kl. 09.00 Hamar sími 461 2080 í UMFERÐINNI ERU ALLIR í SAMA LIÐI m r* LEIKFELAG AKUREYRAR Leikfélag Akureyrar auglýsir lausar til umsóknar stöður fastráðinna og laus- ráðinna leikara leikárið 1996-1997. Einnig auglýsir Leikfélag Akureyrar eftir leikstjórum til starfa á leikárinu 1997-1998. Um er að ræða eina stöðu fastráðins og tvær til þrjár stöður lausráðinna leikstjóra. Umsóknarfrestur um ofantaldar stöður er til 13. apríl. Nánari upplýsingar gefur leikhússtjóri í síma 462 5073. Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra, Akureyri. Laus staða fulltrúa Á skrifstofu skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Akureyri, er laus staða fulltrúa í virðisauka- skattsdeild. Umsækjendur þurfa að vera talnaglöggir og geta tjáð sig skipulega á rituðu máli. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf óskast sendar skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Hafnarstræti 95, 600 Akureyri, fyrir 30. mars nk. Launakjör eru samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Albertsson deildar- stjóri Virðisaukaskattsdeildar í síma 461 2400 eða 461 2410. Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.