Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 7
L Laugardagur 16. mars 1996 - DAGUR - 7 Leiðinlegt ef eitthvað mistekst Alma Rún Ólafsdóttir og Helgi Laxdal Sveinbergsson eru í 8. og 9. bekk í Valsárskóla. Þau eru sammála um að töluverð viðbrigði hafi verið að elda fyr- ir rúmlega 70 manns í heimilis- fræði miðað við 5-10 manna hóp eins og var áður. Þau eru nokkuð ánægð með nýja fyrir- komulagið og segja oft vera gaman að elda en viðurkenna að það geti einnig verið þreyt- andi. „Við eldum einu sinni í viku, alltaf á mánudögum," segja þau, en reyndar þurfa þau ekki sjá um matinn í hverri viku. Helgi segir að kennslunni sé háttað á þann veg að fjórir til fimm hópar séu í einu og yfirleitt sjái 2-3 hópar um matinn en hinir hópamir sinni öðrum heimilisverkum eins og að baka og strauja og einnig þurfi þau stundum að gera verk- efni. Hvort sem þau eru í hópun- um sem búa til matinn eða öðr- um hópum fá þau þó alltaf frían mat þá daga sem þau eru í heim- ilisfræði. „Þetta er töluvert öðruvísi en þegar við vorum að elda fyrir kannski átta manns. Við lærum mikið á þessu og það er t.d. leið- inlegt ef eitthvað mistekst. Þá fá- um við að heyra það. Ábyrgðin er því meiri en áður og þýðir ekki annað en að standa sig,“ segir Alma. AI Einbeitingin leynir sér ekki enda að mörgu að hyggja í matargerð. Eiður Örn Eyþórsson er snöggur a.i raða glösunum á borðið. Svuntan og viskustykkið er á réttum stað rétt eins og hjá atvinnumanni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.