Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 3
I I A /-«
Laugardagur 16. mars 1996 - DAGUR - 3
FRÉTTIR
Æfa Sálumessu Mozarts
Kór Glerárkirkju undir stjórn
Jóhanns Baldvinssonar æfir nú
af kappi fyrir flutning kórsins
á Requiem eða Sálumessu eftir
W.A. Mozart í byrjun apríl.
Meðfylgjandi mynd var tekin á
æfingu kórsins sl. fimmtudags-
kvöld, en að sögn Jóhanns
Baldvinssonar er ætlunin að
æfa stíft alla þessa helgi, enda
sálumessan stórt og krefjandi
verkefni fyrir kórfólkið. Kór
Glerárkirkju mun flytja Sálu-
messu Mozarts ásamt Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands og
nú er orðið ljóst að einsöngvar-
ar verða þau Signý Sæmunds-
dóttir, sópran, Þuríður Bald-
ursdóttir, alt, Guðlaugur Vikt-
orsson, tenór, og Micnael Jón
Clarke, bassi. óþh
Fjárhagsáætlun Blönduóss:
Skatttekjur áætl-
aðar 123 millj. kr.
Skatttekjur Blönduósbæjar á
þessu ári eru áætlaðar 123,5
millj. kr. Rekstrargjöld vegna
málaflokka eru áætluð 86,5
millj. kr., eða um 70% af áætl-
aðri inntekt, skv. fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs, sem nú er til umfjöll-
unar. Hún var tekin til fyrri um-
ræðu á fundi bæjarstjórnar í síð-
ustu viku og verður svo endan-
lega afgreidd þann 26. mars
næstkomandi, að sögn Skúla
Þórðarsonar bæjarstjóra.
Helstu málaflokkar eru fræðslu-
mál, sem 24 millj. kr. fara til, til
íþrótta- og æskulýðsmála er varið
15,0 millj. kr., til gatna- og hol-
ræsagerðar fara 13,5 millj., kostn-
aður við yfirstjóm sveitarfélagsins
er áætlaður 12,6 millj. kr. og til at-
vinnumála á að verja 18,5 millj. kr.
Að sögn Skúla verður 18,5
millj. kr. varið til fjárfestinga á
Blönduósi, skv. fjárhagsáætlun.
Þar ræðir í fyrsta lagi um endur-
bætur á tjaldsvæði bæjarins og í
annan stað betrumbætur á gatna-
og holræsakerfinu í hluta bæjarins
sem er næst höfninni. Það er gert
með það fyrir augum að bæta skil-
yrði þar til uppbyggingar fyrir-
tækja í matvæla- og fiskiðnaði,
sem er í bígerð. -sbs.
Ólafsfjörður:
Fjölmennt vina-
bæjamót í sumar
Ólafsfirðingar halda í sumar
mót fyrir vinabæi sina á Norður-
löndunum, þ.e. Horten/Borre í
Noregi, Lovisa í Finnlandi, Hill-
erpd í Danmörku og Karlskrona
í Svíþjóð. Tíu ár eru síðan Ólafs-
firðingar héldu slíkt mót, þá í
fyrsta skipti, en þau eru haldin á
tveggja ára fresti til skiptis í
bæjunum fimm. Nú er því aftur
komið að Ólafsfirði og fer vina-
bæjamótið fram dagana 11.-14.
júlí.
Óskar Þór Sigurbjömsson,
skólastjóri Gagnfræðaskólans, sit-
ur í nefnd sem unnið hefur hörð-
um höndum að skipulagningu
undanfama mánuði. Hann segir að
búist sé við svipuðum fjölda hefð-
bundinna boðsgesta og 1986 eða
um 100, en síðan verða aðrir aðil-
ar þar að auki. Þar er um að ræða
30 manna kór frá Lovisa, sem er
að endurgjalda heimsókn kirkju-
kórsins í Ólafsfirði er fór til Finn-
lands bæði 1982 og 1992. Að auki
verður hér á landi staddur 130
manna hópur frá Noregi, skóla-
hljómsveit, sem taka mun þátt í
vinabæjamótinu og án efa setja
sterkan svip á það. Samtals verða
gestir því um 260 talsins.
Dagskráin er mótuð í stómm
dráttum. Fólkið kemur á fimmtu-
degi en þá er m.a. á dagskrá knatt-
spymuleikur hjá Leiftri í 1. deild-
inni. Mótssetningin er á föstudags-
morgni. „Væntanlega verður hún
úti en við emm alltaf við því búin
að flytja dagskrárliði í íþróttahúsið
ef veður verða vond. A föstudeg-
inum verður farin kynningarferð
um fjörðinn og stoppað á ýmsum
merkum stöðum. Síðan er mein-
ingin að sýna útgáfu af leikverki
Guðmundar Ólafssonar um land-
námsmennina, sem var sýnt hér á
50 ára afmælinu í fyrra. Um
kvöldið munu hin ýmsu félög hafa
dagskrá fyrir sína gesti.
Á laugardaginn er ýmislegt um
að vera úti við sem enn er í mótun,
m.a. má þar nefna útigrill, íþrótta-
keppni o.fl. Hefðbundin lokahátíð
verður í íþróttahúsinu um kvöldið
og væntanlega skemmtun fyrir
unglingana í Tjamarborg. Við
vonumst eftir almennri þátttöku
bæjarbúa í öllum þessum atriðum
og stefnum á að gera þetta þannig
að allir eigi köst á að taka þátt,“
sagði Óskar Þór. Á sunnudags-
morguninn verður messa og upp
frá því fer fólk að tínast í burtu.
„Það er ljóst að þetta verða mikil
og fjölmenn hátíðarhöld og meiri-
háttar viðburður í bæjarlífinu,"
sagði Óskar Þór. HA
Rangt föðurnafn
í Spumingu vikunnar í Degi í gær
var farið rangt með föðumafn eins
þeirra sem svaraði. Hann heitir
Sveinmar Gunnþórsson en ekki
Guðjónsson eins og ranglega var
skrifað í blaðinu. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
Nyjung í við-
skiptum með
íslenska hestinn
- tölvuvæddur gagnabanki um hross til
sölu- og þjónustuaðila í hestamennsku
VT ehf. hestamiðlun og útflutn-
ingsþjónusta kynntu á dögunum
nýja þjónustu, VT Sölukerfi.
Um er að ræða tölvuvæddan
gagnabanka, sem geymir upp-
Iýsingar um hross til sölu og
starfsemi þjónustuaðila í hesta-
mennsku. Kerfinu er ætlað að
einfalda flæði upplýsinga á
markaði íslenskra hrossa og
stuðla þannig að skilvirkari
hestasölumarkaði og aukinni
sölu. Að VT ehf. standa félags-
búið að Vatnsleysu Skagafirði
og Tölthestar á Ingólfshvoli í
Ölfusi.
Að sögn Arnar Karlssonar,
framkvæmdastjóra VT Sölukerfis,
er markaðurinn þannig í dag að
seljendur hrossa eru dreifðir um
allt land og sumir hverjir af-
skekktir. Kaupendur em enn
dreifðari, ekki bara um ísland,
heldur um 20 þjóðlönd. Upplýs-
ingar milli þeirra sem vilja kaupa
og þeirra sem hafa hross til sölu
berast yfirleitt eftir all flóknum
leiðum, gegnum kunningsskap
og/eða gegnum einn eða fleiri
milliliði. Sumir framleiðendur ís-
lenskra hrossa nái litlum sem eng-
um árangri í að koma upplýsing-
um um sín söluhross á framfæri
við hinn raunverulega kaupenda-
hóp.
„Við sem stöndum að Sölukerfi
VT sjáum fyrir okkur að með til-
komu kerfisins geti bændur og
aðrir seljendur, hvar sem þeir búa
á landinu, komið upplýsingum um
sín söluhross á framfæri með ein-
földum hætti við stóran hluta
markaðarins. Þannig geti sölukerf-
ið haft jákvæð áhrif fyrir bændur
og aðra seljendur hrossa sem ekki
hafa þegar komið sér upp við-
skiptasamböndum erlendis. Um
leið og möguleikar opnast á að ná
til kaupenda erlendis opnast upp-
lýsingar sem voru þeim oft lokað-
ar áður, þ.e. upplýsingar um end-
anlegan kaupanda og markaðsverð
erlendis,“ sagði Öm.
Seljendur geta skráð hross sín
með tvennum hætti. Annars vegar
með beinni skráningu þannig að
áhugasamir kaupendur hafi beint
samband við þá og þeir ganga al-
farið sjálfir frá sölunni. Hitt skrán-
ingarformið er óbein skráning og
er VT þá milliliður í samskiptum
við fyrirspyrjendur. Þessi skráning
á t.d. við um þá sem ekki treysta
sér til að tala erlend tungumál.
Fleiri möguleika mæti nefna en
nálgast má upplýsingar um Sölu-
kerfi VT með tvennum hætti.
Annars vegar gegnum Intemetið
(www.centmm.is/vthirse.) en hins
vegar gegnum síma og berast upp-
lýsingar þá á faxi. Síminn er 533-
3340 og leiðbeinir símsvari sölu-
kerfisins á 7 tungumálum. HA
MENNTUN -
ATVINNA - FRAMTÍÐ
Ráðstefna Eyþings og Háskólans á Akureyri
verður haldin föstudaginn 29. mars 1995 á veitingastaðnum Fiðlaranum, Skipagötu 14 á
Akureyri
Dagskrá: Kl. 9.30 Skráning þátttakenda.
10.00 Setning ráðstefnunnar. Einar Njálsson, formaður Eyþings.
10.15 Ávarp Davíös Oddssonar, forsætisráðherra.
o co o rb Matvælaframleiðsla. Jón Þórðarson og Hjörleifur Einarsson frá Háskólanum á Akureyri.
11.30 Umræður og fyrirspurnir.
12.00 Hádegisverðarhlé.
13.00 3. Orkufrekur iðnaður. Jóhannes Nordal, fv. seðlabankastjóri.
13.30 4. Framleiðslu- og þjónustuiðnaður. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar Odda hf.
14.00 5. Ferðaþjónusta. Helga Haraldsdóttir, forstöðumaður hjá Ferðamálaráði íslands.
14.30 Umræður og fyrirspurnir.
15.15 Kaffihlé.
15.45 6. Þróun í flutningum. Guðjón Auðunsson, forstöðumaður markaðsdeildar Eimskips.
16.15 7. Háskólamenntun og tengsl við atvinnuvegina. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri.
16.45 Umræður og fyrirspurnir.
17.30 Móttaka og léttar veitingar í Listasafni Akureyrar í boði Akureyrarbæjar.
Ráðstefnustjórar: Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri og Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri Norðurlands eystra. Ráðstefnugjald er 4.300 kr.
Vinsamlega tilkynnið um þátttöku hjá Eyþingi í síma 461-2733 fyrir 27. mars.