Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1996
Um mitt þetta ár lætur Þorkell Bjarnason af starfi hrossaræktar-
ráðunautar Bændasamtaka Islands, en því hefur hann gengt í um 35
ár. Var Þorkell nú í vikunnni á ferð nyrðra, þar sem hann flutti fyr-
irlestra um hrossarækt og lagði á ráðin með mönnum. Margs er að
minnast frá löngum starfstíma, ein sog fram kemur í þessu viðtali.
Hér segir Þorkell skoðanir sínar á ýmsum málum, svo sem því að
meinlaust sé að fækka hrossum í landinu um þriðjung, en þau eru
talin vera nær 90 þúsund talsins.
„Ég fór afar snemma að vera ná-
lægt hrossum og hafði strax mikinn
áhuga á þeim,“. sagði Þorkell í upp-
hafi samtals þessa. Hann er fæddur
árið 1929 og segist að upplagi vera
mikill Sunnlendingur. Að honum
standa traustir stofnar úr Ámes- og
Rangárvallasýslum. Foreldrar hans
voru Bjami Bjamason, skólastjóri
Héraðsskólans að Laugarvatni, og
kona hans Þorbjörg Þorkelsdóttir.
Þorkell er fæddur í Straumi við
Hafnarfjörð, en fárra mánaða gam-
all flutti hann með foreldrum sínum
austur að Laugarvatni, þegar faðir
hans tók við skólastjóm þar - sem
hann gegndi um áratugaskeið.
Fékk strax áhuga á búskap
„Við búskap að Laugarvatni var
unnið með hrossum og til allra
ferðalaga var farið ríðandi. í þessu
umhverfi ólst ég upp og fékk strax
áhuga á búskap. Búskapur að
Laugarvatni var þá rekinn á vegum
Héraðsskólans og honum stjómaði
faðir minn. Ég lauk landsprófi frá
Héraðsskólanum að Laugarvatni
árið 1947 og þegar því sleppti var
framhaldsdeild skólans að taka til
starfa, svonefnd Skálholtsdeild - en
nafnið átti að minna á hið foma
biskups- og menntasetur. Deildin
var byggð á hugmynd föður míns
um menntaskóla í sveit og var eins-
og fyrsta verkefni Þorkels var að
annast kynbótasýningar í Sunn-
lendingafjórðungi þá um vorið. Þar
með var teningnum kastað og við
þessi verkefni hefur Þorkell starfað
æ síðan.
Fram til ársins 1972 var hann
aðeins í hálfu starfi, en eftir það í
fullu starfi; ævinlega með aðsetur
að Laugarvatni - með ferðalögum
vítt og breitt um landið, sem em
eðlilegur partur af því. Starfið hefur
aðallega falist í ráðgjöf um hrossa-
rækt og hefur Þorkell á 35 ára
starfsferli sínum lagt á ráðin um
ræktun og þjálfun margra góðra
hesta.
Ganglitlir og engir gæðingar
„Þegar ég kem í starf hrossaræktar-
ráðunautar eru menn að korna frá
því að nota íslenska hestinn sem
vinnutæki við landbúnaðarstörf. En
þú spyrð um hvort breytingar hafa
orðið á hinum dæmigerða íslenska
hesti síðustu áratugina þá segi ég
að áður voru vissulega til góðir
hestar, en tiltölulega fáir. Megnið
má segja að hafi verið gutlarar;
ganglitlir og engir gæðingar. En nú
er breytingin orðin sú að góðu hest-
arnir er orðnir miklu fleiri en var.
Um þetta eru menn almennt sam-
ntála, hygg ég vera. Og eiginleikar
góðs hests eru í fyrsta lagi góð
„Á hrossamótum um langt skeið hef ég verið dómari, en ætla nú að skipta um stöðu. Verða brekkudómari, sitja í
brekkunni með almennum áhorfendum og leggja þar mitt mat á hrossin,“ segir Þorkell Bjarnason.
konar útibú frá héraðsskólanum,
með próftöku hjá Menntaskólanum
í Reykjavík. Við Skálholtsdeild
stundaði ég nám í tvo vetur - en var
satt best að segja aldrei hamingju-
samur í því námi. Langaði aldrei að
verða embættismaður, en leið
margra lá beint úr menntaskóla til
náms og síðar starfa á því sviði. Því
yfirgaf ég þetta nám og fór til náms
við Bændaskólann að Hvanneyri,"
segir Þorkell, aðspurður um náms-
feril sinn.
,JÉg fór á kaf í hestamennskuna
þegar ég kom að Hvanneyri. Aðal-
kennari minn þar, í búfjárfræði, var
Gunnar Bjamason - sá mæti maður
- og gagnkvæmur áhugi á hesta-
mennsku efldi vinskap okkar. Ég
var þar þrjá vetur og lauk kandíd-
atsprófi í búvísindum árið 1952.“
í námsferð til Þýskalands
Veturinn 1952 til 1953 fór Þorkell
utan til Þýskalands í námsferð.
Hann kynnti sér starfsemi stóð-
hestastöðva, ræktunarbúa, reið-
skóla og það á þessu sviði sem
hæst bar um þær mundir. Að námi
loknu stofnuðu Þorkell og eigin-
kona hans, Ragnheiður Ester Guð-
mundsdóttir, heimili að Laugar-
vatni í Laugardal og hafa búið þar
æ síðan. Þau keyptu jörðina Þór-
oddsstaði í Grímsnesi, sem er tíu
km frá Laugarvatni og ráku þar
hrossa- og fjárbú um langt skeið.
Það var árið 1961 sem Þorkell
tók við starfi hrossaræktarráðunaut-
ar Búnaðarfélags íslands. Gunnar
Bjamason var þá að taka við starfi
skólastjóra á Hólum í Hjaltadal -
„Ég fór afar snemma að vera ^
nálægt hrossum og hafði strax W
mikinn áhuga á þeim.“ Þorkell legg-
ur á ráðin með efnilegan gæðing.
Myndir: BG
skapgerð; að vera þjáll, hlýðinn og
skynsamur - og eins að hafa góðan
samstarfsvilja. Ef hesturinn hlýðir
ekki knapanum nýtist hann ekki
nokkum hlut. Síðan vil ég að hald-
ið sé í allar gangtegundir, með höf-
uðáherslu á töltið. Einnig þurfum
við að þoka byggingu hrossanna til
meiri fegurðar. Ef þetta allt fer
saman verður útkoman fallegur og
góður reiðhestur," segir Þorkell.
Þorkell Bjamason segir að ekki
sé ástæða til að meta hrossaræktar-
starfið í landinu eftir einstökum
svæðum. Það verði að gerast í víð-
ara samhengi á landsvísu. „Við get-
um samt getið þess að um langa
hríð hefur komið gott hrossakyn úr
Skagafirði. Þar í héraði er að sumu
leyti vagga íslenska gæðingsins.
Skagfirskum gæðingum fylgir gott
orðspor. Eyfirsk hross hafa lengi
þótt falleg - og viðurkennt er að
Eyfirðingar hafa farið vel með bú-
- Þorkell
Bjarnason rædir
um störf sín sem
hrossaræktarráðu
nautur, en hann
lætur af störfum
nú í sumar
smala sinn. Verið forystumenn í ís-
lenskri búmenningu. En allsstaðar
eru til góð hross og góðir ræktunar-
menn em allsstaðar á landinu.“
Margir góðir gæðingar
Þegar Þorkell lítur yfir starfsferil
sinn segist hann minnast margra
eftirminnilega hrossa. í eina tíð
hefði gæðingurinn Svipur, í eigu
Þorsteins Jónssonar á Mýrarlóni
við Akureyri, þótt hesta bestur. Sá