Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. mars 1996 - DAGUR - 5
„Við erum nærri því eins og tvíburar, við
erum svo samrýmdir," segja félagarnir
Albert Sölvi Karlsson og Bjöm Kristjáns-
son, en undanfarin ár hafa þeir unnið saman
að því að semja skáldsögur. Fyrsti ávöxtur
þessarar samvinnu hefur nú litið dagsins
ljós og það á nokkuð óvenjulegan hátt því
bókin er ekki prentuð á pappír heldur þarf
að nálgast hana á Internetinu í gegn um
ástralskt útgáfufyrirtæki. Efni bókarinnar er
ekki heldur venjulegt fyrir íslenska höfunda
en hún fjallar um írska innflytjendur í
Astralíu og er skrifuð á ensku. Dagur brá
sér í heimsókn til þeirra Alberts og Bjöms
til að forvitnast ofurlítið um þessa óhefð-
bundnu og nýuppgötvuðu rithöfunda.
Albert Sölvi og Bjöm eru báðir búsettir á
Akureyri. Albert kennir við Verkmennta-
skólann á Akureyri en hann er lærður í
Bandaríkjunum og er með BA próf í ensku
og cand. mag. í sögu. Björn er vélstjóri en
hefur lengst af unnið sem sölumaður.
Síðustu ár hefur hann hins vegar ekki
getað sinnt sölustörfunum þar sem hann er
veikur fyrir hjarta og er nú 75% öryrki. Það
eru ekki síst þessi veikindi Bjöms sem urðu
til þess að hann fór að skrifa. „Ég hef unnið
alla tíð og fannst ekki hægt að leggja upp
laupana. Ég varð að gera eitthvað,“
segir hann og kona Björns bætir við að
hún sé handviss um að skriftirnar hafi
hjálpað honum í veikindunum.
Albert hefur fengist talsvert við bækur,
bæði í gegn um sitt nám og starf, og lengi
hafði blundað í honum að skrifa bók. Hann
og Bjöm eru félagar frá gamalli tíð og þar
sem áhuginn var fyrir hendi hjá báðum og
hugmyndir þeirra samræmanlegar ákváðu
Björn Kristjánsson: „Astralska útgáfufyrirtækið hefur lýst því yfir að það vilji taka þær bækur sem við skrifum. Önnur útgáfufyrirtæki verða því
að semja við Stricly.Literary. Auðvitað megum við skrifa aðrar bækur fyrir íslenska markaðinn en við erum ekkert sérstaklega spenntir fyrir því.“
Yióurkenníngin ánægjulegust
„Áður fyrr fannst fólki ekki hægt að lesa
nema vera með bók í hendi en nú er ný
kynslóð vaxin upp sem finnst eðlilegt að
horfa á tölvuskjá. Þessi nýja kynslóð er
óþekkt stærð og því verður að ráðast
hvernig viðtökumar verða. En ég
og Bjössi emm fyrst og fremst ánægðir
með að fá viðurkenningu. Við lögðum í
þetta mikla vinnu, sendum bókina frá okkur
mjög vel útfærða og það skilaði sér.“
Næsta bók er njósnasaga
- Sögusviðið er Ástralía. Hvers vegna
skrifa tveir Islendingar sögu sem gerist
hinum megin á hnettinum?
„Við erum svo alþjóðlegir," svarar
Albert og hlær. Söguhetjumar eru Irar
sem flytja til Ástralíu og setja þar á stofn
fyrirtæki. Þetta er ættarsaga og fjölskyldan
sem fjallað er um tekur þátt í uppbyggingu
Ástralíu allt til ársins 1990.
Bjöm segir að írland hafi alltaf höfðað til
þeirra beggja og Ástralía sé að sama skapi
ákaflega áhugavert ríki. „En það er auðvitað
mikil vinna fólgin í því að kynna sér þessi
lönd,“ bætir hann við en hvorugur
þeirra hefur komið til Ástralíu.
Albert segir að það veiti þeim ákveðið
frelsi að skrifa sögur sem gerist annars
staðar en á Islandi og Bjöm er á sömu
skoðun. Aðrar bækur sem þeir félagar eru
með í smíðum gerast víðs vegar um heim-
inn. „Við erum t.d. með eina bók sem heitir
Tanja og aðalsöguhetjan er þýskur
kvennjósnari. Hún fæðist í Rússlandi en
á þýska foreldra og flyst til Þýskalands.
Þar gengur hún í SS sveitimar og gerist
njósnari,“ segir Bjöm.
íslenskir útgefendur sýndu bók Alberts
og Bjöms lítinn áhuga en hvað ef þeim
snýst hugur, er tækifærið gengið
þeim úr greipum?
„Við erum samningsbundir með þessa
bók og ástralska útgáfufyrirtækið hefur lýst
því yfir að það vilji taka þær bækur sem við
skrifum. Önnur útgáfufyrirtæki verða því að
semja við Strictly Literary. Auðvitað
megum við skrifa aðrar bækur fyrir ís-
lenska markaðinn en við erum ekkert sér-
staklega spenntir fyrir því,“ segir Björn.
Enn er alls óvíst hvemig viðtökur verða
við bók Björns og Alberts en þeir eru
bjartsýnir og bíða rólegir. Ritstjórinn hjá
Strictly Literary breytti handriti þeirra rnjög
lítið og í athugasemdum kom frarn að bókin
væri skrifuð í aljrjóðlegum stíl og góðar
líkur á því að hún næði vinsældum.
Boltinn er því farinn að rúlla og hver veit
nema hann vindi upp á sig?
AI
Ný kynslóð vaxin upp
Ein bók er komin út en Albert og Bjöm eiga
meira í pokahominu. Tvær bækur eru
kontnar vel á veg og verða tilbúnar í sumar
og haust og eru þeir þegar komnir með
hugmyndir að nokkrum bókum til viðbótar.
Þeir segja enga fasta reglu á því hvemig
þeir skrifi. „Oftast þróast það þannig að
annar kemur með einhverja hugmynd, hinn
kemur með aðra hugmynd á móti, þetta fer
að vaxa og allt í einu erum við komnir með
bók,“ segir Albert og bætir við að síminn sé
mikið notaður og skipti þá ekki rnáli hvort
hringt sé að degi til eða á nóttu.
Þegar hugmynd fæðist ntegi hún ekki bíða.
- Hvað með peningahliðina?
„Við erum búnir að gera samning við
Strictly Literary sem hljóðar upp á að við
fáum ákveðna prósentu af því sem kentur
inn og þetta stendur því og fellur með því
hvemig bókin selst. En þetta fyrirtæki er
með fjöldann allan af bókum og það virðist
ganga að selja bækumar á þennan hátt,“
segir Bjöm. Albert samsinnir þessu:
Albert Sölvi Karlsson: „ViO erum fyrst og
fremst ánægðir ineð að fá viðurkenningu. Við
lögðum í þetta mikla vinnu, sendum bókina
á frá okkur mjög vel útfærða og það skilaöi
" sér.“ Myndir: BG
þeir að slá saman. „Og úr þessari samvinnu
varð barn,“ segir Albert og hlær við.
Hafnað á íslandi
Orðtækið Enginn er spámaður í sínuföður-
landi á svo sannarlega við í tilviki Björns
og Alberts því ástæða þess að bók þeirra er
gefin út með svo óvenjulegum hæjti er sú
að þeir höfðu misst trúna á íslenskum
útgáfufyrirtækjum, sem sendu þeim bókina
ólesna til baka. Þeir neituðu að gefast upp,
ákváðu að þýða bókina yfir á ensku og
komust í samband við útgáfufyrirtækið í
Ástralíu og þar með opnuðust þeim nýjar
dyr. „Fyrst vomm við svolítið hræddir um
hvemig útgáfufyrirtæki þetta var en þegar
við sáum að heilbrigðisráðherra
Queenslands, sem er ríki innan Ástralíu,
var með eina bók hjá fyrirtækinu urðum við
rólegri," segir Albert.
Útgáfufyrirtækið heitir Strictly Literary
og hefur vakið nokkra athygli í áströlskum
fjölmiðlum enda bókaútgáfa á Intemetinu
nýmæli. Bók þeirra Alberts og Bjöms er
þegar komin inn á netið og hægt að nálgast
hana þar með því að leita að Strictly
Literary í því sem kallað er „Net search“.
Þar er hægt að panta bókina og fá hana
senda í tölvupósti samdægurs með því að
gefa upp númer á kreditkorti en bókin
kostar $7.95, sem er um 500-600 ís-
lenskar krónur. Bókina er síðan hægt að
prenta út eða vista á ritvinnsluforriti en rétt
eins og bannað er að afrita prentaðar
bækur er að sjálfsögðu ólöglegt að
fjölfalda sendinguna.
„Útgefandinn hefur upplýst okkur um að
bókin sé komin inn á aðalbókasafnið í
Ástralíu og Library og Congress í
Bandaríkjunum er einnig komið með ein-
tak. Aðilar í Bandaríkjunum, Mexíkó, Asíu
og Evrópu hafa nálgast bókina og hún
virðist því höfða til breiðs hóps,“ segja
Bj 'm og Álbert, en yfir tíu þúsund manns
víðs vegar að úr heiminum kíkja inn á netið
hjá Strictly Literary á degi hverjum.