Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1996
UTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
Sl'MI: 462 4222
SÍMFAX: 462 7639 ■ SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
BLAÐAM. HÚSAVÍK - SÍMI Á SKRIFST. 464 1585, FAX 464 2285. HS. BLM. 464 3521
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Míkilsverður áfangi
Dagur greindi frá því í gær að menntamálaráðuneytið hafi
heimilað Háskólanum á Akureyri að stofnsetja námsbraut
í leikskólakennslu við kennaradeild skólans frá og með
næsta hausti. Vonir höfðu verið bundnar við að ráðuneytið
gæfi grænt ljós og sérstaklega ánægjulegt er að það hafi
nú fengist.
Þessi nýja námsbraut við skólann mun án efa styrkja
starf hans og þróun enn frekar, því það er deginum ljósara
að veruleg þörf er á fagmenntuðu fólki á leikskólum, eink-
um þó úti í hinum dreifðu byggðum. Skortur á fagmennt-
uðu fólki á leikskólum Akureyrarbæjar, sem greint er frá í
blaðinu í dag, segir allt sem segja þarf í þeim efnum.
Til þessa hefur fólk þurft að sækja alla leikskólakenn-
aramenntun til Reykjavíkur og það hefur eðlilega haft í för
með sér ýmiskonar óhagræði fyrir fólk. Það er því full
ástæða til að fagna þeirri framsýni yfirvalda menntamála
að koma upp leikskólakennslu á háskólastigi á Akureyri.
Það mun örugglega verða hinum dreifðu byggðum, sem til
þessa hafa átt í miklum erfiðleikum með að fá leikskóla-
kennara til starfa, til mikilla hagsbóta.
Maðkur í mysunni
Stefán Arnaldsson, handknattleiksdómari, sem ásamt fé-
laga sínum, Rögnvaldi Erhngssyni, hafa náð langt á al-
þjóða vettvangi á undanförnum árum, m.a. fengu þeir
mjög góða einkunn fyrir dómgæslu á heimsmeistara-
keppninni í handbolta á íslandi í fyrra, lýsti því yfir í Degi í
gær að nær 100% líkur væru á að hann hætti dómgæslu
eftir úrslitakeppni íslandsmótsins í handknattleik í vor.
Þeim félögum hefur verið hafnað á Ólympíuleikunum í Atl-
anta og um þetta segir Stefán í Degi: „Það er mjög alvar-
legt hvernig dómaramálum er háttað í alþjóðahandknatt-
leik í dag. Menn þurfa að taka við gjöfum og hagræða úr-
slitum en þetta kunnum við bara ekki. En til lengri tíma
litið, þegar maður verður búinn að finna sér eitthvað ann-
að, er betra að hafa verið heiðarlegur frekar en hafa tekið
þátt í slíku." Þetta eru stór orð og sannarlega umhugsun-
arverð. Sé þetta rétt er handknattleiksíþróttin á alvarleg-
um villigötum. Stefán segir einnig að skipulagsleysi innan
HSÍ geri það að verkum að hann nálgist óðfluga þá
ákvörðun að hætta einnig dómgæslu hér heima.
Ef klúður innan handknattleikshreyfingarinnar verður
þess valdandi að bestu dómarar landsins sjá sig neydda
til þess að hætta dómgæslu, er alvara á ferðum sem hlýtur
að vera öllum handknattleiksáhugamönnum verulegt
áhyggjuefni.
I UPPAHALDI
„Þar sem ég er þegar mér líður vel“
/
Iþessari einnnwa tíð er kjör-
ið að líta tit fyrir húsvegginn
og hefjast Itanda við snyrt-
ingu í görðunt og gróður-
reitum. Svona rétt til að
ntinna á það er garðyrkjtt-
stjóri Húsavíkurhœjar í ttppáhaldi
Dags í dag. Benedikt Björnsson er
Öxfirðingur að œtt og uppruna,
hann er sonur þeirra Björns og
Astu í Sandfellshaga í Öxarftrði, en
hýr á Húsavík og gegnir starji
garðyrkjustjóra Húsavíkurbœjar.
Björn nant bœði ylrœkt og skrúð-
garðyrkju í Garðyrkjuskólanum í
Hveragerði og er skrúðgarðyrkju-
meistari og nuddari að mennt.
Hann á þrjú börn, Björn Bendikt
og Karl Kristján, sem búa á Egils-
stöðum, og Astu Kristínu, sem býr í
Mývatnssveit. Benedikt þekkir sig
vel í mörgum görðum í Suðut-
Þingeyjarsýslu því að um árabil
gegndi hann starfi garðyrkjtt-, mat-
jurta- og skógrœktarráðunauts í
dreifbýli í Suðttr-Þingeyjarsýslu.
„ Vegna staifsins kynntist ég íbúttm
sýslunnar vel og hef þegið kafft á
öðru hvoru heimili í sýslunni. Þetta
var mjög skemmtilegt slarf, sent því
miðttr hefur verið lagt niður. “
Björn hefitr staifað við sitt fag víða
um land en nú njóta Húsvíkingar
starfskrafta Itans.
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
„Sykur og hveitilaus grönnbrauð."
Uppáhaldsdrykkur?
„íslenskt bergvatn, diet coke og
kaffi.“
Hvaða heimilisstörffinnst þeir
skemmtilegustlleiðinlegust?
„Þau sera eru skemmtilegust eru þau
sera eru búin. Þau leiðinlegustu er
Benedikt Björnsson.
þau sem eru eftir eða eru af einhverj-
um ástæðum þrúgandi.“
Stundarþú einhverja markvissa lík-
amsrœkt eða hreyfmgu?
„Á hverjum degi geri ég eitt af
þrennu, syndi 200 metrana, hjóla í
klukkutíma eða geng í klukkutíma."
Ert þú t einhverjum klúbbi eða fé-
lagasamtökum?
„Belgjunum á Húsavík, ég geng með
þeim á mánudögum, Ljósvakanum,
Félagi íslenskra nuddfræðinga,
Ferðafélagi íslands og skógræktarfé-
lagi“
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
„Nýja tíma, svo kaupi ég Dag og
Víkurblaðið í lausasölu."
Hvaða bók erá náttborðinu hjá þér?
„Biblían, Sporabókin, Gauragangur
og grænlensk skáldsaga, sem heitir
Tvær gamlar konur.“
/ hvaða stjörnumerki ert þú?
„Voginni."
Hvaða tónlist er t mestu uppáhaldi
hjá þér?
„Góð og gömul íslensk sveitasveifla.“
Uppáhaldsleikari?
„Sá sem nær að túlka mennskt sam-
félag í þeirri mynd sem það er,
kannski er Björk best, einmitt af því
að hún er ekki að leika?“
Hvað horfir þú helst á í sjónvarpi?
„Fréttir, Dagsljós."
Á hvaða stjórnmálamanni hefurþú
mest álit?
„Enginn hefur fullnægt kröfum mín-
um sem stjómmálamaður til þessa."
Hver er að þínu mati fegursti staður
á íslandi?
„Hann er þar sem ég er þegar mér
líður vel.“
Hvar vildir þú helst búa ef þú þyrftir
að Jlytja?
„Nýja Sjálandi, Noregi, Kanada.“
Efþúynnirstóra vinninginn ílottó-
inu hvernig mundir þú eyða pening-
unum?
„Jesús, borga skuldir mínar og gera
ráðstafanir til að koma í veg fyrir að
peningamir mundu spilla lífi mínu
og valda mér vanlíðan."
Hvernig vilt þú helst verjafrístund-
um þínum?
„Mig langar mest til þess að mér geti
liðið vel á heilbrigðan hátt og nota
frístundir mínar til að vinna að því
markmiði."
Hvað œtlar þú að gera um helgina?
„Ég ætla á bókakynningu, þar sem
bókin Heimkoman verður kynnt og
svo ætla ég á saumanámskeið. Ég
stefni að því að læra að gera við
gallabuxumar mínar. Þar fyrir utan
ætia ég að rækta mannleg samskipti
með vinum mínum." KLJ
6AUTABORGARPISTI LL
IN6IMAR CUÐMUNDSSON
Gústaf og gufulaugiit
Ætli Gústaf Eriksson Vasa hafi
dottið það í hug, þegar hann
þrammaði á skíðum 90 kflómetra
leið frá bænum Mora til Selen, að
14.000 skíðagöngumenn gengju
saman sömu leið 476 árum síðar?
Og það bara að gamni sínu? Hon-
um Vasa hefur líklega ekki verið
skemmtun í huga á leiðinni. Hon-
um hafði mistekist að fá Morabúa í
lið með sér gegn Dönum sem þá
herjuðu á Svíþjóð og ákvað að
flýja til Noregs. Eitthvað sáu
Morakarlamir eftir að hafa verið
svona þurrtruntulegir við Gústaf
svo þeir sendu tvo göngugarpa á
eftir honum. Þeir náðu honum loks
í Selen. Þá var bara að þreyta
gönguna til baka.
Svona hafa þolraunir manna í
fortíðinni orðið skemmtun okkar í
nútímanum. Vasagangan er þar
engin undantekning. Ekki halda þó
að menn gangi í ljúfum takti alla
leið. Nei, eftir nokkurra mínútna
göngu þrengist brautin og fyrsta
biðröðin myndast. Þeir sem byrja
aftarlega í hópnum gætu alveg eins
tekið með sér kaffibrúsa, yfirhafnir
og ferðastóla því fyrir þá verða
pásumar langar. Sumir lenda í við-
tali í beinni útsendingu í sjónvarp-
inu sem sýnir samviskusamlega frá
þessum stóratburði. Þeir kasta
kveðju á fjölskylduna, sem situr
negld heima fyrir framan imba-
kassann (ásamt þriðjungi sænsku
þjóðarinnar og nokkmm forvitnum
útlendingum eins og mér). Yfír
öxlina á keppandanum skýst upp
eitt og eitt höfuð sem hrópar hæ!
bara svona til að láta vita af sér.
Loks er það hópurinn sem hefur
tekið tæknina í sína þjónustu, dreg-
ur upp farsímann eftir einn kfló-
metra og segir að allt gangi vel,
þeir séu í fyrstu biðröðinni, hvort
þeir hafí nokkuð sést í sjónvarpinu
bla, bla, bla...
Góður slatti áhorfenda stendur
við hlið göngubrautarinnar og
hvetur menn til dáða. Nokkrir
standa fyrir enda góðra brekkna
þar sem búast má við glæsilegum
byltum og skemmtilegum hrúgum
skíðamanna þegar þeir lenda hver
ofan á öðrum. Á lokakflómetrun-
um er mesti gorgeirinn farinn úr
mönnum, margir hverjir bláir í
framan og yfir bringuna af hinni sí-
gildu Vasabláberjasúpu sem boðið
er upp á á leiðinni.
Þegar ég, af minni takmörkuðu
söguþekkingu, lít til gamalla þol-
rauna fólks á Norðurlandi íslands
dettur mér bara í hug Drangeyjar-
sund Grettis sterka. Þótt Norðlend-
ingar séu mikið hreystifólk og
svamli og sprikli í útilaugum allan
ársins hring myndi slík keppni
varla setja met í þátttökufjölda færi
hún fram á upprunalegu leiðinni.
Hreystistimpillinn verður þó ekki
af okkur tekinn. Það flaug í gegn-
um huga minn um daginn, þegar
ég lá og flatmagaði á bakkanum á
einni af „ævintýralaugum" þeirra
Svíanna, hvflíkir éinstakir garpar
við værum. Meðan ég og hin böm-
in skemmtum okkur í rennibraut-
um, öldulaugum, stökkbrettum og
nuddpottum inni í hlýjunni væru
Akureyringar að gera það sama,
nema bara úti í garranum. Ekki
nóg með það. Akureyringuin mun
líklega takast að byggja sína úti-
laugaraðstöðu fyrir svipaða upp-
hæð og þessum sænska bæ tókst að
byggja sína. Sú sænska er að sjálf-
sögðu innandyra. En Svíarnir
græða bara ekki á því. Þeir fá ekki
að upplifa hina einstöku gufu sem
rýkur upp úr laugunum okkar og
setur dulrænan svip á umhverfið
þar sem árvakir sundlaugarverðir
standa á bakkanum, skima inn í
strókana og spá í hvort þessi eða
hinn sundlaugargesturinn hafi ver-
ið að koma eða fara. Ég man að
gufan gat komið sér vel á gaggaár-
unum þegar loðkápuklædda
íþróttakennslukonan skildi ekkert í
því hvað nemendur gátu verið
lengi að synda tvær ferðir þversum
yfir laugina eða bara að þeir hrein-
lega hurfu. Hún lét þó ekki leika á
sig og fann þá fljótlega í heita pott-
inum. Oft gafst hún þó upp á kuld-
anum og gufunni, fór inn og fjar-
stýrði öllu saman innandyra með
míkrafón í hönd.
Kannski það hafi verið íþrótta-
kennaramir og sundþjálfararnir
sem hafa heimtað að önnur gufu-
laug yrði byggð við hliðina á
hinni? Það myndi breyta öllu fyrir
þá að geta kennt og þjálfað í
heimsskautaklæðnaðinum sínum í
nýrri gufulaug. Auk þess verður
þessi frábæra aðstaða örugglega til
þess að dragá að erlenda ferða-
menn árið um kring. Þó ekki væri
fyrir annað en bara sjá gufuna.
Þetta fá þeir ekki að upplifa heima
hjá sér. Hér í Svíþjóð eru langflest-
ar útilaugar lokaðar á veturna. En
garpamir eru náttúrulega ekki
hér...