Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 15
MATARKROKUR Laugardagur 16. mars 1996 - DAGUR - 15 Fiskréttir og fleira frá Unu í Matarkróknum að þessu sinni er Una Sigurliðadóttir og lætur hún lesendum í té tvær uppskriftir af fiskréttum og þrjár uppskriftir af smáréttum. Fisk- réttina segir hún vera í miklu uppá- haldi á heimili hennar, sérstaklega djúpsteikti skötuselurinn með súrsætu sósunni. Una er Akureyringur og vinnur á skrifstofu Verkmenntaskólans á Akur- eyri. Hún er gift Þóri Haraldssyni, menntaskólakennara, og þau eiga þrjár dætur. Sú elsta er 24 ára, yngsta er 15 ára en miðdóttirinn er tvítug og á einmitt afmæli í dag, 16. mars. I næsta Matarkrók skorar Una á Álf- hildi Vilhjálmsdóttur, sem vinnur á skrifstofu Viking hf. á Akureyri. Ýsa í kryddhjúpi 600 g ýsuflök (skorin í bita) 2 egg / dl kornolía 2-3 dl hveiti 1 dl mjólk 1 msk. tadnoríkrydd 1 msk. karrý 2 msk. sojasósa 1 tsk. hvítlauksrif / tsk. engiferduft 1 msk. sinnep Blandið þessu öllu saman í skál, hræran á að vera eins og þykkt pönnukökudeig. Veltið ýsubitun- um upp úr þessari hræru og steikið á pönnu. Látið í eldfast form og bakið í ofninum í nokkrar mínútur. Sósa: 1-2 laukar eftir stœrð 1 epli 1 gulrót 1 stilkur sellerí 2 msk. karrý /-1 dl eplasafi 1 msk. tómastsósa 2 dl vatn + fiskiteningur 1 dl rjómi Skerið lauk, epli, gulrót og sell- erí í bita, léttsteikið og bætið karrýi saman við og látið krauma í smástund. Hellið eplasafanum, tómatsósunni og soðkraftinum saman við og látið sjóða saman í um 10 mínútur. Takið úr pottinum og setjið í matvinnsluvél og maukið þar til allt er samblandað. Látið aftur í pottinn og bætið rjómanum saman við. Ef þarf má þykkja með örlitlum sósujafnara. Saltið og piprið eftir smekk. Best er að byrja á að laga sósuna á und- an fiskinum og gera stærri skammt og frysta til að nota í næsta skipti. Þessi sósa er ekki eins flókin og hún virðist vera. Berið fram með hnsgrjónum og salati. Djúpsteiktur skötuselur með súrsœtri sósu 600 g skötuselur eða annar fiskur (skorinn í litla aflanga bita) Deig: 1 dl matarolía 2 dl pilsner 1 egg / dl vatn salt 3 dl hveiti matarolía til steikingar Hrærið saman olíu, pilsner, eggi og vatni. Kryddið með salti. Bætið hveiti útí. Látið deigið standa í 10- 15 mínútur. Setjið hveiti á disk, veltið fiskstykkjunum upp úr hveit- inu, síðan í deigið og djúpsteikið. Berið fram með hnsgrjónum, salati, brauði og súrsætri sósu. Súrsœt sósa (Góð með fiski, rœkjum og kjöti) 4 msk. matarolía 4-6 ananashringir í bitum 1 grœn paprika í jafnstórum bitum / bolli hvítvínsedik A bolli púðursykur 1 bolli ananassafi 1 msk. tómatsósa / tsk. salt / tsk. þriðja kryddið þykkt með Ijósum sósujafnara Hitið olíuna og steikið ananasinn og paprikuna. Bætið öðrum efnum út í og sjóðið í 2-3 mínútur. Jafnið með sósujafnara. Þetta er mjög fljótleg og góð sósa. Heitur brauðbotn 1 dós sveppaostur (250 gr) /-1 dl rjómi 3-4 msk. majones franskt sinnep (eftir smekk) 2 bréf skinka (brytjuð) 3-4 harðsoðin egg 1 dós grœnn aspars (ekki safinn en hann má nota til að bleyta botnana) Hrærið saman sveppaostinum, rjómanum, majonesinu og sinnep- inu. Blandið skinku, eggjum og aspars saman við. Þessu er deilt niður á þrjá brauðbotna (sem er einn brauðbotn skorinn í þrennt). Ostur er settur yfir og bakið í 200°C heitum ofni í 20-30 mínútur. Gott er að eiga þessa köku í frysti og grípa til þegar góða gesti ber að garði. Rœkjuréttur 1 bolli hrísgrjón (soðin og kœld) 150 g majones 200 g rœkjur / msk. karrý 'á dós maísbaunir 'A dós sveppir / rauð paprika / grœn papríka / msk. aromat. Öllu blandað saman og látið í hringlaga form með gati í miðj- unni. Látið standa í sólarhring í ís- skáp. Skreytt með bláum vínberj- um (sett í gatið í hringnum). Borið fram með ristuðu brauði. Smjördeigshálfmánar Fylling: 1-2 plötur smjördeig (fœst í bakaríum) 1 msk. smjör 2 msk. sinnep (sterkt og sœtt) ‘A bolli steinselja (smátt söxuð) 2 msk. laukur (smátt saxaður) 250 g gráðostur eða brie í teningum 300 g aspars í bitum. Hrærið smjöri, sinnepi og stein- selju vel saman. Bætið saxaða efninu út í og blandið vel. ATH! Setjið asparsinn síðast í því annars fer hann í mauk. Stingið út hringi úr smjördeig- inu, setjið fyllingu í og lokið svo þeir myndi hálfmána. Einnig hægt að skera út lengjur, 20-25 sm langar, setja fyllinguna í miðjuna og loka eins og gert er við vínar- brauð. Fallegt er að skera upp í endana og leggja yfir fyllinguna til skiptis. Penslað með eggi og bakið í 20-30 mínútur við 190°C. AI UTAN LANDSTEINA ELSA JÓHANNSDÓTTIR Seqist dera rosateqa rómantískur Það sem gerðist var alveg eins og í bíómyndunum. Ljósmyndari hjá frægu bandarísku tímariti er á gangi í Arizona í steikjandi hita og sól og reynir að húkka sér far. Skyndilega kemur hún (ljósmyndarinn) auga á þennan líka glæsilega kappa, beran að ofan á gallabuxum og það er ekki að spyrja að því! Hún rýkur í áttina að honum og spyr hvort hann sé til í að láta taka af sér nokkrar myndir (og sleppa gallabuxunum í leiðinni). Richard Plank, 25 ára kennaranemi og hálfur indáni frá Missouri, ákvað að slá til og hér er afraksturinn. „Ég átti allra síst von á því að einhver ljósmyndari hefði áhuga á að taka nektarmyndir af mér. En ég varð svolítið spenntur og tilhugsunin um að fullt af kon- um um allan heim kæmu kannski til með að skoða myndir af mér í einhveriu blaði... frá- bært! Hann segist vera rosalega rómantískur og heimakær, vill eignast fullt af bömum og bíður eftir hinni einu réttu. „Há og grönn með sítt, brúnt hár, jarðbundin, ástrík og með húmorinn í lagi, þannig þyrfti draumadísin mín að vera. Éinhver sem fengi mig alltaf til að segja VÁÁÁ!! Honum er mikið kappsmál að vera í góðu formi (186 cm og 91 kíló), hleypur, hjólar, lyftir lóðum og er einnig mikið fyrir útiveru. Hvað er fullkomin rómantík í hans augum? „Vera úti r' náttúrunni, fara í gönguferð og gista í fjallakofa. Um kvöldið myndum við kveikja upp í arninum, fara í sápukúlubað og raða fullt af kertum allt í kring. Horfa svo á eina gamla og góða bíómynd eftir matinn og hreiðra um okkur í sóf- anum... það væri toppurinn!“ i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.