Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 16.03.1996, Blaðsíða 11
Pocahontas í Nordurfara - birtist sem framhaldssaga árið 1862 Laugardagur 16. mars 1996 - DAGUR - 11 &----- ------------------------------- Disney myndin Pocahontas hef- ur átt miklum vinsældum að fagna, ekki síst meðal yngri kyn- slóðarinnar, og fáir krakkar sem ekki þekkja sögu þessarar ind- íánastúlku sem með hug- rekki sínu tókst að koma á friði milli ættbálks síns og hvítra landnema. Ólíkt mörgum Disney-mynd- um byggir Pocahontas ekki á gömlu ævintýri heldur sannsögulegum atburðum því Poca- hontas var til í raun og veru og um hana hafa verið ritaðar margar sögur og ljóð. Sagan af Pocahontas barst víða og fyrir 134 árum birtist hún sem framhaldssaga í blaðinu Norðurfara sem gefið var út á Akureyri á þessum tíma. Eigandi og ábyrgðarmaður Norðurfara var Bjöm Jónsson og var blaðið prentað í Prentsmiðju Norður- og Austurumdæmisins. Norðurfari kom fyrst út í janúar 1862 en sagan af Pocahontas (staf- sett Poccahontas í Norðurfara) birtist sem framhaldssaga í nokkr- um tölublöðum frá september fram í nóvember. Söguþráðurinn í Norðurfari er í aðalatriðum sá sami og í Disney- myndinni og þeim bókum sem komið hafa út í kjölfarið en endirinn er þó töluvert öðruvísi í þeirri sögu sem birtist í Norðurfara. Pocahontas varð Rebekka Pocahontas fjallar um indíána sem lifa rólegu lífí í sátt og samlyndi við umhverfið. Dag einn birtast enskir landnemar og byrja að ryðja skóginn og grafa eftir gulli. Ind- íánamir sætta sig ekki við þetta og Hetjudáð „...Þá gjörði Poccahontas það sem lengi hefur síðan verið í minnum haft og skáldin hafa sungið um og mindasmiðimir höggvið myndir eptir, það sem sýndi svo mikið göfuglyndi og sjálfs afneitun að menn mundi ei hafa trúað því, ef þjóðsagan sannaði það ei. Því þegar her- maðurinn ætiaði að láta klumbuna ríða að höfði band- ingjans, fleygði Poccahontas sjer yfir hann og vafði hand- leggjunum utanum hann, en lagði höfuðið á steininn og sagði: „slá mig nú hið fyrsta högg!“...“ Heimild: Norðurfari, árið 1862 því vofir yfir stríð milli þeirra og landnemannna. Pocahontas er dóttir indíánahöfðingjans sem heit- ir Póvatan og hún verður ástfangin af einum landnemanum, Jóni Smith, sem kallaður er Játvarður Smith í Norðurfara. Indíán- - '' ‘ arnir taka Jón til fanga og til stendur að berja hann til dauða en þá frem- ur Pocahontas mikla hetjudáð og hendir sér yfir manninn sem hún elskar rétt áður en fyrsta höggið fellur. Hún sannfærir föður sinn, indíánahöfðingjann, um að hlífa Jóni og friður kemst á. I nýrri útgáfu sögunnar enda leikar svo að Jón kveður Poca- hontas því hann þarf að fara aftur heim til Englands. Pocahontas vill ekki fylgja honum því hennar stað- ur er hjá sínu fólki en kveður hann með þeim orðum að hvað sem ger- ist verði hún ávallt við hlið hans. I Norðurfara er endir sögunnar ekki alveg eins rómantískur. Þar kemur fram að Jón var kvæntur maður og hélt aftur til Englands þar sem kona hans bjó. Hann fór án þess að kveðja Pocahontas og var henni sagt að hann væri látinn. Nokkru seinna gerðist Pocahontas kristin og tók sér nafnið Rebekka. Annar Englendingur, Hrólfur að nafni, felldi ástarhug til hennar og giftust þau og fór Rebekka með honum til Englands. Hún ávann sér mikla virðingu fólks |rví hún þótti vitur kona og kurteis. Mörg- um árum síðar kom Jón að finna hana og komst þá upp um svik hans. AI Dalvík/Siglufjörður: Opinberir starfsmenn mótmæla Á sameiginlegum fundi opin- berra starfsmanna á Dalvík 11. mars sl. var því mótmælt að rík- isstjórnin „ætli með frumvörp- um og frumvarpsdrögum að svipta starfsmenn lögbundnum réttindum sem eru hluti af starfs- og launakjörum opin- berra starfsmanna,“ eins og orð- rétt segir í samþykkt fundarins. I samþykktinni er minnt á að HÁ-Punkt- urinn starfað íeittár Hópur áhugamanna stofnaði fé- lagasamtökin HÁ-Punktinn (Handverks Áhugamenn Punkts- ins), sem nú hefur starfað í eitt ár. Markmið félagsins er að styðja við starfsemi Punktsins, sem er handverks- og tómstundamiðstöð fyrir áhugafólk um ýmiskonar handverk og listsköpun og hefur starfað sl. tvö ár í húsnæði þar sem áður var skóverksmiðjan Strikið á Gleráreymm. Starfsemi miðstöðvarinnar hefur mælst mjög vel fyrir. (Fréttatilkynning) samninganefnd ríkisins og kjara- dómur hafi fram til þessa talið þessi lögbundnu réttindi hluta af launum starfsmanna og nýtt sem rök fyrir ákvörðunum sínum við gerð kjarasamninga. Þá er lagt raunverulegt samráði við opinbera starfsmenn og að ríkisstjómin leiti samninga um þær breytingar sem hún vilji koma fram. Til háborinnar skammar I ályktun fundar opinberra starfs- manna á Siglufirði og Fljótum, sem haldinn var á Siglufirði 13. mars sl„ er þess krafist að ríkis- stjómin hafi raunverulegt samráð við stéttarfélög opinberra starfs- manna og leiti samninga um breytingar á lögum um ráðningar- réttindi, lífeyrisréttindi og samn- ingsrétt. Tekið er fram að þessi lög séu afrakstur samninga á milli aðila og hafi verið metin til launa. Einhliða afnám þessara réttinda komi því ekki til greina. „Það er til háborinnar skammar að ríkis- stjómin skuli nú reyna í skjóli lagasetningar, að firra sig því að bera ábyrgð á samskiptareglum við starfsmenn sína,“ segir orðrétt í ályktuninni. Fólskuleg árás í ályktun fundar kennara á Siglu- firði 6. mars sl. er tekið fram að fram til þessa hafi réttindi opin- berra starfsmanna verið metin til launa og ríkisstarfsmenn þeirra vegna þurft að sætta sig við lakari laun en sambærilegir hópar njóta á almennum markaði. „Fundurinn telur einsýnt að hér sé um fólsku- lega árás á launafólk að ræða og krefst þess að þegar verði fallið frá þessum áformum.“ óþh Skada Felicia Abeins kr. 849.000,- 1001 Tryggðu þér nýjan fjölskyldubíl núna. Þýsk gæöi á ótrúlega lágu veröi. SKALAFELL SF. Draupnisgötu 4, Akureyri, sími 462 2255 FRAMWIN BYGCIST A HEFÐINNI S =H I i X | 1 <N» I i Norðlenskir j i dagar | | í matvöruverslunum KEA ^ p dagana 8.-23. mars § | Laugardagur 16. mars | | Nettó....Bautabúrið, Fiskeldisstöðin Hlíð, Vilkó Hrísalundur.íslenskir sjávarréttir, HG-gæðavörur, Mjólkursamlag KEA, Brauðgerð KEA g Byggðavegur..Matur & Mörk, Kristjánsbakarí I I Sunnudagur 17. mars | Ncttó................Vilkó, Ding Dong | | Mánudagur 18. mars | ^ Nettó.............HG-gæðavörur, Sana S Byggðavegur ......íslenskir sjávarréttir ^ Hrísey............ Kjötiðnaðarstöð KEA, Kaffibrennsla Akureyrar, Mjólkursamlag KEA, Brauðgerð KEA HYRIMA HR BYGGINGAVERKTAKI . TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 ■ 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604 Smíðum lalaskápa, baðméttingar, eldbúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Tvöfaldur 1. vinningur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.