Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 7 DV Fréttir Vestmannaeyj ar: Lækkun skiptaprósentu er meðal bjargráða Ómar Garöarssan, DV, Vestmamiaeyjiim; Slæm staða margra útgerða í Eyj- um var eina málið á dagskrá á fundi stjómar Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja nýlega. Lækkun rekstr- arkostnaðar togbáta virðist eina færa leiðin til að bjarga verst settu útgeröum að mati stjómarinnar. Meðal útgjaldaliða eru aflahlutir áhafna, oha, veiðarfæri, tryggingar og viðhald skipa og búnaður. Stjórn- in vill að allir þessir liðið verði tekn- ir til endurskoðunar. Ohufélögin eru gagnrýnd fyrir hátt ohuverð og álagning á varahluti og tækja til skipa sé óheyrilega há. „Þeim sem lent hafa í vonlausri dráttarvaxtasúpu verður að hjálpa með skuldbreytingum eða lánaleng- ingu og skiptaprósentan verður að lækka, sér í lagi hjá þeim bátum sem eru á togveiðum," segir meðal ann- ars í ályktun stjórnarinnar. Sæplast hf.: Meira en átta milljóna tap FYrstu fjóra mánuði ársins varð 8,2 milljóna króna tap á rekstri Sæplasts hf. Heildartekjur fyrirtækisins fyrstu fjóra mánuði ársins voru 92,3 milljónir króna sem er rúmlega 14% lægri velta en fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra. Þrátt fyrir dræma sölu fyrstu fjóra mánuði ársins hefur ræst úr og sala í maí og júní verið það mikil að salan fyrstu sex mánuöi ársins er þó nokk- uð meiri en fyrstu sex mánuöi ársins í fyrra. Góð sala hefur verið á kerum til Danmerkur og einnig til Skot- lands. Þá er í þessari viku veriö að ljúka við að afgreiða um helming þeirra kera sem sett verða í franska togara, í kringum 1000. Á næstunni verður afgreiddur einn gámur af ker- um til Filippseyja en þangað hefur Sæplast ekki selt ker áður. Ekta sveifaball á mölinni á Höfel íslandi laugardagskuöld Fánar, ein vinsæiasta kráarhljómsveit landsins »9 hljómsveitin Brimkló ásamt Björgt/in Halldórsson Húsið opnað kl. 22. Verð kr. 500 ÚTVARPSSTÖÐIN Fyrsti hópurinn á vegum Vest-noröur nefndarinnar - Island, Grænland, Færeyjar - á sviði iþrótta- og menningarmála var I Hveragerði á dögunum. Dvalið var á gistiheimilinu Frumskógum. Ferðaþjónusta Suðurlands skipu- lagði ferðina. Ellefu manns komu frá Grænlandi og tilheyra allir sömu fjöl- skyldunni. Sá elsti er um sjötugt en sá yngsti 10 mánaða. Fólkið hefur ferð- ast um Suður- og Suðvesturland og hefur hrifist af landinu og veðurfari. Myndin er tekin í blíðviðrinu í Hveragerði. c DV-mynd Sigrún Lovísa Skagaströnd: Stórbætt atvinnuástand ÞórhaHur Asmundsson, Norðurl. vestra; Atvinnuástand hefur stórbatnað á Skagaströnd síðustu vikurnar og er einkum tvennt sem gerir að verkum að fáir eru nú án atvinnu á Strönd- inni. Byrjað er aö vinna kóla hjá Hólanesi og starfa 25 manns við vinnsluna og nýlega var byijaö að vinna á vöktum í rækjuvinnslu Hóla- ness. Mikið magn af góðri rækju hef- ur borist á land að undanfómu. Á atvinnuleysisskrá í síðustu viku voru 17 og nokkrir af þeim höfðu vinnu hálfan daginn. Til samanburð- ar voru rúmlega 70 manns á atvinnu- leysisskrá í vetur þegar mest var en að jafnaði á milli 50 og 60. Fimm einstaklingar stofnuðu á dögunum fyrirtækið Norðurströnd og stendur það að baki kolavinnsl- unni í Hólanesi. Tveir bátar stimda veiðarnar og er mjög stutt á miðin eða rétt út af Höfðanum. Bátarnir hafa verið að fá upp í 3 tonn á dag. í rækjunni hefur verið unniö um helgar auk vaktavinnunnar. Vikuna 19.-25. júní var DV i samvinnu við Cote d’Or með keppni á meðal blaðsölubarna. Sigurvegarar að þessu sinni voru Sigríður Rós Þórisdóttir, Ólafur Víðir og Andrei Malin. Bjóðum einnig gistingu á Bahia Cabana og Guest Quarters **Fyrir börn og unglinga allt að 16 dra alari þarfhvorki að greiða flug né gistingu en greiða verður flugvallarskatta. Tilboð gildirfyrir eitt barn á hvern fullorðinn. Bóka verður og staðfesta fyrir 31. júlí. Hámarksdvöl er 30 nætur. Hægt er aö gista t.d. 8 nætur á einum stað og 8 nætur á öörum, vera fyrst í Ft. Lauderdale og fara síðan til Orlando Hægt er að fljúga til Orlando og heim frá Ft. Lauderdale eða öfugt. * Innifalið flug og gisting og flugvallarskattar. - Flugvallarskattar á íslandi eru 1.340 kr. f. fullorðna og 670 kr. fyrir börn 2-11 ára, og í Bandaríkjunum 1.680 kr. (D' Ferðir skulu farnar á tímabilinu 9. sept. til 15. nóvember. Verð- og fjölskyldutilboö gildir í allar brottfarir til Orlando á þessu tímabili. Bóka verður og staðfesta fyrir 31. júlí Taktnarkað sœtaframboðl Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8-16.) FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi ★ ★★★★★★ ...83.820 kr.* m.v. tvo fulloröna i 16 nætur á Best Western Oceanside Inn. Flugferðir til Fort Lauderdale: Flogið Isinni í viku í sept. og okt. Flogið 2svar sinnum í viku í nóv. ~4RK..:.?3 Lau Lau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.